Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.08.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1979 35 Assistenta húsið til vinstri Greinarauki um gamla Eyrbekkinga Eyrabakki, kirkjan ok plássið við þá, sem leigðu af honum lóðir. — Ég hygg hann hafi aldrei klæðst í hörkuhaminn, fyrr en hann mátti til, og þá hafi hann verið búinn að herða sig upp í það í marga daga.“ „... ég þekkti engan betri húsbónda en Guð- mund ísleifsson" segir Valgerður á Hólnum. Aftur á móti þótti Tryggva Gunnarssyni, bankastjóra og brúarsmið Guðmundur dýrseldur á flutning brúarefnis er nota átti við smíði Ölfusárbrúar, sællar minningar. En hvað eiga þessar málaleng- ingar að þýða. Hvenær stígur Gústi í Steinskoti fram á sviðið, prýddur hökutoppi sínum? Guðmundur Isleifsson átti stór- an hluta Eyrarbakka, Stóru-Há- eyri og hjáleigur margar. Leigði kotkörlum jarðnæði og kerlingum kálgarða. Ár hvert er leið að útbyggingartíma og uppsögn jarð- næðis ritaði hann leiguliðum bréf og sagði upp leigumála. Birti tilkynningar til matjurtarækt- enda á síma- og garðstaurum. Áð þakka jólakortið Nú ber svo við að Guðmundi kann að hafa fundist að Gústi í Steinskoti, leiguliði hans, hafi fulllengi vappað um stéttar Bakk- ans, með hökutopp sinn og sér- sinni í fasi og framkomu. Fannst honum tími til kominn að kippa í spottann og sýna hver væri sannur höfðingi og forsvars- maður jarðnæðis og eigna. Enda sjálfur skeggprúður og höfði hærri en Gústi. Því brá hann á það ráð að senda ábúanda Steins- kots útbyggingarbréf og hirti ei þótt nú liði að helgum jólum. Svo sem tilskilið er í paragröffum var vitnað til komandi fardaga. Berst nú Gústa útbyggingarbréfið í þann mund er höfðingjar sendu heillaóskir og jóla, báðu Guðbless- unar og óskuðu hver öðrum árs og friðar. Á Eyrarbakka ríkti í aldarbyrj- un kristileg menning. Stóðu stúk- ur með blóma, þótt heldrimenn ýmsir verðust þátttöku, var þó Guðmundur á Háeyri einn þeirra er leituðu athvarfs í faðmi Nýárs- dagsins. Vakti það enga gleði í Faktorshúsi. Var haft eftir Niel- sen: „Sá har han jo desto bedre tid at udföre sine skumle planer." Kirkjusókn var með ágætum, enda nafnkunnir skörungar tíðir í ræðustól og hreinlífar kaup- mannsdætur léku siðfágaðar kóral- prelúdíur af fingrum fram og menningarlegt krumsprang eftir Heise og Weyse, Faktorsdóttir leiðbeinandi ungmeyjum í bol- beygjum hefðarfólks, tipli og tályftingum í Fjölni, samkomu- húsi plássins. Að fengnu uppsagnarbréfi hyggst Gústi í Steinskoti ganga til aftansöngs á aðfangadagskvöld. Röltir sem leið liggur fram hjá höfuðbólinu, Háeyri. Guðmundur stórbóndi og jarðeignamaður stendur á tröppum sínum. Horfir skörpum augum til hafs. Hyggur að veðri og sjávarföllum, streng og straumi. Gústi lötrar leiðar sinnar og lætur sem hann sjái ekki héraðshöfðingjann. Fyrr en hann er kominn svo sem 20 faðma vestur fyrir Háeyri í átt til Guðs- húss. Þá nemur hann staðar. Snýr sér við. Steytir hnefann í átt stóreignamanns og útbyggjanda. Segir: Þakka þér fyrir jólakortið helvítis árar djöfullinn þinn. Að svo mæltu gekk hann áfram til aftansöngs að hlýða á fagnaðarboðskapinn. Eyrarbakkaprestur las jólaguð- spjallið og greindi frá fjárhirðun- um er vitjuðu Betlehemsvalla, þá er stjarnan fór fyrir þeim á frægustu för mannkynssögunnar, Móðirin unga, er lagði nýfætt sveinbarn að brjósti hafði einnig fengið sitt útbyggingarbréf. Vísað frá hvílurúmi frægra hótela, far- fuglaheimila og svefnpokaplássa, er skráð hefðu ártalið 0 í gesta- bækur sínar, og lagst til hvíldar í fjárhúskró. Á flótta frá höfðingj- um er vörðu heimsveldi sitt, treystu raunvexti og gengisskrán- ingu gjaldmiðils. Að liðnum aftansöng og helgi- haldi reis Gústi í Steinskoti úr sæti sínu í musteri Eyrarbakka- safnaðar. Rölti heim í lágreist kot sitt, kennt við Stein. Fram hjá Háeyrartröppunum. Þar var eng- an að sjá. Er heim kom gekk hann til fjárhúss, því einnig hann hélt kindur, líkt og fjárhirðar Betlehemsvalla. í næstu fardögum yrði hann ekki aðeins sjálfur húsvilltur, heldur einnig kindur hans fáar, gamlir húsvinir og innilömb. Eftir stundardvöl við jötu og kró bjóst Gústi í háttinn. Þótt hann væri eigi talinn með stórbændum og réttur hans til hökutopps dreginn í efa í hópi höfðingja, þá var þetta hans hátíð og þeirra sem gættu sauðfjár. Hans, og allra þeirra er vísað hafði verið frá dyrum höfðingja og sættu ofsóknum af hálfu mektar- manna. Þeirra máttarvalda er hvorki höfðu hús- né hjartarúm og sendu að auki útbyggingarbréf einmitt þá er Betlehemsstjarnan ljómaði hvað skærast á himni Landsins helga og hrimskraut vetr- arkvölds glitraði á Hópinu undir norrænum himni og Pólstjörnu. Sjóvarnargarður og toddýresept Háeyrarbóndinn ætlaði einnig að leggjast til hvíldar. Fyrst þurfti að hyggja að sjógarðinum. Þarna hafði losnað um hleðslu og mátti færa í fyrra horf. Garðurinn varði landið ágangi úthafsöldunn- ar. Guðmundur bóndi hafði örfað húskarla og leiguliða að leggja lið og drýgja dáð við varnarvirki, því hafið ógnaði lágreistri byggð, milli þess er það bar björg í bú og mettaði munna. Einn faðmur garðhleðslu, meðfram Háeyrar- landi, þýddi annan faðm lands, til afnota fyrir kotkarla. Það gaf kartöflur með fiskinum er Bakka- drengir báru heim úr fjöruborði. Gott var að eiga toddýdropa er heim kæmi til þess að dreypa á undir nóttina. Og ekki verra að eiga líka resept frá læknunum á Eyrarbakka og Stokkseyri er ráð- lögðu Háeyrarbóndanum toddý- drykkju við kvefpestinni er herj- aði plássið. Jón Pálsson má koma með viðtalsnefnd sína úr Nýárs- deginum. Mín vegna mættu þeir koma líka úr Eyrarrósinni. Ætli vottorðin frá læknunum jafni ekki um gúlana á þeim nefndarmönn- um. Og jólanóttin, með glitrandi stjörnum sínum og skrauti, frost- rósum, svellaspeglum og hrím- stráum, flutti með sér frið og kyrrð, í hreysi, hefðarból og kindakofa. Innan stundar sváfu þeir Gústi í Steinskoti og Guðmundur á Há- eyri svefni réttlátra. Að hæfileg- um tíma liðnum hugðist Háeyrar- bóndinn endurnýja leigumálann við landseta sinn í Steinskoti. En það varð að halda uppi aga á eigninni. Hvað vill kallinn líka vera að valsa um með hökutopp, að höfðingjasið? Ég sýni viðtalsnefndinni úr Nýársdeginum toddýreseptin frá læknunum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Ég neita því náttúr- lega ekki, eða vil ekki fortaka, að þetta kunni að hafa slegið mig lítið eitt undir svefninn. Hörð lund — hjarta gott Guðmundur á Háeyri gerði ekki raunvaxtastefnu Shylocks að trúarjátningu sinni. Guðmundur Björnsson landlæknir hefði heldur ekki kallað hann Háeyrarsvaninn ef ?vo hefði verið. Um hann mátti segja það sem Drottinn mælti við Stjána bláa þá er hann fagnaði honum á ströndu. Hörð er lundin, hraust er mund- in, hjartað gott, sem undir slær. Best vegnaði honum er hjarta og heili unnu saman. Þá tókst honum að vinna stórvirki. En hann gekk ekki bara með höfuð til þess að hálstauið færi ekki úr skorðum. Leifur Haraldsson, sonarsonur Guðmundar á Háeyri, kallaði Alþýðuflokkinn eitt sinn dauða flokkinn, í vísu er hann kvað. Ekki hefði honum litist á arkitektúr afturgöngunnar er ríslar við haug- fé, falsar vísitölusteðja og sker af launum alþýðunnar, til þess að bera á veizluborð Shylocks. P.P. Þegar er ég hafði ritað grein þá er hér birtist þótti mér við hæfi, til frekara öryggis, að bera mál mitt undir mér kunnugri menn. Ég las því greinina fyrir séra Árelíus Níelsson. Bað hann að leiðrétta missagnir, ef þær væru einhverjar. Séra Árelíus staðfesti, að rétt væri farið með. Lét þess einnig getið að hann hefði flutt útfararræðu við jarðarför Ágústínusar Daníelssonar, þá er hann lést árið 1957 83 ára. „Hann gekk um í bóndakufli sínum, bar höfuðið hátt og beygði sig ekki fyrir neinum. Hann þurfti þess heldur ekki, hann hafði hjartað á réttum stað,“ sagði séra Árelíus Níelsson um Gústa við útför hans. Er ég leitaði mynda til notkunar með greininni kom mér í hug að hringja til vinar míns, Guðmundar Daníelssonar skálds og skólamanns. Ég átti í fórum mínum ljóð hans um Húsið á Eyrarbakka og gamla vinkonu okkar beggja, er ég heimsótti sem smásnáði á Eyrarbakka og þá af góðgjörðir, Tótu Gests. Þar kom tali okkar Guðmundar, að hann brá við skjótt. Gerði sér ferð á Bakkann og vitjaði mynda. Sendi auk þess ljóð sitt og leyfði að það birtist nú. Hér fylgir ágætt bréf hans og inngangur að ljóðinu. P.P. Pétur, góði vinur. . Allt í einu mundi ég eftir Eyva í Steinskoti, og ég renndi mér til hans í gærkveldi og lánaði hann mér meðfylgjandi mynd af Gústa. Myndin er tekin þegar Gústi var 80 ára. Hann sýnist ekki eldri en sextugur. Hann dó 1950, áttatíu og þriggja ára. Svo sendi ég þér eintak af Tótu, þar sem hún er að heyja tuggu af töðu handa kú sinni í Garði Hússins. Margblessaður þinn einl. G.D. Húsið Þú kannast við Húsið, kæri, kauptúnsins hjarta í? Langt aftrí liðnum tíma Lefólí stýrði því. í garðinum greru runnar, hvur grein sinn ávöxt bar. Heldrimenn Hússins grófu hundana sína þar. Og Húsið í kauptúnsins hjarta var hatað og tignað í senn, því kringum það kofarnir húktu, og í kofunum sultu menn Og í kofunum sultu konur og krakkarnir marga stund, meðan Danskurinn kýldi kviðinn og kelaði við sinn hund. En hrakað er Hússins gengi, — horfinn er Lefólí, Nielsen til grafar genginn, Guðmunda fyrir bí. Og áður hvar gekk um garðinn glysmey og aðalsfrú, hún Tóta mín heyjar tuggu af töðu handa sinni kú. Já, horfið er Hússins „slekti", En hvurt? — Enginn veit þess sess. En í garðinum liggja grafnir göfugir hundar þess. Sett saman í Assistentahúsinu á Eyrarbakka sumarið 1944. Tóta Gests (Þórunn Gestsdóttir) var á yngri árum vinnukona hjá faktorsfjölskyldunni í Húsinu og fram undir nírætt var hún hús- vörður í Húsinu, sem þá var komið í eigu Háteigshjóna. Ég bjó 7 ár í hluta Hússins (Assistentahúsinu) Tóta sló garðinn á sumrin, því að hún átti kú og kindur. í garðinum eru tvær stórar þúfur, og er sagt að undir annarri hvíli heimilis- hundur faktorsfjölskyldunnar, en hestur undir hinni J.P. Nielsen var síðasti hús- bóndi Hússins. Guðmunda var dóttir hans, tónskáld og músikant. Lefolí var nafn danska eiganda verzlunarinnar, þar sem Nielsen var faktor. Selfossi 8.8.1979. Guðmundur Daníelsson. Tóta Gests

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.