Morgunblaðið - 28.08.1979, Page 30

Morgunblaðið - 28.08.1979, Page 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1979 + ÞÓRUNN KRISTJÁNSDÓTTIR, Miðfelli, Mosfellssveit, andaöist á Reykjalundi 23. ágúst. Systkiní hinnar Iðtnu. Móöir okkar og tenadamóöir HOLMFRÍÐUR EINARSDÓTTIR frá Stíflu, Vestur-Landeyjum, til heimilis aö Skúlaskeiöi 22, Hafnarfiröi, lést í St. Jósepsspítala Hafnarfiröi föstudaginn 24. ágúst. Börn og tengdabörn. SNORRI VILHJÁLMSSON, múrarameistari, Þórustíg 15, Njarövíkurbn, lést í Borgarsjúkrahúsinu laugardaginn 25. ágúst. Jaröarförin fer fram frá Ytri-Njarövíkurkirkju laugardaginn 1. september kl. 2. Vandamenn. + Eiginmaður minn og faöir okkar KRISTJÁN BJÖRNSSON frá Kirkjulandi, Vestmannaeyjum, lést 27. ágúst í Borgarsjúkrahúsinu. Petrónella S. Ársaslsdóttir, og börn. + Systir mín GUÐRUN F. SIGURÐARDÓTTIR frá Múla í borskafiröi veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 29. ágúst kl. 3 síödegis. Fyrir hönd systkinanna og annarra vandamanna Sigríóur Siguróardóttir. + Eiginkona mín, móöir og tengdamóöir LARA HELGADÓTTIR yfirsímritari Brú sem andaöist í Borgarspítalanum 17. þ.m. veröur jarösungin í Dómkirkjunni miövikudaginn 29. n.k. kl. 13.30. Jaröarförin veröur í Fossvogskirkjugaröl. Steingrímur Pálsson, Helgi Steingrímsson, Þórír Steingrímsson, Saga Jónsdóttir. + Útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur, afa og langafa JÓNS PÁLSSONAR fyrrv. tómstundarráóunauts Kambsvegi 17 fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. ágúst n.k. kl. 15. Vilborg Þórðardóttir, Dóra S. Jónsdóttir, Magnús Magnússon, Edda B. Jónsdóttir, Jón Ingi Sigurðmundsson, Ragna K. Jónsdóttir, Oddur Pátursson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum hjartanlega auösýnda samúð og vinarhug við andlát og utför mannsins míns, fööur, tengdafööur og afa PÁLS KOLBEINS Túngötu 31, Reykjavík Laufey Kolbeins Kristjón Kolbeins Ingibjörg Sig. Kolbeíns Margrát Koibeins Gunnar J. Hákonarson Eyjólfur P. Kolbeins og barnabörn Bragi Sigurjónsson: Enn um Kröflumál 18. ág. sl. birtist grein í Morgun- blaöinu eftir Einar Tjörva Elías- son, yfirverkfræðing við Kröflu- virkjun. Er greinin hvort tveggja í senn ítrekun á þeirri skoðun E.T.E., að aukin gufuöflun til Kröfluvirkjunar sé hagfelldasta lausnin, sem nú sé völ á til aukinnar raforkuframleiðslu, en einnig bein og óbein svör við ýmsu í grein minni í Morgunbl. 10. ág. sl. um gufuöflun við Kröflu, sem ég hefi leyft mér að efast um, að sé tímabær, meðan kvikuhlaup og annað jarðrask er svo virkt sem raun hefir borið vitni um undan- farin ár og mánuði. Fyrsta athugasemd E.T.E. gengur út á það, að'eg fari ekki rétt með, hverjar borholur við Kröflu hafi tekist og hverjar ekki. Ég taldi tvær hafa tekist af níu vinnsluholum. Hann segir 5 af 9 „tengdar", þ.e. 5 af 9 framleiði gufu til virkjunarinnar. Raunar viðurkennir E.T.E. síðar í grein sinni, að 65% nýtanlegrar gufu úr hinum 9 borholum séu úr tveimur þeirra, og í grein sinni Um gufu- öflunarmál Kröfluvirkjunar, ritaðri og sendri mér og fleirum 24. nóv. 197, segir hann orðrétt: „Á svæðinu, er afmarkað var á árinu 1975 af sérfræðingum Orku- stofnunar til gufuöflunar fyrir Kröfluvirkjun hafa verið boraðar 11 holur. Af þessum 11 holum eru 9 vinnsluholur, þ.e.a.s. holur, sem frágangsins vegna má nýta til orkuvinnslu. Aðeins ein af þessum 9 vinnsluholum hefir fyllilega tekist og má skipta hinum í holur, sem mistekist hafa af bortækni- legum ástæðum, og holur, sem ekki skila umtalsverðu afli af orsökum tengdum eiginleikum jarðhitasvæðisins við Kröflu. Til fyrra flokksins teljast holur nr. 3, 4, 5 og 7. Til síðara flokksins teljast holur nr. 6, 8,10 og 11. Hola nr. 9 er undanskilin hér, þar sem telja má, að hún hafi fyllilega tekist, þótt tekið hafi meir en eina atlögu". Þannig lýsir E.T.E. árangri borana við Kröflu 24. nóv. 1978, og með því að bæta við, að borhola 12, sem boruð var síðla árs 1978, en ekki reynd fyrr en á þessu ari, tókst, taldi ég í grein minni 10. ág. s.l., að líkur á, að nýborun gæfi fulla raun væri raunar aðeins 1 á móti 5, en til að taka sanngjarnt tillit til þess, að ég vissi, að svolítill gufuvottur kom að gagni frá fleiri holum en nr. 9 og 12, þá ræddi ég um helmingslíkur á, að nýborun tækist. I grein sinni 18. ág. s.l. vill E.T.E. telja, að líkurnar séu 8 á móti 1. Ekki kem ég því heim og saman við ályktanir hans í grein hans „Um gufuöflunarmál Kröfluvirkjunar" 24. nóv. 1978. „Fastráðnir starfsmenn við sjálfa Kröfluvirkjun eru 14“, segir E.T.E. í Morgunbl.grein sinni. Ég sagði þá 20 í minni grein. E.T.E. telur ekki með sem starfsmenn Kröfluvirkjunar þá, sem vinna á skrifstofu hennar hér á Akureyri né heldur lausráðna. Ekki þræti 'eg um slíkt. Bragl Sigurjónsson Enn segir E.T.E. í Morgunbl.grein sinni: „Rekstur byggðalínu án Kröflu- virkjunar krefst þess, að upp verði sett mikil launafls-(þétta-)virki á Akureyri og í Hryggstekk strax í ár. — Kostnaður við framan- greind launaflsvirki er metinn á u.þ.b. 1 milljarð króna í dag. Boranir við Kröflu munu gera mögulega frestun uppsetningar virkja þessara, uns orkufram- leiðsla virkjunarinnar fer að nálg- ast vissan hundraðshluta ástimplaðs afls véla hennar." Manni verður á að spyrja: Hvernig var hægt að reka byggðalínu sl. vetur með óregluafli frá Kröflu- virkjun, fyrst nú á ekki að vera unnt að reka hana án þess þétta- virki komi til, þótt Kröfluafl eigi að vera nokkru stöðugra nú vegna þess að hola 12 hefir bæst í leikinn? Enn segir E.T.E. í Morgun- bl.grein sinni: Hraunkvika og háhitasvæði fara hönd í hönd. Án hraunkviku er enginn háhiti. Bragi álasar Kröflumönnum fyrir að hafa ekki sagt frá hraunkvikunni, sem hann segir hafa komið upp í holu 9. Það er ekki háttur okkar Kröflumanna að raupa um eitt né neitt að órannsökuðu máli, slíkt látum við eftir þeim okkar ágætu jarð„vísindamanna“, sem mesta hafa munn- og skrifræpuna". Ekki vil ég ætla E.T.E., að hann sé hér að taka undir þann furðu- lega áróður sumra Kröfluáhang- enda, að líkt hraunflæðiástand sé undir Kröflusvæði. Segja má, að möguleiki sé til staðar, að slíkt ástand skapist á hverju háhita- svæði við vissar aðstæður, og munu þeir möguleikar þó mis- miklir eftir stöðum. Hitt liggur á borðinu, og í dag er Kröflusvæðið svo „virkt", að ekkert annað háhitasvæði kemst nálægt því, sbr. kvikuhlaup á nokkurra mánaða fresti, jarðskjálftahrinur, smágos og gufuhversmyndanir. Ekki nefndi ég í g rein minni í Mbl., að hraunkvika hefði komið upp í holu 9, heldur nefndi nýtt berg í einni holunni. E.T.E. stað- festir nú í grein sinni, að þetta gerðist í holu 9, annarri bestu holunni. Ekki hefi ég efni á, að setja gæsalappir til háðungar um at- huganir og niðurstöður jarð- vísindamanna á Kröflusvæði. Vel veit ég, að þeim getur skjátlast, en þó hygg ég, að það sé hæpin leið til skoðanamyndunar um það, hvernig taka skuli á Kröflumál- um, að telja þá fávitringa eina. Þó ég meti og virði dugnað E.T.E. og ýmissa annarra að tala Kröflu- máli, enda til þess settir, þá hefir það vakið vantrú mína á rök- semdum þeirra, hve lítið þeir hafa viljað gera úr ókyrrðarvirkni Kröflusvæðis. Sömuleiðis rekstrarvandræðum virkjunarinn- ar, svo sem óstöðugleika í fram- leiðslu vegna hvikulleika gufu úr borholum og tæringu á vélum vegna efnasambanda í henni. Hafa fréttir af slíku sjaldnast borist nema við eftirgrennslan. E.T.E. segir í grein sinni í Mbl. 18. ág. sl.: „Kröfluvirkjun er hagstæðasta lausnin á orkuvandanum." Hann slær því föstu, að gufuöflunin takist með líkunum 8 á móti 1, sem er meiri bjartsýni, en honum tekst að rökstyðja, en gengur jafnframt fram hjá langhagstæð- ustu lausninni í bráðum vanda sem er bygging 20 m stíflu f Laxá við Brúar, þ.e. fulllúkning Laxár- virkjunar III, svo að fullnýttar verði til orkuvinnslu þær vélar, sem þar eru til staðar. Þar lægi 10 mw raforkuaukning á borðinu strax og vafalaus. Um það hygg ég ekki skiptar skoðanir, að freista beri að afla aukinnar gufu til Kröfluvirkjunar, svo að þau mannvirki kunni að nýtast, sem þar eru risin. Ágreiningurinn er um það, hvort og þá hve hratt þessa skuli freistað, meðan hraunkvikuflæði er jafnvirkt og er á Kröflusvæði E.T.E. upplýsir í grein sinni, að hola, boruð í sumar í Bjarnarflagi, hafi tekist vel. Má vera, að þar fáist aukin þekking, sem draga megi lærdóm af. Hitt hygg ég enn rétt við ákvarðanatöku um nýboran við Kröflu, að athuga af kostgæfni með — og mótrök og ganga ekki fram hjá athugunum og ályktunum jarðvísindamanna okkar. Aðrir munu þar ekki kunna betur til að segja. Vil ég í lokin minna á gagnmerka grein í Vísi 27. ág. 1976 eftir jarðvísindamenn- ina Guðmund E. Sigvaldason, Karl Grönvold, Eystein Tryggva- son og Pál Einarsson. Þar draga þeir ályktanir sínar um Kröflu- svæði í 11 niðurstöðupunkta. Ég fæ ekki betur séð, en að þeim, sem ákvörðun verða að taka í borunar- málum við Kröflu, sé það þörf lesning að bera þessar 2ja ára ályktanir jarðvísindamannanna saman við það, sem enn er að gerast á Kröflusvæði. 20. ágúst 1979. Bragi Sigurjónsson. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför, DRAFNAR SUMARLIÐADÓTTUR Eystra-Miófelli Sérstakar þakkir færum viö öllu hjúkrunarfólki sem annaðist hana, félögum úr skagfirsku söngsveitinni, og hreppskönum Hvalfjaröa- strandahrepps. Þorvaldur Valgarösson, Erling Georgsson, Siguröur Sumarliöason, og bræörabörn. Synir hinnar lótnu, Jóna Bjarnadóttir, Guörún Tómasdóttir, + Þökkum hjartanlega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu ODDRÚNAR Á. JÓNSDÓTTUR Mýrarhúsum Vesturgötu 127, Akranesi. Sérstakar þakkir til stúkufélaga hennar. Halldóra Ólafsdóttir, Jón Ólafsson, Kristján Ólafsson, Ólafur Hallgrimsson, Oddrún Sverrisdóttir, Guðrún Sverrisdóttir, Margrót Jónsdóttir, Báröur Jónsson, og barnabarnabörn. Hermann Torfason, Ársæll Ólafsson, Elsa Pétursdóttir, Elín Jónsdóttir, Pálmar Einarsson, Hreinn Vagnsson, Gísli Ásgeirsson, Sigríöur Kristjánsdóttir,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.