Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1979 33 radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Djúprækjuveiðar Óskum eftir viðskiptum við báta sem hyggja á djúprækjuveiðar í sumar. Uppl. í síma 96-52154 og 96-52153. Sæblik h.f., Kópaskeri. veiöi Laxveiðibændur Kaupum ferskan lax til útflutnings á komandi sumri. Hagstætt verð. Sækjum heim. Upplýsingar í símum 92-2797 og 92-3096. landbúnaöur Jörö til sölu sem er í ábúð. Gott íbúðarhús og fjárhús fyrir 250 til 300 fjár. Stórt tún véltækt. Fleira getur fylgt. Uppl. í síma 40181 eftir kl. 18 í kvöld og næstu kvöld. Happdr.'79 Kaupum miða — Gerum skil Dregið 8.júni GEÐVERNDARFELAG ISLANDS ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Þl Al'GLYSIR l'M ALLT LAND ÞEGAR Þl AIGLÝSIR I MORGINBLAÐINL smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Vantar píg handavlnnu, handavlnnuefnl, handavlnnugarn. Úrvallö er hjá okkur. Hannyrðabúöln, Strandgötu 11, Hafnarllröl sfml 51314. Bílasegulbönd fré Automatlc-radlo og Audlo- vox. verö fré kr. 33.820.-. Bfla- hétalarar verö fré kr. 7.250,- settiö. Feröaviötæki, verö fré kr. 8.250.-. T.D.K. og Ampex kassettur, hljómplötur, músfk- kassettur og áttarásaspólur, gott úrval. Mlklö é gömlu veröl. Póstsendum. F. BJÖrnsson, radíóverslun, Bergþórugötu 2. Síml 23889. Hilmar Foss lögg. skjalaþýö. dómt. Hafnar- strætl 11, sími 14824. Freyjugötu 37, sími 12105. Frímerki fyrir póstkorl meö mynd, sendu í lokuöu umslagl, sem sé frfmerkt meö aö minnsta kosti 5 frímerkj- um, mun ég senda 100 frímerki frá 12 löndum. Gunther Hotz Tuchbleiche 14 D 6943 Birkenanu Deutschland. Ráðskona óskast á gott heimili f sveit, sími 71123. Fimir fœtur 27. xna/ B-b Fíladelfía Almennur biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Ræöumaöur Einar J. Gíslason. I húsnæöi l í boöi í Sandgerði 110 ferm. efri hæö í tvíbýlishúsi. 4ra herb. íbúö í tvfbýtl, allt sér. 125 ferm. nýtt einbýlishús f skiptum fyrir góöa íbúö í Kefla- vík. Eignamiölun Suöurnesja, Hafnargötu 57, Keflavík. Sími 3868. Keflavík Eldra einbýlishús. 3 svefnherb.. í góöu ástandi. M.a nýlt rafmagn, nýjarskoipleiöslur. hita- og neysluvatnslagnir nýlegar, nýtt járn á þaki og á tveimur hliöum. Laust strax. Verö 11 millj. Útb. 6 5 millj. Keflavík Til sölu nýstandsett eldra ein- býlishús, 4 herb. og eldhús. Húsiö losnar fljótlega Hef úrval af 2ja og 3ja herb. íbúöum í smíöum í Keflavík og Njarövík. Fasteignasalan, Hafnargötu 27, Keflavík. sími 1420. Stefán Ágústsson: Enn um séra Moon Hinn 24. apríl s.l. birtist í Morgunblaðinu grein frá Kirkju Sameiningar og Heimsfriðar (The Unification Church) sem vera átti svar við greinarkorni mínu frá 5. apríl s.l., en grein mín var svar við klaufalegum tilburðum eins af lærisveinum Uní-Moony, sem svo er gjarnan kallaður til að „leið- rétta“ nokkur sannleikskorn er um hreyfingu þessa birtust í Lesbók Morgunblaðsins 3. mars s.l. Bezt sést hve tilburðirnir voru klaufalegir á því að nú geysist fram á ritvöllinn maður erlendur sem kynnir sig sem leiðtoga sam- takanna, enda þótt ekki fylgi hvort um sé að ræða leiðtoga yfir íslandi, Norðurlöndum eða jafvel Evrópu og upphaflegum málsvara samtakanna ýtt til hliðar enda mun sá aðeins vera peð í hinu hrikalega sálnatafli þessarar hreyfingar. Þrátt fyrir umskipti þessi er í grein þessari hvergi leitast við að svara spurningum þeim er ég bar fram í grein minni frá 5. apríl um fjármál og „líknarstarfsemi" sam- takanna og kannski ekki að undra því að sögn munu aðeins nánustu samstarfsmenn Moons í Banda- ríkjunum, auk Moons sjálfs geta svarað þeim spurningum. Undir- tyllur fá aðeins í hendur hugtök eins og „líknarstarfsemi" mennt- un og þess háttar til að leika sér með. Nóg um það, því ekki hef ég í hyggju að deila við „leiðtogann" um eitthvað sem hann veit ekkert um. Rétt er það hjá leiðtoganum að í grein minni styðst ég að nokkru við skrif James Bjornstad sem framkvæmt hefur nákvæma rann- sókn á Moon-hreyfingunni eigi síðri en Sontag. Tel ég Bjornstad ekki síður áreiðanlega heimild en Sontag enda þótt Bjornstad hafi eigi talið sig þurfa níu klukku- stunda viðtal við Moon sjálfan. Ég held að allir hljóti að sjá að viðtal við Moon sjálfan færi þá varla nær sannleikanum. Nokkur orð um James Bjornstad. James Bjornstad er forstöðumaður Kristilegrar rannsóknastofnunar í Oakland New Jersey. Markmið þessarar stofnunar er rannsóknir á mismunandi trúarbrögðum, samanburður þeirra við Biblíuleg- an grundvöll og að leita svara við þeim. Bjornstad hefur fórnað 15 árum í rannsóknir á mismunandi sértrúarflokkum, einkum í Banda- ríkjunum. Bjornstad er doktor í guðfræði frá New York háskóla og er kennari í heimspeki og guð- fræði við Guðfræði háskóla í Essex Falls, New Jersey. Ég get hins vegar róað leiðtog- ann með því að hér á eftir mun lítið vitnað í skrif James Bjorn- stad, en að nokkru í skrif Moons sjálfs í Master Speaks svo og í Divine Principle, aðaltrúarbók Moon-hreyfingarinnar, sem þýdd hefur verið á íslensku og ber heitið „Hið Guðdómlega Lögmál“. Leiðtoginn kvartar undan því að ég hafi ekki talað við neinn með- lim samtakanna „hér heima" eins og hann orðar það. Rétt er það og ég ætla mér ekki að gera það. Hins vegar hef ég rætt við milli 12—15 meðlimi hreyfingarinnar í Eng- landi á undanförnum tveim árum og hafa samtöl þau verið hin fróðlegustu svo ekki sé meira sagt. í nóvember 1978 hugðust samtök- in í Englandi halda mikla sam- komu í London og leigðu til þess arna Royal Albert Hall í Ken- sington. Moon ætlaði sjálfur að koma fram, en brezkir brugðu við skjótt og vísuðu honum úr landi eftir nokkurra daga dvöl skömmu áður en samkoman skyldi haldin. Minnti þetta óneitanlega á svipað atvik nokkrum vikum fyrr þegar þeir vísuðu úr landi bandarískum forsprakka Ku Klux Klan með áþekkum hraða. Kalla samt Bret- ar ekki allt ömmu sína í þessum efnum og mikið má ganga á áður en þeir grípa til þess að vísa mönnum úr landi. Þau ungmenni sem ég ræddi við um trú þeirra voru innbyrðis ósammála um ýmis trúarleg atriði og verður ekki nánar farið út í það nú, en um eitt voru þau öll sammála og það var að Moon væri sjálfur Messías. Að þessu leyti eru þau sammála leiðtoganum sem talar um Moon sem sendiboða Guðs. Mun ég víkja að því síðar. Leiðtoginn gerir að umræðuefni rannsókn FBI og CIA á samtökun- um, en það er ein uppáhaldsiðja Moonista þessa dagana enda þótt erfitt sé að henda reiður á að hverju sú rannsókn beindist og ennþá síður ljóst hvernig sú rann- sókn var framkvæmd. Hitt er það að eftir hin hryllilegu morð á meðlimum sértrúarflokks Jones í Guyana var farið fram á rannsókn á því hvort svokölluðum „heila- þvotti“ væri beitt við fleiri sértrú- arflokka í Bandaríkjunum. Niður- staðan gagnvart Moon-hreyfing- unni var neikvæð. Leiðtoginn býðst galvaskur til að leggja fram sakavottorð Moons enda þótt ekki fylgi tilboðinu hvort hann á við bandarískt eða kóreanskt sakavottorð. Það bandaríska segði harla lítið þar sem Moon kom ekki til dvalar í Bandaríkjunum fyrr en 1972. Það kóreanska segði trúlega lítið meir því að Moon hlaut ekki dóm þótt ákærur væru margar. Hvernig hann slapp við dóm er svo annað mál sem fólki í lýðræðisríkjum er ekki jafn skiljanlegt. Á einum stað í grein sinni vitnar leiðtoginn í Biblíuna og þykir það nokkuð kaldhæðnislegt í ljósi þeirrar meðferðar sem sú bók hefur fengið í meðförum Moons og kumpána hans. í mars/apríl hefti rits Moons Master Speaks, frá árinu 1965, bls. 1 stendur eftirfar- andi: „Þar til baráttu okkar við hina kristnu kirkju er lokið, verð- um við að vitna í Biblíuna. Eftir að við höfum tekið við arfleifð þeirra kristnu er okkur frjálst að kenna án Biblíunnar." Þessi orð þurfa varla útskýringa við. í sama hefti á bls. 16 segir: „Ég hef orðið að þola mikið og vegna þess hef ég rétt til að fyrirgefa syndir ann- arra. Á bls. 14 stendur: „Ég hef erft það hlutverk að taka við af Jesú. Ég á að ljúka því sem Jesús lauk ekki við.“ Þannig mætti lengi telja en á þetta skal bent sérstak- lega svo menn geti sé hvern Moon telur sig vera. Meðferð Moons og kumpána hans á Biblíunni „meðan þeir hyggjast nota hana“ er einstök í sinni röð og á fáar hliðstæður. Vers eru afbökuð og umsnúin, tekin úr samhengi og rangtúlkuð, allt eftir því hvað boðskap þeirra hentar hverju sinni. Of langt mál er að taka slíkt til meðferðar hér og nú. Þó skal nefnt dæmi, hvorki betra né verra en mörg önnur er sýna umsnúninginn svo ekki verð- um um villst. I hinni íslensku þýðingu á Divine Principle, Hið Guðdómlega Lögmál, stendur á bls. 13 og 14: „í Jobsbók 31.33 stendur skrifað, „Hafi ég hulið yfirsjónir mínar eins og menn gjöra og falið misgjörðir mínar í brjósti mér“. Þetta bendir til þess að Adam hafi drýgt synd með neðri hluta líkamans." Moonistar eru víst einir um þennan skilning. Samkvæmt kenningu Moons mistókst Jesú Kristi það hlutverk sem Faðirinn fól honum. Á bls. 22 í fyrsta hefti Hins Guðdómlega Lögmáls stendur: „Þannig er það, að þótt einum manni mistakist að standa í sinni ábyrgð, endurreisir Guð, eftir nokkurn tíma, sama grundvöll og skilyrði og áður og velur annan mann til að fram- kvæma sama ætlunarverk." Hér á Moon að sjálfsögðu við sjálfan sig. Reyndar er „Divine Principle" ekki rituð af Moon sjálfum heldur einum af dyggustu fylgjendum hans, Yee Hye Wen. Bókin er kynnt sem lykillinn að guðspjöll- unum. Það athyglisverða við ensku útgáfurnar tvær er að sú síðari, frá árinu 1973, er mikið breytt frá hinni fyrri er út kom árið 1966. Meðlimir Moon-samtakanna eru allir tilbúnir að lýsa því yfir að Moon sé sérlegur sendiboði Guðs, nýr Messías. Það forvitnilega er þó að enginn þeirra getur svarað þeirri spurningu „hvernig“ þeir vita að svo sé. Þeim sem leita í sannleika að svarinu við þessu, bendi ég á að lesa 1. Jóhannesar- bréf 4.2-3. Það sem þar stendur merkir einfaldlega = Röng túlkun á Jesú Kristi þýðir einfaldlega falskur sendiboði. Þó spádómar hafi ekki talist sérgrein Moons, verður að telja margt af því sem hann hefur sagt, spádóma, einkum ef litið er á að hann telur orð sín vera heilaga opinberun (divine revelation). 30. nóvember 1973 birtust eftir hann greinar í nokkrum þekktustu blöð- um Bandaríkjanna, en þar stendur meðal annars: „Guð hefur valið Richard Nixon til að vera forseta Bandaríkjanna ...“ Skömmu síðar sagði Nixon af sér og hvorki Moon né fylgjendur hans hafa minnst á Nixon eftir það. Mörgum verður sjálfsagt á að spyrja hvað ég sé að eyða tima og bleki í sértrúarflokk af þessari tegund sem ekki telur nema 4—5 meðlimi hér á landi og er slík spurning mjög eðlileg. Ég lít hins vegar á skrif þessi sem aðvörun til þeirra fjölmörgu sem eiga eftir að verða á vegi þessara náunga. Erlendis hafa sértrúarflokkar sem þessi tilhneigingu til að margfald- ast með ótrúlegum hraða, Hins vegar sé ég ekki ástæðu til að skrifa aftur um villutrú þessa enda þótt leiðtoginn reyni að svara þessu. En eintak það, að Hinu Guðdómlega Lögmáli sem ég hef undir höndum, mun afhent fjölmiðlum til birtingar ef tilefni gefst til. Gegnum alla stormasama mannkynssöguna hafa allskonar trúarbrögð og siðir skotið upp kollinum. Okkar tímar eru þar engin undantekning, síður en svo. Það hafa sennilega aldrei fleiri tegundir og afbrigði komist í umferð en einmitt nú og sennilega aldrei af meiri ákafa. Einhverntíma hefur ýmislegt byrjað að fara úrskeiðis, því engin önnur skýring getur verið á þessu. Vafalaust hefur menning okkar tíma haft sín áhrif á þetta. Rök- hyggja, tækni og vísindi hafa vissulega ekki gefið okkur svarið við hinum ýmsu vandamálum mannkynsins, styrjaldir og ofbeldi halda áfram, meðan fátækt og hungur aukast. Fjölskyldur brotna niður eða leysast upp, mannlegir verðleikar og sjálfs- virðing virðast í algeru lágmarki. Framtíðin virðist heldur ekki björt né lofa bættu ástandi. Það er því engin furða þótt margir, eink- um ungt fólk, leiti að svari við vandamálum og leitar gjarnan allsstaðar þar seni það heldur að svar sé að finna. Ungt fólk hefur gegnum árin hafnað hinni kristnu kirkju og hennar ósveigjanlega siðakerfi. Inn í þennan heim kemur svo Moon með sínar kenningar sem kveða á um lausn við vandamálum allra. En ég trúi því ekki að Moon leysi nokkurs manns vanda. Ég trúi því að Moon sé einn almesti blekkingameistari og múgsefjari sem uppi hefur verið. Ég trúi því að það sé Moon sem talað er um í 2. Pétursbréfi 2.1—3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.