Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1979 39 Eins og skýrt heíur verið írá í blaðinu kom nýlega nýr 20 smálesta stálbátur til Hofsóss, „Guðrún Jónsdóttir.“ Bátalón í Hafnarfirði smi'ðaði bátinn, en eigendur eru Þórður Eyjólfsson og synir hans Gunnar og Sigurvin. — Myndin er af bátnum við bryggju á Hofsósi. Ólafur Björnsson: Vinnsla skarkola arð- bærari en þorsks til staðreynda en í stað þess altið öfgafulla ofsatrúarmenn ráða ferðinni. Fleira matur en feitt kjöt En það er ekki nóg þótt stjórn- völd taki sönsum í þessu máli. Svo mikil er græðgin í ofnýttan þorsk- stofninn að jafnvel þeir sem gætu nýtt skarkolann gefa sér ekki tíma til þess að vinna hann. Dragnótabátum er í sumum tilfellum bannað að koma með kola að landi og komi þeir með hann er hann að mestu leyti heilfrystur þegar tími gefst til en honum annars keyrt í gúanó. Mest er þó kolinn veiddur þegar hann er genginn út og orðin horkoli sem enginn sækist eftir til matar. Hér við Faxaflóa þar sem vinnslu- stöðvarnar hefur vantað hráefni undanfarin ár hefur hins vegar ekki mátt stunda veiðar þar sem skarkolinn helduf sig þegar hann er best markaðsvara. Vonandi verður þessi tilraun sem nú er gerð hér í Faxaflóa með veiðar og þá ekki síst vinnslu kolans til þess að opna augu manna fyrir því að sé rétt farið að þá eru skarkolaveiðar og vinnsla ekki síður arðbærar en aðrar veiðar og vinnsla og tekur jafnvel fram útgerð skuttogara og vinnslu á þorski sem allir virðast einblína á í dag. Þó eitthvað veiddist af öðrum fiski en skarkola í dragnótina er það síður en svo glæpur, því fiskur drepinn í dragnót er ekkert öðru- vísi dauður en annar fiskur, hann er hins vegar það besta hráefni sem fæst úr nokkru veiðarfæri, þar sem togtími fer tæpast yfir 15 mínútur og yfirelitt landað dag- lega. Síðast en ekki síst verður alls ekki um dráp á smáfiski að ræða með þeim stóra möskva sem nú hefur verið fyrirskipaður í drag- nótina. Faxaflói — skipulag veiða og vinnslu Þótt niðurstaðan hafi nú orðið sú, að leyfa aðeins veiðar tveggja báta hér í Faxaflóa, hlýtur að koma að því að úr flóanum verði tekin a.m.k. 1200 tonn af skarkola, sem vinna mætti með tveimur vélum á þremur mánuðum. (Vel mætti taka 1500 t.:) ísbjörninn í Reykjavík á þegar vél liggjandi á hafnarbakkanum. Til þess að fiska fyrir tvær vélar mætti vel hugsa sér að nota 6 báta í senn, sem fengju ákveðinn viku- skammt, veiðunum mætti jafnvel skipta á fleiri báta. Við höfum þegar tekið upp leyfa- og kvóta-(skammta) fyrir- komulag við rækjuveiðar og að nokkru við síldveiðar sem menn virðast una sæmilega, auk þess er svo komið að veiðar eru meira og minna stundaðar eftir tilskipun- um hins opinbera og miklar líkur á að svo verði í vaxandi mæli, ef stemma á stigu við ofveiði og ná upp bestu nýtingu aflans. Ort vaxandi stjórnun veiða og væntanlega vinnslunnar einnig þarf að þreifa sig áfram með hvernig að skuli standa. Drag- nótaveiðar í Faxaflóa liggur beint við að skipuleggja með fyllstu hagkvæmni og hugsanlega gætu þær orðið fyrirmynd að stjórnun veiða og vinnslu á fleiri sviðum. Ólafur Björnsson. Tveir bátar á dragnót í Faxaflóa í framhaldi af afgreiðslu al- þingis á tillögu um að leyfa veiðar með dragnót í Faxaflóa hafa nú tveir bátar stundað þessar veiðar frá 1. ágúst síðastliðnum. Við afgreiðslu málsins var lögð áhersla á að jafnframt þessum tilraunaveiðum yrði skarkolinn fullunninn, hann flakaður ferskur og hann pakkaður eins og markað- ur gerir fyllstu kröfur til. Þá skyldi samráð haft við Haf- rannsóknarstofnunina og henni falið að fylgjast með veiðunum og setja um þær hver þau skilyrði sem ástæða þætti til m.a. gerð veiðarfæra, veiðisvæði, aflasam- setningu og skýrslugerð um veið- arnar og vinnsluna. Ekki treysti sjávarútvegsráðu- neytið sér til þess að veita nema tveimur bátum leyfi til umræddra veiða, þó svo Hafrannsóknarstofn- unin teldi að þeir mættu vera fleiri. Framkvæmdin varð sú að Sjö- stjarnan h.f. í Njarðvíkum, sem á síðasta ári keypti fullkomna flök- unarvel fyrir kola, fékk leyfi til að ráða tvo báta til dragnótaveiða í Faxaflóa. Forráðamenn Sjöstjörnunnar h.f. réðu síðan m.b. Baldur KE 97 og m.b. Gullþór KE 85 til veið- anna, en þetta eru einu bátarnir við Faxaflóa sem stundað hafa dragnótaveiðar undanfarin haust, þótt þær hafi aðeins verið leyfðar á mjög takmörkuðu svæði norðan við Reykjanes. Annar báturinn, m.b. Baldur, hefur ennfremur verið lánaður Hafrannsóknarstofnuninni til rannsókna í Faxaflóa undanfarin þrjú ár, en áður voru stærri skip stofnunarinnar notuð í það verk- efni. Báðir þessir bátar voru því útbúnir til dragnótaveiða, en létu nú útbúa dragnætur í samráði við veiðarfærasérfræðing Hafrann- sóknarstofnunarinnar, Guðna Þorsteinsson. Auk þess er Fiskifé- lagið að láta útbúa gildrur sem bátarnir munu gera tilraunir með. Afla eins og einn togari Bátarnir eru búnir að fara út í 10 daga fram að 19. ágúst, auk helgarfría hafa þeir orðið að vera í landi vegna þess að ekki hefur hafst undan að flaka kolann. Afli þessa 10 daga er 124 tonn, nær eingöngu koli. Má líkja þessu við togaratúr sem algengt er að taki 10 daga með löndun. Bátarnir hafa farið út kl. 7 að morgni og komið að um kl. 21, hafi þeir ekki verið kallaðir inn fyrr. Alls konar drasl sem losað hefur verið í sjóinn á undanförnum árum, mest frá togurum, hefur tafið veiðarnar talsvert. 120 tonn af besta þorski unnum á USA markað gefa í útflutnings- verðmæti um 50 milljónir, kr. br. er þá reiknað með 41% nýtingu, 80% í neytendapakkningu og 20% í blokk, sem telst mjög gott hlut- fall. 120 tonn af skarkola með 43% nýtingu sem er fullkomlega óhætt að reikna með mánuðina júlí til október, sé kolinn flakaður í þeim fullkomnu kolaflökunarvélum er nú eru á markaðnum, gefa í útflutningsverðmæti miðað við það verð er liggur fyrir kr. 60,7 milljónir br. Verðmæti mætti auka verulega með nýjustu tækni í frystingu. í hvorugu tilfellinu eru bein reiknuð með, en þau munu nánast sama verðmæti í báðum tilfellum. þeirra virðast flestir telja allra meina bót og önnur útgerð sé vonlaus. Við þorsk er að sjálfsögðu miðað af því menn virðast svo uppteknir við að útrýma honum að þeir hirða ekki um vinnslu á öðrum fiski. Látum fordóma víkja Víða við landið er hægt að veiðá skarkola og góður markaður er fyrir hann sé hann veiddur þeim tíma sem hann er bestur (júl.—nóv.). Er þetta einnig sá tími er hann heldur sig að mestu á grunnslóð. Löngu er tími til kominn að hætta að láta fordóma um skað- semi dragnótar koma í veg fyri skynsamlega nýtingu þessa eftir- sótta fiskjar. Allar kenningar um skaðsemi dragnótar hafa svo margsinnis verið hraktar, að það er ömurlegt að vita til að hér á landi skuli öfgar og hreinar vitleysur ráða ferðinni, þrátt fyrir áratuga reynslu nágrannaþjóða. Lýsingar kafara, ljósmyndir og kvikmyndir, er allt sögð lygi og ótrúlegan fjölda stjórnmálamanna hefur brostið kjart til þess að taka tillit Miklu munar á tilkostnaði Sem fyrr segir eru tveir bátar á þessum veiðum, annar 20 ára gamall og hinn yfir 50 ára. Á hvorum bát eru 5 menn. Þess má einnig geta að dragnótin er kostn- aðarminnsta veiðarfæri sem vörl er á. Til þess að fiska þessi 120 tonn hafa bátarnir notað saman um 5 tonn af olíu, heildar olíu- kostnaður er því um 685 þús. kr. Algengt er að togari noti 40 tonn af olíu í túr, sem kosta nú kr. 5.480.000. Ekki verður reynt hér að gera frekari samanburð á kostnaði við að ná í þennan afla, en ljóst er að mismunurinn er gífurlegur á flestum kostnaðrliðunum. Þá er þess að gæta að bátarnir hafa sótt sinn afla í fiskistofn sem er vannýttur en togarinn í ofnýtt- an þorskstofninn. Við að vinna afla þessara tveggja báta starfa um 40 manns eða sviðaður fjöldi og vinnur við afla eins togara. Samabburður við togara er hér ekki gerður togaraútgerð til hnjóðs heldur af því að útgerð ALWO0UG VÖRUSÝNING ÍNTERNATIONAL FAfR W79 I sýningardeild okkar á Alþjóðlegu vörusýning- unni í Laugardalshöll sýnum viö fjölbreytt úrval Jagurra listmuna. í tilefni þess bjóðum við til sölu í sýningardeildinni nokkra muni úr kristal á sérstöku sýningarverði: Kertastjaka („Snjóboltinn" frá Kosta) Skál („Rapsody" frá Boda) Gluggaskraut („Fuglinn" frá Boda) Verið velkomin í sýningardeild okkar (nr. 70, Aðalsal til hœgri). __ Kynnistþarfagurri hónnun ög listrœnu yfirbragði. Klingjandi kristall-kjöigripirfra [Kosi rA zJ Oe jo DAJ J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.