Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1979 47 Mondale heitir Kínverjum tveimur milljörðum dollara Peking. 27. ágÚBt. Reuter Ballettdansarinn Alexander Godunov, er í síðustu viku baðst hælis sem pólitískur flóttamaður í Bandaríkjunum. ásamt eiginkonu sinni Ludmilu Vlasovu. Myndin var tekin í Montreal fyrir skömmu er Bolshoiballettinn kom þar við á Ameríkuför sinni. Bandarísk yfirvöld bönnuðu flugtak sovézkrar flujfvélar þar sem Ludmila var innanborðs, þar sem grunur lék á að ballerínan hefði verið neydd til þess að halda frá Bandaríkjunum er maður hennar hafði flúið. Endurskoða aðferðir WALTER Mondale varaforseti Bandarfkjanna bauð Kínverjum í dag tveggja milljarða dollara efnahagsaðstoð er dreifðist á fimm ára tímabil. í ræðu er sjónvarpið var í heild frá háskól- anum í Peking, sagði Mondale ennfremur að Bandarfkjamenn væru reiðubúnir að fhuga enn frekari efnahagsaðstoð við Kfnverja og væru athuganir á þvf þegar farnar í gang. Mondale sagði að Bandaríkja- menn hefðu skuldbundið sig til þess að leggja Kínverjum lið í ÞYRLUR sænska sjóhersins og bátar strandgæzlunnar björguðu giftusamlega um 650 manns af ferjunni „Winston Churchill“ sem steytti á skeri við eyjuna Vinga, rétt við Gautaborg á ieið Mka Wattarí látinn llelsinki. 27. ágúst. AP. HINN kunni finnski rithöf- undur, Mika Waltari, lézt í gær eftir erfiða og langa sjúkdómslegu. Waltari var tæplega 71 árs, fæddur í Helsinki 9. september 1908. Waltari var meðlimur í finnsku akademfunni. Waltari varð frægur víða um heim fyrir skáldsögu sína „Egyptinn", en verkinu hefur verið snúið á yfir 20 tungumál og kvikmynd sem byggð var á því naut mikilla vinsælda. Auk Egyptans reit Waltari 22 stór skáldverk, 15 styttri skáldsögur, leikrit og kvæði. í Finnlandi hafa bækur hans selst í um tveimur milljónum eintaka. þeirri efnahagslegu endurreisn sem Kínverjar hefðu ákveðið að takast á hendur. Það þjónaði hagsmunum Bandaríkjanna að Kína væri efnahagslega sterkt ríki. Löndin tvö hefðu einnig ýmsa sameiginlega hernaðarlega hags- muni, og þær þjóðir er hefðu það markmið að veikja eða einangra Kínverja tækju þar með afstöðu er gengi þvert á stefnu og hagsmuni Bandaríkjanna. Mondale varð fyrsti bandaríski leiðtoginn til að ávarpa kínversku þjóðina í beinni sendingu frá 1949, þ.e. frá því að byltingin var gerð. borð voru 587 farþegar og um 100 manna áhöfn er ferjan tók niðri. Það var um klukkan 18 að íslenzkum tíma á sunnudag að ferjan tók niðri og var þá hið versta veður, talsverður sjór, mikill vindur og myrkur. Fimm klukkustundum siðar var búið að flytja alla farþega og flesta áhafnarmeðlimi frá borði, en 35 úr áhöfninni urðu eftir um borð. I fyrstu var sagt að einn farþeg- anna hefði hlotið fótbrot er skipið tók niðri, en það var síðan borið til baka. Ekki greip um sig neinn ótti meðal farþega. Engar skýringar hafa verið gefnar á strandinu, en farþegi sagði í viðtali við fréttastofu að svo hafi virst sem yfirmenn ferj- unnar hefðu reynt að forðast árekstur við flutningaskip er sigldi í veg fyrir ferjuna, með þeim afleiðingum að ferjan steytti á skeri. Winston Churchill er í eigu danska skipafélagsins DFDS og var í morgun hafinn undirbún- ingur að því að ná ferjunni á flot, en um borð í henni eru auk 35 úr áhöfninni, hundruð fólksbifreiða, hjólhýsi og sendibifreiðar. Jerúsalem, 27. ágúst. AP. RÍKISSTJÓRN ísraels íhugar um þessar mundir hvort ástæða sé til þess að breyta um aðferðir í viðureigninni við skæruliða PLO er hafast við í suðurhluta Lfban- ons, að því er áreiðanlegar heim- ildir herma. Moshe Dayan utanríkisráð- herra mun hafa hvatt til þessarar endurskoðunar f ljósi þeirra óvinsælda sem ísraelsmenn hafa hlotið á sfðustu dögum þar sem margir óbreyttir hafa fallið er ísraelsmenn hafa gert árásir á stöðvar skæruliða PLO. ísraelsmenn hafa beitt loftárás- um, stórskotaliðsárásum og árás- um af sjó á búðir skæruliða að undanförnu. Skæruliðar hafa beitt því bragði að hafa stöðvar sínar í þéttbyggðum íbúðarsvæðum, og er það skýringin á hinu hlutfallslega háa mannfalli í röðum óbreyttra borgara. . Áreiðanlegar heimildir segja að bandarísk stjórnvöld hafi sett mikinn þrýsting á ísraels- stjórn að undanförnu í þeim tilgangi að fá ísraela til að hætta aðgerðum sínum gegn skæruliðum PLO. Átti IRA eiturefnin? Dyflinni. 27. ágúst. AP. LÖGREGLA lagði hald á mikið af marijuana sem talið er að hryðjuverkasamtökin IRA hafi smyglað frá Ecuador í þeim tilgangi að afla samtökunum f jár til vopnakaupa. Talið er að sölu- verðmæti eiturefnisins sé um ein milljón sterlingspunda. eða um 830 milljónir íslenzkra. Eiturefnin voru falin innan um banana í farangursrými flutn- ingabifreiðar og hefur svo mikið magn eiturefna ekki verið gert upptækt í einu á írlandi. Talið er að dreifa hafi átt eiturefnunum á markaði í Vestur-Evrópu. V, u T T Veður víða um heim Akureyri 11 léttskýjaó Amsterdam 17 rígning Apena 33 heíðskírt Barcelona 18 alskýjað Berlin 18 skýjað BrUssel 16 skýjað Chicago 25 skýjað Feneyjar 21 léttskýjað Frankfurt 18 skýjað Genf 16 léttskýjað Helsinki 18 heiöskírt Jerúsalem 32 léttskýjað Jóh.borg 20 rigning Kaupm.höfn 13 rigning Las Palmas 23 léttskýjað Lissabon 26 léttskýjað London 19 léttskýjað Loa Angeles 29 heiðskírt Madrfd 32 léttskýjað Málga 25 skýjað Mallorca 28 skýjað Miami 30 rigning Moskva 28 skýjað New York 30 rigning Osló 18 rigning París 18 rigning Reykjavík 13 léttskýjað Riode Janeiro 35 skýjaó Rómaborg 24 heiðskfrt Stokkhólmur 18 skýjað Tel Aviv 3déttskýjað Tókýó 34 heiðskfrt Vancouver 26 léttskýjað Vinarborg 18 skýjað Engan sakaði er ferjan strandaði stokkhóimi. 27. ágúst. ap. sinni til Newcastle í Englandi. Engin slys urðu á fólki. en um TÍSKUSÝNINGAR ALLA VIRKA DAGA KL. 18 OG 21:30, OG KL. 16,18, OG 21:3ð LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA ALÞJOÐLEG VÖRU5ÝNING ^1979 OPNUM KL.3 Þær eru umtalaðar Disco tískusýningarnar — enda ekki nema von. í fyrsta lagi er fatnaðurinn sem sýndur er, allt það nýjasta í íslenskri fataframleiðslu í dag - íöðru lagi hefursýningarfólki sjaldan eða aldrei tekist eins vel að útfæra tískusýningu - og í þriðja lagi er aðstaðan öll eins og þest verður á kosið - stærsti tískusýningarpallur sem reistur hefur verið hérlendis, með disco-ljósagólfi. < Þú hefur að minnsta kosti þrjár góðar ástæður til þess að sjá þessarfrábæru tískusýningar. HEFUR ÞU SEÐ ÞÆR? DISCO TÍSKUSÝNINGARNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.