Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ1979 Kannast þú ekki viA að suma daga fer allt í handaskolum hjá manni? Er það dýrt, þá hef ég enga lyst á því? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Venjan er, að sagnhafi hefji sókn sína með því að spila sínum lengsta lit við fyrstu hentugleika. vissulega eðlileKt o); næstum sjálf- sagt í mörfíum tilfellum er í öðrum j;etur verið betra að bíða og sjá til. Austur Kaf, norð-suður á hættu. Norður S. Á7 H. D54 T. ÁD6 L. ÁD1092 vestur S. G98543 H. G972 T. 109 L. 6 Austur S. 102 H. 108 T. G8742 L. G854 COSPER Brey tni gagnvart sakborningum — Afbrot stafa af illum sam- böndum. — Afbrotamenn þarf að stilla til betri lífsambanda. Refsing og fangelsisvist verka sjaldan bætandi á fanga. í fang- elsum fá þeir jafnvel verri lífsam- bönd en áður, bæði vegna samveru við aðra fanga og vegna þess neikvæða hugarfars, sem mjög margir bera tii fanganna, svo sem eðlilegt má teljast og einmitt þetta óvinsamlega hugarfar stillir fangana enn frekar til illra líf- sambanda við víti annarra hnatta, svo að margir koma út úr fangels- um með enn verra hugarfari en þegar þeir voru lokaðir inni. Fangaverðir, samfangar og al- menningur hjálpast allir að við að auka vítissambönd þeirra sem í fangelsi þjást, svo að þeim verður erfitt að komast á rétta leið. (Sjá Mbl. 4/1 1979). • Verndun, ekki refsing Hlutverk lögreglú og löggæslu á ekki að vera refsing sakamanns heldur verndun hins almenna borgara gegn ódæðismönnum. Þess vegna hefur oft reynst nauðsynlegt að taka úr umferð þá, sem alvarlega brjóta af sér. Ekki skyldi sú frelsissvipting hafa þann tilgang að „refsa" hin- um seka. Harðýðgi eaenvart fanga Suður S. KD6 H. ÁK63 T. K53 L. K73 Suður hafnaði í sjö gröndum, fínum samningi og vestur spilaði út tígultíu. Spilið virtist einfalt. Fyrir hendi voru þrír hæstu í öllum litunum og þrettándi slagurinn gat fengist á annaðhvort hjarta eða lauf. En sagnhafi sá, að ekki var sama hvernig litunum var spilað ætti austur þrjú spil með laufgosanum og vestur fjögur hjörtu. Einmitt legan, sem var fyrir hendi. Sagnhafi tók tígulinn í borðinu og síðan þrjá slagi á hjarta. í ljós kom, að vestur átti þar fjórlit og til að sjá hvort hann gæti átt einnig fjögur spil í laufi tók suður næst spaðalsagina þrjá. Aftur lét austur tígul og þar með sannaður með níu spil í láglitunum og um leið vestur með tíu í hálitunum. Sagnhafi gat reyndar lagt upp spil sín og sagst eiga alla slagina. En til að forðast útskýringar tók hann næst á tígulkóng og þegar vestur fylgdi lit má segja, að sagnhafi hafði séð tólf af spilum hans. Og til að sjá það þrettánda spilaði suður laufi á ásinn og gat eftir það svínað lauftíunni með öryggi, tekið á kónginn og enn var fyrir hendi innkoma í tígul til að taka þrettánda slaginn á laufní- una. Hverfi skelfingarinnar 49 Eftir Ellen og Bent Hendel Jóhanna Kristjónsdóttir snéri á íslenzku. brosa en það verður öldungis eymdarleg gretta. Svo þakkar hún fyrir síðast. — Ég bið nú afsökunar á öllu þessu ónæði. — Góða vertu ekki að hugsa um það. Viltu ekki koma inn. — Nei, þakka þér fyrir, ég... En Asta hefur opnað dyrnar upp á gátt og Caja þurrkar af fótunum á sér og spyr án þess að lita upp: — Gæti hugsast að ég hafi gleymt veskinu mínu hérna f gærkvöldi. — ó. var það þín taska! Asta sem var á leið að stofu- dyrunum,' nemur staðar og eilít- ill roði sést í kinnum hennar. — Er það brún hliðartaska. Caja kinkar kulli. — Æ. þetta var leiðinlegt, Caja. Það var heimskuiegt af mér að láta mér ekki strax detta þú í hug, en þetta var nú allt svo ruglað eins og þú veizt. Þegar ég var að fara með rusl í morgun uppgötvaði ég tösku sem var inn á milli runnanna. — Úti í garði? spyr Caja hissa. — Já, svona hálfan annan metra frá inngangsdyrunum. Ég hafði ekki hugmynd um hver gæti átt hana, svp að ég afhenti hana lögreglunni. Það er enn fullt af lögreglumönnum í húsi Solvej. Ég skal hringja þangað. En lfklega eru lög- reglumennirnir farnir á stöð- ina aftur, því að engin rödd svarar í sfmann í húsi Solvej Lange. Klukkan háiftfu skaut saka- málasagnahöfundurinn Bert McCraw — öðru nafni Bo EJmer — upp kollinum f for- lagshúsi Sommers í Kaup- mannahöfn. Hann stillti sér upp við afgreiðsluborðið og beið óþolinmóður eftir því að stúlkan sem þar sat iyki heyr- anlegu einkasamtali sfnu. Það var ekki oft sem Bo hafði haft tækifæri til að heilsa upp á vinnuveitendur sfna og ástseðan til þess að hann gerði það nú var satt bezt að segja verulega knýjandi. Loks lagði stúlkan frá sér tóiið og sneri sér að honum og horfði á hann lffsþreytulegu augnaráði. — McCraw. Ég þarf að tala við Jörgensen skrifstofustjóra. Mjög árfðandi. Bo hafði á sfðustu stundu ákveðið að gefa sig ekki fram við afgreiðslustúlkuna. Ef hún hefði heyrt nafnið Bo Elmer í morgunfréttunum var ómögu- legt að vita hvernig hún brygð- ist við. Aftur á móti segði dulnefnið McCraw henni ekki mikið. Hún hringdi f innanhúsnúm- er og Bo horfði í kringum sig og velti fyrir sér hversu margir vannærðir höfundar í eiginlegri og óeiginiegri merkingu væru f vinnu í þessu risafyrirtæki og fengju fyrir greidd sultariaun. Hvað. sjálfan sig snerti vissi hann að sú fasta upphæð sem hann fékk senda mánaðarlega var aðeins brotabrot af þeirri upphæð sem hann héfði getað fengið ef hann hefði haft þrek til þess að semja við aðskiljan- leg erlend forlög. Eins og mál voru vaxin nú hafði hann hrein- lega selt sig Sommers-forlagi með ölium réttindum og fékk fyrir föst laun. — Inn ganginn þarna. Þriðju dyr til hægri. — Þökk fyrir. Bo tók upp töskuna sfna og gekk stirðum skrefum yfir af- greiðslusalinn og inn um opnar glerdyr og kom þá inn í gang með dyr á báðar hendur. Hér var það. H. Jörgensen skrif- stofustjóri. Jörgensen reis úr sæti og gekk á móti honum með fram- rétta hönd: Brosti yfir allt andlitið. — Góðan daginn, góðan dag- inn, Elmer. Gaman að sjá yður. Hvað kemur til að þér leggið leið yðar til höfuðborgarinnar. Setjist endilega. Vindil? Nú ekki. Þér reykið bara sígarett-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.