Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1979 45 ða&t u k J í ; % I.r k [ ? H ! HTwTv; VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100 KL. 10 — 11 FRÁ MÁNUDEGI innar. Þetta þjóðar-krabbamein hefur nú loks verið úrskurðað sem sjúkdómur og er það vonum seinna, því hvað er það annað en sjúkdómur og hann bráðsmitandi líkt og berklarnir voru, því þarf að leggja fram alla þá orku er fáanleg er til þess að fá hann læknaðan. Áfengissjúkdóminn mætti nefna svarta dauða og er sú nafngift vel við hæfi. Ef við ætlum að lifa frjálsu lífi í landi okkar, verður tafarlaust að herða sjúk- dómsvarnir með lækningu og fyrirbyggjandi aðgerðum. En mitt í svartnætti svartadauðans sér í sólskinsblett. Samtök A.A. manna er fyrsti vísir að samhjálp er mynduð er hér. Síðar koma S.Á.Á. menn fram á sjón- arsviðið og loks Freeportklúbb- urinn. Samtakamáttur þessara þriggja aðila hefur kveikt vonarn- eista hjá þeim er þjáðir eru, því þarna er á ferð nokkuð sem vert er að veita athygli. Sólarbletturinn hefur stækkað í höndum og huga þessara aðila og á vonandi eftir að verða lýsandi stjarna allra þeirra er sjá vilja. Þökk sé þeim er opnað hafa þessa útgönguleið og biðjum þess að allir er þess þurfa megi ganga mót geislanum og inn í betra og hamingjuríkara líf. Opn- ið aðaldyr heimila ykkar og hleyp- ið inn friði og hamingju kærleika, en um bakdyrnar ættuð þið að hleypa út öllu því er angrað hefur hug og hjarta. Eftir þessar að- gerðir væri gott að hugleiða hvort betra er það sem inn kom eða það sem út fór. 14. ágúst voru okkur sýndar í sjónvarpi myndir af nokkrum húsgrunnum í Reykjavík er voru á fyrsta byggingarstigi en stóðu óhreyfðir í sumar sökum fjárskorts. Er ég leit myndir þessar varð mér hugsað til þeirra gífurlegu fjármuna er runnið höfðu út í sandinn um verslun- armannahelgina, áreiðanlega hefði mátt ljúka byggingu á einu eða jafnvel tveimur af þessum húsum fyrir það fé sem þá eyddist. Þá leitar á hugann sú spurning, kemur ferðafólkið heim hvílt og ánægt eða þreytt og vansælt? Einnig birtist þennan sama dag grein í Morgunblaðinu er bar yfirskrift- ina „Nokkur orð til íhugunar" eftir sr. Sverri Haraldsson. Teng- ist hún þeim hugleiðingum um áfengisvandann er hér hefur verið sett á blað. Næsti ógnvaldur er í hlaðvarp- anum, eiturlyfin. Bregðumst skjótt við, látum hann ekki fella of mikið af æskufólki okkar. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Laufey Tryggvadóttir Þessir hringdu . . . • Leikaraskapur Kona hringdi til Velvakanda og vildi koma eftirfarandi þremur atriðum á framfæri: „Ég furða mig oft á því að nú á tíma olíukreppu eru strætisvagn- ar SVR oft í gangi langtímum saman þótt þeir standi kyrrir og eyða þar af leiðandi olíu þar sem ekki þyrfti. Ég tala nú ekki um þetta rall sem var haldið. Maður furðar sig á svoleiðis leikaraskap gagnvart orkuneyslu og mengun. Ég bý nálægt sjó og alltaf ef áttin stendur frá bænum má vel finna þvílíka mengun leggur af bílunum þar sem loftið er mun tærara ef vind leggur af sjó. Þá langar mig til að þakka útvarpinu fyrir það að hér um daginn flutti það góða íslenska tónlist í stað þess poppgargs sem oft á tíðum hljómar þar. Og að lokum vildi ég þakka Hilmari SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á heimsmeistaramóti unglinga í Skien í Noregi um daginn kom þessi staða upp í skák þeirra Wiedenkellers, Noregi, og Ma Hong Dings, kínverska alþýðulýð- veldinu, sem hafði svart og átti leik. Kínverjinn, sem hafði haft gjörtapað tafl lengst af, sá sér nú skyndilega leik á borði. 37.... Re3+!, 38. Dxe3 (eina leiðin til þess að forðast mát, því að eftir 38. Hxe3, Hcl+, 39. Ke2, H8c2 er öllu lokið.) dxe3, 39. Hxe3, Hcl+ og hvítur gafst upp. Jónssyni fyrir að bera skjöld fyrir Árna Helgason." • Hvaða upp- lýsingar B.B. hringdi til Velvakanda: „Mig langar til að spyrja ríkisútvarpið hvað það er sem við, sem borgum afnotagjöld sjón- varps og útvarps, förum á mis við. Það er sífellt verið að auglýsa að þeir sem ekki hafi borgað afnota- gjöldin í Borgarfirði séu beðnir að gera það nú þegar og að fulltrúi ríkisútvarpsins sé til viðtals á Hótel Borgarnesi. Mig langar til að vita hvaða upplýsingar það eru sem þetta fólk fær en við sem borgum fáum ekki.“ • Leiðrétting Sú villa slæddist inn í pistil sem hafður var eftir Valgeiri Þormar s.l. sunnudag að missagt var að Bessastaðaá hefði aldrei verið farin á bílum. Mun það ekki vera rétt og eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þessari villu. HÖGNI HREKKVÍSI Minning: Árni Björn Árnason fyrrum héraðslœknir í Grindavík Fæddur 18. október 1902 Dáinn 15. ágúst 1979 Þegar vinur okkar, Árni læknir, er horfinn, langar okkur til þess að minnast hans nokkrum orðum. Raunar er undarlegt að tala um það, að hann sé farinn, því hann var alltaf á sínum stað eins og Kaldbakurinn eða Höfðinn, sem standa traustan vörð og skýla þessu byggðarlagi. Hér var hann ávallt reiðubúinn að hlýða kallij ef einhver veiktist eða slasaðist. I Höfðahverfislækn- ishéraði hafði hann starfað í meira en fjörutíu ár og héðan vildi hann alls ekki fara. Það hefur alltaf verið tilhlökkunarefni, þeg- ar við höfum fengið að fara með pabba og mömmu í messuferðir út í Grenivík. Eftir messu var okkur ævinlega boðið inn á læknissetrið. Frú Kristín hafði búið kaffiborð hlaðið ljúffengum kökum og hjón- in gættu þess bæði, að enginn yrði út undan. Þarna vorum við börnin ekki látin bíða eða sett fram í eldhús, heldur áttum við að vera þátttakendur í borðhaldi og sam- ræðum. Gamli læknirinn okkar kunni þá list til hlítar að tala við börn og tók því með undraverðri þolinmæði, ef einhver varð óþarf- lega hávær eða tiltektasamur. Þau yngstu áttu það til að toga hann með sér fram á lækningastofu. í neðstu skúffunni á vinnuborðinu þar var nefnilega stærðar súkku- laðipakki, sem hafði þá náttúru, að hann var aldrei búinn, hvernig sem klipið var af. Oft voru mol- arnir stórir og ekki síst, ef lítið fólk var komið í alvarlegum erindagjörðum. Þá gleymdist töngin eða sprautan alveg, því læknirinn opnaði skúffuna og brosti þessu uppörvandi brosi, sem allir góðir læknar hafa, þeir, sem skilja fólk vel eins og Árni Björn. í barnaskólanum á Greni- vík var hann prófdómari á vorin og hafði sín góðu áhrif á okkur, svo skuggar prófkvíðans voru hraktir á brott. Hann þekkti hvern einasta mann í læknishér- aði sínu og hefði því ekki þurft að rita sjúkrasögu neins á spjald- skrá. Þær varðveitti hann í höfð- inu. En fullorðna fólkið segir okkur, að hann hafi verið ná- kvæmur embættismaður eins og faðir hans, séra Árni í Görðum, og gætt þess að hafa allar skýrslur í lagi. Hann hafði verið þrekmenni og afburða duglegur ferðamaður, enda þjónaði hann afskekktum byggðarlögum, sem nú eru komin í eyði bæði Fjörðum og Látra- strönd. Þá sá hann og um læknis- þjónustu í Hrísey um árabil. Við erum auðvitað ekki orðin nógu gömul til þess að segja sögu þessa athyglisverða manns, en vonum að einhverjir kunnugir verði tií þess. Hann átti til skálda að telja og við kunnum fögur ljóð eftir móður- bróður hans, Jóhann Sigurjóns- son. Árni hafði viðkvæma lund eins og mörg skáld og listamenn, en í hugum okkar er hann ímynd læknisins, sem aldrei bregst þeirri hugsjón sinni að vaka yfir lífi og heilsu þeirra, sem hann er kallað- ur til að þjóna. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Árna Birni og biðjum góðan Guð að hugga Kristínu og ástvini þeirra alla, þegar stóllinn hans er orðinn auður. Börnin í Laufási við Eyjafjörð. Spælimennirnir leika í Norræna húsinu í kvöld SPÆLIMENNIRNIR frá Hoydöl- um halda tónleika í Norræna húsinu í kvöld, klukkan 20.30. Kristian Blak stofnaði Spæli- mennina í Hoydölum við mennta- skólann í Hoydalar í Þórshöfn í Færeyjum árið 1974. Upphaflega var hljómsveitin aðeins tengd skólanum , en smám saman - kkaði hljómsveitin með þátt- t öku tónlistarmanna utan skólans, og nú er hún miðpunktur þjóðlegr- ar danstónlistar í Færeyjum. Spælimennirnir hafa haldið fjölda tónleika og dansleikja í Færeyj- um, Orkneyjum og á Hjaltlands- eyjum. Á síðasta ári fór hljóm- sveitin til Bandaríkjanna, og í ár hefur hún meðal annars komið fram á þjóðlegum tónlistarhátíð- um í Hróarskeldu, Skagen og á Bornhólmi í Danmörku. Nú er flokkurinn á leið til Bandaríkjanna, þar sem hann mun dvelja í sex vikur við tón- leika- og dansleikjahald. í þeirri ferð skipa hljómsveitina þessir einstaklingar: ívar Bærentsen, sem leikur á gítar og fiðlu, Janne Danielsson leikur á fiðlu, Sharon Weiss leikur á flautur og slagverk, og Kristian Blak á píanó. Spælimennirnir í Hoydölum frá Færeyjum halda tónleika í Norræna húsinu f kvöld, þriðjudagskvöld. Illjómsveitin sem nú er á leið til tónleikahalds f Bandarfkjunum, hefur meðal annars gefið út tvær stórar hljómplötur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.