Morgunblaðið - 28.08.1979, Page 38

Morgunblaðið - 28.08.1979, Page 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1979 „Shadow V“, bátur Mountbattens jarls sem írskir hryðjuverkamenn sprengdu í loft upp í gær. símamynd ap. Snekkjan lyftist upp í elds- bjarma og tættist í sundur Mullaghmore, 27. ág1Í8t. AP. Reuter. „ÞETTA var gífurlega öflug sprenging. Brak úr bátnum dreifðist yfir stðrt svæði og ekkert heillegt að sjá,“ sagði Brian McNulty hóteleigandi en hann varð vitni að því, þegar lystisnekkja Mountbattens sprakk í loft upp. Gífurleg sprenging rauf kyrrðina við fiskibæinn Mullaghmore á Norðvestur-írandi. Lysti- snekkja jarlsins hafði nýíega yfirgefið höfnina og haldið út á Donegalflóa. írskir lögreglu- menn voru einmitt að fylgjast með snekkjunni f sjónauka úr fjariægð og þeir sögðu að snekkjan hafi lyfst upp í elds- bjarma og tæst f sundur. Mounbatten jarl lést sam- stundis að talið er, og jafnframt lést með honum dóttursonur hans, Nicolas, 14 ára gamall, og írskur skipverji. Fjórir særðust — dóttir Mountbattens, Patricia, eiginmaður hennar Brabouene lávarður, móðir hans og sonur hjónanna, Tímothy, 15 ára gamall. Konurnar og drengurinn voru í gjörgæzlu í kvöld en Barbourne lávarður er ekki alvarlega slasaður. Mountbatten hafði dvalist á sveitasetri sínu, Classeabawn Castle, sem er skammt frá þorp- inu Mullaghmore . Hann hefur síðustu árin komið þangað ár- lega í sumarleyfi sínu og siglt um nágrennið á 29 feta lysti- snekkju sinni. Frá kastalanum sést vel yfir flóann þar sem lystisnekkjan sprakk í loft upp. Fjölda báta dreif þegar að eftir sprenginguna til að reyna að bjarga þeim er komust af. Dómsmálaráðherra íraldns, Gerry Collins, flaug til Sligo, bæjar í nágrenninu til að stjórna leitinni að tilræðis- mönnunum og komið var upp vegatálmunum. „Mountbatten lést greinilega af sárum eftir sprenginguna. Lík hans var mjög illa farið," sagði McNulty hóteleigandi. „Snekkja hans var ávallt geymd í höfninni gegnt hótelinu og ég stóð alltaf í þeirri trú að strang- ar gætur væru hafðar á höfn- inni. Mér er það hulin ráðgáta hvernig nokkur gat laumast og komið sprengju fyrir í snekkj- unni,“ sagði hann ennfremur. Hann sagði að Mountbatten hefði ávallt komið til sveita- seturs síns í ágúst og dvalist þar einn mánuð. Mountbatten hafði dvalist í þrjár vikur á setri sínu og ætlaði aftur til Englands um helgina. írski lýðveldisherinn, IRA hefur lýst ábyrgð á hendur sér á morðunurn og var sagt, að Mountbatten hefði verið „tekinn af lífi til að vekja athygli heims- ins á hernámi Breta í sex héruð- um írlands." Dagblað í Dyflini skýrði frá því fyrr í dag, að hringt hefði verið til blaðsins og skýrt frá því að írski þjóðfrelsisherinn INLA, sem er marxískur armur er hefur klofið sig úr IRA, stæði á bak við morðin. Talsmaður INLA neitaði þessu og sagði þetta annað hvort „gabb eða tilraun brezku leyiþjónustunnar til að valda ruglingi". í marz í vor stóð INLA fyrir morði á Airey Neave, sem fór með mál- efni N-írlands, fyrir utan þing- húsið í Lundúnum. Þá hafa skæruliðar staðið fyrir morðum á brezkum sendiherrum í Hollandi og írlandi. Teng Hsiao-Ping varaforsætisráðherra Kína sýnir Walter Mondale varaforseta Bandaríkjanna heiðursvörð kínverska hersins. (AP-símamynd) Polisario felldi 800 menn Marokkohers Algeirsborg, 27. ágúst, AP. SKÆRULIÐAR Polisaríó, er berjast fyrir sjálfstæði spönsku Sahara, sögðu í dag að um 800 menn úr her Marokkó hefðu verið felldir í bardögum við eyðimerk- urstöðina Lebouirate í suðurhluta Marokkó síðastliðinn föstudag. Stjórnvöld í Marokkó stað- festu í dag að skæurliða- samtökin hefðu gert leiftur- árás á stöðina og neytt stjórnarhermennina til að yfirgefa stöðina, en liðsauki borizt og skæruliðar verið hraktir á brott næsta dag. í tilkynningu stjórnvalda var ekki minnst á mannfall, en þess getið að harðir bardag- ar hefðu átt sér stað. í yfirlýsingu Polisaríó sagði að 792 hermenn Mar- okkóhers hefðu fallið og 92 hefðu verið teknir til fanga. Einnig hefðu samtökin náð á sitt vald 60 herflutningabifr- eiðum, 40 jeppum, 105 smá- lestum af skotfærum, 370 rifflum, 100 skammbyssum og nokkrum fallbyssum. Ekki var minnst á mannfall í röðum skæruliða í tilkynn- ingunni. Jarlsins verdur minnst vegna st jórnvizku hans og hygginda London 27. ágúst AP. — Reuter SAMÚÐARSKEYTI vegna fráfalls jarlsins af Mountbatten í dag bárust víða að úr heiminum til Buckingham-hallar og í mörgum var fráfallinu lýst sem miklum harmleik. Vegna fráfalls jarlsins lýstu stjórnvöld í Indlandi yfir sjö daga þjóðarsorg. Meðal þeirra sem lýstu samhryggð sinni vegna láts jarlsins af Mountbatten voru Neelam Sanjiva Reddy forseti Indlands, Jósef Luns framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Karl Gústaf Svíakonungur. Indira Gandhi fyrrverandi forsætisráðherra Indlands og Rajmohan Gandhi sonarsonur Mohandas K. Gandhi leiðtoga Indverja f sjálfstæðisbaráttunni. Sanjiva Reddy sagði í skeyti sínu til Bretlandsdrottningar að jarlsins yrði rainnst vegna stjórnvizku hans og hygginda. Rajmohan Gandhi sagði að Mountbattens yrði lengi minnst þar sem hann hefði farið með aðalhlutverkið í málefnum Ind- lands á einum örlagaríkustu dögum þjóðarinnar, þ.e. á fimmta áratugnum. Hefði jarl- inn þá sýnt mikla skarpskyggni. í skeyti sínu sagði Luns að með fráfalli jarlsins af Mount- batten hefði brezka þjóðin orðið af stórmenni er þjónað hefði af dyggð í stríði og friði. Tilkynnt var við konungshirð- ina í Stokkhólmi í dag að það hefði tekið Karl Gústaf Svía- konung þungt að heyra fréttirn- ar um fráfall jarl3Íns af Mount- batten, en skyldleiki var með þeim. Jarlinn var bróðir Lovísu Svíadrottningar, eiginkonu Gústafs Adolfs konungs, afa Karls Gústafs. Indira Gandhi sagði í dag að jarlinn af Mountbatten hefði verið óvenjulegur persónuleiki og hefðu Indverjar nú misst náinn og innilegan vin. Jarlinn hefði verið fæddur til forræðis og hefði hann sýnt samúð og skilning á hinum flóknu vanda- málum er voru tengd sjálf- stæðisbaráttu Indverja. Frú Gandhi hitti jarlinn seinast í nóvember síðastliðnum og fyrir- hugað var að jarlinn færi í einkaheimsókn til Indlands seinna á þessu ári. Mountbattens var í dag og minnst í Suður-Afríku og honum m.a. lýst þar sem einstaklega framsýnum manni er átti auð- velt með að ná sáttum við hvern sem var. Væri mikill skörungur nú horfinn á braut. Um 3,000 manns skoðuðu sveitasetur jarlsins af Mount- batten í Hampskíri á Suð- ur-Englandi í dag, en er fregnir bárust af fráfalli jarlsins voru viðstaddir beðnir um að yfirgefa setrið og fánar dregnir í hálfa stöng. Filipus drottningarmaður var á leið til þátttöku í hestamóti í Frakklandi er honum voru færðar fregnir af andláti jarls- ins af Mountbatten. Búizt var við að Filipus sneri til Lundúna í dag. ■ ■■ ERLENT, Kólera á Spáni VESTUR-þýzka blaðið Welt Am Sonntag skýrði nýlega frá því að heilbrigðisráðuneyti Spánar hefði staðfest að kólera hefði nýverið brotizt út á Spáni. Hefði ráðuneyt- ið vitneskju um 13 „væg“ tilfelli. Blaðið „E1 Pais“ hefði hins vegar skýrt frá því að á Malaga einni væru 20 manns veikir af kóleru, þar af þrír alvarlega, og sjö hefðu tekið veikina í Barcelona.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.