Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 16
Lesarkir Náttúruverndarráðs 1. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. AGUST 1979 Flóraoggróður HerðuDreiðar- friðlands 90 manns gista á nóttu hverri í Herðubreiðarfriðlandi að meðaltali Að meðaltali gista um 90 gestir í Herðubreiðarfriðlandi á hverri nóttu yfir sumartímann. Ferðamannastraumur um ná- Krenni Herðubreiðar hefur far- ið ört vaxandi hin síðari ár og var þessi aukni ferðamanna- straumur ein megin ástæðan fyrir því að árið 1974 var Ilerðubreiðarfriðland stofnað. Tekur friðlandið til Herðu- breiðar. Herðubreiðarlinda og Grafarlanda. Þegar gripið var til friðlýsingarinnar var víða farið að bera á gróðurskemmd- um vegna aukinnar umferðar 1 fcrðamanna og auk þess var umgengni ábótavant að sögn IÁrna Reynissonar, fram- kvæmdastjóra Náttúruvernd- arráðs. Við stofnun friðlandsins var komið á landvörslu í samvinnu við Ferðafélag Akureyrar, sem á skála í Herðubreiðarlindum, og starfa nú tveir menn við eftirlit á svæðinu. Afmörkuð voru bíla- stæði og tjaldsvæði, komið upp brennsluofni, sorpgrindum og náðhúsum. Tjaldflatir eru styrktar með fræi og áburði, eða hvíldar með friðun. Ferðafélag Akureyrar hefur veitt Náttúru- verndarráði dyggan stuðning við þessi störf með sjálfboðavinnu félagsmanna að sögn Árna Reynissonar. Þá hefur Náttúruverndarráð gefið út ýmiss konar upplýsinga- og fræðsluefni um friðlandið og nágrenni. í vor komu út tvö upplýsingaspjöld, annað um Herðubreiðarfriðland og hitt um náttúruvættið Öskju í dyngju- fjöllum, sem afhent eru gestum við komuna. Þá var einnig gefinn út yfirlitsbæklingur um náttúru friðlandsins, helstu gönguleiðir og verndun svæðisins. Á síðasta ári kom út lesörk um gróður og flóru Herðubreiðarfriðlands, eft- ir Eyþór Einarsson, formann Náttúruverndarráðs. Helgina 6.-8. júii s.l. unnu sjálfboðaliðar frá Ferðafélagi Akureyrar m.a. að því að leggja vatnsleiðslu austur fyrir hraun- Írimann í Herðubreiðarlindum og opna þar nýtt tjaldsvæði. Er i þetta gert í þeim tilgangi að létta ágangi af bökkum Herðu- breiðarlinda, sem hafa látið i nokkuð á sjá. Af öðrum verkefn- um sem unnið var að í þessari ferð má nefna að lagðir voru Sjálfboðaliðar frá Ferðafélagi Akureyrar hlaða steinum meðfram veginum til að hindra að ekið sé á gróðri. Félagar úr Ferðafélagi Akureyrar fá sér kaffisopa að afloknu góðu dagsverki. steinar meðfram veginum upp í Herðubreiðarlindir, þar sem hann liggur um gróið land nærri Lindá, en undanfarin ár hefur það alltaf öðru hverju borið við að ökumenn hafi í hugsunarleysi valdið spjöilum á hinum grónu fiötum meðfram veginum. í framtíðinni kemur til greina að opna þarna tjaldsvæði og eru nú í gangi tilraunir með áburð og fræ á þessum gróðurflötum. Landverðir í Herðubreiðar- lindum í ár eru Reynir Arn- grímsson og Anna Elísabet Ól- afsdóttir. Er starfi þeirra ærinn því undanfarin ár hefur fjöldi gistinátta verið frá tæplega 4000 og komist hæst í 6700 árið 1977. Herðubreið Náttúr -ndarráð hefur að undanförnu gefið út ýmisiegt fræðsluelr um Herðubreiðarfriðlandið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.