Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1979 Eftirgjöf tolla og söluskatts: Lán úr ríkissjóði - viðhaldskostnað- ur ráðherrabíla Ólafur Ragnar Grímsson (Abl) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í efri deild Alþingis í gær og gerði að umræðuefni fríðindi ráðherra, varðandi kaup á nýjum bifreiðum. eftirgjöf innflutningstolla og söluskatts, lán úr ríkissjóði til bifreiðakaupa og ríkisviðhald á einkabílum þeirra. Það er krafa okkar til ráðherra, sagði Ól. R. Gr.. að þeir láti í té forystu. ekki aðeins í stefnumálum heldur einnig í siðferðilegum efnum. A sama tíma og launafólk verður að leggja á sig margvíslegar fórnir: byrðar í kjaramálum. samdrátt í félagslegum framkvæmdum og rýrari fjárveitingar í menntamálum. er óhófseyðsla ráðherra í bifreiðamálum ekki við hæfi. Rannsókn ól.R.Gr. sagði bæði fjármála- ráðherra og ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytis hafa neitað að gefa fjárhags- og viðskipta- nefnd efri deildar umbeðnar upp- lýsingar um lán úr ríkissjóði til bifreiðakaupa. Ráðuneytis- stjórinn hefði tjáð nefndinni að ríkið hefði keypt 5 bifreiðar til afnota fyrir ráðherra, sem ríkið sjálft ætti og ræki, 1 ráðherra hefði nýtt heimild til eftirgjafar á innflutningstollum og sölu- skatti og 1 hefði fengið 3ja m. kr. lán úr ríkissjóði til bifreiða- kaupa. Hverjir hefðu nýtt eftir- gjöf og lán hefði hinsvegar ekki fengist upplýst hjá ráðuneytis- stjóranum. Ól.R.Gr. sagði að reglur þær, sem nú giltu um þessi mál, að tillögu fjármálaráðuneytis, væru þessar: 1) Ríkið eigi og reki bifreiðar, sem nýttar væru í þágu embættis og vera ættu sérmerkt- ar, 2) Ráðherra leggi til bifreið með starfi sínu, sem ríkið bæri allan rekstrarkostnað af, auk \0'7> fyrningarfjár (miðað við endurkaupsverð). í því tilfelli ætti ráðherra og kost á 3 m. kr. láni til 10 ára með 19% vöxtum, skv. ákvörðun fjármálaráðherra um lánakjör. Síðar hafi upp- lýsingar um lánakjör breytzt í 22% , sem enn væru þó 11% lægri en lánakjör, sem almenningur mætti almennt lúta að. Upplýsingar frá forsætisráðuneyti Ól.R.Gr. sagði Gísla Árnason, ftr. í forsætisráðuneyti, hafa verið samvinnufúsari við þing- nefndina. Hann hafi upplýst að keyptar hafi verið bifreiðar til 5 ráðuneyta, sem ríkið ætti: utan- ríkisráðuneytis, sjávarútvegs- ráðuneytis, félagsmálaráðuneyt- is, auk þess sem pantaðar hafi verið bifreiðar til viðskiptaráðu- neytis og dómsmálaráðuneytis. Bifreiðarnar væru í verðflokkum frá 5.5 m.kr. upp í 8.5 — 9 m.kr. Dýrastur væri bíll ætlaður dóms- málaráðherra, enda hafi hann lýst því yfir, sagði Ól.R.Gr. að vegakerfið íslenzka væri með þeim hætti, að ekki væri leggj- andi á það í bíl úr lægri verð- flokki. Hvað má þá almenningur segja, spurði ól.R.Gr. en hér er um fimmfalt verð skódabifreiðar að ræða. ÓI.R .Gr. sagði forsætisráð- herra hafa nýtt heimild til eftir- gjafar á innflutningstollum. Það er skv. reglum þar um, sem núv. ríkisstjórn hefði þó ætlað að breyta. Það er hinsvegar ekki í samræmi við þá siðferðilegu for- ystu, sem við væntum af þessari ríkisstjórn. ól.R.Gr. vék síðan að láni ríkissjóðs til bifreiðakaupa og leiddi að því líkur, að sá, sem í hlutverki lánþegans væri, færi með embætti fjármálaráðherra. Sá sami ráðherra hafi ákveðið lánakjörin sem væru í samræmi við lágvaxtastefnu, miðað við lánakjör hins almenna borgara. Nú vil ég spyrja hæstv. -fjár- málaráðherra, hvorrt svo sé, sem ég hefi getið mér til, að hann sé viðkomandi lántakandi? Eg nýti mér rétt til slíkrar spurningar á þingi, þar eð upplýsingar hafa ekki fengist með öðrum hætti hjá réttum embættisaðilum. Viðgerðar- kostnaður :.bá vék ÓI.R.Gr. að umtali um óeðlilegan viðhaldskostnað, sem ríkið hafi greitt fyrir einka- bíla ráðherra, er þeir hafi átt fyrir en síðan endurnýjað og jafnvel selt með auknu verðmæti, er slíkri endurnýjun fylgdi. Las hann af því tilefni upp svohljóð- andi bréf til yfirskoðunarmanna ríkisreiknings, dags. í gær (21/5): „Ég undirritaður, Ólafur Ragn- ar Grímsson, alþingismaður, óska eftir þvi að yfirskoðunarmenn ríkisreikninga, sem sérstakir trúnaðarmenn Alþingis, kanni ítarlega allan rekstrarkostnað ríkisins vegna bifreiða ráðherra á árinu 1978 og fyrstu fjórum mánuðum þessa árs ásamt öllum fylgiskjölum. Sérstaklega verði athugaður viðgerða- og endur- nýjunarkostnaður þeirra bif- reiða, sem nokkrir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn áttu áður en þeir urðu ráðherrar, létu endurnýja á ýmsan hátt á kostn- að ríkisins og seldu síðan þannig uppgerða nokkrum vikum síðar. Söluverð hinna gömlu einkabif- reiða var þá vegna endurpýjunar- innar orðið mun hærra og kom allur söluhagnaður í hlut þessara ráðherra sem svo létu flestir ríkið kaupa handa sér nýjar bifreiðar. Það er nauðsynlegt að athugun á endurnýjunarkostnaði hinna gömlu einkabifreiða taki til allra fylgiskjala, þ.m.t. viðgerðarreikn- inga frá bifreiðaverkstæðum. Um leið og ég óska eftir því að yfirskoðunarmenn ríkisreikninga framkvæmi nú þegar slíka athug- un á öllum gögnum, fer ég þess formlega á leit að þeir sendi síðan öllum alþingismönnum niður- stöðurnar, svo að unnt sé að meta hvort, og þá í hve ríkum mæli, hér sé á ferðinni umframkostnað- ur hins opinbera sem hafi við sölu einkabifreiðanna fært við- komandi ráðherrum umtalsverð- an hagnað.“ Reglur sem gilt hafa Tómas Árnason, fjármálaráðherra. sagði m.a. að þær reglur hefðu gilt um langan aldur, fram til 1970, að ríkið hefði lagt ráðherrum til bíla og greitt allan rekstur þeirra. Með reglu- gerð, sem birt væri í stjórnartíð- indum 8/1. 1970, hafi þetta breytzt. Þá hafi ráðherrar haft tvo valkosti: 1) Að ríkið legði þeim til bifreið, eins og áður hafi tíðkast. 2) Að ráðherrar keyptu eigin bíla, með eftirgjöf innflutn- ingstolla og söluskatts, auk láns, sm svarað hafi til innkaupsverðs (þá 350 þús.) til 10 ára. — Síðan 1970 hafa ráðherrar, og aðrir, sem undir hliðstæð fríðindi hafi fallið, nýtt síðari valkostinn. Þær reglur, sem nú gilda, voru ræddar í ríkisstjórn í vetur, og ekki ágreiningur um þær. Lána- kjör eru 22% og ákvarðaði ég þau. TÁ sagði það reglu fjármála- ráðuneytis að gefa allar umbeðn- ar upplýsingar varðandi málefni, en hinsvegar ekki um menn, þ.e. einkahagi. Þeirri reglu hafi hann fyigt. Hinsvegar geti hann upp- lýst það sem að honum persónu- lega snúi, en hann hafi nýtt heimild, sem í gildi sé, og ágrein- ingur hafi ekki staðið um, til3 mkr. láns, varðandi bílakaup. Þegar allt kemur til alls þá hygg ég það hagkvæmara og ódýrara fyrir ríkið, að ráðherrar eigi sína bifreiðar en ríkið leggi þeim þær til. TÁ sagðist hafa átt bifreið, þegar hann varð ráðherra, en hinsvegar ekki fjármálaráðu- neytið. Ég notaði því þessa eigin bifreið í starfi mínu. Þetta var nýleg bifreið í góðu ástandi sem haldið hefur verið við með venju- legum hætti, án þess að nokkur óeðlilegur kosnaður hafi komið til. TÁ sagðist geta tekið undir það, að fríðindi beri að endur- skoða, hjá prófessorum eins og ólRGr jafnt sem ráðherrum, þann veg að laun í þjóðfélaginu miðuðust við eðli og ábyrgð starfa, en væru án allra sérfríð- inda. Ef slíkt ætti þá að spanna allt ríkiskerfið, sem væri löðrandi í fríðindum. Með ryðgati Kjartan Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, kvaðst hafa átt bifreið af Volvógerð, sem hann hefði gert upp á eigin reikning og látið skoða sérstak- lega, áður en hún var nýtt í þágu núverandi starfs síns. Bifreið þessi hefði alls ekki verið gerð upp fyrir sölu, eins Qg skilja mætti af blaðafrásögn, heldur seld með ryðgötum og beyglu. Vonandi reyndist þó þessi 8 ára bifreið nýjum eiganda vel, enda af beztu tegund. KjJ taldi rétt og eðlilegt að yfirskoðunarmenn færu ofan í þessi mál öll, enda oft hyggilegra að skoða mál áður en fullyrðingum væri slegið fram. Merkt ríkinu Benedikt Gröndal (A) sagð- ist í 7 mánuði hafa notað í ráðherraembætti 9 ára eigin bíl, amerískan, unz ráðuneytið hefði lagt honum til nýjan. Bifreiðin hafi verið nokkuð viðhaldsfrek. Hin nýja bifreið sé merkt ríkinu í bak og fyrir. Sú gamla sé enn einkabíll hans og að sjálfsögðu rekin af honum sjálfum. Hún var hinsvegar lánuð ríkinu í 7 mánuði og við henni tekið í svipuðu standi. I þessu efni er ekkert að fela, enda engar athugasemdir gerðar af forsætisráðuneyti, sem fer með bílamál ráðherra. Leyndin verst Agúst Einarsson (A) taldi þá hlið versta í þessu máli, að þingnefnd var neitað um upplýs- ingar í embættiskerfinu, er snertu meðferð ríkisfjármála. Hamla bæri hinsvegar nafnbirt- ingu í þessu máli, meðan það væri enn á athugunarstigi þingnefndar. Hvers vegna ekki frumvarp? Tómas Arnason. fjármálaráðherra. sagði aðeins hafa fylgt hefð og reglum um þessi mál. Ef þingmenn vildu haga málum á annan veg væri þeim í lófa lagið að flytja frum- varp um skipan mála. Það hefðu þeir ekki gert þó að þinglausnum vaeri senn lokið. Ráðherra veiti fordæmi ólafur Ragnar Grímsson (Abl) sagði ráðherra hafa getað, ef vilji hefði verið fyrir hendi, gefið fordæmi um að nýta ekki fríðindi. Síðan hefði mátt fylgja þeirri afstöðu eftir og flytja frumvarp um framtíðarskipan, í jöfnunarátt í þjóðfélaginu. Ráð- herra ætti t.d. ekki að njóta 11% betri vaxtakjara en skattborg- arar. Ýmsir fleiri tóku til máls, m.a. Stoingrímur Hermannsson, landbúnaðarráðherra, sem tók í svipaðan streng og fyrri ráð- herrar, varðandi bílamál sín. Alexander Stefánsson (F) sagði misnotkun bifreiða í ríkiskerfinu ná út um kerfið allt og væri hægt að nefna mörg dæmi þar um. Gott væri ef viðkomandi þing- nefnd kannaði þau mál öll ofan í kjölinn, og hefði tillögur um bætta skipan tiltæka fyrir þing- byrjun næsta haust. Verktakastarfsemi á vellinum: Rökstudd dag- skrá samþykkt í G/ER var samþykkt í sameinuðu þingi. að viðhöfðu nafnakalli, rökstudd dagskrá varðandi tillögu til þingsálykt- unar um úttekt á verktaka- starfsemi á Keflavfkurflugvelli. Tillagan var svohljóðandi: „Með því að utanríkisráðu- neytið hefur þegar stofnað til athugunar og endurskoðunar á fyrirkomulagi framkvæmda á vegum varnarliðsins og í trausti þess, að greinargerð ráðuneytis- ins um slíka athugun verði lögð fyrir utanríkismálanefnd tekur Alþingi fyrir næsta mál á dag- skrá.“ Með tillögunni greiddu at- kvæði 30 þingmenn Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokks. Gegn tillögunni 23 þingmenn Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks, 1 sat hjá (utanríkisráð- herra) og 6 voru fjarverandi. Fjármálaráðherra: Þjóðfélagið löðr- andi í fríindum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.