Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1979 Sláturhúsavinna _ Kindaslátrun urhús Skanek i kávlmge ' « ■ að ráða 3 menn vana k ndas vlnnu í 3—4 man. Ira ca. ^ & * mnl í Smár24398 eöa oáAnina- Þessar unnu sundkunur vuru meðal helztu sunddrottninga á árunum kringum 1950. ólaíur K. Magnússon Ijósmynduri Mbl. tók þær árið 1948 eða 1949 og eru aí þeim Þórdísi Árnadóttur (t.v.) og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir. Þórdis keppti m.a. á Ólympíumóti íLundúnum og voru með henni íþeirri för m.a. þær Kolbrún Ólafsdóttir og Anna Ólafsdóttir og munu þær hafa náð þokkalegum tímum miðað við aðstæður, en Þórdfs sagði. að matur hefði verið afskornum skammti, enda Bretar vart haft til hnífs og skeiðar á þessum árum. Þórdís kvaðst ekki stunda sundið lengur, en hefði þess í stað lagt fyrir sig hjólreiðar og skíðaiðkanir, en Sjöfn sagðist fara ílaugarnar á hverjum degi og hefði gert það meira og minna þessi ár Hverjir búa á Sauðárkróki? ÞEGAR bæjarráð Sauðárkróks hélt fund fyrir skömmu spunnust um það miklar umræður hvort ekki væri rétt að fá starfsmenn bæjarins til að ganga hús úr hú.si til áð athuga hverjir byggju á Sauðárkróki. Mikið hefur verið um flutninga til og frá bænum og í mörgum tilfellum hafa viðkomandi dregið úr hömlu að láta yfirvöld vita um flutninginn. (Dagur). Nú er gróðurinn kominn — burt með verksmiðjuna! NÝLEGA var unnið að fegrun við loðnubræðslu Einars Guðfins- sonar á Bolunarvík — þess merka manns. Þökur voru lagðar umhverfis verksmiðjuna og tré gróðursett. Sagan segir að Einar hafi ekki verið allt of hress yfir þessum framkvæmdum og haft á orði, að þetta yrði líklega til þess, að eftir nokkur ár yrði þess krafist að verksmiðjan yrði flutt úr stað — þar sem hún mengaði trjágróðurinn! Islenzkir slátrarar til Svíþjóðar AÐ UNDANFÖRNU hefur verið auglýst eftir íslenzkum slátrurum til starfa í Svíþjóð. í augiýsingunni er óskað eftir 3 mönnum vönum sauðfjárslátrun til vinnu í 3—4 mánuði í Skanek í Kávlinge í Svíþjóð. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. fékk í gær hjá Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurborgar, er það að tilhlutan Hallgríms Gunnlaugssonar, sem starfað hefur um skeið hjá þessu fyrirtæki, sem óskað er eftir íslendingum til starfa. Að sögn Ráðningarskrifstofunnar hefur talscert verið spurt um þetta starf eftir að auglýst var og 5—6 manns hafa þegar sótt um. Svíarnir vildu fá vana menn til starfans og verður verkefni þeirra, auk þess að aflífa féð, að flá það og fylgja skrokkunum alla leið á færiband í frystigeymslu. Hjá fyrirtækinu, sem óskar að ráða fleiri íslendinga, starfa um 850 manns og rekur það eitt fullkomnasta sláturhús í Svíþjóð, en að auki kjötmiðstöð og er með ýmsa aðra starfsemi. Fengu sjóriðu! ÞAÐ BAR til hér á Sauðárkróki eftir því sem gárungarnir segja, að gangstéttarlagning, sem að var unnið, þótti ekki sem bezt. Þegar bæjarstjórnarmönnum barst þetta til eyrna fóru þeir á staðinn til að sjá handarverkin og stöðva framkvæmd ef til minnkunar væri Er þeir höfðu horft, lítla stund fengu þeir sjóriðu. Urðu þeir þess þá fullvissir, án rökræðna, að framkvæmd verksins væri í einhverju áfátt, (G.Ó. í Degi) í MIÐBORG Stokkhólms hafa menn nokkuð fengist við laxveiðar á síðari árum eftir að síkið við Þinghúsið og Konungshöllina hafa verið hreinsuð. Segir í ritinu Scanorama, sem til aflestrar er í flugvélum SAS, að laxveiðimenn séu nú svo heppnir að geta veitt í miðri borg og spyr hvar annars staðar það sé hægt, í miðri höfuðborg. Reykvíkingar kunna að sjálfsögðu svar við því og minna á Elliðaárnar, en samkvæmt grein Scanorama hefur laxveiði þessi stórlega aukist á síðustu árum. Á myndinni er Peter Weeterquist með 5 punda lax, en veiði er ókeypis samkvæmt tilskipun Kristínar drottningar á 17. öld og er enn í gildi. Með 100þúsund mjólk- urglös í hverri ferð Laxveiði í Stokkhólmi en 4 dráttarbílar annast þessa flutninga að staðaldri. Hjá Mjólkurbúi Flóamanna starfa 34 fastráðnir bílstjórar og hefur Reykdal ekið mjólk í 22 ár, en til Selfoss fluttist hann frá Vestmannaeyjum. Hann var spurður hvort ekki væri tilbreyt- ingarlaust að færa okkur Reykvík- ingum mjólkina: — Það er kannski ekki skemmtilegasti aksturinn milli Selfoss og Reykjavíkur, en hins vegar skiptumst við svolítið á og. má segja, að það sé öllu líflegrá að aka heim á bœina eftir mjólkinni. í dag kom ég t.d. með þessa mjólk beint frá bænum undir Eyjafjöll- um, en þar höfðu minni tankbílar safnað mjólkinni saman, sem síð- an var losuð á þennan bíl og ég hélt með hana beint hingað. Héldu hinir tankbílarnir síðan áfram að sækja mjólkina hjá bændunum og fara með hana í Mjólkurbúið. Yfirleitt eru sömu menn á sömu leiðum, en ég fer nokkuð á milli þar sem ég leysi af. Hvað er mjólkin gömul þegar hún kemur hingað? — Hún er ekki eldri en 2 daga nema um helgar því ekki er ekið mjólk til Reykjavíkur á laugar- dögum og verður hún því oft 3 daga gömul eftir heígar. En tankbílarnir eru vel einangraðir, mjólkin fer í þá um það bil 4 stiga heit og helzt sá hiti nokkurn veginn á leiðinni frá bændunum í Mjólkurbúið og í stærri bílunum þaðan og til Reykjavíkur. Reykdal bar Reykvíkingum nokkuð vel söguna í umferðinni, sagði að menn væru yfirleitt liðlegir þegar þeir væru að aka að og frá Mjólkurstöðinni og þyrftu . U-i- _ MJÓLK og mjólkurvörur, sem daglega eru á borðum flestra Reykvíkinga. koma til borgar- innar frá nálægum sveitum. Eru þannig dráttarbflar frá Mjólk- urbúi Flóamanna í ferðum nokkrum sinnum á dag með stóra tanka á vögnum, sem taka 100.000 mjólkurglös, eins og stendur á þeim, en auk þessara stóru tanka eru fluttar fullunnar mjólkurvörur í sérstökum flutn- ingavögnum. Reykdal Magnússon, einn bíl- stjóranna, var að ijúka við að losa einn daginn í vikunni þegar við renndum framhjá Mjólkurstöð- inni: — Þessi tankur er nú einn af þeim minni, þ.e. tankarnir eru þrír, tveir fyrir rjóma og einn fyrir mjólkina. Kom ég núna með rúmlega átta þúsund tonn af mjólk og fjögur þúsund tonn af rjóma. En hvað eru 100.000 mjólkurglös mikið mælt í tonnum? — Það munu vera um 22 tonn, en það er burðargeta stóru tank- anna og höfum við tvo slíka. Auk tankanna eru mjólkurvörur flutt- ar í sérstökum flutningavögnum, Reykdal Magnússon við bflinn. HLAÐVARPINN -'H’jmttum:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.