Morgunblaðið - 28.08.1979, Page 29

Morgunblaðið - 28.08.1979, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1979 37 Á mótinu fór fram sérstök unglingakeppni og sjást þátttakendur í henni koma hér fram á völlinn. Hestamót Loga í Biskupstungum HESTAMÓT Hestamanna- félagsins Loga í Biskupstung- um var haldið við Hrísholt í einmuna blíðu sunnudaginn 5. ágúst sl. Mótið var f jölsótt bæði af heimamönnum og hesta- mönnum úr nágrannasveitun- um en meðal þeirra, sem lögðu ieið sína á mótið voru Hruna- menn og riðu þeir Hvítá hjá Hvítárholti. Alls kepptu 25 hestar f báðum flokkum gæð- inga, fram fóru kappreiðar og unglingar kepptu. Sérstök verð- laun voru veitt besta knapanum og hlaut þau Marfa Þórarinsdóttir f Fellskoti en varðlaunin voru bikar, sem Karl Guðmundsson úrsmfða- meistari á Selfossi gaf. Knapa- verðlaun unglinga fékk Sigurð- ur Guðmundsson á Torfastöð- um. Úrslit í einstökum greinum urðu sem hér segir. í A-flokki gæðinga varð efst, Kolfreyja jörp 5 v. Katrínar Þórarinsdóttur á Torfastöðum með 8,20 stig, annar Kópur Einars P. Sigurðssonar, Norðurbrún, hlaut 7,70 stig og í þriðja sæti Blossi Guðmundar Gíslasonar á Torfastöðum með 7,65 stig. í B-flokki gæðinga sigr- aði Skuggi, brúnn 8 v., eign Maríu Þorarinsdóttur í Fellskoti, hlaut 8,05 stig. Þær systur áttu því efstu gæðingana í báðum flokk- um. Annar varð Kári Indriða Ingvarssonar, Arnarholti, með 7,70 stig og þriðji varð Asi Renötu Skúlason, hlaut 7,52 stig. í ungl- ingakeppni varð efstur Sigurður Guðmundsson, Torfastöðum, önn- ur Ágústa Traustadóttir, Ein- holti, í þriðja sæti Guðrún Gunn- arsdóttir, Torfastöðum. í 250 m skeiði sigraði Andvari Jónasar Lilliendahls á 24,7 sek. Annar Skúmur Kristins Þórissonar, knapi Jóhann B. Guðmundsson, hljóp á 25.0 sek en þriðji varð svo Blesi Þorvaldar Kristinssonar, rann skeiðið á 27,1 sek. Þá urðu úrslit í 300 m. stökki þau að fyrstur varð Sigurkarl Ragnars Hilmarssonar, knapi Gunnar Ágústsson, á 23.0 sek, annar Sörli Elinar í Hvítárholti hljóp á 23,1 sek., en Músi Guðmundar Einarssonar varð þriðji á 23,3 sek. Unghrossahlaup 250 m fór svo að fyrstur varð Ás Sigurmundar H. Guðmundssonar, hljóp á 21.0 sek., annar Moldi Árna Sigurðssonar með 21,1 sek., en Ýr Gísla G. Guðlaugssonar varð þriðji á 21,3 sek., knapi var Sigurður Guðmundsson. Einnig var keppt í 300 m. brokki, þar Þrfr efstu hestar í flokki klárhesta, lengst til vinstri er Magnús Halldórsson á Kára. þá Marfa Þórarinsdóttir á Skugga og Gunnlaugur Skúla- son á Asa. Ljósm. Sig. Sigm.. _______ Eirfkur Guðmundsson situr hér hryssuna Kolfreyju, sem stóð efst í flokki alhliða gæðinga. urðu úrslit þau að fyrstur varð Stjarni Rúnars Þ. Guðmunds- sonar, brokkaði á 42,8 sek., annar Þytur Tryggva Guðmundssonar á 44,9 sek., en þriðji Asi Renötu Skúlason, knapi Gunnlaugur Skúlason. Asi brokkaði á sama tíma og Þytur. Sig. Sigm. ... N. <;> m .py. i iifii|i.i. iii i ii'illHHBPiBiMI Hópreið hestamanna á móti Storms, fremst fer Jóhannes Stcfánsson frá Kleifum í Gilsfirði. Ljósm. Finnbogi Hermannsson. Ekki lágu þeir heldur á liði sínu uppi á pallinum, þeir Tómas bankastjóri og Jón á Veðrará. Tómas hafði á orði þegar verst lét rigningin að ekki væri furða þar eð Séra Gunnar (Björnsson) væri fjarri og enginn til hafá samband við þá feðga uppi á lofti að skrúfa fyrir. Þess verður að geta, að þau prestshjón í Bolungarvík Veróníka og Gunnar eru virkir hestamenn og sr. Gunnar í stjórn Storms. Jón frá Veðrará kvað hins vegar allt í góðu gengi og mótinu yrði fram haldið þar til færi að rigna eldi og brennisteini. Þá yrði málið endur- skoðað. Um kvöldið var svo slegið upp balli á Þingeyri í tilefni mótsins. Blm. hafði því miður ekki tækifæri að skjótast þangað, en heyrði af afspurn að þetta hefði verið hörku- Um áttatíu hest- ar kepptu á móti Graua og Þjálfa Hestamót Storms Þegar þessi hestur óx fékk hann fallega reisingu með hríngaðan makka og stórt fax, mjór aftur og þó lendprúður, nokkuö háleggjaður og hæfður ágætlega, með glampa í auganu, sjónglöggur og ratvís, klárgengur og þó mjúkur, stökk allra hesta best. — Svo var lýst Krapa í Paradísarheimt og jafnvel látið liggja að því, að Krapi væri ekki beinlínis af þessum heimi, alténd yfirnáttúrulegur, þó sneru hófarnir á honum ekki öfugt sem fara gerir með nykrum. Á laugardegi í sautjándu viku sumars komu saman um það bil hundrað hestar að blanda geði og leika listir sínar þar sem heitir á Söndunum ofan við Þingeyri við Dýrafjörð og eiginlega á skjön bak Sandafelli, fjalli því sem arftakar Ikarosar þess gríska meta mest allra fjalla og stökkva af á flug- drekum sínum. Hestamannafélagið Stormur þeirra Vestfirðinga minnir á ljóð- línur úr Fákum Einars Ben., þar er stormur og frelsi í faxins hvin... Og það var sannarlega stormur og frelsi í faxins hvin á Söndum á laugardaginn. Mót Storms flokkast liklega ekki undir stórmót, enda andrúmsloftið allt annað en á slíkum mótum. í ausandi rigningu og kalsaveðri ríkti gleði og fjör og menn og hestar voru léttir á brún þrátt fyrir veðrið. Á stórmótum láta tækni- mennirnir til sin taka og hestar og menn eru með munnherkjum af stressi auk þess sem mammon lætur æ meir til sín taka í hrossabransanum. Þessi einkenni fyrirfundust ekki á Söndum sem betur fer. Það er ekki lengra en síðan 1971, að hestamenn um Vestfjörðu rott- uðu sig saman í félag. Fyrsta mótið var svo haldið 1972 og var að tilstuðlan og með umráði Jóhannesar bónda á Kleifum í Gilsfirði. Er hann nú kallaður verndari þessara móta á Söndum enda kominn fjórar dagleiðir með tíu hesta að hitta vini sína og vera með. Voru þeir reyndar fleiri saman úr Dölum allt með tuttugu hesta. Riðu þeir hópreið um skeiðið og var fagnað með dynjandi lófa- taki. gott ball, blandað þef manna og hesta undir strengleikum Villa Gunnars og Baldurs frá ísafirði. Gott ef ekki hefur verið farið með hestavísur inn á milli. Sannaðist enn þennan dag, að hestar eru hálfgerðar hulduskepn- ur og áhrif hesta á geð guma verða seint skýrð og skiptir litlu þótt rigni allt að því eldi og brenni- steini. Úrslit urðu sem hér segir: A FLOKKUR. ALHLIÐA GÆÐINGAR: Glóð. eig. Inglbjðrg Sigmundsd. 7.81 Silfurtoppa eig. Guðmundur Ingvarss.7.50 Ljóma. eig. Hallveig Magnúsd. 6.77 B-FLOKKUR, ALHLIÐA GÆÐINGAR: Sóti eig. Sigmundur Þorkelss. 8.07 Óóinn. eig. Kristjin Gunnarss. 8.05 Skuggi, eig. Jón G. GuAmundss. 7.87 300 M STOKK Sóti frá Bolungarvfk 24.5 Geysir. GuAmanns GuAmundss. 24.6 Glóa, GuAfinns Einarss. 25.0 250 M SKEIÐ GlóA frá ísafirAi 28.3 Ljóma fri Hokinsdal 30.4 Raudur, Gfsla Einarss. 35.5 800 M BROKK Vinur. Ingu GuAmundsd. 1.59,6 Stormur. Jóns Svans 2.08,0 Trftill, Sig. Péturss. 2.16,4 - F.H. HESTAMÓT Grana og Þjálfa var haldið að Einarsstöðum laugar- daginn 11. ágúst s.l. Veður var hið besta og voru um 80 hross skráð til leiks ( hinum ýmsu greinum mótsins. Klukkan 9 f.h. hófust gæðinga- dómar og var þeim ekki lokið fyrr en 13.30. Kl. 14—18 var hópreið, mótssetning, helgistund, úrslit í A og B flokki gæðinga, unglinga- keppni og kappreiðar. Um kvöldið var fjölsóttur dansleikur að Breiðumýri, að því er segir í frétt frá félögunum. Helstu úrslit urðu þessi: A flokkur gæðinga: 1. Blesi, rauðblesóttur lOv. f/Glaður 404, m/Vinda, Hólum. Eigandi: Sveinbjörn Sigurðsson, Búvöllum. Knapi: Agnar Kristjánsson, Norðurhlíð. Einkunn 7,97. 2. Snót, rauðblesótt 6 v. f/Glókoll- ur, Kirkjubæ, m/Snugg, Lágafelli. Eigandi og knapi Höskuldur Þráinsson, Laxárvirkjun. Einkunn 7,87. 3. Sörli, brúnn 6 v. skagfirskur. Eigandi og knapi: Stefán Haralds- son, Húsavík. Einkunn 7,80. B flokkur gæðinga: 1. Skjóni, rauðskjóttur, skagfirsk- ur. Eigandi og knapi: Vignir Sigurólason, Húsavík. Einkunn 8,30. 2. Flugumýraskjóni, bleikskjóttur 6 v. f/Kolskeggur, Flugumýri, m/Mósa, Flugumýri. Eigendur: Þórhallur Bragason og Baldvin Baldvinsson. Knapi: örn Grant. Einkunn: 8,07. 3. Bokki, rauðblesóttur 6 v. f/Hlynur frá Kirkjubæ, m/frá Kirkjubæ. Eigandi: Jónas Stefánsson, Stórulaugum. Knapi: Höskuldur Þráinsson, Laxár- virkjun. Einkunn: 7,93. Unglingakeppni: 1. Böðvar Baldurson, 12 ára, Ysta- hvammi, á Feng fráum 8 v. frá Eiríksstöðum. 2. Aðalsteinn Harldsson 15 ára, Húsavík, á Veru, brúnni 7 v. frá Húsavík. 3. Hinrik Már Jónsson, Laugum, 12 ára, á Gneistu, rauðri 7 v. frá Silfrastöðum. 150 m skeið: 1. Helmingur, rauðblesóttur 7 v. frá Kirkjubæ. Eigandi og knapi: Herbert Ólason, Akureyri. Tími: 17,4 sek. 2. Snót, rauðblesótt frá Kirkjubæ. Eigandi: Höskuldur Þráinsson, Laxárvirkjun. Knapi: Jóhann Þorsteinsson. Tími: 17,5 sek. 3. Hremmsa, rauðblesótt 8 v. frá Einarsstöðum. Eigandi: Sigfús Jónsson, Einarsstöðum. Knapi: Jóhann Þorsteinsson. Tími: 18,6 sek. 250 m unghrossahlaup: 1. Hrímnir, grár 5 v. frá Kúfhóli, Landeyjum. Eigandi Guðmundur' Sigurðsson, Hafnarfirði. Knapi: Óli Herbertsson. Tími 19,3 sek. 2. Reykur, móvindóttur 5 v. frá Akureyri. Eigandi: Birgir Ottesen, Akureyri. Knapi: Sigurður Haraldsson, Laugum. Tími: 19,5 sek. 3. Stjarni, brúnstjörnóttur 5 v. frá Vatnsleysu. Eigandi og knapi: Birgir Árnason, Akureyri. Tími: 20,1 sek. 300 m stökk 1. Vinur, brúnn 9 v. skagfirskur. Eigandi: Magnús Bjarnason, Húsa- vík. Knapi: Steingrímur Sigurðs- son. Tími: 24,3 sek. 2. Eiðfaxi, rauðblesóttur frá Helgastöðum. Eigandi og knapi: Friðrik Jónasson, Helgastöðum. Tími: 25,5 sek. 3. Svipur, jarpur 10 v. frá Ystahvammi. Eigandi og knapi: Böðvar Baldursson, Ystahvammi. Tími: 25,5 sek. í gæðingadómnefnd og dóm- nefnd vegna unglingakeppni voru: Friðrik Guðmundsson, Sauðár- króki, Eyjólfur Guðmundsson, Eiríksstöðum, Bjarni Egilsson, Sauðárkróki og Jóhann Þor- steinsson, Sauðárkróki. Hólmgeir Sigurgeirsson, Völlum, Reykjadal, gaf bikar sem veitast skal þeim félagsmanni í Þjálfa, sem sýnir bestu ásetu, prúð- mennsku og snyrtimennsku í framgöngu á mótum félagsins hverju sinni. Höskuldur Þráinsson Laxárvirkjun hlaut bikarinn að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.