Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1979 23 Ævintýralegt sjálfsmark færði Selfossi sigur Selfoss — Æ O Þ6r 4:3 SELFOSS vann hálfgerðan Pírrosarsigur á Akureyrarþór í 2. deild ísiandsmótsins í knatt- spyrnu. Lokatölur leiksins urðu 4—3 Selfoss í vil, en það varð til að skyggja á sigurgleði Selfyss- inga, að skæðasti sóknarmaður liðsins, Sumarliði Guðbjartsson, var borinn af leikvelli fótbrotinn í fyrri hálfleik. Verður Sumarliði örugglega frá það sem eftir er keppnistímabilsins. Staðan í hálf- ieik var 3—3. Fyrri hálfleikurinn var opinn i báða enda, spennandi og mikið um færi. Heimaliðið átti mun fleiri, en gestirnir á hinn bóginn nýttu sín færi betur. Þór náði jafnan forystunni í fyrri hálfleik. Hafþór Helgason skoraði fyrst fyrir Þór á 5. mínútu, eftir að hafa fengið stungusendingu jnn fyrir vörn Selfoss. Stefán Larsen jafnaði 6 mínút- um síðar, en sú dýrð stóð aðeins í 7 STAÐAN STAÐAN í 2. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu er nú þessi. UBK 16 11 3 2 36- -11 25 FH 16 11 2 3 47- -17 24 Fylkir 16 8 2 6 26- -20 18 Selfoss 16 7 3 6 25- -20 17 Þrótt. Nk. 16 6 3 7 12- -21 15 Þór 16 6 2 8 20- -25 14 ÍBÍ 16 4 6 6 26- -34 14 Austri 16 5 4 7 15- -24 14 Reynir 16 3 5 8 14- -28 11 Magni 16 3 2 11 15- -37 8 Markhæstu leikmenn: Sigurður Grétarsson UBK 14 Pálmi Jónsson FH 13 Andrés Kristjánsson ÍBÍ 11 mínútur, eða þar til Nói Björnsson skoraði annað mark Þórs af stuttu færi. Þórarinn Ingólfsson, besti maður Selfoss, skoraði annað mark Selfoss á 29. mínútu en Hafþór svaraði enn fyrir Þór á 31. mínútu. Heimir Bergsson átti stangarskot áður en að Tryggvi Gunnarsson skoraði þriðja mark Seifoss á 41. mínútu og var það síðasta mark fyrri hálfleiks. • Sigtryggur Guðlaugsson, handknattleiks- og knattspyrnu- kappi í Þór skoraði furðulegt sjálfsmark í leiknum gegn Sel- fossi og unnu Selfyssingar leik- inn á þessu „glæsimarki“. Snemma í síðari hálfleik kom sigurmark Selfoss og var þar um ævintýralegt sjálfsmark Sigtryggs Guðlaugssonar að ræða. Hann var með knöttinn rétt fyrir miðju á eigin vallarhelmingi er hann hugðist senda knöttinn allar götur aftur til markvarðar síns. Hann gætti þó ekki að því, að markvörð- urinn stóð heldur framarlega í markinu og boltinn sveif í falleg- um boga yfir hann og undir þverslána! Þetta reyndist vera sigurmark leiksins, því að hvorugt liðið bætti við mörkum úr þessu, en Þórsarar sóttu öllu meira undir lokin. Á síðustu mínútunni lá knötturinn í neti heimamanna, sem síðan önduðu léttar, þegar markið var dæmt af vegna þess að einhver Þórsaranna hafði hand- leikið knöttinn. bg/gg. Magni fallinn niður í 3. deild Magni — fl»l Fylkir U. I Á LAUGARDAGINN léku í 2. deild Magni og Fylkir og fór leikurinn fram á Grenivík. Fylkismenn voru mun ákveðnari í upphafi og sóttu þeir stfft að marki Magna, fyrstu 25. mín. Þeir áttu 2 hættuleg skot sem Einar Kristjánsson markvörður Magna varði mjög vel. Eftir þetta jafnaðist leikurinn og skiptust liðin á um að sækja án þess þó að veruleg hætta skapaðist við mörkin. Magnamenn komu mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og sóttu þeir lengst af stíft að marki Fylkis og Ögmundur mark- vörður Fylkis varði oft vel. Sér- staklega varði hann einu sinni hörkuskot Hrings Hreinssonar. Þegar 4 mín. voru eftir af leiknum fengu Magnamenn innkast á vallarhelmingi Fylkis en misstu knöttinn upp úr því. Gefinn var fastur bolti fram á Hilmar Sighvatsson, hættulegasta sóknarmann Fylkis, sem komst einn og óvaldaður inn í vítateig Magna og skoraði með góðu skoti framhjá Einari markverði sem kom á móti honum. Ef á heildina er litið hefðu sanngjörnustu úrslit þessa leiks verið jafntefli. Bestu menn liðanna voru markverðirnir Einar Kristjánsson hjá Magna og Ögmundur Kristinsson hjá Fylki. -SOR. • Þeir stóðu sig bezt í „Icelandic open** golfmótinu í Grafarholti. Frá vinstri: Sigurður Hafsteinsson, Ragnar Ólafsson og Jóhann Kjærbo sigurvegari í forkeppninni. Björgvin Þorsteinsson, Geir Svansson, | og Einar L. Þórisson (Ljósm.: óskar Sæmundsson). Miklar sviptingar í „opna íslenzka meistaramótinu“ Geir hafði betur í spennandi keppni við Einar Þórisson EFTIR gífurlega spennandi úrslitaleik á milli þeirra Geirs Svanssonar og Einars L. Þórissonar í „Icelandic-open** golfmótinu í Grafarholti, stóð Geir uppi sem sigurvegari í keppninni. Geir fer því ásamt Ilannesi Eyvindssyni á heimsbikarkeppn- ina í golfi í Aþenu í október — þ.e.a.s. verði íslendingum boðin þátttaka, sem reikna má með. Miklar sviptingar voru í keppn- inni, sem var hin skemmtilegasta J og fór fram við góðar aðstæður. Spennan var þó aldrei meiri en í | úrslitaleiknum. Aldrei munaði | meiru en einni holu á úrslitaköpp- ■ unum og hvorugur gaf eftir um þumlung. Ef við lítum á fjórar síðustu holurnar þá átti Geir 1 holu eftir 14. Bolti Einars lenti | utan brautar eftir upphafshögg, | en Geirs var á góðum stað. Einar sló annað högg inn á miðja braut, en bolti Geirs lá rétt við flötina eftir annað högg. Mikil pressa var I á Einari að ná góðu þriðja höggi | og drengurinn lét sig muna um að | „leggja við pinna" þannig að það reyndist honum auðvelt að fara holuna á 4 höggum, einu undir pari. Geir þurfti hins vegar að | tvípútta og fór því á parinu. | Staðan orðin jöfn. Á 16. brautinni fóru báðir á 4 höggum, en á 17. braut réðust J úrslitin í rauninni. Báðir áttu góð upphafshögg, sérstaklega Einar. | Bloti hans stefndi á flagg allan | tímann, en var aðeins og stuttur og lá í flatarkanti. Geir var aðeins og mikið til hægri, en í niðurkom- unni snerist blotinn til vinstri og lá í kantinum, þó heldur lengra | frá holunni en bolti Einars. Geir gerði sér lítið fyrir og setti niður í t 3 höggum, en Einar missti tæp- lega metra pútt og fór í fjórum. Geir 1:0 yfir. Einar lenti utan brautar eftir upphafshögg á 18. en lá þó á ágætum stað og sló inn á flöt, þó talsvert neðan við holuna. Geir var á góðum stað eftir upphafs- högg, en í 2. höggi brást honum bogalistin og hitti boltann illa. Geir hafði þó heppnina með sér og boltinn rúllaði eftir endilangri flötinni og lenti innan við metra frá holu. Báðir fóru á 4 höggum og Geir því sigurvegari í keppninni, 1:0 í úrslitaleiknum. Einar L. Þórisson hefur fram til þessa yfirleitt ekki verið í hópi þeirra albeztu, en í þessari keppni sýndi hann hæfileika sína og að þessu sinni rétt keppnisskap. Geir er lengi búinn að vera í fremstu röð og á það fyllilega inni að fá rétt til þátttöku í „World cup“. Keppnin hófst á föstudag með forkeppni og þar sigraði Jóhann Kjærbo eftir bráðabana við Ragn- ar Ólafsson, en báðir léku á 74 höggum, Sigurður Hafsteinsson lék á 76 höggum og þeir Björgvin Þorsteinsson, Einar Þórisson og Óskar Sæmundsson á 77 höggum. í holukeppninni á laugardag fóru leikar þannig, en 16 þeir beztu í höggleiknum komust áfram: Ragnar Ólafsson, GR — Júlíus R. Júlíusson, GK 4:2 Einar Þórisson, GR — Óli Laxdal 1:0 eftir 21 holu Sigurður Hafsteinss. GR — Jónas Kristjánss. GR 3:2 Hannes Eyvindsson GR — Sigurður Sigurðss. GS 1:0 Jóhann Kjærbo GS — Geir Svansson 0:1 eftir 19 holur Óskar Sæmundsson GR — Óttar Yngvason GR 6:5 Björgvin Þorsteinsson GA — Sigurjón Gíslas. GK 6:4 Þorbjörn Kjærbo GS — Hilmar Björgvinss. GS 1:2 Einar Þórisson — Ragnar Ólafsson 3:1 Hannes Eyvindsson — Sigurður Hafst.ss. 2:1 Geir Svansson — Óskar Sæmundsson 3:2 Björgvin Þorsteinss. — Hilmar Björgvinss. 3:2 Einar — Hannes 1:0 Geir — Björgvin 5:4 Geir — Einar 1:0 - áij

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.