Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1979 19 Magnús Gamalíelsson. kona hans Guðfinna Pálsdóttir og Akureyri. 19. maí MIKIÐ var um dýrðir í ólafs- firði í dag. þegar hinn giæsilegi farkostur. Sigurbjörg ÓF 1. sigldi í fyrsta sinn inn á heima- höfn sína. iagðist að bryggju og var afhentur eigendum sfnum. útgerð Magnúsar Gamalíels- sonar h.f. í ólafsfirði. Veður var hið fegursta. glaða sólskin og hægviðri. en kalt í lofti. eins og verið hefir lengi undanfarið. og segja mátti. að hvergi sæi á dökkan díl. Sigurbjörg hafði siglt út Eyja- fjörð þennan bjarta dag undir skrautfánum frá smíðahöfn sinni, Akureyri, og fána Slipp- stöðvarinnar h.f., en þar hljóp skipið af stokkum 2. febrúar í vetur. Á þessari glæstu siglingu höfn farsældar og blessunar. Þá tók til máls Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar hf., þakkaði móttökur Ólafsfirðinga og afhenti eigendum mælinga- bréf skipsins sem tákn þess, að skipinu væri nú skilað fullsmíð- uðu við formlega afhendingu. Jafnframt var fáni Slipppstöðv- arinnar dreginn niður, en fáni útgerðar Magnúsar Gamalíels- sonar hf. dreginn að húni. Þá tók til máls Pétur Már Jónsson, bæjarstjóri, og fagnaði komu togarans. Loks talaði Svavar Magnússon útgerðarmaður, lýsti skipinu og bauð ölium, sem vildu, að koma um borð og skoða það. Ekki lét hann við það sitja, heldur bauð öllum viðstöddum til veglegrar kaffidrykkju í fjölskyida þeirra um borð í Sigurbjörgu. Ljósm. Mbl. Sverrir Pálsson. Mikill mannfjöldi beið á bryggjunni í Ólafsfirði og fagnaði komu Sigurbjargar. Eitttwert fullkomnasta físki• skipið við íslandsstrendur stóð Ólafur Jóakimsson skip- stjóri á stjórnpalli og stýrði skipi sínu gamalkunnar slóðir rjómasléttum sjó fyrir Múlann og inn á Ólafsfjörð. Fjöldi gesta var um borð og allir í hátíða- skapi. Hjartanlegar móttökur Ólafsfirðinga Heimamenn í Ólafsfirði voru einnig glaðir og reifir. Bryggjan var fánum prýdd og stóru spjaldi, sem á var letrað „Vel- komin Sigurbjörg". Mesta skraut bryggjunnar var þó mann- fjöldinn, sem þangað var kominn til að fagna skipinu, hinni nýju og styrku stoð undir atvinnulífi bæjarbúa. Lauslega talið voru á br.vggjunni um 500 manns eða rösklega það. Jafnskjótt og gengið hafði verið frá land- festum og landstiga, stigu á skipsfjöl hjónin Guðfinna Páls- dóttir og Magnús Gamalíelsson, útgerðarmaður, sem nú voru að sjá gamlan, stóran og djarfan draum rætast og glæsilegan og fullkominn togara bætast flota Ólafsfirðinga fyrir djörfung og atorku fjölskyldunnar. Auk Magnúsar, sem nú er aldinn orðinn, starfa við útgerðina tveir synir þeirra hjóna, Sigurgeir og Svavar. AfhendinK Sigurbjarjrar ___________ÓFJ____________ Afhendingarathöfn skipsins fór fram, þegar það hafði verið tryggilega bundið, Hún hófst með söng Kirkjukórs Ólafs- fjarðar, en síðan flutti sóknar- presturinn, sr. Úlfar Guðmunds- son, ávarp og bað skipi og skips- Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvarinnar hf. afhendir Magnúsi Gamalíelssyni togar- ann. félagsheimili Ólafsfirðinga, Tjarnarborg. Veisla í Tjarnarborg í fagnaðinum í Tjarnarborg töluðu m.a. Jón G. Sólnes, alþm., Lárus Jónsson, alþm., Gunnar Ragnars forstjóri, og Davíð Ólafsson, seðlabankastjóri, fluttu allir árnaðaróskir og fóru miklum lofsyrðum um Magnús Gamalíelsson og fjölskyldu hans fyrir traustleik og margt annað ágæti. Pétur Már Jónsson bæjar- stjóri færði fjölskyldunni blóma- körfu frá bæjarstjórn Ólafs- fjarðar fyrir allt það, sem hún h'efir gert fyrir bæjarfélagið á undanförnum áratugum. Þá kvaddi sér hljóðs Stefán Reykjalín, stjórnarformaður Slippstöðvarinnar hf., og afhenti Garðari Guðmundssyni, for- manni Skíðaráðs Ólafsfjarðar, 500.000 kr. að gjöf frá Slippstöð- inni hf. til eflingar skíðaíþrótt í kaupstaðnum. Kvað Stefán Slippstöðina hafa óskað eftir því við bræðurna Sigurgeir og Svavar Magnússyni, að þeir til- nefndu eitthvert verkefni eða málefni í Ólafsfirði, sem þeir vildu láta gjöf Slippstöðvarinnar renna til, og vær hún nú afhent samkvæmt þeirra tillögu. Garðar Guðmundsson þakkaði gjöfina fyrir hönd skíðamanna í Olafsfirði. Loks talaði Svavar Magnússon, las nokkur heilla- skeyti, sem borist höfðu, og þakkaði gestum komuna. Þá flutti hann þakkir vandamanna sinna fyrir allar góðar óskir og vinsemd í tilefni af skipskom- unni. Sigurbjörg ÓF 1 er að öllu leyti hönnuð og teiknuð af tæknim önnum Slipp- stöðvarinnar, enda er hér um nýja gerð skuttogara að ræða. Skip með sama nafni og einnig smíðað fyrir Magnús Gamalíels- son var afhent fyrir um 13 árum og var fyrsta stálskipið, sem Slippstöðin smíðaði. Hið nýja skip er hannað sem hreinn skuttogari fyrir botn og flotvörpuveiðar, en einnig með búnað til að dæia úr flotvörpu. — í smíðalýsingu Slippstöðvar- innar hf. segir svo m.a,: „Aðalmál eru þessl: Mesta lenttd 51.98 m Is'nsd milli lóðllna 18.25 m Breidd 10.26 m Dýpt aft eíra þilfari 6.90 m AlþjMI. mælinx 198.6 br. riíml. Nokkuð nýstárlegt er fyrirkomulag á togþilfari með langri trollbraut vel skýldri af bakka og bátaþilfari og að hluta lokaðri fyrir veðri og vindum. Þilfars- og togveiðibúnaður er hinn fullkomnasti: Rafmagns- drifnar togvindur og vökva- drifnar net- og hjálparvindur frá Van der Giessen, sem er Sigurbjörg ÓF 1 á siglingu. LjÓ9m. Friðrik Vestmann. Sigurbjörg ÓF1 afhent eigendum öllum stjórnað frá sérstökum stjórnklefa á bátaþilfari, 3 Fassi vökvakranar með 2 tonna lyfti- getu og 2 síldardælur af gerðinni Rapp-Hydema. Lestarrými er samtals 930 rúmm. Lestarnar eru kældar og útbúnar með kassauppstillingu fyrir um 4000 stk. 90 1. fiskikassa en einnig með allan nauðsynlegan búnað fyrir lausan fiskfarm svo sem loðnu eða kolmunna og getur skipið því einnig borið um 950 tonna loðnu- farm. A milliþilfari er fiskmóttaka rheð aðgerðarplássi. blóðgunar- og fiskþvottakörum og færiböndum til fiskflutnings. 2 SABROE-ísvélar framleiða 13 t af sjávarís á sólarhring. 7. Af öðrum búnaði má nefna rafdrifna 250 hö, þverskrúfu að framan, gerð Grunvoll og svo- kallað „Becker“-stýri sem hvort- tveggja eykur stýris- og stjórn- ha'fni skipsins verulega. Þannig reyndist snúningsþvermálið að- eins vera 105 m þegar stýri var lagt hart á borð á fullri ferð áfram. Hjálparvélar eru 2 af gerðinni SAMOFA með riðstraumsrafala 300 KVA og 380 volt og auk þess hafnarljósavél 105 KVA. Aðalvél af gerðinni BRONS 16 GV-H 16 strokka V-vél, 2000 hö við 375 snúninga/ mín á skrúf- unni. Aðalvélin verður búin til brennslu á svokallaðri rúss- neskri svartolíu. I reynslusiglingu reyndist ganghraði vera 14,6 sjómílur/ klst. við 1950 hö. Einnig má geta þess að við keyrslu beint á móti 6—7 vindstigum og þó nokkrum sjó reyndist ganghraði vera 12,5 sjómílur/ klst. við aðeins 1500 hö. íbúðarrými er á aðalþilfari, 6 tveggja manna klefar og 5 eins manns klefar þar með talin íbúð skipstjóra, eða samtals íbúðir fyrir 17 menn. Engar ibúðir eru undir milliþilfari. íbúðir og íbúðarklefar eru óvenjulega rúmgóðar fyrir skip af þessari stærð, allar hinar vönduðustu og lagði útgerðin einnig mikla áherslu á að vel yrði vandað til litavais og annars til að skapa vingjarnlegt umhverfi fyrir áhöfnina. Siglinga-, fjarskipta- og fiski- leitartæki eru öll af nýjustu og fullkomnustu gerð eins og tíðk- ast svo sem: Anschutz gíroátta- viti og sjálfstýring, Furno FRI 85 og Furno FRS 24 ratsjár, Simrad Loran og leiðaritari, TAYIO-miðunarstöð ITT-STR-428 talstöð, veður- kortaritari Simrad dýptarmæl- ar, Simrad fisksjá, Simrad Sonar SQ-4 og CD-myndskermur og Simrad höfuðlínubúnaður með aflamæli o.fl.“ Sv.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.