Morgunblaðið - 28.08.1979, Page 3

Morgunblaðið - 28.08.1979, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1979 3 S- Agœt sala í Þýskalandi RÁNIN úr Haínaríirði seldi 147 tonn af karfa og ufsa í Cuxhaven í gær. Ágætt verð fékkst fyrir aflann, 47,6 milljónir, meðalverð 332 krónur. Lítið að hafa hjá loðnu- skipunum LÍTIL veiði var hjá loðnuskip- unum yfir helgina, en loðnu- skipin eru nú flest úti af Vestfjörðum. Þau skip, sem héldu á Jan Mayen svæðið, eru nú flest komin til baka, en Andrés Finnbogason hjá ioðnunefnd sagði í gær, að eftir því sem hann vissi bezt væru enn 3 skip á Jan Mayen svseðinu. Hin skipin væru nú öil innan 200 mflnanna. Skipstjórarnir hafa orðið varir við talsvert af loðnu á þessu svæði, en hún stendur djúpt og meðan svo er aflast lítið. Heildaraflinn er nú um 27 þúsund tonn, en þar af fengust um 23 þúsund tonn fyrstu tvo sólarhringana eftir að veiðarn- ar byrjuðu hinn 20. ágúst. Ekkert skip tilkynnti loðnu- nefnd um afla á mánudag, en á laugardag og mánudag til- kynntu eftirtalin skip um afla: Laugardagur: Harpa 480, Eld- borg 250, Hákon 300, Sæbjörg 270, Grindvíkingur 200. Mánudagur: ísleifur 200, Svanur 300, Faxi 100, Guð- mundur 400. Ólafur strikaði yfir hjá ráðherranum Á FUNDI þingflokks og fram- kvæmdastjórnar Framsóknar- flokksins í gær upplýsti Ólafur Jóhannesson að ráðherra Alþýðu- bandalagsins hefði á vissu stigi Jan Mayen málsins lagt það til í ríkisstjórninni að farið yrði í viðræður við Norðmenn á þeim grundvelli að helmingaskipti yrðu um fiskafla og auðæfi hafsbotns- ins. Ólafur sagðist hafa strikað yfir síðari liðinn þar sem réttur okkar næði lengra og hafði við orð — að þetta væri komið í blöðin ef við hefðum komið með svona tillögu —. Vitni vantar að árekstri á Grensásvegi Á LAUGARDAGINN klukkan 22.15 varð árekstur milli tveggja bifreiða á mótum Grensásvegar og Fellsmúla. Báðir bifreiðastjór- arnir telja sig hafa ekið á móti grænu ljósi og þarf lögreglan því nauðsynlega að ná tali af vitnum að árekstri þessum, sem varð mjög harður og slasaðist þrennt sem í bflunum var. Málavextir voru þeir að Toyota-bifreið ók norður Grensás- veg og beygði vestur Fellsmúla en Saab-bifreið ók suður Grensásveg og skullu bílarnir saman. Vitni að árekstrinum eru beðin að hafa samband við lögregluna í síma 10200. JNNLENT TORGSINS IÐNAÐARMANNAHUSINU HALLVEIGARSTÍG Barna- fatnaður • Gallabuxur • Peysur • Úlpur • Skyrtur Kven- fatnaöur • Kápur • Pils • Peysur • Blússur • Kjólar • Síöbuxur • Nærföt Herra- fatnaður • Skyrtur • Skinnjakkar • Terelynebuxur • Gallabuxur • Úlpur • Peysur fatnaður • Vinnuskór • Inniskór • Stígvél • Kuldaskór • Garn Margar gerðir og litir. Hallveigarstig Iðnaöarmannahusinu p. s ...3* ■ f »4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.