Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ' ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1979 Joseph A. Califano, fyrrverandi heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna í ræðustól á 4. alþjóðlegu ráðstefnunni um reykingar og heilsufar. „Eðlileg hegðun að reykja ekki” — segir framkvæmdastjóri Alþjóða heilbrigðlsstofmmarinnar Skýrsla alþjóðlegrar sérfræð- inganefndar á vegum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um baráttuna gegn reykingum er nýkomin út og endar hún á tilmælum til rfkis- stjórna og stofnana Sameinuðu þjóðanna. Þar er lögð rfk áhersla á,að litið sé á það sem hina eðlilegu hegðun manna að reykja ekki og sé lagt allt kapp á að fá það almennt viðurkennt. Halfdan Mahler, fram- kvæmdastjóri Alþjóða heil- brigðisstofnunarinnar, tók sterklega undir þetta viðhorf í ræðu, sem hann flutti á fjórðu alþjóðlegu ráðstefnunni um reykingar og heilsufar, sem haldin var i Stokkhólmi 18.—21. júni s.l., og sagði, að stofnunin tæki æ meiri þátt í baráttunni gegn reykingum. Ráðstefnan samþykkti að lýsa yfir fullum stuðningi við tilmæli sérfræðinganefndarinnar og var forseta ráðstefnunnar, sænska lækninum Olle Hillerdahl frá Uppsölum, falið að koma þeirri samþykkt á framfæri við heil- brigðisyfirvöld í öllum aðildar- ríkjum Sameinuðu þjóðanna. Hefur það verið gert með bréfi dagsettu 7. júlí s.l. Stokkhólmsráðstefnuna sóttu um 600 fulltrúar frá um 70 löndum í öllum heimsálfum; læknar, vísindamenn, forystu- menn og starfsmenn fjölmargra félagasamtaka og stofnana og aðrir áhugamenn um reykinga- varnir. Meðal fulltrúanna voru framkvæmdastjóri og fleiri famámenn Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar, nokkrir ráð- herrar og margir háttsettir em- bættismenn, m.a. frá þróunar- löndunum, en þátttakendur frá þeim löndum settu miklu meiri svip á þessa ráðstefnu en hinar fyrri. Tilgangur ráðstefnunnar var einkum þríþættur. f fyrsta lagi að skýra og meta áhrif reykinga á heilsufar og fleira og gera grein fyrir umfangi þessa vanda- máls í ýmsum heimshlutum, í öðru lagi að fá yfirlit yfir tiltæk ráð til að minnka og koma í veg fyrir hinar óheillavænlegu af- leiðingar reykinga, og í þriðja lagi að hvetja til aukins alþjóða- samstarfs til að stuðla að þróun áhrifamikilla aðferða í reyk- ingavörnum og hagnýtingu þeirra um allan heim. Um þetta allt og enn fleiri hliðar reykingavandamálsins voru flutt meira en tvö hundruð erindi, þar á meðal fjöldi greinargerða um nýjustu rann- sóknir á áhrifum reykinga á starfsemi líkamans, heilsufar og dánartíðni, um kannanir á reyk- ingavenjum og reykingatíðni og um leiðir sem reyndar hafa verið í baráttunni gegn reykingum í fræðslu, löggjöf og aðstoð við fólk sem vill hætta að reykja. í hópi ræðumanna voru heims- frægir vísindamenn á sviði læknisfræði, sálarfræði, upp- eldismála og félagsvísinda, þar á meðal helstu frömuðir um rann- sóknir á eðli reykinga og sam- bandi reykinga og ýmissa sjúk- dóma. Framkvæmdastjóri WHO, dr. Halfdan Mahler, og fleiri af æðstu starfsmönnum stofnunar- innar fluttu erindi, svo og heil- brigðisráðherrarnir Joseph A. Califano fra Bandaríkjunum og Sir Georg Young frá Bretlandi. Allir voru þeir á einu máli um< mikilvægi reykingavarna í heil- brigðismálastefnu þjóða og al- þjóðasamtaka. Joseph Califano greindi m.a. frá nýjustu skýrslunni frá land- lækni Bandaríkjanna um reyk- ingar og heilsufar, 1200 blað- síðna riti, sem út kom snemma á þessu ári, en landlæknirinn, Julius B. Richmond, var meðal þeirra sem sóttu ráðstefnuna. Fékk hver þátttakandi eintak af skýrslu þeirri skýrslu. Þrír fulltrúar frá íslandi sóttu 4. alþjóðaráðstefnuna um reyk- ingar og heilsufar, þau Ásgeir Guðmundsson skólastjóri, Esther R. Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Samstarfs- nefndar um reykingavarnir og Þorvarður Örnólfsson fram- kvæmdastjóri Krabbameins- félags Reykjavíkur. Lagður var fram upplýsinga- bæklingur um Samstarfsnefnd um reykingavarnir og starfsemi hennar, svo og skýrsla um fræðslustarf Krabbameins- félagsins í grunnskólum lands- ins ásamt sýnishornum af fræðsluefni. Arnarhóll Fasteignasala Hverfisgötu 16 a. Sími: 28311. Vegna mikillar sölu vantar flestar stæröir eigna á skrá. Skoöum samdægurs. Kvöld —helgarsímar 76288 og 26261 43466 MIÐSTÖÐ FASTEIGNA- VIÐSKIPT ANNA, GÓÐ ÞJONUSTA ER TAK- MARK OKKAR, LEITIÐ UPPLÝSINGA —26600—i Vorum að fá til sölu glæsilegt raðhús í neðra-Breiðholti ca. 210 ferm. með innbyggðum bílskúr. Húsið er laust mjög fljótlega. Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17 (Silli&Valdi) slmi 26600 Ragnar Tómasson. Einbýlishús — Vesturberg Húsið er á 3 pöllum. Tvær stofur, skáli, eldhús, W.C. Sér svefnherb. álma, meö 4 svefnherb. og baöi. Auk þess stórt hobby-herb. meö sér inngang. Bílskúr. Glæsilegt útsýni. HÍBÝU & SKIP Garðastræti 38. Simi 26277 MH>BORG fasteignasalan i Nýja bíóhúsinu, Reykjavík. Símar 25590, 21682 2ja herb. viö Æsufell íbúðin er ca. 65 ferm á 2. hæð. Góö sameign. Frystihólf í kjallara. Verö 17.5—18 millj., útb. 13—13,5 millj. 3ja herb. viö Grettisgötu íbúöin er ca 90 ferm á mlöhæö í steinhúsi. Nýstandsett eldhús og fl. í tbúöinni. Verö 18—19 millj., útb. 12—13 millj. Einbýlishús Marargrund — Garöabæ Húsiö er á tveimur hæöum samtals ca. 120 ferm, hlaðið hús með járnklæddum hliöum. 3—4 svefnherb. eru í húsinu. Rólegur staöur. Verð 24 millj. Útb. 15,5—16 millj. Efri hæö viö Hellisgötu í Hafnarfiröi 4 svefnherb. eru í íbúðinni. Góöar stofur. Sér inngangur. íbúöin þarfnast lagfæringa. Ris er yfir allri íbúöinni. Gæti einnig hentaö sem skrifstofuhúsnæöi. Verö 23—25 millj., útb. 15 millj. Vantar — vantar Höfum kaupanda aó einbýlishúsi eöa raóhúsi í Hafnarfiröi eöa Garðabæ. Góö útb. í boöi fyrir rétta eign. Höfum kaupanda aö 2ja—3ja herb. nýlegri íbúö í Reykjavík, ■ staögreiösla. I Vantar einnig allar stæröir íbúða, einbýlishúsa og raðhúsa í I Reykjavík, Hafnarfiröi, Kópavogi og Garðabæ á söluskrá. I Hringiö strax í dag og látiö skrá íbúöina. Jón Rafnar heimasími 52844 JL Guömundur Þóröarson hdl. A SIMAR 21150-21370 S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS L0GM J0H Þ0RÐARS0N HDL Til sölu og sýnis m.a.: Úrvals íbúd í Neöra Breiðholti 3ja herb. á 1. hæð um 95 fm viö Kóngsbakka. Fullgerð. Sér Þvottahús. Sólverönd. Sér lóö. Frágengin sameign. Stór geymsla í kjallara. Endurnýjuö viö Skólavöröustíg 4ra herb. rishæö um 110 fm í vel byggóu steinhúsi. sér hitaveita. Harðviöur. Stórar suöursvalir. Fullgerð íbúð við Hrafnhóla 4ra herb. á 4. hæð um 100 fm í háhýsi. Danfosskerfi. Mikiö útsýni. Verö aöeins kr. 24 millj. Útb. aöeins kr. 18 millj. Raðhús við Jöklasel í smíðum rúmir 140 fm. Bílskúr um 24 fm. Byggjandi Húni s.f. Afhent frágengiö utan, járn á þaki, gler í gluggum, útihurðir, svalahuröir og bílskúrshuröir fylgja. Ræktuð lóð. Besta verð á markaönum í dag. í vesturborginni óskast 4ra herb. eöa lítil 5 herb. sér hæö. Skipti möguleg á sér hæö með risi á Högunum (5 til 6 herb. íbúö) eöa 5 herb. neöri hæö í tvíbýli vestur viö sjóinn. Stórt einbýiishús óskast fyrir innflytjanda í nágr. borgarinnar. AIMENNA FASTEIGNASALAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.