Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1979 Fyrsta síldin til Hafnar Hornafirðl. 27. ágúat. GISSUR hvíti kom með 30 tunnur af síld til Hafnar í morgun og er það fyrsta síldin, sem berst hingað á þessari vertíð. Hornafjarðarbát- ar byrja almennt ekki strax á síldveiðunum, en nokkrir eru J>ó að undirbúa sig fyrir reknetin. Ágæt- ur afli hefur verið að undanförnu i fiskitroll og sömuleiðis ágætt kropp á humarnum. Bátarnir, sem komu inn fyrir helgina, voru með einna skásta humarinn sem komið hefur á land í sumar. Síldin, sem Gissur hvíti kom með í morgun, verður fryst og síldarsöltun hefst varla strax á Höfn. Hingað vantar nú stúlkur til að vinna við síldar- frystingu og í fiskvinnu. — Jens. Lítið vatn og treg veiði i Miðfjarðará Stadarbakka, Miðfirði, 27. ágúst. Laxveiðimenn kvarta nú yfir því að vatnslítið sé í Miðfjarðará og að laxinn sé daufur með að taka. Þó má telja að sæmilega veiðist. Vertíðinni lýkur 1. sept. og þegar sex dagar voru eftir af tímanum voru komnir á land 1996 laxar, sem er líklega held- ur minna en á sama tíma í fyrra. — Benedikt. Tveggja hæða strætisvagn Vörusýningarinnar í Laugardalshöll lenti í árekstri í gær í borginni eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þar sem verðir laganna eru að kanna málið með tilheyrandi tækjum. Fyrirframsala á saltsíld: Svíar og Finnar kaupa allt að 70 þús. tunnur SAMNINGAR hafa nú tekist um fyrirframsölu á 55 — 60.000 tunn- um af saltaðri sfld til Svfþjóðar og Finnlands og er söluverðið frá 11,5—15,7% hærra í erl. gjaldeyri en selt var fyrir til þessara landa á síðustu vertíð. Mbl. hafði samband við Gunnar Viðræðunum frest- að fram í október nk. VIÐRÆðUM íslendinga og Norð- manna um Jan Mayen hefur verið frestað að beiðni Norðmanna, en þær áttu að hefjast á morgun. Benedikt Gröndal utanríkisráð- herra sagði í gær. að þær myndu varla hefjast fyrr en í október, enda þótt ekki hefði verið rætt um nýjan tíma fyrir fyrirhugaðar viðræður. Ráðherrann sagði að Knut Fryd- enlund utanríkisráðherra Noregs hefði haft samband við sig á sunnu- dag og óskað eftir frestun á viðræð- unum og í gærmorgun hefði síðan borizt formleg ósk frá Norðmönnum um ótímabundna frestun viðræðn- anna. Sagði Benedikt, að í samskipt- um þjóða væri það föst venja, að ef önnur þjóðin óskaði eftir frestun á viðræðum sem þessum þá veitti hin það. — Ég tel ekki að lengur liggi á, að viðræðurnar hefjist í þessum mán- uði, sagði Benedikt. — Ég geng út frá því sem vísu að loðnuveiðum Norðmanna á Jan Mayen svæðinu sé lokið og því sé ekkert sérstakt, sem ýti sérstaklega á eftir viðræðunum Boða verkfall á yfir- og vaktavinnu þegar ekki er um að ræða nema örfáar vikur, sagði utanríkisráð- herra. Aðspurður um ástæður fyrir ósk Norðmanna um frestun sagði Bene- dikt að Norðmenn hefðu gert grein fyrir tveimur ástæðum. Önnur væri sú að þeir vildu forðast að viðræð- urnar blönduðust inn í kosningabar- áttuna í Noregi, en sveitarstjórna- kosningar fara fram í Noregi í næsta mánuði. Hin væri sú, að þeir teldu nú æskilegt að ræða þessi mál betur við nefndir norska Stórþingsins áður en viðræður byrjuðu. Boðaður haföi verið fundur með fulltrúunum í íslenzku viðræðu- nefndinni klukkan 14 í gær, en þeim fundi var aflýst þar sem þessi mál voru öll mjög óljós um hádegi í gær. í dag verður fundur með fulltrúum stjórnmálaflokkanna í nefndinni. Flóvenz, framkvæmdastjóra Síldarútvegsnefndar og spurði hann nánar um þessa síldarsölu. Gunnar sagði að um 8.000—8.800 tonn af fersksíld þyrfti til að framleiða upp í þessa samninga en síldarkvótinn í haust væri ákveð- inn 35.000 tonn, þannig að þessir samningar tryggðu ekki sölu nema á rúmlega fjórðungi veiðikvótans. Hann sagðist þó búast við að sölumagnið til Svíþjóðar og Finnlands myndi hækka eitthvað og gæti jafnvel orðið um 70.000 tunnur. Þá sagði Gunnar að þau svör hefðu borist fyrr í þessum mánuði frá Rússum að þeir væru reiðubúnir að taka upp viðræður um kaup á 60.000 tunnum af heilsaltaðri síld og að formlegar viðræður við þá myndu hefjast í lok þessarar viku. Gunnar Flóvenz sagði að í morgun hefði borizt staðfesting á því frá Pólverjum, að þeir væru reiðubúnir að ræða um saltsíldar- kaup í næstu viku og viðræður við V-Þjóðverja myndu hefjast fyrri hluta september, en þangað er einkum ráðgert að selja ediks- söltuð síldarflök og e.t.v. fleiri nýjar tegundir af saltaðri síld. Gunnar Flóvenz sagði að lokum að samningaumleitanir héldu áfram við kaupendur í ýmsum öðrum markaðslöndum saltsíldar. Framkoma Norðmanna ekki traust- vekjandi — segir Matthías Bjarnason nMÉR FINNST það vera undar- legt að óska eftir frestun þegar komið er að því, að viðræður eiga eð hefjast,“ sagði Matthías Bjarnason fyrrverandi sjávarút- vegsráðherra og einn fulltrúanna í viðræðunefndinni við Norð- menn um Jan Mayen-máiið, þegar Mbl. spurði hann í gær álits á ósk Norðmanna um frest- un á viðræðunum. „Norðmenn sjálfir fengu að ráða þessum tíma og út af fyrir sig var það undarleg ákvörðun að Matthías Bjarnason. ætla viðræðunum ekki nema einn dag. Enn undarlegra finnst mér þó að óska nú eftir frestun á viðræð- unum. Mér finnst þessi framkoma Norðmanna ekki vera traustvekj- andi nema síður sé. Ég held að það eigi alls ekki að veikja stöðu norsku ríkisstjórnar- innar þó hún gangi til viðræðna við íslendinga um þetta mál. Ef þeir ætla að sýna sanngirni, sem maður verður að vona, er ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Matthías Bjarnason. Heyannir í Miðfírði Stadarbakka, MiðfirAI, 27. ágúst. BEZTA veður hefur verið hér síðustu daga og mikið verið hirt inn af heyjum. Margir bændur eru langt komnir með heyskap, en þó eru ýmsir sem eiga alímikið eftir. Grasspretta á túnum er mjög misjöfn, allt frá því að vera allgóð og niður í helmingsupp- skeru. Hey eru þó yfirleitt mjög góð, en verða áreiðanlega fyrir neðan meðallag að vöxtum. — Benedikt. Á FUNDI, sem vinnuveitendur í prentiðnaði efiidu til í gær var ákveðið að vísa kjaradeilu Grafíska sveinafélagsins til sáttasemjara en félagið hefur boðað til vinnustöðvunar á alla vakta- og aukavinnu félgsmanna frá og með 3. september n.k. í gær og dag fer fram allsherjar atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna um heimild til vinnustöðvunar til handa stjórn félagsins. Á félagsfundi í Grafíska sveinafélaginu í júní var samþykkt að óska eftir samningaviðræðum við FÍP en launaíiðir samnings, sem undirritaðir voru í júní 1977 var sagt upp frá og með 1. marz 1978. Kjarasamningnum sjálfum var sagt upp í maí, þannig að allir samningar verða lausir frá 1. september 1979. í byrjun júlí kom boð frá Félagi prentiðnaðarins, þar sem Grafíska sveinafélaginu var boðin sama 3% launahækkunin og aðrir launþeg- ar höfðu fengið gegn því að samn- ingar yrðu framlengdir til 1. janúar n.k. Á félagsfundi Grafíska sveinafélagsins var þetta tilboð vinnuveitenda fellt. Grafíska sveinafélagið lagði kröfur sínar síðan fram á samn- ingafundi í byrjun ágúst og námu þær 17% umfram það, sem aðrir launþegar höfðu fengið en samn- ingstími hins vegar til 1. septem- ber 1980. Félag Prentiðnaðarins hafnaði kröfum Grafíska sveina- félagsins um aðrar breytingar á samningnum frá júní 1977 en 3% kauphækkun til áramóta, og gáfu Grafíska sveinafélaginu frest til að ganga að 3%, ella yrðu þau dregin til baka. Engir fundir hafa verið haldnir frá 2. ágúst. „Eg er himinlifandi” segir Guðrún Helgadóttir um nið- urstöðu Björgvins Guðmundssonar MORGUNBLAÐIÐ hafði sam- band við Guðrúnu Ilelgadóttur borgarfulltrúa Alþýðubandalags- ins í gær og innti hana eftir því hvort hún væri ánægð með þá niðurstöðu Björgvins Guðmunds- sonar að úrskurða Sjöfn Sigur- björnsdóttur borgarfulltrúa varamann Kristjáns Benedikts- sonar fulltrúa framsóknar- manna, en til þess kom f borgar- ráði f sfðustu viku þegar ákveðin var ráðning framkvæmdastjóra Æskulýðsráðs. Þá mættu bæði Sjöfn og Guðrún, en borgarstjóri og Björgvin Guðmundsson for- maður borgarráðs úrskurðuðu Sjöfn sem varamann Kristjáns. „Ég er himinlifandi," sagði Guð- rún, „samkvæmt þessum úrskurði verður Sjöfn Sigurbjörnsdóttir ekki boðuð framvegis til borgar- ráðsfundar í forföllum Bjögvins Guðmundssonar, heldur Adda Bára Sigfúsdóttir, sem fyrsti varamaður borgarráðs. Það þykja mér góð skipti fyrir þá bæjarbúa sem taka störf okkar í borgar- stjórn alvarlega. í sannleika sagt er þetta ekkert mál, heldur klaufaleg afgreiðsla formanns borgarráðs og lögmenn borgar- skrifstofunnar virðast ófærir um að skera úr þessu. Meira er ekki um það að segja, enda önnur brýnni mál á stundatöflu þeirra borgarfulltrúa sem nenna að gera eitthvað af skynsemi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.