Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1979 Asgerður Jónsdóttir: Skoðanakannanir, lýðræðis- garpar, ríkisútvarpið og fleira íslendingar hafa orð fyrir að vera sundurlyndir. Nú hefur brugðið til nýrrar áttar í þessu efni. Fyrirtækið Hagvangur gerði fyrir skömmu skoðanakönnun fyrir ríkisútvarpið um það, hvort menn hlustuðu á sígilda tónlist í útvarpi. Og sjá! Svarið er tvímælalaust.. Hlustendur sígildr- ar tónlistar eru 0,0. (Samkvæmt blaðafregnum) Könnunarúrtakið virðist sem sagt leiða í ljós, að sígild tónlist eigi ekkert erindi í ríkisútvarpið. Síðan niðurstaða könnunarinnar var birt hafa glaðbeittir blekbusar mælt fyrir því, að nú skuli lokið yfirgangi og áþján vel menntaðra tónlistar- manna við ríkisútvarpið. Nú skuli þar ríkja „lýðræði" og fylgt niður- stöðu Hagvangskönnunar í tón- listarmálum. Sem betur fer hefur þessi könnun orðið til þess, að ýmsir hafa staldrað við og farið að íhuga þessi mál og spyrja spurn- inga. 1) Hverjir voru útvaldir til þess að gera þessa könnun? 2) Til hverra sneru þeir erindi sínu? 3) Höfðu þeir einhverja reglu eða „prinsip" í því vali? 4) Gerðu þeir sér grein fyrir því fyrir fram, að takmörkuð könnun í takmörkuðum hópi getur verið mjög villandi og beinlínis fárán- leg, þegar niðurstaðan er notuð sem upphrópunarmerki um lýð- ræði? Ég vænti þess, að þeir, sem að könnuninni stóðu geti svarað þess- um spurningum svo að maður verði e.t.v. einhverju nær um gildi hennar og marktækni. — Eigi að síður ætla ég að leyfa mér að gera mínar eigin ályktanir um þessa könnun, niðurstöðu hennar og afleiðingar, ef eftir henni væri farið og mun þá hafa fyrr greinda spurningar til hliðsjónar. 1) Ég ber ekki brigður á það, að könnunarmenn hafi verið verki sínu vaxnir. Hitt finnst mér líklegt, að unnendur sígildrar tónlistar hafi ekki verið þeirra á meðal. 2) Ég get mér þess til að könnunarmenn hafi ætlað að slá margar og stórar flugur í einu höggi og leitað fanga í fjölmenni. Þeir gætu hafa komið inn í áætlunarbíl þar sem bílstjór- inn, eftir að hafa selt farþega farmiða fyrir dýra dóma, ætlar að æra hann með hávaða þ.e.a.s. „tónlist“ frá sterkum síglymjandi hátölurum. Farþeginn sigur stjarfur og sambandslaus við sjálfan sig og aðra og reynir að stilla sálar- tötrið á tilfinningatóm. Og það tekst kannske þar til í hávaðan- um heyrast e.t.v. tónar úr Moment musical eða vorsónötu Beethovens útblásnir og stríðþandir í þessum grófu freku hátölurum. Þá raskast sálartómið. Ef könnunarmenn spyrja nú þennan farþega hlýtur hann, í vanlíðan sinni að frábiðja sér sígilda tónlist. Það er ofur skiljanlegt. í annan stað gætu könnunar- menn hafa leitað inn á fjöl- menna vinnustaði s.s. verk- stæði, verksmiðjur, frystihús o.fl., þar sem menn leitast við að eyða tómi tilbreytingalausr- ar vinnu með háværri tónlist, sem þeir hlusta naumast á heldur skynja sem uppfyllingu. Enginn unnandi sígildrar tón- listar, og þeir gætu verið margir á hverjum vinnustað, viil hlýða á hana við yfir og undirleik háværra véla. Þeir vita að hún krefst áheyrnar, sem ekki er möguleg. Éinnig þeir munu frábiðja sér hana á staðnum. Þá gætu könnunarmenn hafa sent spurningalista eða gengið í hús í Reykjavík og víðar um landið. Ég hef spurst fyrir meðal kunningja minna bæði í Reykjavík og út um land. Eng- inn þeirra hefur verið ávarp- aður í könnunar skyni, og heldur enginn, sem þeir þekkja a.m.k. ekki svo þeir viti. Og öllum kom þeim þessi skoðana- könnun og niðurstaða hennar á Ásgerður Jónsdóttir. óvart. Það er m.a. fyrir áeggjan þeirra, að ég er að bera mig að skrifa um þetta mál. Þessi ókunnugleiki gæti e.t.v. bent á eitthvert „prinsip" í könnun- inni? (3. sp) Og enn gætu könnunarmenn hafa gengið inn tízkufata- verzlun, leitað álits og fengið rökstudda afneitun sígildrar tónlistar, því til er önnur tón- list ólíkt nothæfari til þess að trylla ráð og rænu frá gestum eins og tröllin gerðu forðum, er þau náðu í mennska menn. Sumar þessar verslanir hafa nú tekið sér það „lýðræði" í hönd að úthella hávaða sínum yfir nærliggjandi svæði, svo að hvorki er þar svefnfriður, vinnufriður, samtalsfriður eða sálarfirður. Ef einstaklingur orsakaði slíkan gauragang á almannafæri væri hann umsvifalaust tekinn úr umferð sem óhæfur samborgari. 4) Þá er komið að lýðræðisþætti Hagvangskönnunar. (þ.e. afleiðinguum hennar) Orðið lýður hefur tvenns konar merk- ingu í íslenzku máli. (sjá orðabók) 1) Jákvæða merkingu: lýður þ.e. þjóðin „almenningur." „meðan þín mál lætur vort láð lýði og byggðum halda", segir Hallgrímur Pétursson. 2) Neikvæða merkingu: lýður þ.e. skríll. Þeir sem líta svo á að niður- staða títtnefndrar könnunar sé jafnframt krafa um lýðræði, þurfa að geta gert sér og öðrum grein fyrir því, hvaða lýður eigi að ráða þar fyrir. Það getur ekki verið lýður^ -þjóðin, því að til hennar hefur ekki verið leitað sem slíkrar. Um lýð2) hinn neikvæða, langar mig hvorki til að ræða eða tengja þessu máli. Það getur hann sjálfur gert, ef hann er til. Ég vona að mér hafi, í framan- rituðu máli, tekist það, sem ég vildi gera: Að leiða rök eða líkur að því, að skoðanakönnun Hag- vangs getur ekki, vegna tak- mörkunar, leitt í ljós neinn stóra- sannleik um tónlistarsmekk út- varpshlustenda, þó að hún sé rétt unnin svo langt sem hún nær. Enn fremur — og ekki síður — er mér í mun að benda á, að það er ill og ósæmileg meðferð á jafn mikil- vægu og göfugu hugtaki eins og lýðræði að veifa því eins og gunnfána yfir jafn véfengjan- legum niðurstöðum eins og hér um ræðir. Við þurfum að umgangast þetta orð, lýðræði, með meiri virðingu og tillitssemi en nú er gert og nota það ekki til bragð- bætis hvaða málefni sem er. Þá hætta menn að skilja raunveru- lega merkingu þess. Nú langar mig að víkja að sjálfi ríkisútvarpinu, sem hver og einn þykist hafa óskoraðan rétt til að skamma og heimta af þénustu við sig — og helst sig einan — af því að hann hefur greitt smávægilegt gjald (ef hann hefur þá gert það) til þessarar yfirlætislausu stofn- unar, sem reynir að gera öllum til hæfis og tekst það furðanlega vel þegar að er gáð. Einhverjir munu ófúsir að viðurkenna þetta, þar sem þeir hafa ekki fengið allan vilja sinn, svo og þeir, sem þurfa að láta skemmta sér allan sólar- hringinn. Ég hef löngum verið tryggur hlustandi ríkisútvarpsins. Mér þykir vænt um það og fylgist með gerðum þess og breytingum. Mér þykja þær kannski ekki allar til batnaðar en það er annaö mál. Það væri líka til mikils mælst. Ríkisútvarpið hefur bæði fyrr og síðar reynt að fylgjast með vilja og viðbrögðum hlustenda og leggja línur í dagskrá samkvæmt því. Þetta gerist m.a. með alls konar viðtalsþáttum. Þeir eiga það sameiginlegt, að þegar talið berst að tónlist kjósa flestir viðmælendur „létta tónlist", sem er reyndar mjög óafmarkað hug- tak, þar sem létt tónlist getur jafnframt verið sígild tónlist eða öfugt. Að öðru leyti eru þessir þættir mjög misjafnir að gerð og gæðum, málfari og tillögum, ef hægt er að nefna orðvaðal sumra manna því nafni. Mér eru tveir slíkir þættir einkar minnisstæðir. Fyrir á.a.g. tveimur árum hafði Bessý Jóhannsdóttir nokkra dægurmálaþætti í ríkisútvarpinu undir einhverju dægurmálanafni. í síöasta þættinum fór hún í heimsókn í Vesturbæjarsundlaug og spurði gesti um álit þeirra og tillögur um breytingu útvarpsdag- skrár frá vetri til sumars. Menn voru fremur fálátir og álitsdaufir, hlustuðu lítið á útvarp. Nokkrir lögðu þó eitthvað til málanna m.a. létta tónlist. Hinn síðasti, sem spurður var svaraði að af bragði, að hann hlustaði aldrei á útvarp. Hann marg-endurtók þetta jafn- framt því sem hann ámælti út- varpinu fyrir leiðinlega dagskrá. Frúin vildi ekki sleppa honum við að nefna einhverjar breytingatil- lögur við dagskrá útvarpsins, sem hann kvaðst þó ekki hlusta á. Jú, hann vildi „meira af léttri tónlist" til þess að heyra á ferðalögum án þess að hlusta. Samtalið var lengra og í sömu veru. Hinn þátturinn var í vetur. Morgun- póstsmenn ræddu við stúlku í Menntaskólanum á Akureyri. Hún óð elginn og viðhafði stór orð og frekjuleg þá áþján, sem útvarpið leiddi yfir hlustendur með „sinfóníugauli", og annarri sígildri tónlist. Hún nefndi m.a.s. einhverja tíma dagsins, sem væru verri en aðrir í þessu tilliti.. í samtalinu kom fram, að á þeim tíma, sem hún kvartaði mest um „sinfóníugaul" eru yfirleitt ekki leiknar sinfóníur.. Auk þess var það sennilegur skólatími hennar. Mér virtist hún þekkja illa þá dagskrá, sem hún var að fordæma. En morgunpóstsmenn þögðu eins og heilög kýr hefði opnað ginið. Og þegar umrædd umgmey fullyrti með því nokkrum þjósti, að tiltek- inn hlutur „væri bara sjáfsögð þjónusta útvarpsins" t.d. við hana, sem aldrei hefur greitt eyris virði til þess og sennilega engrar opin- berrar þjónustu, þá þögðu morgunpóstsmenn enn. Þvílík hógværð. Ég hef þann metnað fyrir ríkisútvarpið, að ég vil ekki láta bjóða starfsmönnum þess hvaða heimsku og ósvífni sem er. Nú býst ég við að lesendum þessa máls, ef einhverjir eru, þyki ég vera komin í mótsögn við sjálfa mig, þar sem ég í fyrri hluta þessarar greinar vefengi niður- stöðugildi Hagvangskönnunar um sígilda tónlist en tíunda í síðari hlutanum dæmi um sókn í létta tónlist. Svo er þó ekki. í báðum tilvikum ræður val viðmælenda svörum — og sennilega spyrjenda einnig. Ég þekki margt fólk, sem hlustar á sígilda tónlist, þegar boðið er upp á slíka þætti í útvarpinu, en það gerist nú því miður æ sjaldgæfara, m.a. tón- leika Sinfóníuhljómsveitar íslands. Þetta fólk hefur ekki verið spurt um álit og það tranar sér ekki fram með stóryrðum. Fyrir þess hönd legg ég hér með fram eindregna ósk um meiri sígilda tónlist í útvarpinu, einkum um helgar. Ég nefndi fyrr, að ríkisútvarpið reyndi eftir ýmsum leiðum að skynja vilja hlustenda og aðlaga sig honum. Það er bæði skylda þess og lífsnauðsyn. Það hefur þegar sveigt sig fagurlega í átt til „léttmetisneytenda", með skír- skotum til útvarpsdagskrár í dag, 4. ágúst 1979. En ég vona að það gangi aldrei svo langt að það láti stjórnast af haldlitlum skoðana- könnunum eða upphlaupum fólks, sem vill nota útvarpið til skarkalamengunar en ekki til þess að hlusta á það og veit naumast hvað þar fer fram. Komi sá dagur má búast við að ýmsir láti innsigla útvarpstæki sín. Þeir hafa þá ekki not fyrir þau langur. Ríkisútvarpið hefur verið bezti og þarfasti vinur þjóðarinnar frá stofnun þess. Það hefur skemmt henni og fjölfrætt hana meira en nokkur önnur stofnun. Flutt henni traustari heimildir um innlenda, og erlenda viðburði en aðrir fjöl- miðlar. Agað málfar hennar og eflt málfarsáhuga. Kynnt henni listamenn í tali og tónum. Sá hlutur mætti aukast verulega, einkum hjá sjónvarpinu, því við eigum fjölda listamanna, sem bíður eftir því að leggja sitt af mörkum. Þáttur ríkisútvarpsins í hverju heimili er svo samgróinn því, að við tökum ekki eftir honum nema útvarpið bili. Það er því átakanleg sjón og raun mjög víða á Norð- austurlandi nú síðari ár að vita menn neyðast til að afrækja þennan heimilisvin vegna ekki aðeins slæmra heldur alveg óviðunandi hlustunarskilyrða. Ég vona að ríkisútvarpið leggi metn- áð og vilja í að lagfæra þetta, svo að hlustendur þar komist aftur í samband við útvarpið sitt og þá dagskrá, sem það þýður en þurfi ekki að leggja það endanlega á hilluna. Ekki hefur þessi mæta stofnun, ríkisútvarpið, verið ágeng við okkur hlustendur eða aðgangs- frek. Fyrr á árum leyfði hún okkur að heyra þögn. Þá þótti ekki nauðsynlegt að fylla hverja mínútu dagsins með efni. Nú er þögn orðin luxus, sem menn eltast við um allan heim. Mættum við biðja um ögn af honum. Við höfum alltaf verið heppin með starfsmenn ríkisút- varpsins. Þar hafa starfað, ýmist við föst störf eða einstök dag- skrárefni, margir af snjöllustu og skemmtilegustu mönnum þjóðar- innar. Við útvarpshlustendur höfum ætíð fundið, að þessi stofn- un er heiðarleg og trú því hlut- verki, sem henni var í öndverðu ætlað: Að rækta og efla menningu landsmanna. Við viljum mega treysta því, að ríkisútvarpið haldi áfram að rækja þetta hlutverk og vonum að þessi stofnun beri gæfu til þess, hér eftir sem hingað til, að laða til sín mannkostafóik, sem lætur sér annt um sóma hennar og ætlunar- verk. 4. ágúst 1979 Ásgerður Jónsdóttir. Þessar ungu Kópavogstelpur, sem heita Hildur Birgis- dóttir og Linda Þorvaldsdóttir, héldu á dögunum hlutaveltu. Ágóðann, krónur 5.066, létu þær renna til Biindrafélagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.