Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1979 21 jDregið í EM í handbolta: Valur og Víkingur beint í 2. umferð Fram mætir Neistanum í GÆR var dregið í 1. umferð Evrópumótanna í handknattleik og fór athöfnin fram í höfuðstöðv- um Alþjóða handknattleikssam- bandsins í Sviss. í karlaflokki tekur Valur þátt í Evrópukeppni meistaraliða en Víkingur tekur þátt í Evrópu- keppni bikarmeistara. í kvenna- flokki tekur Fram þátt í Evrópu- keppni meistaraliða. Niðurstaðan varð sú að bæði Valur og Víkingur sitja yfir í 1. umferðinni og komast því í 2. umferð án keppni en kvennalið Fram á að leika við Neistann frá Þórshöfn í Færeyjum í 1. umferð. Á fyrri leikur liðanna að fara fram í Færeyjum. Valur og Víkingur sitja yfir í 1. umferðinni vegna góðrar frammi- stöðu í fyrra en þá komst Valur í 16-liða úrslit og Víkingur í 8-liða úrslit, en var þá vikið úr keppni eins og frægt varð á sínum tíma. Þátttökulið eru með fæsta móti í Evrópumótunum að þessu sinni t.d. verða Austur-Evrópuþjóðirnar ekki með vegna Olympíuleikanna snemma næsta sumar. Ættu því að vera talsverðir möguleikar á því fyrvr íslenzku liin að komast langt í keppninni. - SS Handboltamenn flykkjast í HK 1. DEILDAR lið HK í handknatt- leik hefur fengið mikinn flokk leikmanna til liðs við sig fyrir komandi keppnistímabil. Liðið missti aðalmarkaskorarann Stef- án Halldórsson yfir í Val, en ætlar ekki að leggjast í kör fyrir þær sakir einar. Ármann Sverrisson, fyrrum leikmaður með KA og Stjörnunni hefur tilkynnt félagaskipti sín og einnig Örn Jónsson úr Fram, Nói Björnsson markvörður úr Þór frá Akureyri. Kristján Kristjánsson, markaskorari úr Breiðabliki og Jón Ágústsson úr Fylki. Það var helsti höfuðverkur HK á síðasta ári, hversu breiddin í liðinu var lítil, en nú mætti ætla, að HK mæti mun sterkara til leiks heldur en í fyrra. Það hefur einnig heyrst, að Víkingurinn Magnús Guðfinnsson hyggi á félagaskipti í HK, en að svo komnu hefur ekki verið gengið frá því. — gg- Þýzkt félag á höttunum eftir Pétri ÞÝZKT félag, sem sagt er meðal þeirra sterkustu í 1. deildinni í V-Þýzkalandi, hefur mikinn áhuga á að fá Framarann Pétur Ormslev til liðs við sig. Milligöngumenn frá félaginu komu til landsins á föstu- dag og ræddu við stjórnarmenn úr Fram þá um kvöldið. Pétur frétti af þessum þýzku njósnurum dag- inn fyrir úrslitaleikinn og var sú frétt trúlega óþægileg í sambandi við undirbúninginn og einbeit- inguna fyrir leikinn. Ekki hefur fengist uppgefið hvaða lið hér um ræðir, en það vantar nauðsynlega framherja og hafa menn látið sér detta í hug að Schalke 04 kunni að vera hér á ferðinni. • Á myndum þessum má sjá hina óumflýjanlegu gleði og sorg sem fylgir leikjum sem úrslitaleikir eru. Á efri myndinni eru Framarar sigurreifir og Guðmundur Steinsson stjórnar sérstökum klappkór meðan beðið er þess að fyrirliðinn og besti leikmaður vallarins, Ásgeir Elíasson, veiti bikarnum móttöku úr hendi Björgvins Schram. Á neðri myndinni eru Valsmenn allt annað en sáttir við úrslitin enda ætla allir að vinna. En einhver verður að tapa. Sjá nánar um leikinn á bls. 24 og 25. Ljósm.: Emilfa. Pétur og Henning Jensen eru markhæstir í Hollandi PÉTIJR PÉTURSSON var enn á ný á skotskónum um helgina þegar Feyenoord lék á útivelli gegn PSV Eindhoven og gerði jafntefli 2:2. Pétur skoraði fyrra mark liðsins og hefur nú skorað fjögur mörk í þremur leikjum og er markhæsti leikmaður hollensku knattspyrnunnar ásamt Dananum Henning Jensen, sem leikur með Ajax. „Þetta var hörkuleikur gegn Eindhoven," sagði Pétur er við slógum á þráðinn til hans. „Það var uppselt á leikinn, 30 þúsund manns og enn einu sinni fékk Feyenoord flesta áhorfendur. Til gamans má geta þess að aðeins 6 þúsund manns sáu Ajax vinna Go Ahead Eagles 2:1 á heimavelli Ajax. Við tókum forystuna í fyrri hálfleik þegar boltinn kom utan af kantinum, landsliðsmanninum Ernie Brandts tókst ekki að hreinsa og ég fékk boltann einn og óvaldaður og skoraði auðveldlega. Staðan í hálfleik var 1:0 en í seinni hálfleik skoraði Eindhoven tvisv- ar, fyrst van der Kulen úr víta- spyrnu og svo landsliðsmaðurinn Pootlvliet en mark hans var al- gjört rangstöðumark. Iwan Niels- en jafnaði fyrir okkur undir lokin en við áttum að vinna þennan leik miðað við tækifærin, t.d. sleppti dómarinn augljósri vítaspurnu." Pétur lætur sem fyrr mjög vel af dvölinni hjá Feyenoord. Hann hefur náð sér fullkomlega af þeim meiðslum sem höfðu hrjáð hann. Þjálfarinn hefur tekið Pétur af kantinum og sett hann á miðjuna og árangurinn lætur ekki á sér standa, mark í hverjum leik. Hollenskur ferðamálafrömuður, sem var hér á ferð í síðustu viku, lét þau orð falla að Pétur væri nú einn af 2—3 umtöluðustu og þekktustu knattspyrnumönnum Hollands. Á miðvikudagskvöldið leikur Feyenoord við MVV Maastricht á heimavelli en síðan verður gert hlé vegna landsleiks íslands og Hollands á Laugardalsvelli 5. september. „Ég kem heim á sunnudaginn og spila landsleik- inn,“ sagði Pétur. „Hollendingar eiga í basli með að koma saman liði og við eigum að geta staðið okkur vel.“ Samkvæmt upplýsingum Péturs verður skipan hollenska liðsins tilkynnt í þessari viku. Ljóst er að margir af beztu leikmönnum liðs- ins geta ekki spilað með, Jan Peters hjá AZ ’67 er fótbrotinn, Wim Jansen meiddur, Neskeens fær ekki leyfi New York Cosmos til að leika og Johhny Rep getur heldur ekki verið með. Pensen- brink, Ari Haan og Dushbaba, leikmenn Anderlecht, gefa ekki kost á sér og svo má áfram telja. Hitt er þó víst að fyrirliðinn Rudi Krol kemur til íslands og væntan- lega verða Hollendingarnir ekki á flæðiskeri staddir þótt nokkra þekkta kappa vanti í liðið. — SS. Mikil forföll í hollenska liöinu sem mætir íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.