Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 34
34 MORGtTNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1979 Pétur Pétursson: Hefóarmenn, hjartalag og hökutoppar mar fær hann snögga hugljömun hetjusagna og mælir töfraorðin: Ekki var Skarphéðinn stúdent. Linuðu þá háskólamenn harð- neskjutök sín. Létu Ingimar laus- an. Buðu honum til gestastofu, að bergja á óminnisdrykk, ausa af Mímisbrunni og syngja Gaudeam- us. Hökutoppar og höfðingjar Þeir Ólafsvallabræður, synir séra Brynjólfs, voru orðheppnir. Ættarmetnaður og stéttar var þó nokkur, þótt ekki nytu allir lang- skólagöngu, en gæfu sig að verzl- un, fésýslu, iðn og búauðgisstefnu. Ekki spillti auður Boga stúdents á Staðarfelli glöggskyggni þeirra í veraldarvafstri. Á hina hönd var svo séra Pétur prófastur á Víði- völlum í Skagafirði. Er gullpen- ingur glitraði í hnýttri hönd hag- leiksmannsins í beitarhúsunum á Brekku kvað skáldið í þakklætis- skyni: Víða til þess ég vott ég fann, þótt venjist oftar hinu, að Guð á margan gimstein þann er glóir í mannsorpinu. Fjöldi gamansagna er um Jón á Ólafsvöllum. Hann vakti hvar- vetna athygli þar sem hann fór. Séra Gunnar Jóhannesson prestur ritaði um hann i Morgunblaðið. Vilmundi Gylfasyni verður tíð- rætt um brjóstvit, heila- og hjartastarfsemi. Hann gerir lítið úr hjartalagi. Heilinn er í hans augum æðri. En sé það viður- kennt, að fremur beri að hlýða úrræðuói heilans en hjartans, þá verður að gera ráð fyrir því að heili þeirra er málum skipa, sé annað en hafragrautur og milli- veggjatróð. Höfuð og hálstau Geir Zöega, brautryðjandi skútualdar, var orðheppinn mað- ur. Hann komst eitt sinn þannig að orði um mann er vildi láta til sin taka á vettvangi þjóðmála: Hann er góður hingað, sagði Geir og mátaði við hökuna. Höfuðið var bara til að halda flibbanum og hálstauinu í skefjum. Sú saga er sögð af þýzkum forráðamanni í fremstu röð, að þá er ríkið gaf út tilskipanir er vörðuðu almenning hafi hann kvatt til sín greindan almúga- mann. Fengið honum textann til yfirlestrar. Ef hann hnaut um textagreinar og ákvæði og nam ekki skólaspekina, var reynt að færa það til ljósara máls, ef hugmyndin var bitastæð. Stjórn- vitringurinn vissi, að tala verður mál alþýðunnar, sé til þess ætlast að hún skilji og virði lagafyrir- mæli. Að kaupa vit Til er saga af sunnlenskum bónda, héraðsríkum, er sendi son sinn til langskólanáms, en geymdi bróður hans ungan við bústörf í föðurgarði. Er hann var inntur eftir því hvort sá ætti ekki einnig að ganga menntaveginn anzaði bóndi: Eg þarf ekki að kaupa vitið í hann. Eigi skal gert lítið úr þeim fróðleik er ungir námsmenn afla sér við menntabrunna, hérlendis sem ytra, en menntahroki og yfirlæti sæmir ekki lærdóms- mönnum. Bóka og skjalasöfn, dag- legt líf í önn og erli, frásagnir alþýðu og lífsreynsla bjóða einnig fróðleik er hefir sitt gildi, þótt ekki fylgi Bla, Bla-próf og Há- skólaskírteini. 1 hér og L þar Vfsindin efa alla dáð, stóð Iengi í anddyri Háskólans. L-ið í „efla“ hafði fallið niður og húsráðendur eigi hirt um að bæta úr því. Stóð svo, unz að nú nýlega, vegna Snorraafmælis, að um var bætt. Væntanlega staðið á fjárveitingu. !vo þurfti líka ríkisvaldið á öllum íiiuv L-um og lagamönnum að 'udda á öðrum vettvangi. Koma þt . f : i'armönnum undir húsaga Guðmundur á Háeyri Gústi í Steinskoti Háeyrarsvanurinn Þakka þér fyrir jólakortið og tilnefna fulltrúa í Félagsdóm. Einn þeirra var Jóhannes L.L. Skarphéðinn og Roy Rogers Brjóstvitsmenn gætu sem best tekið sér ályktunarorð Ingimars Brynjólfssonar stórkaupmanns er stúdentar ætluðu að varpa honum niður tröppurnar i mötuneyti stúdenta, Mensa academica í Lækjargötu fyrir rúmlega hálfri öld. Gripu tveir þeirra um axlir Ingimars, með þeim ummælum, að hann ætti ekkert erindi þar, enda ekki einn þeirra. Ekki stóð á Ingimar að koma við vörnum. Vissi um almennan áhuga á forn- m \ Páll á Ásólfsstöðum um köppum, íþróttum og garp- skap. í leikjum drengja og ungl- inga kepptist hver sem betur mátti við að líkjast söguhetjum og völdu sér fyrirmyndir. Einn þeirra er naut hvað mestrar aðdáunar var Skarphéðinn á Bergþórshvoli. Garpar Islendingasagna skipuðu veglegan sess. Þeir voru popp- stjörnur landshöfðingjatímabils og heimastjórnarára. Allt fram á daga Roy Rogers og Elvis Presley sat Skarphéðinn í öndvegi. Er fulltrúar æðri mennta, upptendr- aðir af veraldarvisku, vitnandi í bellum gallicum stjórnvitringa og mælskusnillinga við Miðjarðar- hafsbotna, rústir og renniskeið, Kapitól, Via Appia og Akrópólis, hugðust beita harðræði við Ingi- Böðvar á Laugarvatni Allir helstu bændur með hökutopp. Hann hrósar honum fyrir hrein- skilni í orði og athæfi. Sú saga er sögð um Jón, að þá er hann tók við embætti fjallkóngs Skeiðamanna, af Hurðarbaks- bræðrum, er lengi höfðu gegnt trúnaðarstörfum, hafi hann undið sér upp á réttarvegginn og kallað: Nú geta Hurðarbaksmenn haldið kjafti. Nú er það Jón á Ólafsvöll- um sem stjórnar. Öðru sinni bar svo við á samkomu þar eystra, að óeírðir urðu og ryskingar. Horfði til vandræða. Jón snarast þá inn í hópinn. Setur niður deilur með orðkyngi og fasi miklu. Aðkomumaður einn er þar var staddur spyr. Hver er sá er fer svo valdsmannlega fram og hastar á vinda sundurlyndis? Jón svarar að Jón á ólafsvöllum bragði: Ertu ekki íslendingur, andskotinn þinn? Þekkirðu ekki Jón á Ólafsvöllum? Jón bóndi á Ölafsvöllum sonur séra Brynjólfs bar í brjósti metn- að nokkurn og hélt sig að hætti heldri bænda. Mælt er að hann hafi eitt sinn látið þessi orð falla: Allir helstu bændur í Árnessýslu hafa hökutopp. Böðvar á Laugar- vatni, Páll á Ásólfsstöðum og ég. Ég tel ekki helv... hann Gústa í Steinskoti. Af engu eða að engu En Gústi í Steinskoti var maður fyrir sinn hatt, þótt oft gengi hann berhöfðaður. Faðir nafn- kunns manns, Daníels Ágústínus- sonar, bæjarfulltrúa á Akranesi, og föðurbróðir Guðmundar Daníelssonar, rithöfundar. Gústi var leiguliði Guðmundar ísleifs- sonar, útvegsbónda og framtaks- manns á Stóru-Háeyri á Eyrar- bakka. Það var ekki heiglum hent að setjast í bú Þorleifs ríka Kolbeinssonar. Um hann gengu miklar sögur. Mannvit hans og féhyggju. Mælt var að hróður hans hafi spurst til Viktoríu Bretadrottningar og hafi hún látið orð falla, að slíkan mann þyrfti hún hið næsta sér í sæti fjármála- ráðherra. Átti hún þó góðra kosta völ og ríkti 60 dýrðarár með glæsibrag. En Þorleifur gerði strangar kröfur til annarra, og átti til að láta kaldyrði falla. Um tengdason sinn Guðmund á hann að hafa sagt, að ekki munaði miklu á Guði og Guðmundi. Þó var eitt er gerði gæfumun Guð gerði allt af engu. Guðmundur allt að engu. Hnúkaþeyr eða hafræna Þeim er til þekktu fannst lík- ingamál Þorleifs eigi hafa við rök að styðjast. Þótt skipta vildi í tvö horn um álit á Guðmundi og úrskurðir reistir á því hvorri skapgerðarhlið hann sneri að við- mælendum sínum, hnúkaþey eða hafrænu, er það mál manna, að hann hafi verið sægarpur mikill og giptusamur í því starfi er vissi að Ægi. Kunnugir segja að hann hafi stundum lagst á sjávarkamp- inn, eða í fjöruborð. Hlýtt á söng haföldu, horft á skýjafar og bliku, gefið gaum að árnið. Guðmundur Björnsson land- læknir (Gestur) kvað nafna sínum á Háeyri drápu mikla. Nefndi hann Háeyrarsvaninn og lofaði hann fyrir mannbjörg og hyggju- vit. Enda var það sannmæli. Veðurgleggri sæfara en Guðmund gat vart. Margir sjómenn áttu honum líf að launa, er hann fór fyrir bátskeljaflota þeirra, sem svanur fyrir ungum og hleypti til Þorlákshafnar, í öruggt var. Valgerður Þórðardóttir hús- freyja á Kolviðarhóli, kona Sig- urðar veitingamanns Daníelsson- ar var mágkona Gústa í Steins- koti. Hún var vinnukona á búi Guðmundar á Stóru-Háeyri. Ber hún húsbændum sínum vel sög- una. „Hann var stundum mildin sjálf" segir Valgerður. „Sagt er að hann hafi stundum staðið í harki Ingimar Brynjólfsson Ekki var Skarphéðinn stúdent.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.