Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1979 Hvað er heimspeki? Flestum verður sennilega svarafátt, ef þeir eru spurðir þessarar spurningar. íslendingar hafa gefið sér lítinn tíma til að hugsa um hugsunina sjálfa, enda orðið að heyja harða lífsbaráttu í ellefu aldir, og íslenzkir heimpekingar verið fáir. En kennsla til lokaprófs í heimspeki hófst fyrir nokkrum árum í þeirri deild Háskóla íslands. sem ber nafn greinarinnar Heimspekideild. Fyrsti maðurinn, sem lauk því, var Guðmundur Heiðar Frímannsson. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1972, lauk B.A.-prófi í heimspeki og sálfræði frá Háskóla íslands 1976 og hefur síðustu ár stundað framhaldsnám í heimspeki við Lundúnaháskóla. Blaðamenn Morgunblaðsins voru fyrir skömmu á ferðinni um Eyjafjörð, en Guðmundur býr að Kristne. i og hyggst kenna á Akureyri næsta vetur. og spurðu í upphafi, eins og vera heimspeki. „Ég veit ekki, hvort maður þarf að hafa einhverja tiltekna til- greinanlega ástæðu til að vilja nema grein á borð við heimspeki frekar en hverja aðra lærdóms- grein. Hjá mér var það ef til vill blanda af skilningsleysi og menningarsnobbi. Ég hafði verið að burðast við að lesa bækur Brynjólfs Bjarnasonar, þegar ég var í menntaskóla, en staðið upp frá lestrinum hálfu ringlaðri en þegar ég settist niður. Þó var það ekki löngun til að fá botn í bækur Brynjólfs, sem olli því, að ég nam heimspeki, heldur löngun til að fá svör við svipuðum gátum og hann var að glíma við. Bækur Brynjólfs hafa ekki mikið skýrzt með árun- um. Og ég ætla ekki að tala illa um menningarsnobb." ber, hvers vegna hann hafi numið að leysa ráðgátur, sem fylgja því að gera tilraun til að skilja eðli tungumáls. Hún kveður ekki á um, hvers eðlis heimspekilegar ráð- gátur eru yfirleitt." Svo hélzt þú til Lundúnahá- skóla. Hvað hefurðu lagt stund á þar? „Ég hef haldið áfram að kanna bækur Freges, auk þess sem ég hef numið það, sem efst er á baugi í málspeki, en sú grein heimspek- innar virðist hvað gróskumest um þessar mundir. En málspeki er líka orðin tæknileg, og jaðrar við, að þeir, sem stunda hana, séu búnir að koma sér upp sérstaka tæknimáli, sem einungis er fyrir innvígða að skilja. Sumum þykir þetta eflaust kostur, en ég getekki að því gert, að ég held þetta hljóti Viðtal við Guðmund Heiðar Frímannsson hann hefur lítið eða jafnvel ekkert að segja. I þessu viðfangi má leiða hugann að tveimur Þjóðverjum, þeim Immanúel Kant og Georg Hegel. Báðir eru þeir tyrfnir og illskiljanlegir. I ritum Kants glóir þó á gullið, grafi maður nægilega eftir því, í þeim er skipuleg hugsun og flóknar rökfærslur. En mér hefur virzt Hegel lítið annað en torfið, hvort sem það er mér að kenna eða honum." En hvernig er að vinna að heimspeki á íslenzku? Er til einhver íslenzk heimspeki? „Það hefur ekki farið mikið fyrir henni. Þó hefur orðið til vísir að íslenzkri heimspeki á þessari öld. Þar ber að telja þá fyrst Ágúst H. Bjarnason og Guðmund Finnbogason, sem var ágætur rithöfundur og hafði afdráttar- lausar skoðanir á flestum hlutum, hvort sem það var andlitsförðun kvenna eða Vefarinn mikli frá Kasmír eftir Laxness, en um þá bók skrifaði hann ágætan ritdóm, sem í heild sinni hljóðaði svo: „Vélstrokkað tilberasmjör." Sím- on Jóh. Ágústsson hefur skrifað töluvert um heimspeki, meðal annars bók um fagurfræði, List og fegurð, sem er bezta bók á ís- lenzku um það efni. Það hefur „Heimspeki er öguð rök- ræða um erfiðar ráðgátur” Af hverju? „Það er alls ekki sjálfgefið, að snobb sé slæmt. Hafi það valdið einhverju um það, að ég tók að læra heimspeki, þykir mér ástæðulaust að fetta nokkuð fingur út í það. Annars ætlaði ég í upphafi áð leggja stund á sálfræði. Én þegar ég komst í tæri við skikkanlega heimspeki eins og sú heimspeki, sem iðkuð er við Háskóla íslands, óneitanlega et, þá þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um, hvað ég ætti að gera, vonandi af skiljan- legum ástæðum. Og hef haldið mig að heimspeki upp frá því. Nú, ég skrifaði lokaritgerð til B.A.-prófs við Háskólann um eina afmarkaða kenningu Þjóðverja nokkurs, sem uppi var á síðustu öld, Gottlobs Frege að nafni. Hann skrifaði fáar bækur og allar stuttar. Kenningin felur innan þess sviðs heimspekinnar, sem nefnist málspeki eða heimspeki málsins ( (philosophy of language). Þessa grein ber að greina vandlega frá þeirri kenn- ingu, sem segir, að allur heim- spekilegur vandi leysist með því að greina rétt merkingar orða og hugtaka (linguistic philosophy). Tungumálið er einungis viðfang málspekinnar, og hún leitast við að teljast galli. Tilvist tæknimáls- ins ein saman skapar vanda og skyggir oft á það, sem máli skipt- ir. Á hinn bóginn er ástæðulaust að neita því, að röktæknin getur stuðlað að lausn á sumum ráðgát- um. En þá er líka oft eins og lítil heimspeki sé eftir. Og það læðist stundum að mér, að sé hægt að leysa einhverja gátu, þannig að allir fallist á lausnina, þá geti gátan varla verið heimspekileg." Er ekki rétt, að þú skýrir ofurlítið fyrir lesendum, hvað sé heimspeki? „Það er eflaust ástæða til þess. En þess verður að geta líka, að skilgreining á heimspeki er þá er ástæða til að efast um, að hann skilji, hvað hann segi. Ást er því ekki einungis tilfinning, og hún getur ekki verið breytni ein- vörðungu, því að sömu breytnina má skilja á ólíka vegu, eftir því hvaða hvatir lágu til hennar. Ást virðist því vera einhvers konar samspil tilfinninga og breytni. Þetta er einungis dæmi um upphaf á rökgreiningu eins hugtaks. Og þeir eru eflaust margir, sem nú þegar vildu gera athugasemdir við þessi orð um ástina." Því heyrist fleygt, að heim- speki sé öllum almenningi óskiljanleg. Er eitthvað til í þvf? „Ég veit það ekki. Hún er eflaust óskiljanleg öllum þeim, sem ekki hafa áhuga á henni. Og hún getur verið það, jafnvel þótt um hana sé skrifað skýrt og ljóst, því að hún er erfið. En það er krafa, sem gera ber til heimspek- inga, sem og annarra fræðimanna, að þeir skrifi skýrt og ljóst um viðfangsefni sitt. En heimspeki er annars eðlis en aðrar fræðigreinar og fæst við ráðgátur, sem eru að flækjast fyrir flestum mönnum. Því ber að gera þá kröfu til heimspekinga, að ekki þurfi neinn sérstakan lærdóm til að skilja rit þeirra, þótt þau séu erfið og snúin. En það helgast þá af viðfangs- efnunum. Það jaðrar við, að áður verið vikið að Brynjólfi Bjarnasyni í þessum orðum. Hann hefur verið helzti marxíski höf- undur í landinu. Eitt sinn er hann fjallar um þjóðfélagslögmál og siðgæði, segir hann: „Það er ein af mikilvægustu kennisetningum díalektískrar efnishyggju, að til séu hlutveru- leg lögmál óháð vilja mannsins, ekki aðeins í nátturunni, heldur einnig í þjóð félaginu á hinu pólitíska og efnahagslega sviði. I bók sinni „Efnahagsleg vanda- mál sósíalismans í Sovétríkjun- um“ lagði Stalín sérstaka áherzlu á þetta. Hann sýndi fram á, að það getur leitt til „Ein skilgreining á heimspeki, sem ég er hallur undir, er sú, að heim- speki sé umfram allt rökgreining hugtaka.44 „Það er krafa, sem gera ber til heim- spekinga, sem og annarra fræði- manna, að þeir skrifi skýrt og ljóst um viðfangs- efni sitt.“ „í ritum Kants glóir þó á gullið, grafi maður nægi- lega eftir því, í þeim er skipuleg hugsun og flóknar rökfærslur.“ „Er bersýnilegt, að í umræðum um stjórnmál er frjálshyggjan í mikilli sókn, en nývinstrihreyfing- ny á miklu undan- haldi.“ Immanúel Kant er tyrfinn rithöf- undur, en f ritum hans glóir þó á gullið. ágreiningsefni meðal heimspek- inga. Einn munur á heimspeki og vísindum er, að í heimspeki er ágreiningur um grundvallaratriði miklu víðtækari og róttækari en innan vísinda. En heimspeki svipar til vísinda að því leytinu, að hún er öguð rökræða um erfiðar ráðgátur. Ein skilgreining á heim- speki, sem ég er hallur undir, er sú, að heimspeki sé umfram allt rökgreining hugtaka. Ég held, að þetta hljóti að vera nauðsynlegur þáttur í skilgreiningunni, þótt ekki sé hann nægilegur. Menn geta til dæmis spurt, hvað ást sé. Er hún einungis tilfinning eða er hún einungis breytni? Það fyrsta, sem blasir við, er, að ást er eitthvað meira en tilfinning. Ef maður játar konu ást sína og finnur til einhvers, sem nefna má því nafni, en skeytir ekkert frekar um konuna, er ruddalegur, tillits- laus og leggur lag sitt við aðrar, og segir að þessi breytni sín geti vel farið saman við að elska konuna, beim, sem lesa rit Platóns, finnst hann vera agaður, sið- aður og menntaður maður. íslenzk tunga tælist til þess af þeim, sem henni beita, að þeir geti miðlað hugsun sinni á máli, sem allir skilja, því að innan hennar hefur ekki myndazt sérstakur fræðiorðaheimur. Þessi krafa til heimspekinga er auk þess reist á þeirri forsendu, að það séu fleiri en höfundarnir sjálfir, sem hafi áhuga á því, sem þeir eru að segja. Áður en annað kemur í ljós, held ég, að við hljótum að ganga að» þessu vísu.“ Ilvað veldur því, að heim- spekingar temja sér óljósa fram- setningu? „Það hef ég ekki hugmynd um, því að það er sjálfsagt breytilegt frá einum höfundi til annars. Stundum getur borið til þess illa nauðsyn. Viðfangsefnin eru óskýr og erfið. En stundum er líka um hreinan óþarfa að ræða, mold- viðri, sem þyrlað er upp í því einu skyni, að því er virðist, að vernda höfundinn sjálfan og dylja það, að í Bretlandi velta menn af miklu fjöri vöngum yfir kenningu Roberts Nozicks um markmið og tilgang ríkisvalds.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.