Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1979
Hópferðabílar
8—50 farþega
Kjartan Ingimarsson
sími 86155, 32716.
Verið tilbúin vetrarakstri
með vel stillt Ijós, það
getur gert gæfumuninn.
Sjáum einnig um allar
viðgerðir á Ijósum.
Höfum til luktargler, spegla.
samlokur o.fl. í flestar
gerðir bifreiða.
BRÆÐURNIR ORMSSON HÁ
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820
Varahlutir
ibílvélar
Stimplar,
slífar og hringir
Pakkningar
Vélalegur
Ventlar
Ventilstýringar
Ventiigormar
Undirlyfiur
Knastásar
Tímahjól gg ko* ' ir
Olíudælur
Rokkerarmar
ÆvarR.Kvaran flytur erindi í útvarpi kl. 19.35:
„Er dauðinn endir allr-
ar tilveru mannsins?,,
„Ég mun flytja í útvarpið
þrjú erindi um dauðann, fyrsta
erindið heitir „Er dauðinn end-
ir allrar tilveru mannsins?“,
annað heitir „Höfum við lifað
áður?„ og það þriðja ber nafnið
„Allt bendir til lífs að þessu
loknu,“ sagði Ævar R. Kvaran í
spjalli við Mbl. „Það er enginn
spíritismi í þessum erindum eða
þess háttar, heldur er aðeins
fjallað um staðreyndir.
Læknum og hjúkrunarkonum
hefur verið kennt öldum saman,
að þegar menn deyja sem kallað
er, þ.e. þegar hjartað hættir að
slá, þá tekur það ekki nema
stundarfjórðung, eða þar um bil,
þar til heilinn fær ekki næga
næringu og byrjar að skemmast.
I öllum vísindaritum læknis-
fræðinnar er því lýst að þetta sé
endir tilverunnar. Við eigum öll
eftir að ganga í gegnum þetta, en
þegar þetta á sér stað þá eru
yfirleitt læknar og hjúkrunar-
fólk í kringum hinn deyjandi,
þannig að hinn deyjandi getur
ekki búist við mikilli huggun frá
þeim, enda hefur þeim verið
kennt að dauðinn sé endirinn,"
sagði Ævar.
„Það sem ég er að gera í
þessum erindum er að sýna það
að þessi kenning sem búið er að
hamra á öldum saman sé ákaf-
lega hæpin. Til þess að sýna
fram á það styðst ég eingöngu
við það sem læknar hafa upp-
götvað. Sem dæmi má nefna fólk
sem læknar hafa lýst dáið, en
hefur lifnað við aftur, oft vegna
þess að það hefur verið beitt
lífgunaraðferðum. Stundum hef-
ur sjúklingurinn verið lýstur
dáinn af viðkomandi lækni en af
einhverjum ástæðum vaknað til
lífsins á ný, eftir ákveðinn tíma.
Einnig má nefna fólk sem lent
hefur í miklum slysum og virðist
hafa fundið til þess að vera dáið
um tíma, en vaknað aftur.
Læknar hafa hingað til af-
greitt þetta þannig að um
ofsjónir sé að ræða, óskhyggju
eða annað þessháttar. En nú
kemur það fyrir að maður sem
liggur dauður samkvæmt yfir-
Ævar R. Kvaran.
lýsingu spítalalæknis, hann
vaknar til lífsins aftur eftir
ákveðinn tíma og getur þá lýst
því sem farið hefur fram í
kringum hann, á meðan hann
hefur verið dáinn, þ.e.a.s. sagt
frá því sem á milli hjúkrunar-
fólks og lækna hefur farið. Lýs-
ing hins látna fólks er á þá leið
að það hverfi úr líkamanum, sem
ekki skipti lengur neinu máli, og
geti fylgst með læknunum og
hjúkrunarfólkinu, samtölum
þeirra og athöfnum. Þessu
ástandi fylgir mjög mikil vellíð-
an og sælutilfinning og þeir sem
hafa komist þetta langt að vera
lýstir dánir, þeir hafá yfirleitt
alls ekki viljað hverfa aftur í
líkamann að ákveðnum tíma
liðnum. Af einhverjum ástæðum
hefur lífi þeirra ekki verið lokið
hér og þetta fólk hefur orðið að
hverfa aftur í líkamann og lifa
lengur eða skemur. I sumum
tilfellum sér þetta fólk látna
ástvini sína, meðan það er í
þessu ástandi en í öðrum tilfell-
um hefur það komið fyrir að
viðkomandi lýsir ættingja sem
hann veit ekki betur en að sé
lifandi. Þetta er ekki hægt að
afgreiða að um ofsjónir sé að
ræða, því þarna sér hinn
deyjandi ekki það sem hann
langar til að sjá heldur það sem
hann á ekki von á að sjá,“ sagði
Ævar.
„Ég nota yfirleitt í þessum
erindum niðurstöður sem lækn-
ar hafa fengið við rannsókn á
fólki sem er að deyja. Þessu fólki
ber öllu saman, það hefur allt
svipaða sögu að segja og mun ég
greina frá þessari reynslu þess í
erindunum," sagði Ævar R.
Kvaran að lokum.
Sjúnvarp
kl. 20.30:
Afríka
Þriðji þáttur mynda-
flokksins um Afríku verð-
ur á dagskrá sjónvarpsins
í kvöld. Þessi þáttur fjall-
ar um Suður Afríku og er
m.a. lýst aðskilnaðar-
stefnu stjórnarinnar. Þá
er lýst degi í lífi fjöl-
skyldu í Pretoríu og áhrif-
um þeim sem stefna
stjórnarinnar hefur á
daglegt líf fólksins. Þýð-
andi myndarinnar og þul-
i ur er Gylfi Pálsson.
ÞRIÐJUDkGUR
28. ágúst
MORGUNNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Tónleikar.
7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar.
8.00 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tón-
leikar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
Margrét Guðmundsdóttir
heldur áfram lestri sögunnar
„Sumar á hein enda“ éftir
Moniku Dickens (12).
9.20 Tilkynningar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10. Veður-
fregnir. Tónleikar.
11.00 Sjávarútvegur og sigling-
ar. Umsjónarmaður: Jónas
Ilaraldsson. Rætt við Hannes
Hafstein framkvæmdastjóra
Slysavarnafélags íslands um
björgunarmál.
11.15 Morguntónleikar: Milan
Bauer og Michal Karin leika
Sónötu nr. 3 í F-dúr fyrir
fiðlu og píanó eftir Handel/
Wilhelm Kempff leikur á
píanó Húmoreskur op. 20
eftir Schumann.
12.00 Dagskráin. Tónieikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar.
Á frívaktinni. Sigrún
Sigurðardóttir kynnir óska-
lög sjómanna.
SÍDDEGID
14.30 Miðdegissagan: „Sorrell
og sonur“ eftir Warwick
Deeping. Helgi Sæmundsson
þýddi. Sigurður Ilelgason les
(2).
15.00 Miðdegistónleikar
Fíiharmoníusveitin í Vínar-
borg leikur „Hamlet“,
fantasíuforleik op. 67 eftir
Tsjaíkovský, Lorin Maazel
stj./ Sama hijómsveit leikur
tónaljóðið „Sögu“ op. 9 eftir
Sibelius; Sir Malcom Sargent
stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir.).
16.20 Þjóðleg tónlist frá ýms-
um löndum.
Áskell Másson kynnir ind-
verska tónlist, fyrsti hluti.
16.40 Popp
17.20 Sagan: „Úlfur, úlfur“
eftir Farley Mowat Bryndfs
Víglundsdóttir les þýðingu
sína (19).
17.55 Á faraldsfæti
Þáttur um útivist og ferða-
mál í umsjá Birnu G. Bjarn-
leifsdóttur (endurtekinn frá
sunnudagsmorgni).
18.15 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Augiýsingar og dag-
sk rú
20.30 Afrfka. Þriðji þáttur.
Suður-Afríka. Þýðandi og
þulur Gylfi Páisson.
KVÖLDIÐ____________________
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Er dauðinn endir allrar
tilveru mannsins?
Ævar R. Kvaran flytur
fyrsta erindi sitt um dauð-
ann.
20.00 Tónlist eftir César
Franck og Gabriel Fauré
Paul Crossley leikur á píanó.
20.30 Útvarpssagan: „Trúður-
inn“ eftir Heinrich Böll.
Franz A. Gíslason les
21.00 Tvísöngur: Guðrún
Tómasdóttir og Margrét
Eggertsdóttir syngja lög
eftir Björn Jakobsson.
Ólafur Vignir Albertsson
leikur á píanó.
21.20 Dýrlingurinn. Svartur
september. Þýðandi Krist-
mann Eiðsson.
22.10 Umheimurinn. Um-
ræðuþáttur um erienda við-
burði og málefni. Umsjón-
armaður Gunnar Eyþórs-
son fréttamaður.
23.00 Dagskrárlok.
21.20 Sumarvaka
a. Seint mun það sumar
gleymast.
Torfi Þorsteinsson bóndi í
Haga í Hornafirði rifjar upp
minningar frá vegavinnu á
Austurlandi 1927; — fyrri
hluti.
b. Um ársins hring
Nokkur kvæði eftir Gunn-
laug G. Gunnlaugsson.
Baldur Pálmason les.
c. Hrakningar brezkra her-
manna á Eskifjarðarheiði á
stríðsárunum.
Frásaga eftir Bergþóru Páis-
dóttur frá Veturhúsum.
Sigríður Ámundadóttir les.
d. Kórsöngur: Stúdenta-
kórinn syngur
Söngstjóri: Jón Þórarinsson.
22.30 Fréttir. Veðurfregnir.
Dagskrá morgundagsins.
22.50 Harmonikulög. Aimable
leikur.
23.00 Á hljóðbergi. Umsjónar
maður: Björn Th. Björnsson
listfræðingur. „Jane Eyre“
eftir Charlotte Bronté.
Helztu hlutverk og leikarar:
Jane Eyre/ Claire Bloom,
Edward Rochester/ Anthony
Quayle, Mrs. Fairfax/ Cathl-
een Nesbitt, Adéle Varens/
Anna Justine Steiger. Þriðji
og síðasti hluti.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
ÞRIÐJUDAGUR
28. ágúst.