Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1979 13 Kiddi og Tommi með svartfuglapysjuna. fóstur Guðlaug Jónsdóttir. Trausti og Pálmi Ágústsson á svölunum citt KÓðviðriskvöldið fyrir skömmu. Ljósm. Kristinn. Verðið hefur breytzt mest — og kannski kaupið líka — VIÐ BYRJUÐUM á því að umrrikna allt í íslonzkar krónur oftir að við komum til GautahorKar fyrstu mánuðina. moðan við vorum að læra á vorðlagið þar ok á sama hátt vorðum við nú að rcikna allt vfir í sænskar krónur þcKar við höfum búið þar í 4 ár. sögðu hjónin GuðlauK Jónsdóttir og Pálmi ÁKÚstsson. on þau fluttust nýloga hoim frá Svíþjóð. Fannst þeim sem allt verðlag hér væri mjög breytt frá því sem var fyrir 4 árum og kváðust ekki hafa grunað hversu mikil verðbólgan hefði verið hér þennan tíma. Þau voru spurð hvort viðbrigðin væru mikil að vinna núna fyrir „íslenzku kaupi'* eftir að hafa unnið í Svíþjóð þennan tíma: — Ég finn mjög mikinn mun á kaupinu hjá mér, sagði Pálmi, því síðustu árin hafði ég 35 sænskar kr. á tímann, sem eru um þrjú þúsund krónur, en núna er tímakaupið 1.300 krónur, þannig að það er helmingi lægra. Mér finnst því líklegt að við hverfum jafnvel aftur til Svíþjóðar ef við gerum ekki meira en hafa fyrir matnum með vinnu hér, sem er þó mun meiri en í Svíþjóð. — Annars er kaupið eða verðlagið ekki mesta breytingin, sagði Guðlaug, heldur fannst okkur mest muna um veðrið og það hversu auðvelt er að komast á milli. Frá Gautaborg er stutt yfir til nágrannalanda og við brugðum okkur t.d. til Frakklands og Spánar, svo eitthvað sé nefnt og það er einhvern veginn mun auðveldara að komast allt þetta heldur en nokkurn tímann alla leið frá íslandi. En hvers vegna tóku þau sig upp og fluttust til Svíþjóðar? — Ætli það hafi ekki bara verið forvitni, ég hafði stundað siglingar áður, sagði Pálmi, og kynnst m.a. Gautaborg og því ákváðum við að reyna fyrir okkur þar, enda ekki svo ýkja langt frá Islandi. En það var gaman að prófa þetta, dvölin í Svíþjóð var mjög góð og ég sé ekki eftir einum degi af þeirri veru. Pálmi vann hjá Volvo-verksmiðjunum í Gautaborg og síðasta árið sem þau voru úti vann Guðlaug einnig utan heimilis hálfan daginn, en þau eiga einn son, Trausta, sem er 6 ára. Þurfti ekki að fá fyrir hann gæzlu þar sem vinnutími hjónanna var þannig að þau voru til skiptis heima. — Mér finnst greinilegt nú þegar heim er komið að ég verð að vinna úti ef hægt er, sagði Guðlaug, en hins vegar er spurning hvar fæst gæzla fyrir 6 ára dreng. En hvernig var aö starfa við Volvo-verksmiðjurnar: — Það var mjög gott, með mér á vakt voru ágætir piltar frá Finnlandi, en Svíar sækjast nokkuð mikið eftir Finnum til vinnu sagði Pálmi. Ég held að atvinnuleysið, sem talað er um í Svíþjóð, sé að mestu leyti tilbúið og eru Svíar sjálfir verstir. Þeir reyna að plata út atvinnuleysisstyrki o.fl. og leika á kerfið og held ég reyndar að það sé orðið of mikið, og of mikið um að menn notfæri sér það. Hjá Volvo störfuðu ekki margir íslendingar svo ég vissi til, en þeim hefur farið fjölgandi nú síöustu tvö árin. Sagði verkstjórinn við mig áður en ég fór, að óg yrði kominn aftur eftir 2 ár! Að lokum var komið inn á umferðarmálin og sögöu þau hjón að umferðarmenning Svía væri til fyrirmyndar, hér væru allt sveitamenn í umferðinni á traktorum, eins og Guðlaug orðaði það og mætti kannski rekja það að einhverju leyti til þess, að Svíar hefðu betra gatnakerfi en hér væri, þótt það væri sjálfsagt ekki eina skýringin. Björguöu svartfugls- pysju og tóku í Bræðurnir Kiddi og Tommi eru þarna með svartfuglspysju sem þeir björguðu við Suðurey einn daginn fyrir skömmu. Þeir voru á trillu við eyna ásamt fieirum og sáu þegar pysjan hrapaði úr bjarginu fyrir tímann, eins og sagt er, því hún var ekki tilbúin tii að bjarga 3é sjálf. Bræðurnir tóku hana því í fóstur og hafa fætt hana daglega, enda er hún orðin hænd að þeim. Á næstu vikum munu þeir sleppa henni í sjóinn, svo að hún geti haldið til hafs með ættfólki sínu. Svartfuglspysjan er orðin spjall- fær við björgunarmenn sína. Ljósmyndir Sigurgeir. Hegarviðtalið Byrjaði ferilinn í vor - margfaldur verðlaunahafi Þeir, sem hafa fylgst með fróttum af hestamannamótum og kannski fleiri, hafa sjálfsagt tekiö eftir Því, aö ss oftar heyrist nafn Haröar G. Albertssonar nefnt Þegar talaö er um eiganda einhverra sigurvegara ó mótum. Höröur hefur í 10—12 ár komiö nálægt hestum og hestamennsku og fró upphafi haft sér tíl ráöuneytis meöeiganda sinn, Sigurbjörn Báröarson, sem ekki er síöur pekkt nafn pegar hesta og hestamennsku ber á góma. Sigurbjörn rekur algjörlega hestabúskap- inn, annast umhiröu hestanna og tamningu o.fl. Frá pví í vor hefur sonur Haröar, Hörður Þór, sem nú er 11 sigurinn á fætur öörum. — Þetta byrjaði nú bara með þv( að ég gaf krökkunum hvorum slnn hestlnn áriö 1969 eða 1970, sagöi Hörður G. Albertsson. en síðan hefur hrossunum fjölgaö og eru nú milli 50 og 60 aö meðtöld- um folöldum. Höröur Þór er spuróur hvenœr hann hafi byrjað að stunda íþrótt- ina. — Það var 'veturinn 1977—1978, sem ég kom fyrst á hestbak og hefi ég verið í reiðskóla hjá Rosemary. En á síöasta vetri fór áhuginn smátt og smátt vax- andi hjá mér, segir piltur og sagöist reyndar um helgar ýmist hafa fariö til skíöaiökana eöa útreiöa, eftir því sem tíminn leyföi trá skólanum. En hvenaar byrjaöir þú þá aö keppa? — (apríl í vor byrjaöi ég fyrst aö æfa hjá Didda til aö veróa knapi í kappreiöum. Síðan hefi ég tekið þátt í elnum 8 kapprelöum, í folahlaupi á Don, 350 metrum á Glóu og 800 metrum á Tinnu og Reyk. Ekki er aö orölengja að Hörður Þór hefur staöiö sig mjög vel og krækt oftast ( fyrstu, en einnig ýmist önnur eöa þriöju verðlaun í hverjum kappreiöunum á fætur öörum. Og stundum tryggt sér fleiri en eltt verðlaunasæti á sömu kappreiðum. Nú síöast vann hann til þriggja íslandsmeistaratitla á móti á Vindheimamelum í Skaga- firöi, á Don, Glóu og Reyk. En Reyk hafði hann ekki hleypt áöur og byrjaöi feril sinn á honum með því að ná fyrsta sæti í 800 metrum. En hvor á meiri þátt í sigrinum, gæöingurinn, eöa knapínn, sem situr hann og hvetur? Spyr sá sm ekki hefur vit á hestamennsku. Höröur Þór svarar því: — Hesturinn, sagði hann fyrst, en fékkst svo til aö viðurkenna aö knapinn ætti líka sinn þátt í því. — Það er ekki nóg aö vera góóur knapl, sagöi Höröur Þór, því hesturinn þarf aö sjálfsögöu að vera góöur. Hlns vegar má segja aö slæmur knapl sé ekki til stór- ára, setið hesta peirra i ræöanna þó aö hann hafi góöan hest. En hver er þá munurinn á knapa, sem leiöir hest sinn til kappreiða og hinum, sem fer í útreiðar um helgar? Og hver er munurinn á hestum þeirra? — Hestar hafa mismunandi lyndiseinkunn rétt eins og menn, segir Hörður G. Albertsson, og munurinn á kappreiðahrossum og venjulegum útreiðahrossum er sá að hlaupagikkirnir eru þjálfaöir til þess að taka þátt í keppni, þeir hlaupa af staö þegar þeir koma á línuna og staönæmast ekki fyrr en aö hlaupi loknu, en þá gera þeir heldur engar kúnstir, knapinn fer af baki og hlutverki hestsins er lokió. Kappreióahestinn þarf lika aö hita upp og færi hestamaður á honum til útreiða er eins víst aö hann brygöi á hlaup/stökk og hestamaöurinn fengi ekki við neitt ráöiö. Útreiöarhesturinn er hins vegar aöeins þjálfaöur þannig aö hann lætur auöveldlega að stjórn og er meöfærilegur til hvers kyns feröalaga. Og aftur er spurningu beint til knapans og spurt hver sé galdur- inn viö aö vera góöur knapi: — Það varf að fara gætilega meö hrossin og þegar kappreiöar eru undirbúnar þarf fyrst aö hita upp, ganga eöa hlaupa meö hest- inum í nokkrar mínútur og það þýöir ekki aö vera meö neina skrípaleiki þegar kappreiöahross eiga í hlut. Viö hvetjum okkar hesta meö blístri í hlaupinu, en viljum ekki slá í þá, en það er nokkuð umdeilt hvernig og hvort eigi aö hvetja hesta í kappreiöum. Og þaö veröur að hafa í huga, aö sé t.d. kappreiðahestur notaöur til útreiöa þá er hann ekki á færi hvers sem er og gæta verður þess aö blístra ekki því þá er eins víst aö hann taki á rás. Þess vegna eru kappreiðahestar yfirleitt ekki not- aöir tK útreiöa. Þeir feögar og Sigurbjörn, eöa Diddi eins og hann er kallaöur, hafa komið sér upp eigin hesthúsi í Víöidal, en á sumrin stendur þaó ppreiðum og'unniö hvern yfirleitt autt og hrossunum sleppt á beitiland, sem þelr eiga austur vlö Þjórsá og annaö sem þeir leigja ( Helgadal. Höröur sagöi aö þeir rækju nú tamningastöö og ynni Diddi viö hestana í fullri vinnu en hlutur hans ( tamningastööinni er 25%. Var Höröur spuröur hvort ekki væri mikil vinna því samfara aö sjá um svo marga hesta og temja: — Jú, það er meira en mikil vinna, þaö er gífurlega mikil vinna og ég hygg aö í þaö getl fariö oft 15—16 tímar á sólarhring. Nokkuö hægist um á vorin þegar hrossun- um er sleppt í haga og þar til þau eru aftur tekin í hús í nóvember, en yflrleitt er yfriö nóg aö gera. Þeir félagar hafa ekki jörö, eiga aöeins beitiland, og hafa þvf alltaf keypt hey og kváöust þeir leggja áherzlu á aö fá gott hey, fengju þaö oftast úr Arnessýslu eöa Borgarfiröi, en ef tíö væri léleg yröi aö sækja þaö lengra aö. Að síö- ustu eru þeir beðnir aö tjá sig um hvaö þaö sé viö hestamennskuna, sem laöi menn aö þessari íþrótt nætur og daga. — Sigurbjörn svarar þv( fyrir okkur báöa, sagöi Höröur og sagöi hann eftirfarandi: — í fyrsta lagi er þaö hiö sál- ræna samband viö hestinn, aö vinna meö honum, temja hann og fá út úr honum þaö sem í honum býr, en þaö getur veriö afar breyti- legt eftir hestum. Þaö veröur enginn hestamaóur nema hann sé svolítill sálfræöingur um leiö, þv( hestamaöurinn veröur aö vita hvaö má bjóöa hesti sínum, hann má ekki rasa um ráö fram ( þjálfun og ofbjóöa honum. Það er heldur ekki sam hvort um er aó ræöa góöhest eöa kappreiöahest. í ööru lagi má nefna aö ( þessu er fólgin ákveöin frótt og stööugt er keppt aö því aö þjálfa til aö bæta árangurinn. Þess má geta aö lokum, aö Höröur Þór veröur 12 ára á morg- un, sunnudaginn 12. ágúst, og sendum við honum afmæliskveöj- ur með hamingjuóskum meö ár- angur sumarsins. jt Frá vinstri, Fannar, Tinna, Glóa, Don og Reykur. öll hata bau unniö Hl margra verölauna ( sumar. Hörður G. Albertsson ar lengst til vinstri, þá Höröur Þór og síðan Sigurbjðrn Bárðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.