Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1979 t Móðir okkar og tengdamóðir, SIGURBJÖRG JÓNSOÓTTIR Klapparstíg 9, er andaöist 3. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 14. ágúst kl. 1.30. Daetur og tengdasynir. t Móðir okkar ODDRUN JÓNSDÓTTIR Mýrarhúsum Vesturgötu 127 Akranesi. lést 10. ágúst í sjúkrahúsi Akraness. Aöstandendur. t Eiginmaöur minn SNORRI JÓNSSON bifreiöarstjóri Holtagerði 6, varð bráókvaddur þann 9. ágúst s.l. Fyrir hönd móöur, barna og annarra aðstandenda, Guörún Ingvarsdóttir. t Eiginkona mín og móðir okkar, DRÖFN SUMARLIDADÓTTIR Eystra-Miöfelli Hvalfjarðarstrandarhreppi lést í gjörgæzludeild Landspítalans 8. ágúst. Fyrir hönd vandamanna, Þorvaldur Valgarösson og synir hinnar látnu. t Móftir okkar og tengdamóöir GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR Rergoórugötu 16A andaöist að morgni 10. ágífeH B«rn og tengdabörn. t Konan mín og móöir okkar, KARLINNA G. JÓHANNESDÓTTIR frá ísafiröi Heiömörk 68 Hverageröi, andaöist í Landspítalanum 10. ágúst. Jón Jónsson og börn. t Móðir okkar SIGRÚN S. BJARNAR Kvisthaga 11, Reykjavík. andaöist í Borgarspítalanum 10. ágúst. Sigríður Bjarnar Þorsteinn Bjarnar. t Útför eiginmanns míns, fööur okkar og afa JÓNS MAGNÚSSONAR Langholtsveg 99, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 13. ágúst kl. 3. Sigurlaug Fríöjónsdóttir dætur og barnabörn. t Eiginkona mín, móöir, tengdamóðir og amma SVEINSÍNA KRISTBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR Steinagerói 4, Reykjavík lést í Landspítalanum 1. ágúst og var jarösett frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. ágúst í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Vílberg Skarphéðinsson Sigrún Vilbergsdóttir Guöni Stefánsson Erna Vilbergsdóttir Sverrir Sæmundsson Valgeröur Vilbergsdóttir Erlingur Ingvason og barnabörn. Oddný Árnadóttir Ijósmóðir Fædd 2. apríl 1889. Dáin 2. ágúst 1979. Oddný Árnadóttir var fædd að Víðinesi á Kjalarnesi. Foreldrar hennar voru sæmdahjónin Sigríð- ur Jónsdóttir frá Bakka í Landeyj- um og Árni Björnsson frá Úthlíð í Biskupstungum. En árið 1898 fluttist svo Oddný með foreldrum sínum að Móum á Kjalarnesi og elst þar upp í stórum systkinahópi en þau urðu alls 9 talsins, 5 bræður og 4 systur. Föður sinn missti Oddný árið 1907, en hann drukknaði að vetrarlagi, er hann var á heimleið frá Reykjavík með einhvern flutn- ing og þrjá farþega, en það voru 2 systur frá Saltvík og drengur af Seltjarnarnesi. Oddný minntist þess ævinlega að þennan umrædda dag hafði hún verið stödd úti við og varð henni þá litið út á fjörðinn og sér hvar bátur föður hennar er á heimleið og skoppar eins og lítil skel í ölduganginum, í því gengur dimmt él yfir og er hún sér aftur til sjávar er allt horfið. Þetta var mikil reynsla fyrir unga stúlku, að verða svo að segja áhorfandi að svo hörmulegu slysi, er faðir hennar hverfur í djúpið. Þremur árum síðar, eða á Jónsmessu árið 1910, gengu þau í hjónaband Oddný á Móum og Gísli Guðmundsson á Esjubergi, en hann var af Kollafjarðarætt. Á Esjubergi bjuggu þau svo allan sinn búskap og þar átti Oddný heimili í samfleytt 69 ár. Það má segja að hún hafi gengið sama götuslóðann í rúm 80 ár. Þó var það ekki af hlédrægni, reyndar unni hún sveitinni sinni umfram aðrar byggðir á ’andinu okkar. Hún var heimskonh hvar sem hún fór og hvers manns hugljúfi. Kjalarneshreppur var ljósmóð- urlaus upp úr lokum fyrri heims- styrjaldarinnar, þá voru engir vegir komnir og mest ferðast á hestum og svo sjávarleiðir not- aðar, þar sem KaRgt var að koma því við. Til ljósmóðurstarfsins þurfti kjarkmikla, hrausta, skapfasta og þroskaða konu. Því var það, að lagt var hart að Oddnýju með að fara í Ljósmæðraskólann. Hún sagði mér það sjálf, að sig hefði óað við því að fara frá heimilinu í heilt ár, þá var ekki hægt að bregða sér heim í smáfríum eins og nú. En er henni bauðst góð kona til þess að gæta bús og barna, ákvað hún að láta innrita sig í Ljósmæðraskólann. Þetta var árið 1921 og tók námið eitt ár, en að því loknu eða árið 1922 var hún svo skipuð ljósmóðir í Kjalarnes- hreppi. Þó okkur finnist ósköp einfalt í dag að ferðast um Kjalar- nesið, þá var það ekki svona einfalt upp úr 1920. Þá voru fjallvegir, ár og mýrarsund, sem þurfti að gæta sín við. Konur fæddu heldur ekki á björtum degi heldur en í svartnættishríð vetrarins. Húsakostur fólks var víða mjög lélegur og upphitun og ljósmeti eftir því. Hver fæðing leiddi alltaf af sér margra daga fjarveru ljósmóðurinnar frá heimili sínu og oft er hún var komin um langan veg, hvarf sóttin af konunni og fæðingin dróst á langinn og var þá ekki um annað að ræða en að reyna að bíða og taka lífinu rólega. Þó, ef um fyrirfram sótt var að ræða, fór hún heim og beið eftir næsta kalli. -Minning Oft voru konur komnar að fæð- ingu í sitt hvorum enda hreppsins og var þá úr vöndu að ráða með að bíða lengi á öðrum staðnum. Langt var til læknis og þeirra var ekki vitjað nema fólk teldi að um Iíf eða dauða væri að tefla. Þá kom Oddný oft með sínar líknandi hendur og ljúfa bros og það er ég viss um, að það hefur verið eins og græðandi smyrsl að fá hana í heimsókn til sjúklinga. Þar sem dauðsföll var að garði, var Oddný ævinlega sótt til þess að veita hinum látnu nábjargirnar og leggja líkið til. í dag eru tímarnir breyttir, að við þekkjum ekki inn á svona störf og nábjargirnar, sem þótti sjálfsagt að veita hverjum á sínu heimili, eru nú veittar á færiböndum sjúkrahúsa eða lík- húsa. Fyrir nærfellt 30 árum sá ég fyrst Oddnýju á Esjubergi, það var á jólatrésfagnaði, sem haldinn var fyrir Kjalnesinga á öllum aldri. Reyndar held ég að hann hafi verið ætlaður fyrir börnin, en vegna vegalengda þá og farar- tækjaskorts og ekki síst fyrir tilhugsunina um tilbreytinguna fóru allir af hverjum bæ með og höfðu sem yfirskin, að þeir væru að bíða eftir börnunum. Hátíðin var haldin í skólahúsinu að Klé- bergi og þó að ég hafi oft komið í staerri og veglegri samkomusali, bar þessi af, þarna varð ekki vart við kynslóðabilið, sem við áfellumst mest í dag. Gleðin og innileikinn ljómaði af hverju and- liti, ungu sem gömlu. Þarna varð mér þó starsýnt á þrjár höfðing- legar konur á íslenskum búningi, er virtust bera hita og þunga dagsins, þær gengu um og afhentu börnunum sælgætispoka. Ekki veit ég hver hefur fjármagnað þetta, eins og við segjum í dag, en allt var frítt fyrir börnin. Þessar konur, sem vöktu athygli mína, voru Oddný á Esjubergi, Kristín í Móum og Ásta í Brautarholti. Fyrir 24 árum bar svo fundum okkar aftur saman, þá var Oddný í starfi. Þetta var að Melum, gamla húsmóðirin þar, sem aldrei fór af bæ, birtist allt í einu í eldhúsdyr- unum hjá mér og biður mig að fylgja sér fjótt heim, því nú liggi mikið við. Hún hafði verið ein heima hjá tengdadóttur sinni, sem nú sé búin að taka léttasóttina og sími á hvorugum bænum. Þegar við komum inn að Melum aftur taldi unga konan að öllu væri óhætt enn um sinn, en biður mig að fara og hringja á Fæðinga- deildina og panta sjúkrabíl, sem ég og gerði, en ég er varla komin til baka, þegar húsbóndinn kemur á móti mér með fasi miklu og t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, HERVIN H. GUÐMUNDSSON húsasmíöameistari Ljárskógum 2 er lést 4. ágúst, veröur jarðsunginn miövikudaginn 15. égúst kl. 1.30 frá Bústaðakirkju. Anna Þ. Guttormsdóttir Arndís Hervinsdóttir Gottskálk Jón Bjarnason Guómundur Hervinsson Björg Sverrísdóttir Erna Guðbjarnadóttir og barnabörn. biður mig að fara aftur og hringja nú í Oddnýju og láta hana koma með sjúkrabílnum, því varla verði langt að bíða fæðingar. Er ég kom úr þeirri ferð, mætti ég gömlu konunni á tröppunum. „O, komdu og hjálpaðu mér,“ sagði hún með klökkva í röddinni, „barnið er fætt og ég þori ekki að laga um það.“ Eg hraðaði mér nú inn og sagði barnsföðurnum að fara strax og fá manninn minn til þess að sækja Oddnýju á sínum bíl, nú mætti engan tíma missa, því hver mínúta eða réttara sagt sekúnda væri dýrmæt og um tvö mannslíf væri að tefla. Jafnframt sneri ég mér að konunni og hagræddi henni og barninu, hlúði því næst að barninu með soðnu lérefti, en það hafði konan haft tilbúið sem betur fór, en ekki þorði ég að skilja á milli. Unga konan var mjög róleg og ég reyndi að vera það líka, þó hver dýrmæt mínútan liði af annarri og ég vissi hve hættuleg of löng bið gæti orðið. Allt í einu segir unga konan: „Barnið er farið að kólna." Mér fannst sem blóðið frysi í mínum eigin æðum er ég laut ofan að barninu, en það virtist allt í lagi og ég hlúði enn betur að þeim og sagði, að þetta væri allt í lagi og nú færi þetta að styttast. Ég reyndi að vera glaðleg og gamla konan var að hita vatn í eldhús- inu. Þegar liðinn var hálftími, heyrði ég drunurnar í bílnum, sem hljómuðu fyrir eyrum okkar sem englasongur. Það hafði heldur ekki verið dregið úr hraðanum alla leiðina og aumingja Oddný, sem þá þegar var orðin slæm af kölkun í mjaðamarliðunum, hafði orðið að hristast í vörubíl á vegi, sem þá var eins og þvottabretti. Hún beið þess heidur ekki bætur lengi á eftir Þegar Oddný birtist með sínu hýra brosi í dyrunum, var sem þungu fargi væri létt af okkur, og með ákveðnum fyrir- skipunum og hröðum handtökum unnum við með henni og innan tíðar lá þarna lauguð dökkhærð stelpa í handarkrika móður sinn- ar. Oddný lét ekki þar við sitja, heldur skipulagði vikuna, sem framundan var, með hliðsjón af þörfum sængurkonunnar og átti ég vakt aðra hverja nótt á móti henni fyrstu sólarhringana og alla daga í að mig minnir 14 daga. Oddný og Gísli eignuðust 4 börn, eina stúlku misstu þau mjög unga, en þrjú börn komust upp. Þau voru Guðmundur, er lést fyrir nokkrum árum, kona hans var Fanney Jónsdóttir, börn þeirra voru Erlendur, Guðmundur, Ólafur Þorgeir og Gísli. Bergþóra, er var lang yngst, hún missti mann sinn af slysförum, hann hét Valdimar Magnússon, börn þeirra voru Hrafnhildur, Ólafur og Reynir. Síðast er Sigríð- ur, hún er gift Snorra Gunnlaugs- syni og eiga þau þrjú börn, Árna, Oddnýju og Gísla. Og í skjóli þeirra hefur Oddný búið á Esju- bergi og átt björt ævikvöld, þrátt fyrir sjúkleika sinn. Mann sinn missti hún árið 1963, eftir ríflega hálfrar aldar farsælt hjónaband. Oddnýju fórust vel úr hendi ljós- móðurstörfin og mörg eru þau börnin orðin, sem hún hefur hjálp- að í þennan heim og farsæl var hún í starfi. Oddný er nú síðust af gömlu Móasystkinunum, sem kveður. Hún hafði verið ljósmóðir í 48 ár eða nærfellt hálfa öld og gegnt um árabil tveimur umdæmum, en það var fyrir Kjósina, áður en Val- gerður Guðmundsdóttir í Hvammi var skipuð ljósmóðir þar. Þrír bræður Oddnýjar, þeir Björn, Bjarni og Sigurður, fórust með togaranum Robinson í Hala- veðrrinu mikla árið 1925. Það er mikið áfall að missa svo marga ástvini á einu bretti, en Oddný var sterk og hún miðlaði hlýju og styrk til þeirra er hún dvaldi oft með á sjúkrahúsum í seinni tíð. Hún fékk að fara heim að Esju- bergi nú í júlí í sumarfrí, eins og hún kallaði það, hún hafði lengi þráð að komast aðeins heim. Nú er hún komin heim. Blessuð sé minning mætrar konu. Hulda Pétursdóttir, Útkoti á Kjalarnesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.