Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1979 31 Jóna Guðmundsdóttir frá Alfadal — Minning Verðlaun afhentí ritgerðarsamkeppni um umferðarmál Einlíít líí. Ver osn huKKun. vörn oic hlíf. lif í os8. svo ávallt eytcjum æöra lffid. þó ad deyjum. Hvad er allt þá endar kff? Eilíít líf! - M. J. Árið 1920, um vorið, fluttust ung hjón, Jóna Guðmundsdóttir og Bjarni ívarsson, frá Kotnúpi í Dýrafirði að Álfadal á Ingjalds- sandi. Þau voru nýgift, lífið blasti við með vonum og þrám. Lífs- gleðin skein úr ásjónum þeirra, það var auðséð að þau hlökkuðu til að takast á við verkefni framtíðar- innar. Álfadalur var tvíbýlisjörð. Foreldrar mínir bjuggu á öðrum bænum, en ungu hjónin tóku við hinum. Þau voru barnlaus, en við systkinin á ýmsum aldri. Eg minnist þess, hversu skapgóð Jóna var og umburðarlynd við okkur krakkana á hverju sem gekk. Hún var svo glaðsinna og góð, að það slær birtu og yl á minningu hennar. Hún var skemmtileg og félagslynd. Fyrirgefning á breícum okkar barnanna virtist vera henn- ar fyrsta boðorð, sem varð til þess að við sóttumst eftir að vera í návist hennar. Sveitabúskapurinn var erfiður í þá daga. Allt slegið með orfi og ljá, og rakað með hrífum, bundið og sett á klakk. Heyjað á útengj- um og bundið votaband. Mór skorinn í mýrum, oft fram á heiðum og afdölum langt frá bæjum. Það var mikið verk fyrir húsfreyjuna að útbúa mat og drykk og allt annað í sambandi við slíkar útilegur. Auk hefðbundinna búskapar- starfa varð Jóna að annast mikið heimilishald, því með þeim hjón- um fluttu á Álfadal þrjú gamal- menni, foreldrar Bjarna og föður- systir hans og voru tvö þeirra rúmliggjandi. Það var aðdáunar- vert að sjá, hvernig Jóna rækti öll sín störf með ljúfri lund og einstakri geðprýði. Hún lagði sér- staka rækt og umönnun við uppeldi sinna eigin barna, sem urðu fimm og sýndi þeim sérstætt ástríki og fórnfýsi. Um 1930 byggðu þau hjón nýtt og myndarlegt íbúðarhús á jörð sinni og fluttist þá skólahaldið að Álfadal. Þar voru einnig haldnir fundir, leikfiminámskeið óg skemmtisamkomur. Öll aðstaða til slíkra félagslegra athafna var af hendi látin með glöðu geði, en nærri má geta, hvort það hefur ekki aukið á störf húsfreyjunnar. Þegar síminn var lagður út á Ingjaldssand var símstöðin sett upp á Álfadal. Henni fylgdi mikill erill, því margir þurftu að koma til þess að hringja og senda varð eftir þeim, sem samtals var óskað við. Állt þetta jók enn á störf húsfreyjunnar, og sjálfsagt þótti að gefa öllum kaffi, sem komu. Þar sem Bjarni var í ýmsum félagsmálastörfum þurfti hann oft að vera fjarverandi heimilinu og lentu þá störfin, s.s. gegningar að vetri til, á herðum húsfreyjunnar. Naut þá oft aðstoðar góðra nágranna, því samstarf og sam- hjálp hefur jafnan veriö í öndvegi á Ingjaldssandi. Ég hef brugðið hér upp nokkr- um myndum úr lífsstarfi Jónu Guðmundsdóttur. Nú eru þessir starfshættir orðnir fjarlægir, en okkur er öllum hollt að minnast þess, að það var hennar kynslóð, sem lagði grunninn að velgengni okkar í dag með þrotlausu starfi myrkranna á milli. Ég hafði þá ánægju að heim- sækja Jónu nokkrum dögum áður en hún andaðist. Hún var þá hress og glöð og skröfuðum við margt og saman um gamla daga. Það er gott að minnast slíkrar ágætiskonu og mannkostamanneskju sem Jónu Guðmundsdóttur. Hér skulu færðar þakkir frá mér og systkinum mínum. Blessuð sé minning góðrar konu. H. H. J. í dag klukkan 13.30 verður Jóna Guðmundsdóttir fyrrum hús- freyja á Álfadal á Ingjaldssandi kvödd hinstu kveðju í Fossvogs- kirkju. Hún andaðist á Landspítalanum 10. þessa mánaðar, daginn eftir að hún var þangað flutt alverlega veik. Fram að þeim tíma verður ekki annað sagt en Jóna hafi haldið sæmilegri heilsu og kröftum, þegar þess er gætt, að hún átti aðeins 5 mánuði ófarna yfir á tíræðisaldurinn. Og and- legri heilsu hélt hún til síðasta áfanga, las blöð á hverjum degi, fylgdist með öllum tíðindum og hafði sitt til málanna að leggja um atburði líðandi stundar. Jóna Guðmundsdóttir fæddist að Tungu í Valþjófsdal í Önundar- firði 15. dag októbermánaðar 1889. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Friðriksdóttir og Guðmundur Hallgrímsson bóndi þar, og var hún í hópi fjölmargra systkina og hálfsystkina, sem öll eru horfin af foldu fyrir alllöngu síðan. Er foreldrar hennar brugðu búi í Tungu og fluttust til Flateyrar, var Jóna tveggja ára gömul, og fór hún þá í fóstur að Tröð í Önundar- firði til hjónanna Guðrúnar Guðmundsdóttur og Rósinkrans Rósinkranssonar. Þar er hún síðan til 22ja ára aldurs, og minntist hún alla ævi, hversu vel henni leið hjá þeim sæmdarhjón- um, er reyndust henni sem bestu foreldrar. Frá Tröð lá síðan leið hennar að Núpi í Dýrafirði, til séra Sigtryggs Guðlaugssonar. Var hún í 6 ár ráðskona á vetrum við Núpsskól- ann, sem sá menningarfrömuður stjórnaði og rak, en í kaupavinnu á sumrum. Þarna á Núpi ræður Jóna sig að lokum í aðra og lengri vist, því að þar kynnist hún ungum og nýbök- uðum búfræðingi úr sveitinni, Bjarna Ivarssyni, og gifta þau sig árið 1920. Bjarni Ivarsson var í sannleika sonur þess Unga íslands, sem vaknaði af Þyrnirósarsvefni upp úr aldamótunum síðustu og skóp merkilegt menningarskeið á fyrstu áratugum aldarinnar. Hann var víðlesinn og gáfaður hugsjónarmaður, og það var hollt og gott ungu fólki að alast upp við hlið hans í ungmennafélaginu, þar sem hann lét jafnan til sín taka í ræðu og riti. Á félagsfundum las Bjarni oft og tíðum kvæði og sögur af mikilli snilld. Sá sem þessar línur ritar, minnist þess enn í dag, þegar hann smástrákur hlustaði á Bjarna lesa söguna Marjas eftir Einar H. Kvaran. Bjarni er nú látinn fyrir nokkrum árum. Strax á fyrsta hjúskaparári sínu flytjast ungu hjónin að Álfa- dal á Ingjaldssandi, þar sem þau bjuggu í 18 ár, og þar eignast þau fimm börn, sem öll eru á lífi, en þau eru: Jón Ingiberg, kvæntur Guðbjörgu Lilju Maríusdóttur, Guðmundur, kvæntur Bryndísi Víglundsdóttur, Elísabet ógift, Ivar, kvæntur Helgu Sigurðar- dóttur og Gunnar Rósinkrans, kvæntur Hrönn Aðalsteinsdóttur. Þá áttu þau eina fósturdóttur Huldu Guðmundsdóttur, sem er gift Víði Kristinssyni. Ekki urðu ungu hjónin rík af veraldarauði af búskapnum á Álfadal með 5 börn í ómegð, fremur en aðrir fátækir búendur víða um land um þær mundir eftirstríðsáranna og síðar kreppu. Þau fluttu því ekki með sér digra sjóði, þegar þau fara frá Álfadal árið 1938. Fimm mann- vænleg börn voru þó með í farangrinum. Ætli það sé ekki líka mesti og besti auðurinn, þegar öllu er á botninn hvolft? Mér þætti líka trúlegt, að þau hafi einnig flutt með sér frá Álfadal ýmislegt, sem ekki varð í askana látið eftir langa og góða sambúð við nágranna sína og lifandi þátttöku í félagsskap þeirra. Frá Álfadal flytja Jóna og Bjarni að Elliðakoti í Mosfells- sveit og búar þar næstu 8 árin, en dvelja síðan tvö næstu ár að Lögbergi. Þaðan flytjast þau svo að Langholtsvegi 131 í Reykjavík, í sambýli með börnum sínum og síðan með elsta syninum Jóni og Lilju konu hans. Þar áttu þau síðan heima, meðan bæði lifðu. Bjarni gerðist starfsmaður við Elliðaárstöðina og vann þar meðan heilsa entist honum. Þau gömlu hjónin áttu gott athvarf hjá tengdadótturinni og syninum á Langholtsveginum og Elísabet, dóttir þeirra var einnig þeirra hægri hönd, þó hún byggi annars staðar í bænum, og móðir sína heimsótti hún og annaðist næstum daglega til síðasta dags. Jóna á Álfadal, eins og hún var alltaf kölluð heima á Ingjalds- sandi, var ein af þeirri kynslóð húsmæðra á Islandi, sem ekki átti þess kost að lakka á sér neglurnar, meðan sjálfvirka þvottavélin og „efnakljúfar sjálfrar náttúrunn- ar“ önnuðust þvottinn, eins og auglýsingarnar mála tilveruna í dag. Hún hóf, ung kona, búskap við „áhalda og bjargarleysi" í göml- um, íslenskum sveitabæ, þegar kaldur gustur nýlokinnar heims- styrjaldar fór um lönd og álfur, og ekki löngu síðar tók heimskreppan við. Þá fékk margur steina fyrir brauð, þótt unnið væri hörðum höndum. Jóna á Álfadal lét aldrei erfið- leikana beygja sig né heldur lágreistar burstir gamla bæjarins lækka sig. Hún var alltaf glaðvær og gamansöm, síkvik í hreyfingum og tilsvörum, ætíð hugdjörf og hressileg svo að af bar. Hún á langt og ósvikið ævistarf að baki við leiðarlok, og ýmsir kynnu að hafa gott af því í dag að kasta snöggvast mæðinni á lífs- þægindakapphlaupi sínu og fylgja Jónu á Álfadal og hennar kynslóð ofurlítinn spöl horfinna daga. Kannski er þáttur Jónu í uppeldi og mótun manndóms- barna einna gleggsta dæmið um það, hvernig hún rækti sínar skildur um dagana. Og barnabörn- in, sem ólust upp við hlið ömmu sinnar og afa á Langholtsveginum hafa trúlega þegið hjá þeim ýmsar gjafir, sem verðbólgan fær ekki einu sinni gaddað í sig. Ég þakka Jónu á Álfadal fyrir gömlu, góðu kynnin heima á Ingjaldssandi, þegar ég var þar að alast upp. Á Álfadal var ætíð glaðværum og góðum vinum að mæta. Blessuð sé minning hennar. Jón H. Guðmundsson. Afmœlis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast hlaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hiiðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendihréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. JUNIOR Chamber Reykjavík efndi til ritgerðarsamkeppni um umferðarmál í 9. bekk grunn- skólans í Reykjavík í tengslum við umferðarviku félagsins í mars s.l. Alls tóku 235 þátt í ritgerðarsamkeppninni, sem telja má mjög góða þátttöku þar sem um frjálst verkefni var að ræða. Nýlega fór fram í Réttarholts- skóla verðlaunaafhending fyrir þrjár bestu ritgerðirnar. 1. verðlaun, sem voru vikudvöl í Kerlingarfjöllum, hlaut Hólm- fríður Guðmundsdóttir, Réttar- holtsskóla. 2. verðlaun, sem voru segulbandstæki hlaut Tryggvi Jón Hákonarson, Hagaskóla. 3. verðlaun, sem voru íþrótta- búningur, hlaut Sigríður Jóhannesdóttir, Laugalækjar- skóla. Viðstaddir verðlaunaaf- hendinguna auk verðlaunahaf- anna voru kennarar þeirra og skólastjórar viðkomandi skóla, dómnefnd ritgerðarsamkeppn- innar, forseti JCR og umferðar- málanefnd JCR. Við fram- kvæmd umferðarviku félagsins í mars s.i. naut félagið fjár- stuðnings frá Sambandi ís- lenskra tryggingafélaga, S.V.R., S.V.K. og nokkurra bifreiðaum- boða. Ennfremur naut félagið góðrar leiðsagnar Umferðar- ráðs. Kann félagið áðurnefndum aðilum bestu þakkir fyrir veitt- an stuðning. Fremst á myndinni eru verðlaunahafarnir, Hólmfríður Guðmunds- dóttir. Tryggvi Jón Hákonarson og Sigríður Jóhannesdóttir. en með þeim eru nokkrir forráðamenn JCR. og ritgerða samkeppninnar. ^ljjL Reiðnámskeiö sumariö 1979 Almenn námskeið í hestamennsku fyrir börn og unglinga frá 9 ára aldri. Nr. 1 28. maí til 1. júní. Nr. 7 30. júlí til 3. ágúst. Nr. 2 5. júní til 9. júní. Nr. 8 6. ágúst til 10. ágúst. Nr. 3 11. júní til 15. júní. Nr. 9 13. ágúst til 17. ágúst. Nr. 4 18. júní til 22. júní. Nr. 10 20. ágúst til 24. ágúst. Nr. 6 2. júlí til 6. júlí. Nr. 11 27. ágúst til 31. ágúst. Sérstakt námskeið fyrir fulloröna, byrjendur og lítið vana reiðmenn. Nr. 5 25. júní til 29. júní. Námskeiðin byrja á mánudagsmorgni og þeim lýkur á föstudags- kvöldi. Nema námskeið nr. 2 byrjar á þriðjudegi og endar á laugardegi. Þátttakendur fá fjölþætta þjálfun á hestbaki. Kennd verður undirstaða hestamennsku, meðhöndlun og umhirða hesta. Kennt er í gerði og á hringvelli. Einnig verða bóklegir tímar. Farið verður í útreiðatúra, kvöldvökur og leiki. Þátttakendur í öllum námskeiðum mega koma meö eigin hesta. Á staönum er mikið úrval hesta við hvers hæfi. Ferðir eru frá Umferðarmiöstööinni í Reykjavík kl. 9 f.h. á mánudögum og til baka frá Geldingaholti kl. 6 á föstudögum. Ferðir eru innifaldar í námskeiðsgjaldi. Skráningar og allar nánari upplýaingar veitir Feröaakrifstofan Úrval ttmi 26900. Hestamióstöðin Geldingaholt Reióskóli, uitreiöai; tamning, hrossaiækt og sala Gnupverjahrepp. Arnessyslu Simi 991111 EF ÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.