Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1979 15 háskalegra mistaka að loka augunum fyrir þeim grundvall- arsannindum. Þetta var að gefnu tilefni ákveðinna kenn- inga og strauma, sem þá voru uppi í Sovétríkjunum. Það var áreiðanlega mikil nauðsyn á þeim tíma að leggja áherzlu á þetta atriði og raunar enn.“ Þetta er útgefið árið 1961 í bókim Vitund og verund. Er þetta heim- speki? Svari hver, sem vill. — Á síðustu árum hafa Páll Skúlason og Þorsteinn Gylfason látið mest að sér kveða í heimspekilegum umræðum í landinu með bókum og blaðagreinum." En geturðu sagt okkur, hvað er að gerast í hugmyndaheimi Breta? „Hugmyndaheimur er stórt orð og erfitt að vita, hvað við er átt. Og ég er í engri aðstöðu til að staðhæfa neitt um hugmynda- heim Breta yfirleitt. En að svo miklu leyti scm ég hef fylgzt með andlegu lífi f Bretlandi, þá hefur mér þótt það bæði fjörlegt og fróðlegt. Innan heimspekinnar velta menn af miklu fjöri vöng- um yfir og rökræða um greinar- mun sálar og likama, eðli tungu- máls og markmið og tilgang ríkisvalds. Og má nefna tvö ný höfuðrit um siðasttalda efnið, sem eru Anarchy. State, and Utopia eftir Robert Nozick og A Theory of Justice eftir John Rawls. Auk þess er farið ofan í kjölinn á stórvirkjum heimspeki- legra fræða á borð við Siðfræði Aristótelesar og Gagnrýni virkar skynsemi eftir Kant. En þetta telst eflaust engum tíðindum sæta. Menn geta efazt um, hvort það efni, sem birtist í dagblöðum, teljist merki um andlegt líf. En ef dæma má af því og öðru, sem maður les, þá er bersýnilegt, að í umræðum um stjórnmál er frjáls- hyggjan í mikilli sókn, en ný- vinstrihreyfingin á miklu undan- haldi. Meginstoð nývinstrihreyf- ingarinnar í stúdentabyltingum síðasta áratugs var rit Hcrberts Marcuse. Og ég held fylgismenn hans megi vera fegnir, að hann er nánast fallin í gleymsku, svo að þeir geta snúið sér að því að svara Milton Friedman, en hætt að rýna í rúnir meistarans. Það er þó ævinlega ljóst, hvað Friedman og aðrir talsmenn frjálshyggjunnar eins og von Mises og Hayek eru að segja. En rit Marcuse eru slík ruglandi, að það er ekki einu sinni hægt að vera honum ósammála." Hvers vegna er frálshyggjan í sókn í Bretlandi? „I fræðilegum rökræðum er ástæðan einfaldlega sú, að komið hafa fram skarpari málsvarar hennar en til höfðu verið um nokkurt skeið. Ástæðan til þess, að hún nær slíkum áhrifum, sem raun ber vitni um, er sú, að velferðarríki Vesturlanda hafa verið í miklum þrengingum á síðustu árum og gömlu úrræðin, þ.e. aukin ríkisafskipti af efna- hagslífinu, til að leyfa úr verð- bólgu og atvinnuleyfi dugðu ekki lengur. Og einn drjúgur þáttur í . vexti og viðgangi borgaralegra viðhorfa nú síðustu árin eru þær skelfingar, sem hafa gengið yfir Indókína og eru afleiðingar þeirr- ar þjóðernis-jafnaðarstefnu, sem bæði Pol Pot og Ho Chi Minh fylgdu. Það er því eðlilegt menn spyrji nú: Var það þetta, sem barizt var fyrir með öllum mót- mælunum gegn stríðsrekstri Bandaríkjamanna í Víetnam? Eina yfirgripsmikla spurningu að lokum: Hvaða heimspekingar skara að þínum dómi fram úr, þegar litið er yfir hugmyndasögu Vesturlanda? „Eiginlega ætti ég ekki að svara þessari spurningu, því að það er ekki hægt. En ég get sagt þér, hvaða heimspekingum ég hef dá- læti á umfram aðra. Það eru Platón og Kant. Ég fæ það ævin- lega á tilfinninguna, þótt með ólíkum hætti sé, þegar ég les eftir annan hvorn þeirra, að þeir hafi verið agaðir, siðaðir og menntaðir menn. Það er ef til vill ofurlítíl von til þess, að maður verði það sjálfur, ef maður leggur það á sig að brjóta hugsun þeirra og kenn- ingar til mergjar." Ferðaleikhúsið með sýningar á ensku í 10 ár Ferðaleikhúsið sýndi LIGHT NIGHTS á föstudagskvöld kl. 21.00 í ráðstefnusal Loftleiðahótels og var það 20. sýning á LIGHT JÍIGTHS á þessu sumri. Tíu ár eru nú liðin frá því Ferðaleikhúsið hóf leiksýningar á ensku. en leikhúsið hefur nú starf- að í 14 ár. Fyrstu árin eingöngu fyrir fslendinga en síðar einnig til að kynna íslensk verk á ensku. Þetta er 12. uppfærslan á LIGHT NIGHTS og er frábrugðin þeim fyrri þar sem þjóðlagatónlist og leikhljóð eru nú flutt af hljómflutningstækj- um og skyggnur eftir teikningum og myndum íslenskra listamenna eru nú sýndar í fyrsta sinn. 28 atriði eru á dagskrá LIGHT NIGHTS, má þar nefna gamlar gamanfrásagnir, kvæðaflutning, þjóðsögur af álfum, draugum og tröllum, lesið úr Egilssögu, og íslensk þjóðlög leikin og sungin. Kristín G. Magnús, leikkona flytur allt talað mál á sýningunni. Gunnar Reynir Sveinsson hefur gert leik- hljóð og annast upptöku á tónlist. Ljósum, skyggnum og hljómflutn- ingstækjum er stjórnað af Magnúsi S. Halldórssyni. í forsal að ráð- stefnusal Loftleiðahótels hefur Kjartan Guðjónsson, listmálari, sýn- ingu á nokkrum teikningum úr Sturlungu í tilefni sýningar LIGHT NIGHTS. Stofnendur og eigendur Ferðaleikhússins eru Halldór Snorrason og Kristín G. Magnús. Síðasta sýning á LIGHT NIGHTS á þessu sumri verður föstudag 31. ágúst. AUOBREKKU 44-46 - KÓPAVOGI - SÍMI 42600 árgerð Skoda Amigo á gamla verðinu. Aðeins 50 bílar til ráðstöfunar. Tilboð sem aðeins stendur skamma stund og verður ekki endurtekið. Grípið tœkifœrið og tryggið ykkur nýjan Skoda Amigo strax Verð frá kr. 2.195.000. JÖFUR hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.