Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1979 Ljósm. Mbl. Kristján. Frá ráðstefnu byKgingariðnaðarmanna. Gunnar S. Björnsson í ræðustóli, Frá ráðstefnu um atvinnu- horfur í byggingar- iðnaði: Sveitarfélög san skipulag lóðaútl Hamlað ségegn inn- flutningi húsa mis félöK bygfíif'Kai'iönaðarmanna gengust sl. laugardag fyrir ráðstefnu um atvinnuhorfur í byggingariðnaði. Sátu hana milli 70 og 80 manns og var auk framsöguræðna starfað í umræðuhópum, sem-skiluðu áliti um skipu- lagsmál og fjármál bygginga. Framsögumenn voru Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra, Gunnar S. Björnsson formaður Meistarasambands b.vggingamanna og Benedikt Davíðsson formaður Sambands b.vggingamanna. Ólafur Jóhannesson minntist í upphafi ræðu sinnar á þátt byggingariðnaðar í þjóðarbúskapnum, að síðustu 40—50 árin hefði verið mjög ör þróun í þjóðfélaginu og hún krafizt umfangsmikillar mannvirkjagerðar bæði af hálfu hins opinbera sem einstaklinga. Auk þessa hefði t.d. verðbólga og skattareglur virkað hvetjandi við byggingariðnað, þar af 3% við opinberar framkvæmdir. Þrátt fyrir þetta sagði hann að miklar sveiflur væru jafnan í byggingariðnaði, hann væri óstöðugri en æskilegt gæti talizt og gengju þessar sveiflur jafnan í sömu átt hjá hinu opinbera sem einstaklingum. Skýringarinnar væri m.a. að leita í umskiptum í þjóðfélaginu, í góðæri væri mest um framkvæmdir og þessar sveiflur hefðu of mikil áhrif á allar framkvæmdir svo og að lóðaúthlutanir sveitarfélaga væru frá ári til árs misjafnlega margar. Ná þyrfti betri tökum á fjárfestingum í byggingum og nú væri talið óhjákvæmilegt að draga úr fjárfestingum en leggja frekar áherzlu á tæknilegar úrbætur, framleiðniaukningu og atvinnuör- yggi. Síðan rakti Ólafur í nokkrum orðum hvernig atvinna í byggingariðnaði hefði t.d. aukizt á árunum eftir 1969, um 11% árin 1971 — 1974 og hefði sú aukning valdið nokkurri þenslu á vinnumarkaði, og hefði þessi atvinnugrein síðan staðið í stað árin 1975—1977 og aftur dregizt heldur saman á síðasta ári. Þá nefndi Ólafur Jóhannesson að til umræðu væri að lán Byggingasjóðs ríkisins yrðu hlutfall af byggingar- kostnaði hverrar íbúðar og að til greina komi að skylda sveitarfélög til að áætla lóðaúthlutanir sínar nokkur ár fram í tímann og að þessar aðgerðir ásamt því að ráðast gegn verðbólgu ættu að miða að því að vinna við byggingariðnaðinn yrði stöðugri frá ári til árs. Næstur framsögumanna var Gunnar S. Björnsson formaður Meistara- sambands byggingarmanna. Sagði hann í upphafi máls síns að hlutfall mannafla við b.vggingarstörf hefði minnkað úr 12%, árið 1976 í kringum 9,5% á síðasta ári, en þrátt fyrir minni mannafla hefði framleiðni aukist. Hefði árið 1978 verið lokið við fleiri íbúðir en áður en nú væri svo komið að ástæða væri til að óttast atvinnuleysi hjá byggingarmönnum síðari hluta næsta vetrar og síðan árin 1981^1982. Benti ýmislegt til þess að ástandið í atvinnugreininni myndi verða svipað því sem var kringum árið 1968 og framundan væri t.d. samdráttur í lóðaúthlutunum á Reykjavíkursvæðinu og yrði úthlutun 30—40%, þess sem verið hefði undanfarin ár. Það hjálpaði þó að enn ætti eftir að vinna við lóðir sem úthlutað var á síðasta ári, og ef litið væri út á landsbyggðina mætti segja að ástandið þar væri öllu betra, þar stæðu úthlutanir víða í stað eða færu jafnvel vaxandi. A þann hátt sagði Gunnar að minnkandi atvinna á Reykjavíkursvæðinu myndi e.t.v. koma landsbyggðinni til góða, með því væri hægt að jafna upp það svelti sem hún hefði orðið að þola um tíma, en það hefði jafnan verið svo að meðan mest spenna hefði verið á Reykjavíkursvæðinu hefði landsbyggðin að nokkru verið látin sitja á hakanum. Þá taldi Gunnar það neikvætt að um leið og drægi úr fjárfestingu einkaaðila þyrfti einnig að draga úr opinberum fram- kvæmdum, og að oft hefði það verið svo t.d í Reykjavík og nágrannabyggðum að öll sveitarfélögin úthlutuðu mörgum lóðum, en úthlutuðu síðan öll fáum lóðum á næsta ári. Ennfremur taldi hann það galla að úthlutað skyldi í meirihluta til einstaklinga, en ekki byggingaraðila beint, með því móti væri lítið hægt að beita hagkvæmni við byggingar og b.vggingarfyrirtæki hefðu vart verkefni nema 1—2 ái fram í tímann, sem væri of lítið til að hægt væri að koma við nokkurri verulegri hagkvæmni eða tæknivæðingu. Sagði Gunnar S. Björnsson þaf gagnlegt f.vrir sveitarstjórnarmenn syðra að kynna sér gang mála í Akureyri, þar hefðu bæjaryfirvöld náð íbúðarverði niður með því af úthluta stórum svæðum 3—4 ár fram í tímann þar sem byggingaraðilar fengju einnig að ráða nokkru sjálfir um framvindu skipulagsmála. Þá benti Gunnar á, að á næstu árum kæmu stórir árgangar á giftingaraldur sem yki væntanlega ftirspurn eftir íbúðarhúsnæði og þyrfti að taka tillit til þess við skipulagningu. Einnig væri það undarlegt að á sama tíma og atvinnu- og iðnfyrirtæki væru hvött til að fjárfesta í húsnæði og að auka starfsemi sína væri þeim gert að greiða svonefnt nýbyggingargjald og að þess væru dæmi að fyrirtæki hefðu hætt við að b.vggja af þeim sökum. Að lokum gerði Gunnar S. Björnsson að umtalsefni innflutning fullunninna trjávara og sagði að sporna yrði við innflutningi t.d. fullbúinna sumarhúsa og að á þeim væru minni tollar en á hráefni til húsbygginga og með því að flytja inn mikið af tilbúnum húsbúnaði væri tekin vinna frá iðnaðarmönnum hérlendis. Benedikt Davíðsson talaði síðastur frummælenda og minntist hann í upphafi máls síns á, að sjá yrði svo um að fullt atvinnuöryggi yrði tryggt í byggingariðnaði. Það hefði löngum verið krafa verkalýðsfélaga og ýttu þau sjálf nokkuð undir atvinnu t.d. með því að veita lán úr sjóðum til ýmissa verkefna. Sagði Benedikt að nú væru horfur í byggingariðnaði uggvænlegar og ljóst væri að mikill samdráttur væri framundan og ef fólk ætti ekki að flýja land yrðu sveitarstjórnir og önnur stjórnvöld að gera ýmsar ráðstafanir. Á fyrri harðindatímum hefði fólk flutzt úr landi og komið hefði í ljós á síðustu árum, að einkum ungt fólk hefði staðnæmst erlendis og koma yrði í veg fyrir að slíkt gerðist aftur. Benedikt gat þess að samkvæmt upplýsingum sem safnað hefði verið, væru líkur á verulegum verkefnaskorti á næstunni. Mætti t.d. með því að nýta á skynsamlegan hátt eldra húsnæði koma í veg fyrir spákaupmennsku varðandi húsnæði. Þá sagði Benedikt að stjórnvöld krefðust sífellt meira fjármagns frá sjóðum verkalýðsfélaga í Byggingasjóð og væri verkafólk farið að spyrja hvar loforðin væru, krafa verkafólks væri að staðið yrði við loforð um fulla atvinnu og bægja yrði atvinnuleysisvofunni frá dyrum byggingarmanna um alla framtíð. Að loknum þessum framsöguerindum hófust almennar umræður og ræddi Helgi Steinar Karlsson m.a. um að sveitarfélög yrðu að endurskoða fyrri áætlun sína um úthlutun lóða, Ijóst væri t.d. að í Reykjavík og nágrenni myndi verða úthlutað lóðum fyrir kringum 300—400 íbúðir. Hefði það mikil áhrif á líf margra ef samdráttur yrði í lóðaúthlutun næstu árin svo sem allt virðist benda til. Sigurjón Pétursson tók næstur til máls og sagði að á árinu yrði úthlutað í Reykjavík lóðum undir 330—340 íbúðir, en einnig væru til ráðstöfunar lóðir frá fyrra ári, sem enn hefði ekki verið hafnar framkvæmdir á. Ráðgert hefði verið að taka næst til skipulagningar land við Keldur, en ekki hefði verið gengið frá skipulagi eða samningum og því yrði að byrja skipulagningu og fr^mkvæmdir á öðrum stað á næstunni, sem tæki e.t.v. lengri tíma. Þá minnti hann á að þótt lóðum væri úthlutað til einstaklinga væri það yfirleitt svo að byggingarmenn önnuðunst framkvæmdirnar við þær. Þá tóku ýmsir fleiri til máls, bæði sveitarstjórnarmenn og byggingarmenn og minnst var einnig á innflutning til landsins á unnum húsgögnum, sem sporna yrði við. Síðdegis var á ráðstefnunni starfað í umræðuhópum og var í öðrum þeirra fjallað um skipulags- og lóðamál, en hinum um fjármögnun húsnæðismálakerfisins. Skiluðu hóparnir síðan áliti og eftir að þau höfðu verið lögð fram og rædd voru gerðar á þeim nokkrar orðalagsbreytingar. Fara álit hópanna hér á eftir; fyrst er álit hóps um skipulags- og lóðamál: Skipulagsstörf samræmd Þátttakendur lögðu áherslu á að mikilvægt sé að samþykkt aðalskipulag sveitarfélaganna sé fyrir hendi nokkur ár fram í tímann. Mikilvægt er að sveitarfélögin hafi samráð og samræmi aðgerðir sínar og skipulagsstörf. Lóðaúthlutanir þarf að taka nýjum og föstum tökum þannig að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.