Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ1979 Rœtt við Jón Orm Halldórsson framkvœmdastjóra DEMYK ÞAÐ ÞYKIR jaínan nokkrum tíðindum sa“ta hér á landi ef íslendinKar komast í áhrifa- stöður hjá fjölþjóðleKum samtök- um eða stofnunum, enda fremur fátítt að svo fámenn þjóð sem við ísIendinKar eÍKum menn í lykil- stiiðum á erlendum vettvanKÍ. Um nokkurt skeið hefur Jón Ormur Halldórsson starfað sem framkvæmdastjóri DEMYC (Democrat Youth Community of Europe), ok ræddi blaðamaður við Jón fyrir skömmu, er hann var á ráðstefnu samtakanna í Róm á Ítalíu. Jón hefur und- anfarin ár vcrið búsettur í Lond- on, en formaður DEMYC undan- farin tvö ár var EnKlendinKurinn Tony Kerpel. Nýr formaður hefur nú verið kjörinn, Elmar Brook frá Vest- ur-Þýskalandi. Jafnframt var Jón Ormur kjörinn varaformaður, ok mun hann væntanleKa láta af starfi framkvæmdastjóra innan skamms. Jón var fyrst að því spurður hvað DEMYC væri, ok hver væru tildröK að stofnun samtakanna. „DEMYC, sem var stofnað árið 19l>4, eru samtök unKliðasamtaka stjórnmálaflokka í 14 löndum Vestur-Evrópu. Meðal aðildar- samtakanna eu unKliðasamtök KristileKra demókrata í Þýska- landi ok Austurríki, Ihaldsflokks- ins í Bretlandi, hæKri- ok mið- flokka á Norðurlöndunum ok Mið- demókrata á Spáni ok í PortÚKal. Yfirleitt eru aðildarsamtökin stærstu pólitísku unKliðasamtök í viðkomandi, ok er DEMYC stærsta samband sinnar teKundar í Vestur-Evrópu með um 750.000 félaKsmenn innan aðildartakanna. HuKmyndafræði samtakanna b.VKKÍr á virðinKu fyrir einstakl- inKnum ok frelsi hans til orðs ok athafna, ok er stefna samtakanna sú að auka samstarf milli þeirra stjórnmálaflokka í Evrópu, sem berjast fyrir einstaklinKsfrelsi ok KeKn alræði af öllu taKÍ- Þetta samstarf er tiltöluIeKa nýhafið milli and-sósíalískra flokka í Evrópu ok er mun skemur á veK komið en samstarf sósíalistaflokk- anna ok er raunar fyrir ýmsar sakir mun erfiðara að koma því á. Eitt erfiðasta atriðið í þessu sambandi er nafnaruKlinKur ok mismunandi skilninKur sem laKÖur er í pólitísk huKtök. ÞannÍK hljómar orðið íhaldsmaður enn verr á flestum meKÍnlandstunKum en á íslensku. Orðið hæKrimaður táknar fasista á sumum Evrópu- tunKum en and-sósíalista á öðrum. Þetta hefur valdið veruleRum erfiðleikum oft á tíðum ok þá ekki síst í Suður-Evrópu þar sem við höfum reynt að auka starf okkar að undanförnu. ÞannÍK heitir einn aðalflokkur Francóista á Spáni, Íhaldsflokkurinn, ok hefur það verið vinum okkar í Miðdemó- krataflokknum nokkur þyrnir í auKum að skrifstofa DEMYC er í höfuðstöðvum íhaldsflokksins í Bretlandi. A Norðurlöndum er um svipaðan nafnaruKlinK að ræða ok má nefna, að Vinstriflokkurinn í Danmörku er áþekkur á marKan hátt HæKriflokknum í NoreKÍ hvað stefnumál Varðar." Hver voru tildröK þess að Sam- hand unKra sjálfstæAismanna Kekk í samtiikin? „SUS Kerðist aðili að DEMYC haustið 1977 en hafði þá tekið þátt í stöffum samtakanna um tveKKja ára skeið. Sjálfstæðisflokkurinn á íslandi er að ýmsu leyti líkari flokkum KristileKra demókrata á meKÍnlandi Evrópu en nokkrum af borKaraflokkum Norðurlanda ok hafa unKÍr sjálfstæðismenn oftast átt meiri samleið með t.d. Kristi- leKum demókrötum í Þýskalandi ok Austurríki á alþjóðafundum en frændum sínum úr hæKriflokkum Norðurlanda, sem eru hlutfalls- le^a minni flokkar en Sjálfstæðis- „Erfiðast í sambandi við samskipti lýð- rœðisflokkanna er nafnaruglingur og mismunandi skilningur sem lagður er ípólitísk hugtök ” flokkurinn ok myndaðir á þrenKri þjóðfélaKsleKum Krunni. Evrópusamvinna almennt séð hefur verið mun minna áhuKaverð á Íslandi en í flestum eða öllum öðrum iöndum Vestur-Evrópu að Finnlandi undanskildu. Þetta er sennileKa veKna legu landsins á útjaðri álfunnar ok þeirrar stað- reyndar að ísland er viðskiptaleKa ten^t Bandaríkjunum meira en EfnahaKsbandalaKÍnu. Það er hins veKar á því vaknandi skilninKur á íslandi, að með stóraukinni sam- vinnu Evrópulanda á ísland á hættu að einanKrast enn frekar en nú er. Það er því að mínu mati veruleKa mikilvæKt að íslendinKar taki aukinn þátt í því marKþætta samstarfi Evrópuríkja, sem fram fer ok eykst ár frá ári“. í hverju er starf þitt aðalleKa IóIkíA? „Starf mitt sem framkvæmda- Sendinefnd frá DEMYC var fyrsta crlcnda sendinefndin sem heimsótti háða hluta Kýpur eftir innrás Tyrkja á eyna. Hér er á miðri mynd Raulf Drnkthash. IciðtoKÍ tyrkneska þjóðarbrotins. ok á myndinni eru einnÍK þeir Tony Kerpcl frá EnKlandi. Jón Ormur Ilalldórsson ok Per Arne Arvidsson frá Svíþjóð, auk tveKKja aðstoðarmanna þjóðarleiðtoKans. skilyrði eru þar fyrir. Þau vanda- mál, sem ræna menn lífsánægj- unni á íslandi um þessar mundir eru ekki ýkja stór eða vandleyst séð úr fjarska frá stöðum þar sem raunveruleK, og ekki tilbúin vandamál, gera lífið að martröð." Ilvernig er að búa f Englandi um þessar mundir, er það mjög frábrugðið íslandi? „Ég gæti vart hugsað mér betri stað að búa á en England. Ég býst hins vegar við að ég væri annarrar skoðunar ef ég byggi í East End í London eða þyrfti að lifa á bresk- um verkamannslaunum. Það er mikið þar um hreina fátækt, einkum meðal gamals fólks og meðal innflytjenda frá Asíu og Afríku. Millistéttin, sem er mjög fjölmenn hefur það hins vegar sennilega betra en fólk í samsvar- andi atvinnu á íslandi. Tekjurnar eru lægri en verðlag á hlutum sem kallaður er lúxusvarningur á ís- landi er ólíkt lægra. Hér eru líka tækifærin og úrval á öllum sviðum ólíkt meira en á íslandi. Ef lífs- kjör eru eingöngu metin í krónum eða pundum eru þau að meðaltali hærri á íslandi en ef örlítið breiðari grundvöllur er notaður til samanburðar eru lífskjör þar betri fyrir meirihluta fólks. Því má hins vegar ekki gleyma að stór hluti þjóðarinnar, sennilega um þriðjungur, mundi kallast bláfá- tækur á íslandi. Ef marka mætti fréttaflutning fjölmiðla á Islandi og í mörgum öðrum löndum, einkum Bandaríkj- unum, væri hér allt í rúst og þjóðin á síðastd snúningi. Því er ekki að neita að ör hnignun efna- hagslífs hefur sett sitt mark á þjóðina, en sú tilheniging að afskrifa þjóðina sem þjóð á óstöðvandi niðurleið er byggð á mikilli fáfræði og skilningsleysi á þeirri kreppu sem breska þjóðin á í um þessar mundir." Ilvernig er að vera íslendingur í Englandi? „Bretar vita almennt afskaplega lítið um ísland og íslendinga. Margir vita að Magnús Magnús- son, sem er einn vinsælasti sjón- varpsmaður Breta, er íslendingur að uppruna og flestir muna eftir þorskastríðunum. Almenningur veit yfirleitt eitthvað um flestar Jón Ormur Halldófsson af stærri, fyrrum nýlendum Breta en ekkert um smáþjóðir sem að þeirra mati hafa ekki átt því láni að fagna að vera uam tíma stjórn- að frá London. Þannig veit al- menningur sennilega meira um Jamaica en ísland og það er raunar mjög útbreiddur misskiln- ingur meðal miðaldra og eldra fólks að ísland sé hluti af Dan- mörku. Ég var t.d. eitt sinn spurð- ur að því af háskólakennara hvort ísland væri ekki enn hluti af Danmörku! Það er hins vegar afskaplega gott að vera íslendingur hér því Bretar hafa eins og flestar þjóðir sem í mörgum styrjöldum hafa átt, mikla fordóma á fyrrverandi óvinum. Þar sem þeir vita lítið eða ekkert um ísland er það undir einstaklingnum komið hvernig honum er tekið en ekki fyrirfram mynduðum skoðunum á þjóðerni hans.“ Ilvað er einkum tekist á um í breskum stjórnmálum um þessar mundir? „Stjórnmál hér hafa á síðustu árum farið að snúast mun meira um grundvallaratriði. Þau snúast helst um hlutverk ríkisvaldsins, að hve miklu leyti ríkið eigi að skipta sér af hagstjórn, hve stór- um hluta þjóðarteknanna það eigi að ráðstafa og að hve miklu leyti það eigi að skipta sér af lífi einstaklinganna. Einstök mál svo sem atvinnuleysi, verðbólga, varn- armál, glæpir og innflutningur litaðs fólks skiptir mönnum að sjálfsögðu að verulegu leyti í flokka en afstaðan til grundvallr- hugmynda um hlutverk ríkis- Ráðstefna DEMYC í Róm. Á mvndinni eru meðal annarra Jón Ormur Halldórsson. Tony Kerpel og Elmar Iirook. mál álfunnar. Mun áhugaverðara að mínu mati er okkar innra starf í samtökunum, því þar má oft sjá beinan árangur og þar er um að ræða samstarf fólks en ekki stofn- ana. Sá aukni skilningur á málum sem eru alþjóðleg í eöli sínu og þau persónulegu k.vnni ráðamanna framtíðarinnar sem takast á sum- um þessara funda eru verulegt framlag til friðsamlegra og upp- byggjandi samskipta þjóða í milli. Ef núverandi ráðamenn gætu unn- ið saman í sama anda og ungir stjórnmálamenn gera innan ýmissa alþjóðasamtaka eins og DEMYC væru vandamál Evrópu öllu færri en þau virðast um þessar mundir." FylKja starfinu mikil ferðalöK? „Fæstir þessara funda eru því og mun okkur þar gefast kostur á að sjá og skoða hernámssvæðin og ræða við deiluaðila. Við fórum í svipaða ferð til Kýpur í fyrra haust og hittum þar leiðtoga beggja deiluaðila og vorum raunar fyrsta pólitíska sendinefndin til að gera það um langt skeið. Þessi ferð var gersamlega ógleymanleg og um leið ein sorglegasta reynsla sem ég hef upplifað. Báðir aðilar kepptust við að sýna okkur fjölda- grafir og ýmsar aðrar sannanir um ómennsku og grimmd hins aðilans. Þessi reynsla og heim- sóknir í flóttamannabúðir þar og í Portúgal sannaði fyrir mér betur en flest annað hversu nöturlegt það er, að menn skuli eyða tíman- um í fánýtt karp og tilbúin vanda- mál á íslandi í stað þess að byggja það íyrirmyndarþjóðfélag sem öll stjóri er einkum fólgið í því að skipuleggja fundi og ráðstefnur víðs vegar um Evrópu og að sitja í ýmiss konar nefndum, sem full- trúi minna samtaka. DEMYC heldur 5—6 ráðstefnur á ári um mismunandi pólitísk stefnumál en núorðið tekur samstarf okkar við önnur alþjóöasamtök og alþjóða- stofnanir ekki minna af okkar tíma. Við sendum álitsgerðir til ýmissa aðila og reynum að hafa áhrif á stefnumörkum stofnana eins og Efnahagsbandalags Evrópu í málum, sem sérstaklega varða ungt fólk, eins og til dæmis atvinnuleysi ungs fólks, sem er að verða eitt heista þjóðfélagsvanda- miður í Englandi þannig að mikill tími fer í ferðalög milli fundar- staða. Þannig þarf ég að fara til flestra landa í Vestur-Evrópu á hverju ári. Mest af þessum ferða- lögum er einstaklega þreytandi og í rauninni lítið spennandi því tíminn leyfir ekki nema stutta viðdvöl á hverjum stað. Það eru þó undantekningar frá þessu og stundum er heimsókn á ákveðna staði markmið í sjálfu sér þegar um er að ræða að kynna sér staðhætti eða staðbundin vanda- mál. Þannig erum við núna að skipuleggja heimsókn til Israels í samvinnu við Likud-flokkinn, sem er stjórnarflokkurinn þar í landi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.