Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAf 1979 „VIÐ HLEYPTUM aldrei farþegum upp í vél ef vitaö væri að flugstjóranum væri mjög hætt við hjartaáfalli,“ segir svissneski læknirinn Pierre Rentchnik. „En athugasemdalaust lætur mannkynið sjúklinga stjórna sér.“ Rentchnik er í fremstu röð lækna og eftirsóttur af að minnsta kosti tuttugu og átta leiðtogum okkar tíma. Ferill hans hefur leitt honum fyrir sjónir eftirfarandi niðurstöðu: Oft er samband milli sjúkdóma er hrjá stjórnmálamenn og ákvarðana er peir taka. JIMMY Carter Bandaríkjaforseti, 54 ára gamatl, pjáist af sjúkdómi, sem kvelur um sextíu og fimm af hundraði allra jafnaldra hans; gyllinæd. í des- ember á síðasta ári varð Carter af bessum sökum fyrir blóðmissi og lét óvenju mikið blóð. Vegna friðarvið- ræðna forsetans viö Begin og Sadat varð heimilislæknir hans, William Lukash, að fresta aögerð. Þess í stað mælti hann með mjólkurmataræði og skokki við forsetann í Því skyni að draga úr blóðþrýstingi. Af pessum sökum hleypur Carter nú á hverjum morgni í grennd við Hvíta húsið og hefur dregið úr blóðprýstingnum. Prófessor Rentchnick segir: „Gyllin- æð getur leitt til þunglyndis þar sem hún er ódeyfandi og sársaukafull. Læknir getur þó minnkað sársaukann á einum til tveimur dögum.“ Kremlarleiötoginn Leonid Breshnéf, 72 ára, á við svima- og svitaköst að stríða og einnig verður vart við sjón- og málerfiöleika í fari hans. Prófessor Rentchnick segir: „Hann þjáist af of háum blóðþrýstingi og að mínum dómi hefur hann þegar orðið fyrir sex til sjö hjartaáföllum. Þar fyrir utan hrjáir hann æðakölkun í heila og sennilega hefur hann þolað minniháttar heitablóöfail í nokkur skipti. Viö vitum ekki með vissu hvort Breshnéf er með gangráð. Hitt vitum viö aö þegar hann eitt sinn fékk áfall var fremsti gangráöasmiður Frakka fenginn til Moskvu og var þaö einnig fyrst í sama mánuði að Rússar gerðu þremur vestrænum æðakölkunarsér- fræðingum boö um að koma til Kremlar. Breshnéf er mjög sjúkur fnaður. Hann eldist hröðum skrefum.“ Helmut Schmidt kanzlari Vest- ur-Þýzkalands, sextugur að aldri, er ætíð í peysu undir jakkafötunum og ber kaskeiti af ótta við að ofkælast. Hann mýkir rödd sína með lindi- blómatei og nellikurót. Schmidt hefur skerta heyrn á vinstra eyra. Æ oftar ber hann hönd upp aö eyra í viðræð- um við fólk. Þegar hann feröast í bifreið býður hann samferöamönnum sífellt að sitja á hægri hönd. Hann hefur um árabil átt viö sinaskeiða- bólgu og augnþreytu að stríða. Óeðlilegri skjaldkirtilsstarfsemi virð- ist vera haldið niðri með lyfjum. En kanzlarinn hughreystir sjálfan sig með því að sjaldgæft sé um menn á hans aldri að þeir séu fullkomlega hraustir. „Roosevelt, Churchill og Kennedy áttu einnig við heilsufars- lega erfiðleika að etja,“ segir hann. í friðarviðræðunum í Camp David í september hvatti hinn hálfsjötugi forsætisráöherra ísraels, Menachem Begin, hinn egypzka viömælanda sinn og sagði: „Við verðum heldur að haska okkur því báðir óttumst við næsta hjartáfall." Begin hefur orðið fyrir þremur hjartaáföllum, 1976 í fyrsta skipti og síðan 1977 og 1978. Um nokkurra ára skeiö hefur hann einnig þjáöst af léttvægri sykursýki og oft verið magaveikur. Læknir hans, Gotsman, varar hann við að ofreyna sig. En viökvæði Begins er engu síður: „Ég mun vinna nótt sem nýtan dag og biðja guð um það þrek sem til þarf.“ Prófessor Rentchnick segir: „Honum er Ijóst að hann er alvarlega hjartveikur." Þegar Franklin D. Roosevelt kom til Krímskaga hinn 3. febrúar 1945 til aö skipta heiminum meö Stalín og Chur- chiil var hann þegar í dauðateygjun- um. Lífvörður hans, Mike Reilly, lét flytja hann í sérstökum stól úr flugvél- ínni yfir í jeppabifreið. Virðingin sem þessi valdamesti maður Vesturlanda sýndi sovéska heiðursverðinum týsti sér t oröunum: „Aðeins enn einn hégóminn.“ Átta dögum síðar undir- ritaði hann Jaltasamkomulagið og þar með yfirráð Sovétmanna vestur að Elbu. Frá 1921 þjáðist Roosevelt af lömunarveiki og þurfti að hafa styrkt- arhosur á fótum. Seinna sagöi einnig til sín æðakölkun. Tveimur mánuðum eftir Jaltaráðstefnuna lézt Roosevelt, 63 ára að aldri. Eiginkona Krútséfs, Nina Petrowna, varð fyrst til að veita því athygli að þunglyndi fylgdi oft i kjölfar glaö- værðar í fari manns hennar. Hún sagöi frá því, að upp úr þessu hefði orðið vart brjóstþyngsla hjá honum. Áriö 1960 greindu læknar í Kreml pað sem meinlegra var, þunglyndi á sjúk- dómsstigi. Prófessor Rentchnick seg- ir: „í kvikmynd, sem eitt sinn var sýnd, mátti sjá hvernig hann gekk stuttum skrefum og með erfiðismun- um. Sjúkdómseinkennin benda vana- lega til skemmda á miðtaugakerfinu.“ Hér eftir urðu Krútséf á afdrifarík mistök t.a.m. hvað snerti Kúbu. Af þessum sökum var honum steypt 1964. Hann lézt sjötíu og sjö ára að aldri af hjartaslagi. SÖkum berklaveiki komst Konrad Adenauer hjá herþjónustu á sínum yngri árum. Seinna á ævinni þjáöist hann hvað eftir annað af þungbæru lungnakvefi. Þegar hann vildi svo fá sér líftryggingu nýkominn á sextugs- aldur var honum neitað um hana. Ástæðan: ólæknandí sykursýki. Eftir 1953 — en þá var Adenauer sjötíu og sjö ára að aldri — brá fyrir minnis- gloppum. Árið 1962, áttatíu og sex ára að aldri, varð hann fyrir sínu fyrsta hjartaáfalli. í hárri elli virtist hann haldinn ofsóknarbrjálæöi — til dæmis gagnvart Ludwig Erhard — sem stöðugt ágerðist. Adenauer lézt níutíu og eins árs aö aldri af völdum blóðtappa í heila. Þrátt fyrir að hafa fengiö alvarlega viövörun reykti Charles de Gaulle Þrjátíu sígarettur af gerðinni „Navy Cut“ á dag. Ellihrumleiki og sykursýki gerðu honum nauðsynlegt að hafa linsur í báðum augum. Einnig eftir aðgerð árið 1956 sá hann ekkert nema skugga í kringum sig. 1964 uppgötv- uðu læknar æxli í þvagblöðru. De Gaulle hafnaði skurðaðgerð þar sem hann haföi ráðgert ferðalag til Mexíkó. Þrátt fyrir það gekk hann hér eftir með þvagslöngu. Hershöfðinginn hreifst mjög af þessu uppátæki og vildi óska uppfinningamanninum til hamingju. Þaö kom í Ijós að hann var bandarískur. Kafrjóður í andliti sagði þá de Gaulle við lækni sinn, Pierre Aboulher: „Segið þér ekki frá því að þér hafiö sett amerískt rör í mig.“ 1969 dró de Gaulle sig í hlé. Hann dó árið eftir áttræður; hjartaslagæðin sprakk. VVELT AM SONNTAG.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.