Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 40
iSími á afgreiöslu: 83033 }H*r0unblnbi% ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1979 13 tónleikar í þrem landsfj órðungum SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT fslands fer í hljómleikaferð um Norður-. Austur- og Suðurland um miðjan september og mun hljómsveitin leika þar á 13 tónleikum að sögn Sigurðar Björnssonar söngvara, framkvæmdastjóra hljómsveitarinnar. Söngkonurnar Ingveldur Hjaltested og Svala Nielsen verða einsöngvarar á tónleikunum, en á efnisskrá er létt sígild tónlist úr óperum og óperettum, íslenzk sönglög og ýmsir forleikir og dansar. Stjórnandi verður Páll P. Pálsson, en alls munu 47 hljóðfæraleikarar fara í ferðalagið. Einleikari á Beethoventónleikum á Akureyri verður Anna Málfríður Sigurðardóttir píanóleikari og á þrennum tónleikum mun Lárus Sveinsson leika einleik á trompett. 22,5% hœkkun á „vísitölu- brauðum VERÐLAGSYFIRVÖLD hafa heimiiað 22,5% meðaltalshækkun á brauðum, sem eru í vísitölunni og falla því undir verðlags- ákvæði. Tekur hið nýja verð gildi í dag. „Vísitölubrauðin" eru fransk- brauð, heilhveitibrauð, rúgbrauð, maltbrauð og normalbrauð. Sem dæmi má nefna að 500 gramma franskbrauð og heilhveitibrauð hækka úr 160 í 196 krónur stykkið og 675 gramma maltbrauð hækka úr 158 í 194 krónur stykkið. Fyrstu tónleikarnir verða 12. september kl. 20.30 á Blönduósi, hinn 13. kl. 21 á Sauðárkróki, hinn 14. kl. 20 í Siglufirði, 15. sept. kl. 15.30 á Akureyri í íþróttaskemm- unni þar sem Anna Málfríður mun leika 3. píanókonsert Beethovens og einnig verður 5. sinfónían flutt þar m.a. Kl. 21 verða aðrir tón- leikar á Akureyri með léttu og sígildu efnisvali. 16. sept. kl. 15.30 verða tónleikar á Húsavík og kl. 21.30 í Skjólbrekku. Hinn 18. kl. 21 á Egilsstöðum, 19. á Eskifirði kl. 19 og í Neskaupstað kl. 22. Hinn 20. sept. kl. 21 á Seyðisfirði, 21. sept. kl. 21 á Hornafirði og 22. sept. kl. 21 á Kirkjubæjarklaustri. Hljómsveitin kemur til Reykjavík- ur 23. september. Fararstjóri er Sigurður Björnsson. Tveir langferðabílar munu flytja hljómsveitina á hljómleika- ferðalaginu og auk þess fylgir eldhúsbíll til að matreiða þar sem ekki eru matarboð hinna ýmsu aðila og einnig verða hljóðfærin flutt í eldhúsbílnum. Ljósm. Mbl. Emilía. FRAM BIKARMEISTARI FRAM varð bikarmeistari í knattspyrnu á sunnudaginn er félagið sigraði Val í úrslitaleik 1:0. Myndin sýnir Ásgeir Elíasson fyrirliða Fram taka við bikarnum úr hendi Ejörgvins Schram, fyrrverandi formanns KSI, sem var heiðursgestur leiksins. Sjá nánar um leikinn á bls. 24 og 26. Féll9maf húsþakiá eina auða blettinn Reyftarfirði, 27. ágúst. VINNUSLYS varð á Reyðar- firði s.l. fimmtudag með þeim hætti að 47 ára gamall maður féll af mæni tveggja hæða húss í byggingu. Slysið varð er verið var að koma einangrunarplötum milli sperra á þaki húsins. Var maðurinn nýbúinn að leysa utan af einangrunar- búnti þegar snögg vindhviða feykti 3 metra löngum ein- angrunarplötunum á mann- inn og tókst hann á loft og fauk ofan af húsinu frá mæni og niður á jörð, eða um 9 metra fall. Fullt var af járni og timbri við húsið en maðurinn lenti á malarfyllingu, eina auða blettinum við húsið. Skjótt var náð í lækni og sjúkrabíl og var farið með manninn í sjúkrahúsið á Norðfirði. Við rannsókn kom í ljós að mjaðmagrindin var sprungin en aðrir áverkar fundust ekki. —Gréta. Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins: Eðlilegt að verðtrygging- arstefnan sé endurskoð- uðíljósi verðbólgunnar ,,ÉG ER fylgjandi lágum vöxtum og því að reynt verði að nálgast fulla verðtryggingu og ég geri ákaflega mikinn greinarmun á svokölluðum raunvöxtum og lágum vöxtum og verðtryggingu. En það ber að hafa í huga, að þegar tillögur um að nálgast fulla verðtrygg- ingu voru settar fram, þá höfðu menn til hliðsjónar það takmark að ná verðbólgunni niður í 30—35%. Það er því eðlilegt að verðtryggingarhliðin sé endurskoðun í ljósi þess að verðbólgan er nú 40 og jafnvel 50%, en ekki á því stigi, sem menn höfðu til hliðsjónar við tillögurnar um að nálgast fulla verðtryggingu. Sú akvörðun í vaxtamál- um að fara nú bil beggja má segja að sé viss endurskoðun í ljósi nýrra staðreynda og meðan ekki gengur betur í slagnum við verðbólguna þá má segja, að viss frestun sé sett á að ná lokamarkinu varðandi verðtrygginguna,“ sagði Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins, er Mbl. spurði hann í gær um viðhorf hans til vaxtamála og stefnu Fram- sóknarflokksins á því sviði. Bretaprins heimleiðis í skyndi KARL Bretaprins sem hefur stundað laxveiðar í Hofsá að undanförnu breytti í gær áætlun sinni er honum bárust tíðindin um morðið á skyld- mennum sínum eins og sagt er frá á forsíðu blaðsins. Karl prins hafði áætlað að hætta veiðum í Hofsá n.k. miðviku- dagskvöld, en einkavél átti að koma til Egilsstaða í nótt er leið til þess að sækja hann. Mountbatten jarl var móður- br ' Filippusar hertoga og . a miklir kærleikar með honum og Karli prinsi. Steingrímur sagði það hins vegar ekki rétt, að nýja vaxta- hækkunin þýddi 500 þúsund króna vaxtaútgjöld á mánuði af 2ja herbergja íbúð, eins og Svavar Gestsson viðskiptaráðherra hélt fram í samtali við Mbl., sem birtist á sunnudag. gagði gtein_ grímur að menn yrðu að hafa í huga að verðtryggingin væri að verulegu leyti lánuð aftur og meðan við byggjum við það vísi- tölukerfi, sem nú ríkir, þá hækk- uðu laun manna, þannig að lán- takendur greiddu ekki mestan part verðtryggingarinnar fyrr en eftir að þeir væru búnir að fá launahækkanir, sem væru sam- svarandi eða jafnvel meiri. jjins vegar sagði Steingrímur ljóst að vaxtahækkunin kæmi af fullum þunga á skammtímalán, eins og víxillán, og væri það vissulega umhugsunarefni, hvort eitthvað þyrfti að gera á því sviði. Steingrímur sagði útlán banka nú mikil og innlán einnig, þannig að nokkurt jafnvægi ríkti, en svo virðist sem þessi háa verðtrygging drægi ekki úr útlánum, hvort sem menn létu eitthvað blekkjast af lágum vöxtum eða önnur sjónar- mið réðu þar um. „Við framsóknarmenn viljum halda fram stefnunni um verð- tryggingu og lága vexti," sagði Steingrímur. „En auðvitað verður hraðinn á verðtryggingunni að haldast í hendur við aðra þætti efnahagslífsins og þá ekki sízt, hvernig til tekst í baráttunni gegn verðbólgunni." Stúlka beið bana í dráttarvélarslysi TÓLF ÁRA gömul stúlka beið bana í fyrradag í dráttarvélarslysi við bæinn Syðra Vallholt í Seyluhreppi í Skaga- firði. Stúlkan var á dráttarvél sem valt og mun vélin hafa slegist í stúlkuna þannig að hún hlaut bana af. Ekki er unnt að greina frá nafni stúlkunnar þar sem ekki var búið að ná í alla ættingja hennar í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.