Morgunblaðið - 28.08.1979, Síða 48

Morgunblaðið - 28.08.1979, Síða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1979 mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Norwich heldursínustriki 1 og er efst ásamt N. Forest • Nýliðunum í 1. deild, Brighton, hefur gengið allt í óhag og eítir 3 um- ferðir hefur Jiðið enn ekki hlotið stig. Á myndinni er aðal markaskorari liðsins, Peter Ward, í harðri bar- áttu um knöttinn. Ward tókst að minnka muninn á síðustu mínútum leiksins. Þæfingsleikur Arsenal og Man. Utd. Það var tíðindalítill leikur hjá bikarúrslitaliðunum frá síðasta ári, er þau mættust á Highbury. Ekkert mark var skorað, en Arsenal sótti án afláts frá upphafi til enda. Vörn MU var sterk og markvarslan enn betri. Skyndi- sóknir MU voru hættulegri heldur en hin stöðuga pressa Arsenal, þannig brenndi Steve Coppell af algeru dauðafæri á 40. mínútu og var það jafnframt besta tækifæri leiksins. Chelsea, Notts County, Preston og Leicester. Það stefnir því allt í hasar. Úrslit og markaskorarar í 2. deild voru sem hér segir: Bristol Row. 2 (Barrowclough. Dene- hy) — Sherwsbury 1 (Tong) Burnley 0 — Notts County 1 (Malr) CamhridKe 2 (Flnney 2) — Watford 2 (Blissett, Jenkins) Cardiff 1 (Stevens — Brimintrham 2 (Evans 2) Charlton 1 (Walker ) — Newcastle 1 (Cassldy) Chelsea — 3 (Harrls, Britton. Bum- stead) — Wrexham 1 (Buxton) Luton 2 (Hatton, Hill — Orient 1 (MarKeirsson) Preston 1 (Bartley sj. m.) — Swansea 1 (Waddle) QPR 1 (Allen víti) — Leicestcr 4 (Peake 2, May, Goodwin) Sunderland 2 (Arnitt Robson vfti) — Fulham 1 (Gale) West Ham 1 (Holland — Oldham 0 Spenna að hlaupa í 2. deild Eftir aðeins 3 umferðir eru hvorki fleiri né færri en 5 lið efst og jöfn með 5 stig, Sunderland, ENGLAND, 1. DEILD: Arsenal — Manchester Utd. Aston Vllla — Bristol City Bolton — Southampton Derby — Evcrton Liverpool — WBA Manchester City — BrÍKhton MiddlesbrouKh - Crystal Palace Norwich — Leeds Nott. Foreat — Coventry Stoke — Tottenham Wolves — lpswich ENGLAND. 2. DEILD: Bristol Rovers — Shrewsbury Burnley — Notts County CamhrldKe — Watford Cardiff — BirminKham Charlton — Newcastle Chelsea — Wrexham Luton — Orient Preston — Swansea QPR — Leicester Sunderland — Fulham West lfam — Oldham ENGLAND, 3. DEILD: Barnsley — Readinx Carlislc — Bury Chester — Sheffield Utd. Chesterfield — Plymouth Exeter — Mansfield GiIlinKham — Millwall Grímsby — Biackpool 4-3 0—0 Hull City — Oxford 2-2 0—2 Rotherham — Colchester 3-0 2—1 Sheffield West — Blackburn 0-3 0-1 3-1 Swindon — Brentford 4-0 Wimbledon — Southend 0-1 3-2 1-1 2-1 ENGLAND, 4. DEILD: 4-1 Aldershot — Port Valc 3-1 3-1 Bournemouth — Newport 3-2 3-0 Bradford — Tranmere 2-0 Hercford — Darllnitton 1-0 Huddersfield — Doncaster 3-0 Northampton — Walsall 1-2 2-1 A 1 PeterbrouKh — Halifax 2-1 Portsmouth — Scunthorpe 6-1 2-2 1-2 Stockport — WÍKan 1-2 Vork — Lincoln 0-2 1-1 3-1 SKOTLAND, CRVALSDEILD: 2-1 Celtic - Kilmarnock 5-0 1-1 Dundee Utd. — Aberdeen 1-3 1-4 Hibs — Dundee 5-2 2-1 Partick — RanKers 2-1 1-0 St. Mirren — Morton 0-3 HOLLAND, 1. DEILD: Nac Bredu — Willem TllhurK 0-1 2-0 Sparta - Haariem 3-0 1-0 Den IlaaK — Alkmaar 1-0 1-1 Maastricht — Utrecht 0-0 3-1 PSV Eindhoven — Feyenoord 2-2 2-1 NecNijmeKen — Roda JC 2-0 1-1 Pec Zwolle — Tvente 0-1 -sigraói Leeds2- NÝJA spútnikliðið í ensku knattspyrnunni, Norwich City, hélt sínu striki á laugardaginn með góðum sigri, 2—1, gegn Leeds. Eftir þrjár umferðir hefur liðið enn ekki tapað stigi, skorað 10 mörk, en fengið aðeins á sig þrjú. Liðið er að miklu leyti skipað ungum og stórefnilegum leikmönnum, einkum í framlínunni. Með þeim eru síðan gömul hrýni eins og Martin Peters, sem virðist verða betri eftir því sem árin færast yfir hann, en hann er nú um hálffertugt. Að venju, þegar lið koma á óvart á þennan hátt, eru uppi þær raddir að Norwich munu springa fljótlega. En það voru líka allir að spá því að Nottingham Forest myndi springa fyrir tveim keppnistímabilum síðan, er liðið vann hvern sigurinn af öðrum. Það varð þó lítið úr sprengingum og Forest varð meistari með yfirburðum. Það getur því allt gerst. Strákurinn skoraði Það var kornungur sonur fram- kvæmdastjóra Norwich, Kevin Bond, sem skoraði bæði mörk liðsins gegn Leeds. Það var á 20. mínútu, að Bond skoraði fyrra mark Norwich úr víti, eftir að einn varnarmanna Leeds hafði hand- leikið knöttinn innanteigs. Paul Hart, sem fékk á sig vítið, bætti það snarlega upp meö því að skora jöfnunarmark Leeds aðeins einni mínútu siðar. Sugurmarkið skor- aði Kevin Bond á 37. mínútu, með gríðarlegu þrumuskoti af 30 metra færi. Liverpool og Forest fá sín stig að venju Forest tók Coventry City í bak- aríið á City Ground. Það þurfti reyndar tvö heppnismörk til að koma liðinu á bragðið, en aldrei var vafi hvort liðið var sterkara. Heppnismörkin skoruðu John Mc- Govern og Tony Woodcock snemma í leiknum. Tom English, 17 ára nýliði hjá Coventry, skoraði fyrir lið sitt, en í síðari hálfleik innsigluðu þeir McGovern og John Robertson sigurinn hvor með sínu markinu. Liverpool vann sinn fyrsta sigur í deildarkeppninni, lagði að velli furðu siakt lið WBA. Dave John- son skoraði tvívegis og Terry McDermott eitt mark. WBA skor- aði a.m.k. fyrsta mark sitt á keppnistímabilinu, er Peter Bar- nes nýtti sér vel eina höggstaðinn sem vörn Liverpool gaf á sér. Kenny Dalglish átti stóran þátt í öllum mörkum Liverpool, þótt ekki skpraði hann sjálfur að þessu sinni. í lið WBA vantaði hinn stóra og sterka Cirek Regis og munar um minna. Middlesbrough tapar stigi Fyrsti bresturinn í lið Middles- brough kom í ljós gegn Crystal Palace. David Swindlehurst skor- aði glæsilegt mark fyrir Palace á 40. mínútu og litlu munaði að markið nægði til sigurs. En svo var ekki og seint í leiknum tókst Stan Cummins að svara fyrir lið sitt með góðu skallamarki. Mark- vörður Palace, John Burridge, varði oft af mikilli snilld í leikn- um. Úlfarnir sterkir Úlfarnir hafa reynst sterkir í fyrstu leikjum haustsins og liðið vann furðu auðveldan sigur á annars sterku liði Ipswich. Emlyn gamli Hughes var aðalmaðurinn hjá Úlfunum, átti stórleik og var allt í öllu hjá liðinu. Willy Carr skoraði fyrsta markið á 33. mín- útu og i síðari hálfleik skoraði Peter Daniel fljótlega annað mark og síðan varamaðurinn Mel Evans það þriðja. Besta marktilraun Ipswich var þrumufleygur Arnold Múhren um miðjan síðari hálfleik, sem fór naumlega framhjá mark- inu. Tottenham- eyðimörkin Tottenhameyðimörkin er nýja viðurnefnið á vörn liðsins, sem er furðu oft úti að aka. Svo var gegn Stoke. Skipulag var ekkert og leikmenn Stoké hvað eftir annað í opnum færum við markið. Garth Crookes skoraði tvívegis í fyrri hálfleik, það fyrra úr víti, og síðari hálfleikur var ekki gamall þegar Brendan O’Callaghan skor- aði þriðja markið. Undir lokin slakaði lið Stoke á, enda sigurinn í höfn en síðasta orðið átti Steve Perryman fyrir Tottenham, þegar hann skoraði fallegt mark með skoti af löngu færi. Bolton halar inn stig Bolton mokar inn stigunum þessa dagana, ekki veitir af, því hver veit nema að illa fari að ganga með vetrinum. Liðið vann öruggan sigur á Southampton, en fékk þó full mikla aðstoð frá varnarmönnum Southampton við þá iðju sína að skora mörk. Noel McNab skoraði á 6. mínútu og Noel Whatmore annað á 17. mín- útu. Leikmenn Bolton misnotuðu síðan slatta af góðum færum áður en að Charlie George tókst að minnka muninn 5 mínútum fyrir leikslok. Ekkert gekk hjá Villa Aston Villa átti einn af þessum dögum þegar ekkert gengur upp. Og til að kóróna daginn, missti liðið tvo leikmenn út af vegna meiðsla og lék því með 10 leik- mönnum lokakafla leiksins. Kevin Mabbutt skoraði fyrra mark City eftir góðan undirbúning Tom Ritchies og það var Ritchie sjálfur sem skoraði annað markið einni mínútu fyrir leikslok. Annað heimatap Derby Það eru horfur á erfiðum vetri hjá Derby County, sem tapaði öðrum heimaleik sínum í röð. Eins dauði er annars brauð og Everton vann á hinn bóginn sinn fyrsta sigur. En ekki var það sannfær- andi og þótti leikurinn lélegur. Eina mark leiksins var þó gull- fallegt, en þá vippaði Andy King knettinum yfir markvörð Derby af 20 metra færi. Illa gengur hjá nýliðum Brighton Brighton tapaði sínum þriðja leik í röð, á sama tíma og Man- chester City vann sinn fyrsta sigur. Paul Power skoraði fyrst fyrir City á 23. mínútu, en 10 mínútum síðar jafnaði Ted May- bank. Mick Channon kom City yfir á nýjan leik rétt fyrir hlé og skömmu eftir hlé skoraði Mick Robinson þriðja mark City úr víti. Brian Horton misnotáði síðan víti fyrir Brighton, áður en Peter

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.