Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1979 Gunnar Markússon: Erum við íslendingar bókaþjóð? Já, auðvitað. Sá „sannleikur" hefir of oft verið endurtekinn til þess að nokkrum detti í hug að fara að efast um hann, og svo er hann Jón okkar í Gullnahliðinu víst ekki einn um það, að vera ekki að ljúga syndum á sjálfan sig. En af hverju erum við bóka- þjóð? Erum við það af því að Reykja- viðkurblöðin geta sagt frá því, að einn af íbúum höfuðborgarinnar eigi hátt í 100 tonn bóka og hlaða? Erum við það af því að sjón- varpið getur birt myndir af aust- firskum bónda, sem vart kemst lengur fyrir innan dyra af því að íbúðarhúsið er að verða fullt af bókum og blöðum? (Erum við kannski á sama hátt steinaþjóð af því að skrifstofu- almenningsbókasöfn þar sem ní- unda greinin fjallar um hlutverk bæjar- og héraðsbókasafna. Þar segir að hlutverk þeirra sé m.a. „að veita almenningi mögu- leika á ævimenntun"... „að gefa almenningi kost á að verja tóm- stundum sér til menningarauka og afþreyingar." Já það er eins og kerlingin sagði stórt orð Hákot, eða sagt með orðum annars mæts manns: „orð, orð, innantóm, fylla storð fölskum hljóm". Ætli að það hafi ekki verið í aldamótabaðstofunni í Laxnesi, Erum Gunnar Markússon við bókaþjóð? veggir kennarasamtakanna í Reykjavík eru þaktir skápum, er geyma stórmerkt steinasafn, sem einstaklingur gaf þangað, eða af því að norður á Dalvík og Akur- eyri eru til lítt skólagengnir al- þýðumenn, sem búa svo vel að steinum að gagnlegt væri fyrir jarðfræðinema háskólans að heimsækja þá og hér í Þorláks- höfn svigna hillur í heilu herbergi undan forkostulegasta grjóti.) Erum við e.t.v. meiri bókaþjóð en gengur og gerist af því að allur þorri landsmanna lesi meira en algengt er með öðrum þjóðum? Erum við kannski bókaþjóð af því að hið opinbera sjái svo um, að sérhver íslendingur hafi hvenær sem er möguleika á að fá í hendur hverja þá bók, er hann þarfnast vegna starfa sinna eða áhuga- mála, hvort sem um er að ræða sígilt verk gamalla meistara eða dægurrit, sem er lesið í dag en fleygt á morgun, hvort sem bókin fjallar um vísindi eða er diktur einn? Löggjafinn telur eflaust, að svo hafi verið um hnútana búið að allir landsmenn geti lesið hvað það, sem hugurinn girnist því að í fyrstu grein laga um almennings- bókasöfn frá 25.5. 1976 segir: „Allar byggðir landsins skulu njóta þjónustu almenningsbóka- safna“ og að þau skuli vera „mennta-, upplýsinga- og tóm- stundastofnanir fyrir almenning" og í 6. gr. sömu laga segir: „í öllum sjúkrahúsum landsins, hælum, vistheimilum og fangahúsum skal vera bókasafn." I 72. gr. laga um grunnskóia frá 21.5. 1974 segir: „Við hvern skóla skal vera safn bóka og námsgagna ásamt vinnustofu fyrir nemendur og kennara... að skólabókasöfn- um skal þannig búið, að því er varðar húsnæði, bókakost, önnur námsgögn og starfslið, að þau geti gegnt því hlutverki að vera eitt af meginhjálpartækjum í skólastarf- inu.“ Og í 79 gr. sömu laga segir að stefna skuli að því að á 10 árum frá gildistöku þeirra skuli vera komin 10 bindi bóka á hvern nemenda. Hinn 7. marz 1978 gaf mennta- málaráðuneytið út reglugerð um sem gömul kona sagði ungum sveini frá því að landar hans hafi gegnum tíðina haft þann leiða sið, að verða úti ef þeir þurftu að bregða sér dagleið á fjöllum að vetrarlagi? Og ef til vill hefir hún um leið hvíslað í eyra hans, að þetta væri þeim mun ieiðara fyrir bókaþjóð- ina komna beint af frægum vík- ingum og herkonungum, sem það, að verða úti, væri kúnst, sem skrælingar aldrei hefðu getað lært. Við höfum nú að mestu aflagt þennan sið feðra vorra, enda dagleið Á fjöllum orðin að fárra mínútna flugi YFIR þau og ekki svo gott að koma því við, að verða úti í upphitaðri flugvél. En skyldu vorir vísu landsfeður nokkurntíma hafa lagt það á sig að forvitnast um hvað af þeim forordningum og befalingum, sem bréfuð eru við Austurvöll og Arn- arhól höfuðborgarinnar hafi orðið úti á leiðinni til seintekna sveita- bóndans, hins sagnfáa verka- manns eða sjómannsins svara- kalda, sem búa á ystu nesjum og í innstu dölum landsins? Nálægt síðustu vorjafndægrum var ég að glugga í skrá mennta- málaráðuneytisins um tölu nem- enda og kennara í grunnskólum landsins á því skólaári, sem þá var að Ijúka. Á síðari hluta sauðburðar barst mér í hendur yfirlit bókafulltrúa um starfsemi og fjármál almenn- ingsbókasafna árið 1977. Ein- hverntíma þarna á milli rak á fjörur mínar skrá Hagstofunar um mannfjölda hér á landi hinn 1. des. s.l. Mér virðast þessi plögg sýna, svo ekki verði um deilt, að vanda- mál og erfiðleikar þeirra, sem stjórna eiga hreppum og skólum landsins geti ekki verið öll af sama toga spunnin né einu bergi brotin. Erfiðleikar þeirra, sem fara með málefni hinna 10 karla og 6 kvenna , sem byggja Fróðárhrepp, hljóta að vera eins langt frá vandamálum höfuðborgarmanna eins og austrið er frá vestrinu. „Allar byggðir landsins skulu njóta þjónustu almenningsbóka- safna“. En hvernig má þetta verða? Á að starfrækja bókasafn í sérhverj- um hreppi á landinu? I landinu eru rúmir tveir tugir kaupstaða sem allir hafa yfir 1000 íbúa og þar sem bókasöfnum þeirra er ætluð heldur rýmri fjárveiting á hvern íbúa en hreppasöfnunum ætla ég ekki að ræða um þá núna þó mér sé fullljóst, að lngt er frá því að kaupstaðarréttindin ein nægi til að tryggja vel rekið bókasafn. Það eru til, hér á landi kaupstaðir þar sem hörmungarástand ríkir í bókasafnsmálum. Hreppar landsins munu vera um 10 sinnum fleiri en kaupstað- irnir eða losa 200. I fjórum þessara hreppa eru íbúarnir 25 — eða færri — í 12 þeirra eru frá 26—50 manns — í 32 búa frá 51—99 sálir og í 67 hreppum eiga heima frá 100 til 200 manns. Hafi ég talið rétt þá eru 115 hreppar — eða rúmlega helmingur þeirra — með innan við 200 íbúa. „Allar byggðir landsins skulu njóta sþjónustu almenningsbóka- safna." Til þess að verða við þessari frómu ósk skal hreppssjóður, nú í ár leggja safni sínu til nálægt 2500 krónum á íbúa. Það er því upphæð, sem nemur frá 40 til 500 þúsund- um króna, sem hin 115 bókasöfn fámennu hreppanna geta lögum samkvæmt varið til starfsemi sinnar. Er e.t.v. eitthvað af menningu okkar að verða úti? „Við hvern grunnskóla skal vera safn bóka.“ — Árið 1984 skulu helst vera orðin 10 bindi á nem- anda. Grunnskólar á landinu eru um 200. Sá fjölmennasti með um 1400 nemendur, en tveir fámennustu með sína 4 hvor. — Tólf skólar hafa innan við tug nemenda, í 55 þeirra eru krakkarnir 11—50 og í 38 skólum eru 51—100 nemendur. Hvernig ætli að það sé með „meginhjálpartækið“ í starfi minnstu skólanna? Skyldi það gegna hlutverki sínu eða er kannské eitthvað af menningu okkar að verða úti? „Allar byggðir landsins skulu njóta þjónustu almenningsbóka- safna." I öllum sjúkrahúsum landsins, hælum, skólum, vist- heimilum og fangabúðum skal vera bókasafn. Á skrá bókafulltrúa um árið 1977 eru hátt í 250 bókasöfn, en rúmlega ellefu tugir þeirra hafa þann leiða galla, að hafa ekki eignast eina einustu bók á því herrans ári. Af skránni verður ekki lesið hvort þessi 112 söfn eru hreinlega dauð eða bara sofandi og ef svo er þá er heldur ekki hægt að sjá hvort þau sofa einhverjum þyrni- rósarsvefni eða hafa bara fengið sér smá fegurðarblund. Sofandi söfnin eru, sem betur fer ekki nema tæpur helmingur af bókasöfnum landsins, en því mið- ur verður að segja eins og er um þau lifandi, að það er ekki allt lífið þó lifað sé. Tvö af þessum lifandi söfnum höfðu keypt sína bókina hvort. Annað þeirra er í 95 manna hreppi og hafði lánað út 15 bækur á árinu. Eitt safn keypti 4 bækur og lánaði 10. Söfnin, sem öfluðu sér fjögurra bóka á árinu voru raunar 3. Eitt safn fékk tvær bækur og annað þrjár og alls voru 13 söfn, þar sem safnaukinn hafði það árið verið tugur bóka — eða minna. Önnur 13 höfðu náð sér í 11—20 bindi hvert og 57 söfn eru með innkaup (og gjafir) á 21 — 100 bindum bóka. í sýslu, þar sem eru á tólfta hundrað manns, höfðu aðeins 14 séð ástæðu til að fara í bókasafn og fengið að láni 98 bækur. Eru þetta lifandi stofnanir? Sjálfsagt sum. — Nokkur þeirra hljóta meira að segja að vera mjög vel rekin miðað við allar aðstæður heima fyrir, en því miður eru þau víst ailt of mörg söfnin, sem segja má um þum með orðum Jónasar að þau líkist „svefnugum segg er sjötugur hjarði." Tæplega 250 bókasöfn. Rúmt hundrað dauð, eða sofandi — tæpt hundrað með bókakaup innan við hundrað á árinu 1977. Eru menn ekki sammála um að bókin hafi lengst af verið hryggj- arstykki íslenzkrar menningar? Er kannské verið að gera þessu hryggjarstykki sömu skil og strákurinn Grettir gerði hrygg- lengunni á Kengálu, eða er ef til vill einhver hluti íslenskrar menn- ingar að verða úti? Þegar ég var að glugga í „hroll- vekju“ bókafulltrúans gat ég ekki að því gert, að mér datt í hug sagan um írska hermanninn, sem dröslaði særðum félaga ssínum inn í sjúkratjald nálægt vígvellin- um og sagði þegar læknirinn spurði hvað að væri: „Hann er með ein þrettán sár, en ég held að það sé ekki nema eitt banvænt." En hvert er þá hið banvæna sárið þegar rætt er um íslensk bókasöfn? Það verður víst með svar við þeirri spurningu eins og stundum endranær, að þegar stórt er spurt þá verður lítið úr svarinu og sjálfsagt verða svörin hér æði mörg. Á einum stað vantar aura — á öðrum húsnæði, og hvorttveggja á þeim þriðja. Að einu safninu vantar einhvern til þess að hirða um það — annarsstaðar er bóka- vörður, sem vill vel, en kann ekkert til þeirra verka, sem vinna þarf á bókasafni. Eitt safnið hefir bæði bækur og húsnæði, en þar virðast stjórnend- urnir telja það æðstu skyldu sína, að SAFNA bókum og sjá til þess að þær skemmist ekki af ofnotkun. En hvað er þá til ráða? Hvað er hægt að gera til þess að auðvelda fólki, hvar á landinu sem það býr, að ná sér i bækur til að lesa? Því miður luma ég ekki á neinni patentlausn á þessu máli enda vandséð að finnanlegur sé sá Kínalífseleksír, sem einn dugi við safnanna aðskiljanlegum krank- leika. Það er þó huggun harmi gegn, að Róm var ekki byggð á einni nóttu og íslensk bókasöfn ekki heldur. Þess má og geta, að í mennta- málaráðuneytinu starfar bókafull- trúi, sem gerst veit hvar skórinn hreppir að hverju safni. Ef stjórnvöld sjá sóma sinn í því að skaffa honum þá starfsaðstöðu — með mannafla ofl. — sem nauðsynleg er til þess að anna því veigamikla hlutverki, sem honum er ætlað, þá má gera sér vonir um að um næstu aldamót verði búið að þvo svörtustu blettina af skýrslunni frá ’77. Sé hinsvegar ætlunin að láta allt hanga á sömu horriminni og vérið hefir er eins líklegt að eftir nokkur ár verði hægt að segja: „Islendingar voru bókaþjóð, en sú árátta varð úti á síðari hluta tuttugustu aldar.“ Gunnar Markússon EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar b húsnæöi : i f L - J^j Keflavík Til sölu góö 3ja herb. íbúð viö Faxabraut. Hagstætt verö og greiösluskilmálar. Losnar fljót- j lega. Garður j CLæsíiegt einbýlishús ásamt J »kú' og ræktaöri lóö. Hafnarf. Einbýlishús aö mestu fullsmföaö. Góöir grelösluskilmálar. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavík. Sími 1420. Bútasala — Utsala Opiö á laugardaginn. Teppasalan Hverfisgötu 49 sími 19692. Peugeot 504 GL 77 ekinn aöeins 23 þús. km. Vand- aður bíll. Gott verö. Skipti og skuldabréf. Aðalbílasalan, Skúlagötu, síml 15014._____________________ Mazda 929 ' Til sölu Mazda 929 árgerö 1976, 2ja dyra, ekinn 42.000 km. Uppl. (síma 52343. KRISTIL6GT STfíRf Biblíulestur í kvöld kl. 20.30 aö Auöbrekku 34, Kópavogl. Allir hjartanlega velkomnir. Fíladelfía Almennur Biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Ræöumaöur Einar. U. Gíslason. Félag kaþólskra leikmanna efnlr til eins dags skemmtiferöar út á Reykjanes, laugardaginn 8. september Nánarl upplýslngar gefur Torfi Ólafsson, símar 14302 og 26105. stjórn FKL. Brúðarkjólar Til leigu brúöarkjólar, slör og hattar. Uppl. (s(ma 34231. -yyv~ tifkynningar* Hilmar Foss Lögg. skjalaþýö. dómt. Hafnar- strætl 11, sími 14824, Freyju- götu 37, sími 12105. ^ ALUI.YSINGASIMtNN KR: £=31 dlWIWL 224BD i«eT0vmI>lnbtb

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.