Morgunblaðið - 28.08.1979, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 28.08.1979, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1979 11 Mikið byggt á ísafirði Mikið áiag er nú á mönnum í byggingariðnaði á ísafirði. Er jafnvel svo að sumir iðnaðarmenn eru hættir að taka við verkbeiðnum og er margra mánaða bið eftir að fá jafnvel smá verk unnin. bó er eftirspurn eftir húsnæði óskapleg og er nánast slegist um hvern fermetra sem losnar. Fréttaritari Morgunblaðsins leit við hjá byggingarfulltrúanum á ísafirði Bjarna Jenssyni og fékk hjá honum þær upplýsingar, að nú væru í smíðum rúmlega 100 íbúðir auk 15—20 húsa undir alls konar atvinnu- og þjónustustarfsemi. Á fjarðarsvæðinu eru nú í smíðum 42 einbýlishús, auk þess sem nýlega var úthlutað 4 lóðum við Sunnuholt og er þar með búið að úthluta öllum einbýlishúsalóðum á þvi svæði. Þá eru þar í smíðum 16 íbúðir í fjölbýlishúsum og 13 í raðhúsum. Áætlað er að i þessu hverfi fullbyggðu búi um 550 manns. Næsti áfangi á fjarðarsvæðinu er svokallað Seljalandshverfi milli Seljalands og Tunguskógar. Reiknað er með, að byrjað verði á byggingum þar næsta sumar. Þar hefur verið skipulagt hverfi fyrir 1000 manns. I hlíðinni upp af eyrinni er verið að byggja 4 einbýlishús og 12 raðhús og í Hnífsdal eru í smíðum 9 einbýl- ishús 8 íbúðir í fjölbýlishúsi og þrjú raðhús. Stærstu byggingarnar í smíður^ auk íbúðarhúsnæðis eru 27.000 m sjúkrahús, sem nú er fokhelt, skólahús fyrir menntaskólann, sem er verið að byrja á, 5 hæða hótelbygging á vegum Hótels Isa- fjarðar h.f., 12.000 m3 hafnarhús þar sem 5—6 fyrirtæki verða til húsa, lokaáfangi húss Vestra h.f. (ísfirðingshúsið), fiskvinnsluhús Niðursuðuverksmiðjuna h.f. og Rækjustöðina h.f., 32 íbúða fjölbýlishús fyrir aldraða við gamla blómagarðinn, dagheimili, bensínstöð o.fl. Þá er unnið við byggingu íþróttavallarhuss við íþrottasvæði á Torfnesi, en þar eru jafnframt í vinnslu tveir fótboltavellir, annar gras- hinn malarvöllur. Nú er verið að undirbúa lagn- ingu olíumalar á margar götur hér og gert er ráð fyrir að á næsta eða þarnæsta ári verði lagt malbik á meiriháttar umferðargötur. Þá fengust þær upplýsingar hjá Ein- ari Árnasyni skrifstofustjóra hjá Vesttaki h.f. sem rekur steypu- stöðina hér að mikil vinna væri hjá þeim. Steypustöðin er nú orðin vel búin tækjum, með 5 steypu- bíla, kranabíl og steypudælubíl, en hann var tekinn í notkun í vor. Á síðasta vori tóku þeir í notkun sementssíló það fyrsta utan Faxa- flóasvæðisins. Tekur það 700—800 tonn af sementi, er það mjög til bóta að geta fengið Skeiðfaxa að uppfyllingu við stöðina þar sem sementinu er dælt beint í sílóið. Allt malarefni sem notað er í byggingar er tekið af sjávarbotni í Pollinum. Var dæluskipið Perla hér í vor og dældi þá upp 18.000 m3 af möl. Hefur efni þetta reynst vel. Steypustöðin þjónar einnig nágrannabyggðunum s.s. Bolung- arvík, Súðavík, Suðureyri og Flat- eyri. Úlfar. Ágústbifreiðin í Happdrætti D.A.S. Ágústbifreiðin í Ilappdrætti D.A.S. Mazda 929 L Station, kom á miða nr. 889 og er eigandinn Katrín Elíasdóttir að taka hér við bíllyklinum úr hendi framkvæmdastjóra happdrættisins Baldvini Jónssyni. Bretar státa sigaf Nimrod Wooford, 23. ágúst —AP. Brezki flugherinn fékk í dag fyrstu vélina af 32 lengdum Nimrodþotum. Þotunum hefur verið breytt og flugherinn heldur því fram að um borð í þotunum séu fullkomnustu kafbátarleitar- tæki í heiminum. Tæki Nimrod geta fundið kafbáta í mun meiri fjarlægð en nú tíðkast. Nimrod- þoturnar munu meðal annars gæta brezku landhelginnar, bæði olíuborpallana á Norðursjó og fiskimiða undan ströndum Bret- lands. Nokkur þeirra húsa, sem eru í byggingu í Holtahverfi, en það er nú að verða fullbyggt. (Ljósm. Úlfar). ÞANYR MAZDA818 STATION ÁRGERD1973... ... var bensíneyðsla 6,9 I per 100 km. Nú 6 árum og 200 þús km. síðar er eyðsla 7,4 1 per 100 km. og vél aldrei tekin upp. Þetta er ekkert einsdæmi. Allir Mazda bílar nýir og gamlir eyða mjög litlu bensíni. En það er ekki nóg að bílar eyði litlu bensíni, Mazda bílar hafa lágmarks bilanatíðni allra bíla á Islandi. BÍLABORG HF Smiöshöföa 23, sími 81299.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.