Morgunblaðið - 08.07.1979, Síða 28

Morgunblaðið - 08.07.1979, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1979 + Móðir mín, ALDÍS ANNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Víkurbakka 30, lézt í Hjúkrunarheimilinu Grund, 4. júlí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 12. júlí kl. 3. Stefán Haukur Einarsson. t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA EIRÍKSDÓTTIR Miötúni 52, sem andaöist 2. júlí verður jarösungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. júlí kl. 3 e.h. Jósef Sigurbjörnsson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Eiginmaöur minn KRISTJÁN J. JÓHANNESSON, frá Patreksfirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 10. júlí kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hins látna vinsamlegast láti líknarfélög njóta þess. Ingibjörg Guómundsdóttir. + Hjartkær sonur okkar, GUDMUNDURJÓN ÞÓROARSON, Reykjaborg, Mosfellssveit, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. júlí kl. 10.30. Jarðsett veröur aö Lágafelli. Fyrir hönd unnustu, systkina og annarra vandamanna, Freyja Norödahl, Þórður Guömundsson. + Maðurinn minn, faöir, stjúpfaöir, tengdafaöir og afi, KRISTJÁN SIGURJÓNSSON, húsgagnabólstrarameistari, Hjaltabakka 18, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. júlí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Slysavarnafélag íslands. Arndís Markúsdóttir, Atli Már Kristjánsson, Kristjana E. Kristjánsdóttir, Sesselja H. Kristjánsdóttir, Sígurjón Kristjánsson,. Reynir Markússon, Þorvaldur Dan Petersen, og barnabörn. Ingi Gunnar Ingason, Conny Kristjánsson, Steinunn Ólafsdóttir, Ólöf Björnsdóttir, + Alúðarþakkir fyrir auösýnda samúð og vináttu viö andlát og jarðarför móður okkar og systur, SÆFRÍDAR SIGURDARDÓTTUR. Magnea Hannesdóttir, Ásdís Hannesdóttir, Ósk Siguröardóttir og aörir ættingjar. + Þakka af alhug, auösýnda samúö og vinarhug vegna andláts og útfarar bróöur míns, BJÖRNS PALSSONAR, bónda Miðsítju — Skagafiröi. Sérstakar þakkir sendi ég nágrönnum hans, sveitungum fyrr og síðar og öðrum vinum, fyrir ómetanlega aöstoð og allan velvilja. Sigríóur Pálsdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóður og ömmu, JÓNÍNU HALLGRÍMSDÓTTUR, Selvogsgötu 26, Hafnarfiröi. Sigbór Marinósson, Aðalbjörg SigÞórsdóttir, Gunnar Sigurösson, Rafn SigÞórsson, Guöný Albertsdóttir, María Sigbórsdóttfr og barnabörn. HILDUR BLÖNDAL — MINNINGAR0RD Hinn 3. júní lézt í Danmörku hátt á tíræðisaldri frú Hildur Blöndal, ekkja Sigfúsar Blöndals orðabókarhöfundar og bókavarðar í Kaupmannahöfn sem látinn er fyrir nær þrem áratugum. Við lát þessarar góðu og göfugu konu, munu margir fulltíða íslendingar, sem dvöldust í Danmörku í lengri eða skemmri tíma við nám eða störf, minnast hennar með hlýju og þökk. Hildur var af sænskum ættum, fædd í Uppsölum og var faðir hennar kunnur þjóðminjafræðing- ur, dr. Rolf Argi, mikill íslands- vinur, sem sótti Island oft heim og var m.a. fulltrúi sænskra stúdenta á þúsund ára þjóðhátíð íslendinga 1874. Dóttur hans Hildi var mjög umhugað að feta í fótspor föðurins og vera hér á ellefuhundruð ára þjóðhátíðinni 1974, en af þeirri för gat þó ekki orðið samkvæmt læknisráðí. Síðustu ferð sína til íslands fór hún 1968 og var þá að vanda hress og glöð, þá á 86. aldursári. Hildur minntist oft bernskuár- anna í Uppsölum, sem voru henni afar hugþekk. Faðirinn var mikill bókamaður og var þeim foreldrum báðum mjög umhugað að fræða börnin, en veittu þeim jafnframt mikið frjálsræði. Voru leikin bókanöfn og málshættir inni við þegar illa viðraði, en farið í reiðtúra og fjallgöngur þegar færi gafst. Eins og fyrr segir var heimilis- faðirinn mikill áhugamaður um íslensk málefni og komu oft gestir frá „Sögueynni" í norðri þ.á m. Magnús Stephenssen landhöfð- ingi, Guðmundur Finnbogason þá stúdent, síðar landsbókavörður og Matthías Þórðarson þjóðminja- vörður og stofnandi Norræna fé- lagsins. Hlustuðu börnin hugfang- in á tal fullorðna fólksins um þetta fjarlæga, norræna land, þar sem fjallkonan hvíta þrumdi einmana við heimskaut norður. Ekki mun Hildi hafa órað fyrir því þá, að við eyna ætti hún eftir að tengjast órofa böndum. Hún var þegar í barnæsku óvenju félagslega sinnt og stóð hugur hennar til barna- og ung- lingafræðslu. Við þau störf undi hún sér vel um langt skeið, í heimabæ sínum Uppsölum, en þegar hún var komin að fertugu urðu þáttaskil í lífi hennar. Hún hafði aldrei gleymt ævintýraland- inu í norðri og tók að verða sér úti um allskonar fróðleik um ísland, íslenzka tungu, sögu, og menn- ingu. En sjón er sögu ríkari. Sumarið 1923 tók hún sér skipsfar til Reykjavíkur, að höfðu samráði við Asgeir Asgeirsson, síðar for- seta Islands og konu hans Dóru Þórhallsdóttur, sem þá kenndu bæði við Kennaraskólann í Reykjavík og var hún ákveðin í að dveljast hér nokkra mánuði, mest í sveitum landsins til að læra íslenzkuna fljótar og betur. Til gamans má geta þess, að einmitt um þetta leyti kom út fyrri hlutinn af hinni miklu orða- bók yfir íslenzkt nútíðarmál, sem Sigfús Blöndal, bókavörður við konunglega bókasafnið í Kaup- mannahöfn, var aðalhöfundurinn að. Þótti það hvarvetna hið merk- asta rit og fjöldi málfræðinga og annarra bókmenntafræðinga á Norðurlöndum og víðar um lönd höfðu getið verksins lofsamlega. Sigfús var þá fyrir löngu viður- LA UFEY LÍNDAL — MINMNGARORÐ Fædd 22. október 1908 Dáin 21. júní 1979. Eg vil kveðja með nokkrum orðum kæra mágkonu mína. Hún var ekki aðeins magkona mín, heldur og dýrmætur vinur í gegn- um öll árin frá því er við fyrst kynntumst hér í Reykjavík. Laufey var fædd í Reykjavík, en bjó hér aðeins stuttan tíma eða þar til hún fluttist tveggja ára gömul til Vestmannaeyja með foreldrum sínum, en þau voru Björn Líndal múrarameistari, ættaður úr Húnavatnssýslu og Elín Sverrisdóttir frá Ytri-Sólheimum í Mýrdal. Eina LEGSTEINAR STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI48, KÓPAVOGI, SÍMI 76677. systur, Elsu, átti hún, sem lézt aðeins fjórtán ára gömul. í Vest- mannaeyjum bjó Laufey fram á tvítugsaldur, en þá fluttist hún aftur til Reykjavíkur með foreldr- um sínum, þar sem Elín móðir hennar lézt fáum árum síðar. í Reykjavík vann Laufey lengst af hjá fyrirtækinu Alliance hf.. Árið 1935 giftist hún svo Jens P. Sveinssyni skósmíðameistara ættuðum frá Seyðisfirði. Fyrstu búskaparár sín áttu þau í Hafnar- firði, en fluttust síðan til Reykja- víkur þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Mann sinn missti Laufey árið 1974. Þeim hjónunum varð tveggja barna auðuð. Þau eru Ellert starfsmaður Hitaveitu Reykjavíkur, hans kona er Sigur- laug Marinósdóttir og eiga þau þrjú börn. Dóttir þeirra er Hulda gift Victori Úraníussyni trésmíðameistara, ættuðum frá Vestmannaeyjum, og eiga þau einn son, en áður hafði Hulda eignast dóttur, Laufeyju. Son hafði Laufey átt áður, Theodór Helgason starfsmaður Hitaveitu Reykjavíkur, væntur Kristínu Ingvarsdóttur og eiga þau fjögur börn. Jens átti tvo syni frá fyrra hjónabandi. Það er margs að minnast nú þegar hún er horfin, margs að sakna og minningarnar hrannast upp. Ég minnist allra fallegu samverustundanna sem við áttum öll saman á hátíðarstundum. Þá ber hæst myndir frá æskujólum barnanna okkar, en í mörg ár + Konan mín ELÍSABETH GÍSLASON Sólheimum 27, andaöist á Borgarspítalanum, að morgni 7. júlí. Jón Gíslason kenndur sem afburða lærdóms- maður og manna víðlesnastur og stóð þá á fimmtugu. Sigfús var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Björg Þorláksdóttir, annáluð lærdómskona, og hafði hún unnið með honum að íslenzk-dönsku orðabókinni af miklu kappi. Þegar þau Hildur kynntust höfðu þau slitið samvistum. Hildur ferðaðist á þessum árum um landið þvert og endilangt og var furðu fljót að tileinka sér íslenzkuna. Hún kom sér allstaðar vel hjá fólkinu, hvort sem var í bæjum eða sveitum með einstakri ljúfmennsku og viðmóts- þýðu, sem henni var svo lagin. Hún tók strax ástfóstri við landið, tók sér nýtt móðurmál og var ekki lalin útlendingur upp frá því. Þau Sigfús gengu í hjónaband 1925 og bjuggu fyrst á Amager, en fluttust skömmu síðar til Hörs- holm, smábæjar um 20 km norðan við Kaupmannahöfn. Þeim stað voru þau bundin sterkum böndum, þar áttu þau fagurt heimili, um- lukið fögrum beykiskógum Norð- ur-Sjálands. En til góðra vina liggja gagnvegir og víst er, að þau góðu hjón fóru ekki í varhluta af bjuggu fjölskyldur okkar í sama húsinu á Njálsgötu 25. Þar bjó einnig faðir Laufeyjar um margra ára skeið, unz hann lézt árið 1960. Um hann hugsaði Laufey af einstakri umhyggju og kom dag hvern til hans eftir að hún flutti úr húsinu. Seinna fluttu þau sig um set, en ekki langt, aðeins innar á Njáls- götuna, sem er okkur svo kær, en síðast bjuggu þau hjónin að Háteigsvegi 22. Laufey var myndarleg kona útiits og í öllum verkum sínum, enda einkenndi snyrtimennska heimili hennar og hana sjálfa. Heimili hennar bar þess vott alla tíð, að um það fóru hendur þeirrar húsmóður er unni því, enda leið öllum vel að koma til hennar. Henni lét vel að vera gestgjafinn og vildi veita rausnarlega öllum þeim er sóttu hana heim. Hún kunni sannarlega frekar að gefa en þiggja. En hún gerði meira en að gefa í venjulegum skilningi þess orðs, því hún gaf af sjálfri sér sem er meira virði og virtist alltaf aflögufær. Ég og fjölskylda mín fengum að njóta þess sérstaklega þegar veikindi steðjuðu að heimili mínu um árabil. Það mun aldrei gleymast. Laufey var stolt kona, sem var ekki tamt að bera tilfinningar sínar á torg. Hún var ekki allra, en traustur vinur vina sinna. Hún

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.