Morgunblaðið - 28.08.1979, Page 36

Morgunblaðið - 28.08.1979, Page 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1979 vlíf MOR&JKr KAffinu GRANI GÖSLAKI O-l-í-a Ég get ekkert að þessu gert, hann byrjaði bara allt í einu að sökkva. — ó, ástin mín, það hefur enginn kysst mig með þessari aðferð fyrr. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Mörgum þykir vörnin skemmtilegasti hluti spilsins en jafnframt sá erfiðasti. í spili dagsins fann austur skemmtilega vörn gegn ágætum samningi. Norður gaf, austur-vestur á hættu. Vestur Norður S. ÁD53 H. D65 T. 64 L. D864 Austur S. KG108 S. 964 H. 3 H. Á942 T. G95 T. K3 L. ÁK1073 Suður L. G952 S. 72 H. KG1087 T. ÁD10872 L. - Suður varð sagnhafi í fjórum hjörtum. COSPER „Fara úr fötunum? — Þér eruð ekkert að tvínóna við hlutina ungi maður.“ Hugleiðing að lokinni versl- unarmannahelgi Fyrir og eftir aldamótin síðustu herjaði hér á landi sjúkdómur er lýsti sér á þann hátt að hósti með miklum brjóstþyngslum og upp- gangi þjakaði hina sjúku. Var þetta almennt nefnd brjóstveiki en síðar berklar, þekking var ekki orðin það mikil á sviði heilbrigð- ismála að þessi sjúkdómur yrði greindur fyrr en síðar, en þegar læknavísindin uppgötvuðu eðli dómi eins og tæring, hvítidauði. Búið er að vinna bug á þessu illkynjaða meini og uppræta það að mestu. Það er nú svo að er eitt mein er upprætt koma önnur í staðinn. Áfengið hefur fylgt manninum gegn um aldir og ár, en áður fyrr voru það karlmennirnir sem þess neyttu og aðeins til þess að gera hans, var unnið að því að fynna lyf er gætu læknað vágestinn. Er það var fundið vantaði húsnæði fyrir hið sjúka fólk því smithætta var mikil og þörfin á lækningu enn meiri. Voru reist 2 hús, Vífils- staðir og síðar Kristneshæli. Fylltust þessi hús á svipstundu því þörfin var það brýn. Margir áttu ekki afturkvæmt en hinir voru fleiri er læknuðust, náðu sæmi- legri heilsu, aðrir góðri. Er ég var heima í minni sveit var höggvið stórt skarð í unglingahópinn þar, fleiri nöfn voru á þessum sjúk- sér dagamun frá brauðstritinu, sjaldan og í litlum mæli, konur og ungmenni tóku ekki þátt í því, það var ekki við hæfi. En nú er svo komið háttum okkar að karlar, konur og ungmenni neyta þessa göruga drykkjar í æ ríkara mæli og þykir fínt, helst um hverja helgi árið um kring. Eitt sinn voru Jielgarnar ætlaðar sem hvíldar- og samverudagar allrar fjölskyld- unnar. Einnig hafa þar orðið hausavíxl á og mætti nefna það angistardaga þeirra er ekki taka þátt í skollaleik sjálfsblekkingar- Norður Pass Redobl 2 Hj. 4 Hjðrtu ok allir paax. Veatur Austur Dobl Pan* PasK 1 Gr. PasK Pa*N Suður 1 Hj. 2 Tík. 3 Tík. Útspil laufás. Suður trompaði laufásinn og spilaði trompi á drottninguna, sem austur g;af réttilega. Það mætti nefna þetta standard vörn, að gefa ekki eftir valdið á tromp- litnum með lengdina. Sagnhafi svínaði þá tíguldrottningu, tók á ásinn og trompaði tígul og þá lét austur lauf! Sagnhafi spilaði þá síðasta trompi blinds og nú þótti austri mál til komið á taka á ásinn og spilaði síðan spaða upp í gaffalinn í blindum. Sagnhafi átti þá ekki innkomu á hendina án þess að stytta sig um of í trompinu og þegar tromplegan kom í ljós var útséð um vinninginn. Tromplengd austurs skapaði vald, sem suður réði ekki við og hann fékk aðeins níu slagi. En hvað gerist ef austur tekur hjartadrottninguna með ásnum? Skást verður fyrir hann að spila laufi en suður lætur þá bara spaða og heldur með því fullkomnu valdi á spilinu. Lausnargjald í Persíu j- _Eftir Evelyn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslenzku 57 ekki á írlandi hjá föður sínum. Mennirnir sem höfðu sent Homsi til eiginmanns hennar voru ekki menn sem höfðu uppi gamanmál. Þeir myndu setja óaðgengileg skilyrði fyrir því að hún yrði leyst úr haldi. Hann hafði meira að segja hugboð um hvers eðlis það væri. Sfðan myndi verða samningaþóf um máiið svo dögum eða jafnvel vikum skipti. Hann gerði sér grein fyrir í hvert óefni stefndi og það fór um hann kaldur hrollur við þá tilhugsun. Og fram á sfðustu stundu yrði lffi haldið f gfslinum. Ef þeir fengju það sem þeir kröfðust var ekki víst þeir fórnuðu henni. En ein skyssa af hálfu Logans, eitthvað smálegt óyfir- vegað gæti kostað hana lffið. Hún yrði líflátin eins og það hét á þeirra máii. Hann minntist með hryllingi myndar af þýzkum diplómata sem hafði verið skotinn ú höfuðið eftir mannrán sem hafði ekki skilað ræningjunum því sem þeir heimtuðu. Hann var niðurbrotinn og hugsjúkur. Hræðilegar hugsan- ir leituðu 4'hWij; Logan var að vísu brúgðiðTŒft gMy' krafð- Ust nú ’laushatgjalds Sem hann væri ékki réiðhbninn ífl að láta af hendi. Hann gekk út f garð ihn að finna Ardalan hershöfð ingja. Hann hafði reynt að finna skýringu á heimsókn Homsa. Engan mátti gruna hvað var á döfinni. Ardalan hafði skemmt sér konunglega í samkvæminu. Hann var hress og glaðsinna’ félagsvera sem hafði unun af þyí að hitta fólk. fiugelda- sýningin hafði tekizt mætavel. Hann ók heim ásamt eiginkonu sinni og þegar heim kom settust þau út á veröndina og hann fékk sér viskflögg fyrir svefn- inn. Hann trúði ekki einu orði af því sem Kelly hafði sagt til skýringar. Það var hreinasta snakk. Sýrlendingurinn hafði í fórum sfnum sjaldgæí koptisk handrit sem hann hélt að Logan Field kynni að hafa áhuga á að kaupa. Hann hafði heyrt að Field safnaði sjaldgæfum hlut- um af ýmsu tagi og Logan hafði fengið á tilfinninguna að bannr yáð væri að taka slík skjöl úr landi. Hann hafði sagt honum að hann hefði engan áhuga á ao taka þátt í þessu fyrst vafi lékí á um lögmæti þess og sagt honum að snúa sér annað. Þetta var Ijómandi sannfær- andi saga og undir öðrum kringumstæðum hefði hershöfð- inginn trúað henni. ólögleg .viðskipti af þessu tagi stóðu með mesta blóma, og þess vegna hefði þetta vel getað staðizt. Hann hafði hlustað kurteislega og þakkað Kelly fyrir að segja sér frá þessu. Hann hafði meira að segja bætt því varfærnislega við að svo gæti farið að Homsi ætti síðar eftir að bjóða eitt- hvað annað. Hann hafði veitt því athygli að eftir að Logan ræddi við Homsi höfðu hvorki Kelly né Field sézt í iangan tíma. Þegar Logan slóst aftur í hópinn hafði yfirbragð hans ekki borið með sér að honum hefði verið boðið merkilegt handrit til kaups. Og hönd James Kelly hafði skolfið þegar þeir kvöddust. Ardalan var snillingur í að greina hræðslu. Og hann sá hræðslu í auguhi þeirra beggja Logan Fields og James Kelly. Hann lauk úr glasinu sínu. Stykkin í púsluspilinu voru að byrja að skila sér. Ekki vafi á því að stærsta stykkið var í höndum Sýrlendingsins. Og önnur mjög mikilvæg voru án efa hjá Logan Field sjálfum. — Ástin mín, sagði Janet — kemurðu ekki með inn. Logan hafði ekið henni til hótelsins og farið með henni að lyftunni og hún varð mjög hissa þegar hann kyssti hana eins og annars hugar á kinnina. Hann hafði ekki virzt í neinu sólskins- skapi seinni hluta kvöldsins og þar sem hún þekkti hann vel

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.