Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 5
) MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1979 ÚTSALA — Það var margt um manninn fyrir utan Herrahúsið í Aðalstræti í gær skömmu áður en opna átti þar útsölu á fötum. Voru væntanlegir viðskiptavinir Herrahússins þó hinir rólegustu, a.m.k. þegar maður miðað við fjörið og troðninginn þegar kvenfataverzlanir boða útsölu. Viðræður íslendinga og Norðmanna um Jan Mayen: Deila stjómarandstöðu og norsku stjórnarinnar ástæðan fyrir frestuninni Ósló. 27. ágúst. Frá fréttaritara Morgunblaðslns. Trond Hjerpseth. KNUT Frydenlund, utanríkisráðherra Noregs sagði á blaðamannafundi í Ósló í dag, að aðalástæð- an fyrir ósk Norðmanna um frestun á viðræðunum við Islendinga væri hin harða gagnrýni, sem Erling Norvik formaður Hægri flokksins hefur haft í frammi á vinnubrögðum norsku ríkisstjórnarinnar f Jan Mayen-málinu. Frydenlund sagði að fleiri ástæður lægju einnig að baki frestunarbeiðninni. Frydenlund mun eiga óformlegar viðræður við Benedikt Gröndai á fundi utanríkisráðherra Norð- urlanda, sem hefst í Reykjavfk á fimmtudag. Knut Frydenlund hélt því fram á fundi með fréttamönnum að Erling Norvik, forystumaður stjórnarandstöðunnar, hefði með gagnrýni sinni dregið Jan Mayen-málið inn í kosningabaráttuna fyrir sveitarstjórnakosningarnar í Noregi. Kosn- ingarnar verða 17. september. Vegna sumarleyfa í Noregi og þá meðal annars hjá þingmönnum, hefur Frydenlund ekki ráðgast við utanríkisnefnd Stór- þingsins um fyrirhugaðar viðræður við Islendinga. Utanríkisráðherrann sagðist hafa álitið, að ríkis- stjórnin nyti víðtækrar samstöðu um það aðalatriði, að forðast árekstra við íslendinga um Jan Mayen og 200 mílna norskt yfirráðasvæði við eyna. — Gagnrýni Erlings Norviks er þess eðlis að ekki virðist lengur samstaða um stefnu ríkisstjórnarinn- ar, sagði Frydenlund. — Hefði Norvik ekki komið með þessa gagnrýni, hefði ég reynt að ná samningum á fundinum í Reykjavík. Sú harða gagnrýni sem nú er komin frá Norvik gerir það nauðsynlegt að ræða þetta mál að nýju í nefndum Stórþingsins, sagði Frydenlund og benti á að viðræðurnar í Reykjavík hefðu aðeins verið hugsaðar, sem upphafið að trúlegast löngum og erfiðum samningaumleitunum. — Norvik getur ekki gagnrýnt okkur fyrir veiði- bannið við Jan Mayen á sama tíma og hann segist vilja reyna að ná samningum við íslendinga árekstralaust, sagði Frydenlund. — Ef við hefðum leyft loðnuveiðarnar við Jan Mayen án nokkurra takmarkana hefði það um leið þýtt árekstra við íslendinga, sagði Frydenlund og neitaði því, að gagnrýni Norviks væri aðeins tylliástæða fyrir frestuninni. Á það hefur verið bent að ríkisstjórnin óttist viðbrögð norskra sjómanna ef samningar við íslendinga verði sjómönnunum ekki hagstæðir. Frydenlund sagði að fjórar höfuðástæður lægju að baki ósk um frestun viðræðna. í fyrsta lagi yrðu viðræðurnar mjög erfiðar og þær þyrfti að undirbúa vel. í öðru lagi hefðu loðnuveiðarnar og veiðibannið skapað vissan óróa í báðum löndum og gott væri að ró kæmist á að nýju. í þriðja lagi væri gagnlegt að ræða málin nánar í nefndum Stórþingsins. í fjórða lagi væri mjög mikilvægt að halda viðræðunum utan við kosningabaráttuna í Noregi. Erling Norvik formaður Hægri flokksins sagði í stuttu svari við ásökunum Frydenlunds, að utan- ríkisráðherrann hefði engin rök fyrir því að gagnrýni hans hefði skaðað undirbúning viðræðnanna við íslendinga. — Utanríkisráðherrann ætti ekki að reyna að koma í veg fyrir gagnrýni á einstaka þætti í utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar á svo ómálefna- legan hátt, sagði Norvik. Björgunar Reykja- hlíðarkirkju minnzt Bjórk, Mývatnsgvelt. 27. igúat. VIÐ guðsþjónustu í Reykja- hlíðarkirkju í gær var þess minnzt að liðin eru 250 ár frá því að hraun rann umhverfis kirkj- una, en hana sakaði ekki. Sókn- arpresturinn, séra örn Friðriks- son, gat þessa atburðar sérstak- lega í ræðu sinni svo og séra Sigurður Guðmundsson prófast- ur á Grenjaðastað í sfnum orðum. Á sínum tíma var verndun kirkjunnar þökkuð guðlegri forsjá, og í dag er þetta talinn mjög merkur viðburður í sögu Reykja- hlíðarkirkju. í tilefni þessara tímamóta bauð sóknarnefndin öll- um kirkjugestum til kaffidrykkju í Hótel Reynihlíð. í bókinni Ódáðahraun eftir Ólaf Jónsson er eftirfarandi skráð um þennan atburð: „Þann 17. ágúst 1729 hljóp eldurinn á bæinn Reykjahlíð. Þorði þá enginn þar nærri að koma fyrir þeim undrum sem á gengu. Eyddust bærinn og túnið að miklu leyti, en hraunið staðnæmdist við kirkjugarðinn. En þann 27. sama mánaðar braust það fram á nýjan leik og rann þá allt umhverfis kirkjuna. Var að- eins tveggja feta breitt bil milli þess og kirkjugarðsins. Hlóðst hraunið upp svo að sagt er að það hafi borið 4 til 5 álnir yfir kirkjuna. Stóð kirkjan ósködduð innan í þessum hring af glóandi grjóti, þar til 15. september að hraunið var orðið svo kalt, að fært þótti yfir það. Var kirkjan þá rifin og brottflutt, en síðan reist aftur á sama stað 1736. Var verndun kirkjunnar þökkuð guðlegri forsjá, en óneitanlega var það veikleiki í trúnni að rífa kirkjuna eftir að hún hafði bjargast á svo undur- samlegan hátt.“ — Kristján. Utanríkisráð- herrar Norður- landa hittast í Reykjavik FUNDUR utanríkisráðherra Norðurlanda hefst í Reykjavík á fimmtudag og eru ráðherrar allra Norðurlandanna væntan- legir hingað til lands á mið- vikudag. Tveir fundir utanrík- isráðherranna eru haldnir reglulega á hverju ári og er haustfundurinn, sem hér verð- ur haldinn að þessu sinni, miðaður við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Stofnfundur nýs sparisjóðs í kvöld BOÐAÐUR hefur verið stofnfundur nýs sparisjóðs í kvöld. Fundurinn verður haidinn að Hótel Loftleiðum, og hefst hann klukkan 20.30. Auk almennrar sparisjóðsstarfsemi mun sjóðurinn eftir megni beita sér fyrir hvers kyns aðstoð við einstaklinga og félög sem tengjast baráttunni við áfengisbölið. Auk þess eru uppi hugmyndir um að hinn nýi sparisjóður taki upp fjármálaráðgjöf fyrir einstaklinga. Baldur Guðlaugsson héraðs- dómslögmaður, einn þeirra er unnið hafa að undirbúningi máls- ins, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að leyfi fyrir spari- sjóðnum hefði enn ekki verið veitt, enda ekki um það verið sótt. Gangur málsins yrði að vera sá, að fyrst þyrfti að stofna sparisjóð- inn, kjósa honum stjórn og setja samþykktir, og þá fyrst yrði hægt að sækja um leyfið. Sagði Baldur það enn ekki ljóst hvort leyfið fengist, en þegar hefðu á þriðja hundrað manns skráð sig sem stofnfélaga. Stofnfélagar hafa skuldbundið sig til að leggja fram eitt hundrað þúsund krónur innan þriggja mánaða frá því leyfi fæst, og einnig skuldbinda þeir sig tii að leggja 250 þúsund krónur inn á vaxtaaukareikning í sparisjóðnum fyrsta árið sem hann starfar. Stofnfundur hins nýja spari- sjóðs verður sem fyrr segir hald- inn í kvöid, klukkan 20.30 að Hótel Loftleiðum. Á fundinum geta menn gerst stofnfélagar. Landgrœðsla og lúpínur Þann 18/8 1979 birtist í Morgunblaðinu viðtal við undirrit- aðan um rannsóknir á Alaska- lúpinu sem verið er að vinna að á vegum Rannsóknastofnunar land- búnaðarins með aðstoð Land- græðslu ríkisins. Ég hef orðið var við að sumir lesendur blaðsins hafi misskilið sum atríði í viðtalinu. Til að fyjirbyggja misskilning þykir mér þ\*S rétt að ítreka þáð að ra|insóftnij- fJá‘ iúpíþu og notkun htfnnafiti! lá'hdgræðslu eru nýlega hafnar. Nokkur ár kunna því enn að líða þar til lúpínan getur orðið snar þáttur í landgræðslustarfinu. Rannsóknastofnun land- búnaðarins og landgræðsla ríkis- ins leggja nú mikla áherslu á það að þróa sem fyrst þá tækni (fræöflun, gerilsmitun, sáning o.fl.), sem þarf til að geta notað lúpínu í stórum stíl. Á meðan munu sáning grasfræs með áburði og friðun enn sem fyrr verða bestu og ódýrustu valkostirnir við að græða upp örfoka land, eins og gert hefur verið með góðum árangri um árabil. Virðingarfyllst, Andrés Arnalds

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.