Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 182. tbl. 66. árg. LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Strætisvagn brennur í skærum sem brutust út í Belfast á Norður-írlandi í gær. Um þessar mundir eru 10 ár liðin frá því að brezki herinn var sendur til að skakka ieikinn á Norður-írlandi og er búizt við að til óeirða komi í héraðinu um helgina þegar komu hersins verður minnzt með göngum og fundum. Símamynd - AP. Rússar notuðu bandarísk herskip sem æfingamörk WaahinKton, 10. ágúat, AP. FJÖLDI sovézkra orrustuþotna æfði yfir 30 eldflaugaárásir á tvo bandaríska tundurspiila er voru á siglingu í Svartahafi í sfðustu viku. að þvf er heimildir f bandaríska varnarmálaráðu- neytinu hermdu f dag. Skipin urðu ekki fyrir skakkaföllum f þessum aðgerðum Rússa. Sjóher Bandaríkjanna sendir nokkur beitiskip og tundurspilla úr Miðjarðarhafsflota sínum með reglulegu millibili inn á Svarta- haf. Venjulega er þeim fylgt eftir af skipum, en í þetta sinn sendu Rússar fjölmargar orrustuþotur af ýmsum gerðum, þ.á m. Back- fire sprengjuvélina ásamt njósnaflugvélum til að leita uppi skipin og fylgjast með ferðum þeirra. „Ljóst er að Rússar hafa ákveðið að nota þessi raunveru- legu skotmörk til að þjálfa áhafn- ir orrustuþotnanna í eldflaugaár- ásum úr lofti á skotmörk á jörðu niðri," sagði embættismaður í dag. Sérfræðingar í sjóhernaði töldu líklegt að Rússar hefðu sýnt skipunum tveimur, Caron og Farragut, sérstakan áhuga þar sem um borð voru svokallaðar Lamps-þyrlur, en þær eru sér- staklega útbúnar til að hafa uppi á kafbátum og gera árás á þá. Þessar þyrlur hafa ekki áður komið inn á Svartahaf. Sovétmenn skiluðu í dag tor- pedo-eldflaug sem „togari" náði um borð í gær en bandarískur kafbátur var við æfingar við Guam á Kyrrahafi. Eldflauginni hlekktist á og i kapphlaupi við að hafa uppi á henni urðu Rússar fyrri til. Eftir viðræður mjög háttsettra embættismanna ákváðu sovézk stjórnvöld að af- henda eldflaugina. Talið er að Rússar hafi lítið á henni grætt þar sem hún var af gamalli gerð. r Ohindrað starf erlendra leyni- þjónusta í Bandaríkjunum: Utanríkisráðuneytið lagðist gegnathugun Washinjfton, 10. áKÚ.st. AP — Reuter. BANDARÍSKA utanríkisráðu- neytið lagðist gegn því á sínum tíma að starfsemi erlendra leyni- samtaka og flugumanna á banda- rískri grund yrði rannsökuð, að því er fram kom í skýrslu utan- ríkismálanefndar öldungadeiidar Strípaðir á ströndu Brighton I.ondon. 10. ágúst. AP. BORGARSTJÓRN Brighton. hins vinsæla sumardvalarstaðar á Bretlandseyjum, ákvað á fundi sínum seint í gærkvcldi að leyfa almenningi að sóla sig strípuðum á hluta af strand- lengju bæjarins. scm cr átta kílómetra löng. Svæðið, sem gert hefur verið að striplsvæði, er á þeim hluta strandlengjunnar er nefnist „T“-strönd, en það er austan Palace-skemmtibryggjunnar frægu og nálægt Peter Pan skemmtigarðinum. Búizt er við auknu streymi farenda til Brighton í kjölfar ákvörðunar borgarstjórnarinnar. Stripl hefur færst mjög í auk- ana í Evrópu á síðustu árum og það sem af er árinu hafa átta bæjar- og sveitarfélög á Bret- landseyjum gefið leyfi fyrir striplsvæðum. Bandaríkjaþings um starfsemi þessa, en skýrslan, sem einkennd var sem leyndarmál, komst í hendur fjölmiðla. Hefur banda- rísku alríkislögreglunni FBI nú verið falið að leysa úr þeirri ráðgátu með hvaða hætti skýrsl- an komst f hendur fjölmiðla. Samkvæmt skýrslunni hafa leyniþjónustur Chile, írans, Fil- ipseyja, Formósu og Júgóslavíu starfað óhindrað í Bandaríkjun- um, en starfsemi þeirra hefur miðast við það að þagga niður í landflótta fólki sem haldið hefur uppi áróðri gegn viðkomandi stjórnvöldum og verið valdamönn- um erfiður ljár í þúfu. Hermt er að m.a. hafi hinir erlendu flugu- menn stytt bandarískum ríkis- borgurum aldur af þessum sökum. Skýrslan var send ýmsum op- inberum stofnunum til umfjöllun- ar. í henni kemur fram að Henry Kissinger, þáverandi utanríkis- ráðherra, og vissir talsmenn utan- ríkisráðuneytisins hafi beinlínis logið að og afvegaleitt starfsmenn utanríkisnefndarinnar er þeir voru að grennslast fyrir um um- svif leyniþjónustu Iranskeisara, Savak, í Bandaríkjunum. Staðfest var og í utanríkisráðuneytinu í dag að tveir fyrrverandi sendi- herrar Bandaríkjanna í íran hefðu reynt að fá rannsóknina á Savak stöðvaða, þar sem rannsóknin hefði getað haft í för með sér „óþægilegar afleiðingar". Sósíaldemókratar til viðræðna um stjómar- myndun í Færeyjum Frá (réttaritara Mbl. í Færeyjum 10. ágúst SOSIALDEMOKRATAR hafa þegið boð Fólkaflokksins um viðræður um myndun nýrrar meirihiutastjórnar í Færeyjum og í framhaldi af því hefur Fólkaflokkurinn einnig boðið Repúblikönum til viðræðna um stjórnarmyndun. Viðræðurnar hefjast á morgun, laugardag. Sósíaldemókratar, Fólkaflokkurinn og Repúblikanar hafa verið í stjórn í Færeyjum undanfarin fjögur ár, en stjórnar- kreppa hófst í landinu í sumar, er sósíaldemókratar sögðu sig úr stjórninni vegna ósamkomulags við Fólkaflokkinn um stefnuna í efnahagsmálum. Göldrudu galdra- mennirnir rigningu? Benevento. Ítalíu 10. ág. Reuter. GALDRAMENN sem voru kvaddir á vettvang fyrir til- stilli bænda austur af Napolí á dögunum. og beðnir ásjár vegna mikilla þurrka sem stefndu þar uppskeru og fénaði í voða. krefjast formlegrar við- urkenningar á starfi sínu sém alvöru galdramenn þegar fór að rigna í dag 1' fyrsta skipti í sex vikur. Galdramennirnir fengu greitt fyrir í kjúklingum, kanínum, ólífuolíu og hveiti og lofuðu árangri innan fjörutíu og átta klukkustunda. Þegar tvær klukkustundir vantaði á að þær væru liðnar fór að hellirigna. Vanvirða stærri land- helgi en þrjár sjómílur W'ashington. Sameinuðu þjóðunum. AP. Reuter. ÁHRIFAMENN á hafrétt- arráðstefnu Sameinuðu þjóðanna óskuðu þess í dag af fulltrúum Bandaríkj- anna á ráðstcfnunni að gefnar yrðu skýringar á þeirri ákvörðun yfirvalda að skipa bandarískum her- skipum og flugvélum að virða ekki stærri landhelgi en þrjár sjómflur frá landi. Bandaríkjamenn hafa að- eins þriggja mflna Iand- helgi og viðurkenna ekki rétt ríkja til stærri land- helgi. en sum ríki hafa gert tilkall til allt að 200 mflna landhelgi, þótt algengust sé 12 mflna landhelgi. Á haf- réttarráðstefnu S. Þ. er al- mennt fylgi við rétt ríkja til 12 mflna landhelgi, en al- þjóðasáttmáli þar um hefur ekki verið gerður. Harry Train aðmíráll, yfir- maður Atlantshafsflota Banda- ríkjamanna, hefur fyrirskipað foringjum í flugher og flota að Fé til höf- uðs Mengele Vínarborg. Asuncion, 10. ágúst. Reuter — AP: SIMON Wiesenthal „nazistaveift- ari“ hét í dag 50.000 dollurum þeim er veitt gæti upplýsingar er leiddu til handtöku stríðsglæpamannsins Jósefs Mengele. og lögreglusamtök þess lands er Mengele yrði handtekinn í fengju að auki 10.000 dollara sem sérstaka viðurkenn- ingu. Hæstiréttur Paraguay svipti í gær Mengele ríkisborgararétti þar í Íandi og gefin var út handtökutil- skipun á hendur honum. Ekki er vitað hvar Mengele heldur sig í dag, en hann er sagður hafa borið ábyrgð á dauða 200.000 manns í Auschwitz fangabúðunum í Póllandi á striðsár- unum. virða að vettugi tilkall ríkja til stærri landhelgi en þriggja mílna, en alls er þar um að ræða 90 ríki. Neitað var í Pentagon í dag að gefa upp hvaða landhelgir skyídu ekki virtar, en þó staðfest að þeirra á meðal væru landhelgir Arg- entínu, Burma, Líbýu, Úruguay og Filippseyja. Ennfremur var staðfest að Sovétríkin og Kína væru ekki á listanum, en bæði löndin hafa tekið sér 12 mílna landhelgi. Lögð var áherzla á að þótt þessi fyrirskipun hefði verið gefin væri það ekki ætlun Bandaríkjamanna að ögra við- komandi strandríkjum. Ein- ungis væri verið að leggja áherzlu á rétt til frjálsra sigl- inga á úthöfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.