Morgunblaðið - 08.07.1979, Page 18

Morgunblaðið - 08.07.1979, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ1979 * * Vöruskortur í verslunum Rœtt við fulltrúa skipafélaga og innflytjenda um eftirköst farmannaverkfallsins Félagíslenskra stórkaupmanna: „Lítið vöruúrval og skortur á ávöxtum og grænmeti” — segir Orn Guðmundsson „Eins og þetta snýr að okkur þá er aðalvandinn fólginn í skorti á neysluvörum, þá aðal- lega matvælum,“ sagði Örn Guðmundsson, skrifstofustjóri hjá Félagi íslenska stórkaup- manna. „beir höfðu það nokkr- ir að orði heildsalarnir að þeir hefðu alveg eins getað lakkað gólfin í birgðageymslum sfnum í verkfallinu þar sem þær voru tómar.“ Hann sagði að það hefði bjarg- að nokkrum að eiga vörur í skipunum í verkfallinu og eins hafi eínhverjir átt varning liggj- andi á hafnarbakkanum. Fyrir- tæki sem aðild eiga að tollvöru- geymslunni hafi einnig staðið betur að vígi. „Annars held ég að ástandið skáni mjög upp úr miðjum mán- uðinum, þá á ég við varning frá Norðurlöndunum og Evrópu. En hætt er við að varningur frá Bandaríkjunum og Mið-Evrópu tefjist eitthvað lengur," sagði Örn. Örn sagði að í matvöruversl- unum væri átandið nokkuð baga- legt og hafi verið um skeið. Það komi fram í litlu vöruúrvali og eins sé skortur til dæmis á grænmeti og ávöxtum. „Það ástand kemst ekki í eðlilegt horf fyrr en heildsalarnir fá vörurnar til sín,“ sagði Örn að lokum. Eimskipafélag íslands: „Vandinn ekki leystur í einu vetfangi” — segir Valtýr Hákonarson „ÉG I!EF trú á að við verðum búnir að koma flutningunum til landsins í nokkuð gott horf fljótlega,“ sagði Valtýr Hákon- arson. skrifstofustjóri hjá Eim- skip. Hann sagði að búast mætti við að það tæki um fjórar vikur eftir hið átta vikna langa far- mannaverkfall að koma flutn- ingunum í eðlilegt horf. „Skipin eru að koma til landsins eitt af öðru og ég býst við að upp úr miðjum mánuði verði búið að koma því í skip sem lá tilbúið til flutnings fyrir verkfall,“ sagði Valtýr. Hann sagði að nauðsynlegt hefði verið að taka 4—5 leiguskip tii þess að flýta fyrir. Um það hvort einhverjar vörutegundir væru látnar sitja fyrir sagði Valtýr að alltaf væri reynt að ráða fram úr bráðasta vandanum hverju sinni. „Að vissu leyti hafa útflutningsvörur forgang. Öll frystskipin voru sett strax í að lesta frystan fisk til útflutnings. Sum þeirra eru þegar farin utan en önnur eru að lesta. Að öðru leyti er ekki hægt að segja að eitt gafi forgang fram yfir annað," sagði Valtýr. Hann sagði að vissulega hefði margvíslegur vandi komið upp í sambandi við þessa flutninga sem yrði ef til vill ekki leystur í einu vetfangi. „En það er gengið á þetta eins og tök eru á,“ sagði Valtýr. IMA, Innkaupasamband matvörukaupmanna: „Vöruskort- urinn kemur ekki fyrr en eftir á” segir Torfi Torfason „VIÐ ERUM ekki nærri búnir að bíta úr nálinni mcð þetta farmannaverkfall,“ sagði Torfi Torfason hjá IMA Innkaupa- sambandi matvörukaupmanna. Hann sagði að fyrirtækið væri enn ekki búið að fá eina einustu sendingu, varningurinn væri einhvers staðar á leiðinni til landsins. „Við vitum til dæmis ekki hvernig verður með hveiti frá Bandaríkjunum, hversu mikið pláss hefur verið í skip- unum og hve miklu hefur verið skipað út hjá Eimskip. Við vitum með öðrum orðum ekki hve miklu við eigum von á með þeim skipum sem eru að koma til landsins,“ sagði Torfi. Hann sagði að búast mætti við 2—3 mánaða töfum í innflutn- ingnum, vöruskorturinn kæmi ekki fyrr en eftir á. Ástandið gæti versnað, þá einkum í sam- bandi við hveitið. „Nú eru flestar verslanir orðnar hveitilausar og það gæti valdið miklum erfið- leikum ef ekki kemur nægt hveit til landsins á næstunni," sagði Torfi. „Ofan á það bættist síðan sumarfrí í verksmiðjum erlendis og yfirvinnubannið hér heima, sem er einskonar verkall á neyt- endur á Faxaflóasvæðinu," sagði Torfi. „Allt þetta mun valda að minnsta kosti 2—3 mánaða töf- um og erfiðleikum í innflutn- ingnum." Skipadeild SÍS: „Reynum að koma í veg fyrir skort” -segir Axel Gíslason „SKIPIN fóru beint til crlendra hafna að lesta vörur eftir að farmannaverkfallinu lauk. Fyrstu þrjú skipin eru komin aftur, eitt kemur á morgun. og næstu vikuna kemur það sem eftir er af flotanum," sagði Axel Gíslason. framkvæmda- stjóri Skipadeildar SÍS. Hann sagði að eftir 2—3 ferðir allra skipanna mætti reikna með að búið væri að vinna upp allan þann hala sem skilinn var eftir af völdum farmannaverkfallsins. „Það er því allt fullbókað fyrstu tvær til þrjár ferðirnar," sagði Axel. „En það sem, helst setur strik í reikninginn er yfirvinnu- bannið, þá sérstaklega í Reykja- vík.“ Axel sagði að reynt væri að taka eitthvað af öllum vöruteg- undum til þess að koma í veg fyrir skort. Þannig væri flutt mest af stykkjavöru frá Rotter- dam, Antwerpen og Bretlandi, en auk þess byggingarvörur, fóðurvörur og fleira frá öðrum höfnum vegna þess að nú stæði yfir sá tími þegar mest þyrfti á þeim varningi að halda. Hafskip: „Yfirvinnu- bannið veld- ur miklum töfum” — segir Björgúlfur Guðmundsson „YFIRVINNUBANNIÐ hefur geysileg áhrif og skapar miklar tafir varðandi losun skipanna og því erfiðara að koma þeim í áætlun aftur,“ sagði Björgúlfur Guðmundsson, forstjóri Haf- skips. Björgúlfur sagði að þrátt fyrir þessar erfiðu aðstæður hefði gengið vonum framar að koma flutningunum til landsins í nokkuð sæmilegt horf. Reynt væri að haga flutning- unum þannig að ekkert sæti á hakanum. „Það eru held ég engin stórvandræði með flutning á því sem búið var að biðja okkur að flytja, aðalvandræðin eru tafirn- ar vegna yfirvinnubannsins," sagði Björgúlfur. Hann sagði að reynt hefði verið að sjá til þess að nauðsynjavörur og hráefni til iðnaðar kæmust til landsins en ekki væri útséð með að eðlilegt ástand í þessum efnum skapað- ist á meðan yfirvinnubannið stæði. Eggert Kristjánsson: „Mikil vöntun á almennri matvöru” —segir Gísli V. Einarsson „ÞAÐ ER nú ekkert að marka þetta strax, það er svo stutt síðan farmannaverkfallinu lauk,“ sagði Gísli V. Einarsson, forstjóri heildverslunarinnar Eggert Kristjánsson & Co. h.f. Gísli sagði að í raun mætti segja að flutningar til landsins gengju þolanlega og eftir atvik- um vel. „Það hefur sitt að segja að ekki er unnið við lestun og losun skipanna nema til klukk- an fimm á daginn og miðað við það hefur þetta gengið sæmi- lega,“ sagði Gísli. „Annars er ástandið slæmt, einkum í almennri matvöru. Þetta fyrirtæki flytur inn mest af nýjum ávöxtum og það hefur raunar gengið nokkuð vel. Okkur tókst þannig að koma ávöxtum í fyrstu ferð eftir verkfall, en markaðurinn var orðinn svo þurrausinn að þetta seldist jafn- óðum upp. Vöntun er á almennri matvöru eins og hveiti og sykri, auk alls kyns pakkavarnings og niðursuðuvarnings sem tekur nokkurn tíma að fá til landsins." 0. Johnson & Kaaber: „Það er allt orðið uppselt nema kaffið” —segir Gunnar Steingrímsson „FYRSTU skipin eru að koma til landsins eftir farmannaverk- fall og ástandið ætti því að fara að komast í eðlilegt horf mjög fljótlega,“ sagði Gunnar Stein- grímsson hjá heildverslun 0. Johnson & Kaaber. Hann sagði að mikill skortur hefði verið fram að þessu á vörum fyrir- tækisins, einkum hveiti og sykri. „Það er allt orðið uppselt nema kaffið,“ sagði Gunnar. Hann sagði að fyrirtækið væri búið að selja allt sem var komið til landsins í verkfallinu og að ekki hefði verið á boðstólum í verslunum neitt af þeim vörum sem fyrirtækið flytti inn, sem væri mest megnis matvæli. „En ég býst við að þetta lagist á næstu tveimur vikum," sagði Gunnar. Hann sagði og að hjá Heimilistækjum hefði ástandið ekki verið eins slæmt, þar hefði Tollvörugeymslan bjargað geysi- miklu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.