Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1979 Sigurbjörn Báröarson á Garpi er hann keppti í fimmgangi á mótinu á föstudag en peir voru báðir dæmdir úr leik par sem dýralæknar töldu Garp veikan. Ljósm. V.K. Penni og Garpur verða ekki seldir Frá Valdimar Kriatinasyni, fréttaritara Mbl. á EM f Hollandi. 27. ágúst. EIGENDUR íslensku hestanna. Garps og Penna. sem áttu að keppa hér á Evrópumótinu hafa ákveðið að selja þá ekki að sinni og reyna að keppa á þeim á næsta Evrópumóti, sem haldið verður að tveimur árum liðn- um. Garpur, sem Hörður G. Albertsson á, verður í Þýska- landi hjá dr. Viola Halmann í Haguen, og Penni, sem Reynir Aðalsteinsson á verður í Aust- urríki hjá Jóhannes Hoyos. Mun Jóhannes þjálfa Penna en ekki er enn ljóst hver þjálfar Garp. Gustur Högna Bæringssonar, sem Regnar Hinriksson átti að keppa á ytra var seldur hér í gær og er kaupandi hans Gerhard Giesecke í Bonn en þessi sami maður keypti Gretti frá Svarf- hóli af Ragnari Hinriksyni á EM í Danmörku. Giesecke hefur nánast safnað skeiðhestum og á hann meðal annars, auk Grettis, Þyt, sem keppti 1975 fyrir ísland í skeiði og Rjúkanda, sem Sigur- björn Bárðarson og Hörður G. Albertsson voru með í skeiði heima fyrir nokkrum árum. Skelmir, sem Hörður G. Al- bertsson átti, en Aðalsteinn Aðalsteinsson átti að sitja á mótinu, fer til Danmerkur . Valur Sigurðar Sæmundssonar átti að fara til Noregs en kemst ekki þangað af óviðráðanlegum orsökum. Sjálfur fer Sigurður til Þýskalands, þar sem hann held- ur reiðnámskeið og járninga- námskeið. Váli Sigurbjörns Bárðarsonar, sem Ragnar Hin- riksson átti að sitja á mótinu verður sennilega seldur til Þýskalands. Brjánn, sem Hörður G. Albertsson á og fór utan sem varahestur, var seldur Walter Schmitz í Þýskalandi, sem m.a. á Baldur frá Stokkhólma, Trítil frá Leirulækjarseli og Ljóska, sem Albert Jónsson keppi á í Austurríki 1975. Jökull, sem Trausti Þór Guð- mundsson átti að sitja á mótinu en Sigurbjörn Bárðarson og Hörður G. Albertsson áttu var seldur Suasse Gime frá Bremen. Suasse þessi var áður við tamn- ingar hjá Reyni Aðalsteinssyni á Sigmundarstöðum og seinna á Stóra-Hofi. Reynir Aóalsteinsson á Penna. Myndin ar tekin á Landsmótinu 1978. Fimm efstu hestar í fimmgangi, Ragnar á Fróða, lengst til vinstri, pá Jen Iversen á Vindskjóna, Walter Feldmann á Hákoni, Reynir Aðalsteinsson á Pöndru og Jóhannes Hoyos á Ljóra. Ljósm. Sig. Sigm. Jóhannes Hoyos frá Austurríki situr hér Ljóra frá Eiríksstöðum, en hann náði bestum árangri I skeiöi ásamt Víkingi og Fróða. Ljósm. V.K. Aðalsteinn Aðalsteinsson á Grákolli. Ljósm. V.K. Reynir Aðalsteinsson á Pöndru. Ljósm. V.K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.