Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGUST 1979 18 Kári Valsson: Opiðbréftil ritstj órnar Þióðvilians^ J Kæru kommar! Ykkur kemur e.t.v. á óvart, að mér kunni að vera hlýtt til ykkar, þótt af öðru sauðahúsi sé. Ég þakka Guði fyrir, að hann hefur innblásið mannskepnunni eins margt sinnið og hann hefur lagt á hana skinnið. Silfur málsháttarins verður aldrei eins verðmætt og þegar hver lítur það sínum augum. Mér er að mörgu leyti vel við ykkur, a.m.k. meðan þið streitizt við að vera menningarvitar. Ég ábyrgist þó ekki velvild mína, ef óskalandið Sovét-Ísland skyldi breytast í lögregluríki, sem yrði óhjákvæmileg afleiðing af valda- ráni ykkar og engu síður, þótt þið staðhæfið, að slíkt eigi „enga stoð í hugsjónum sósíalismans". Mér fellur líka vel í geð, þegar þið segizt vera á móti hervaldi og sér í lagi móti hinu ritskoð- aða, fasiska einræðisbákni með skrautfjöður sósíalismans í hatt- inum gerzka. Þó er ég ekki viss um, nema ég taki slíkar fullyrð- ingar ykkar allt of hátíðlega. Þær gætu alveg eins verið í ætt við þann eiginleika, sem þið eruð gæddir og ég met hvað mest: hina ásköpuðu, ósjálfráðu fyndni ykkar. Það er áberandi, hve Morgun- blaðsmenn skortir áþekka kímnigáfu. í forystugrein 22. ágúst eru þeir gramir og hneykslaðir vegna þess, að ykkur tókst vel upp í forystugrein ykkar daginn áður. Morgun- blaðsmenn virðast ekki sjá, að öll 4. blaðsíða Þjóðviljans 21. ágúst er samfelld gamansaga og spannar allt frá hinni daglegu sjálfslýsingu ykkar og niður í hið „klippta og skorna“ verzlun- arauðvald. Sjalf yfirskrift forystugrein- arinnar, „Lærdómurinn frá Tékkóslóvakíu", lofar góðu. þótt lærdómar úr þeirri áttinni séu fleiri en einn, getur í málgagni þjóðfrelsis ekki verið um að ræða annan boðskap en þennan: „í guðanna bænum, ánetjumst ekki kommúnisma!“ Sósíalistaflokkurinn á íslandi dró þó aðra ályktun. Til að láta líta svo út sem ályktunin sé rökrétt verður að búa til for- sendu. Hún er þessi: „Tékkósló- vakía er undir rússneskum hæl, og ísland er undir bandarísk- um.“ Ykkur er þó ekki alvara, kommar góðir, að mæla svo eindregið — í málgagni sósíal- isma — með auðvaldsskipulagi Bandaríkjanna? Er það tilviljun, að í næsta dálki við forystu- greinina blasir við fyrirsögnin „Snjöll samlíking"? „Menn eru misjafnlega heppnir með sam- líkingar í pólitískum skrifum", segir þar! Eða er verið „að rugla menn í ríminu"? en svo hljóðar önnur fyrirsögn í sama dálki. Ykkur finnst fyndið að rugla saman sósíalisma og kommún- isma og öllu, sem þar er á milli. Mér finnst það hlægilegt líka og hef að því leyti sama smekk og þið. Þannig verða allir tékknesk- ir andófsmenn að góðum og gegnum alþýðubandalags- mönnum. Þeir mega, svei mér, þakka fyrir heiðurinn. Af „spurðum sósíalistum", sem seg- ir frá í blaði ykkar, veit trésmið- urinn einn, að aðeins örfáir kommúnistar standa að Mann- réttindaskjali ’77! Dr. Goebbels, áróðursmeistari Adolfs sáluga, hefur komizt einna lengst í endurtekinni lygi, sem verður smám saman að sannleika. Mig rámar í að hafa séð eitthvað svipað í ritum Lenins. Ekki er ónýtt að mega heita sannir arftakar hans. Þið sverjið ykkur líka í ætt við annað stórmenni. í frægri ræðu harmaði Nikita heitinn, að Stalín hefði tortímt kommúnist- um. Á hina var ekki minnzt. Og fleiri eru lærifeðurnir. Þess eru dæmi, að feður hafi svarið fyrir óskilgetin afkvæmi sín, en afkvæmið síðar afhjúpað meinsærismanninn með óvé- fengjanlegu svipmóti. Ykkur Evrópukommúnistum er öfugt farið. Þið sverjið af ykkur föður- inn, hinn brúnaþunga og yfir- varaskeggjaða bónda í Kreml, sem lét endurrita mannkynssög- una eftir hverja hreinsun. En svipmótið leynir sér ekki, þótt þið falsið bæði söguna og nútím- ann. Ykkar einlægur Kári Valsson. Hestainftúensa Getur hún borist til íslands? í ljós skoðun mína á efni greinar- innar. Með grein sinni tekur Svart- höfði að sér, að koma á framfæri þeim stjörnum sem taldar eru af kaffihúsamönnum höfuðborgar- innar eins og Svarthöfða best fallnar til forystu fyrir hin „þungu" atkvæði dreifbýlisins. Ekki er mér ljóst hvort hér eru á ferðinni fyrstu skrefin í skipu- lagðri kosningabaráttu þeirra andlita, sem Svarthöfði birtir með Sturla Böðvarsson, Stykkishólmi: Svarthöfða Vísis svarað „ÍSLENSK hross, sem flutt eru til Evrópu virðast mjög næm fyrir hestainflúensu og hafa oft orðið mjög hart úti, jafnvel þar sem reynt hefur verið að Iikna þeim eins og kostur var. Sjúkdómurmur þcssi hefur aldrei borist hingað til lands svo vitað sé. Vart þarf að draga í efa að bærist hestainílúensa til landsins. hefði það mjög alvarlegar afleiðingar, og myndi tjónið sem það hefði í för með sér verða óhemjulega mikið, eins og aðbúð hrossa að vetri til og samgangi hrossa er háttað hér á landi, t.d. varðandi hrossaréttir, hestamót og fl. Öllum hestamönnum ætti þvf að verða það kappsmál að þessi sjúk- dómur berist aldrei hingað til ís)ands“. sagði Páll Agnar Pálsson yfirdýralæknir er Mbl. leitaði til hans i tilefni af fréttum af þvf að fslensku keppnishestarnir á Evrópumóti íslenskra hesta, sem haidið var f Hollandi um helgina, hefðu veikst af hestainflúensu. Páll sagði að hestainflúensan væri smitsjúkdómur, sem svonefnd- ar myxo-veirur valda. Sjúkdómur þessi er landlægur í flestum löndum V-Evrópu og víðar. Hann Ieggst þyngst á ungviði og fylfullar hryssur sem oft láta fóstri nokkru eftir að þær hafa veikst. Hestainflúensa virðist hafa verið óvenjuskæð á liðnum vetri í mörgum Evrópu-lönd- um. Mest ber alltaf á þessum sjúkdómi þar sem mörg hross safnast saman sitt úr hverri áttinni, t.d. á veðreið- um og sýningum. Hann veldur tölu- verðu tjóni, því þó að dauðatala af völdum hans sé ekki há, þá verða hross sem veikjast oftast óbrúkunar- hæf í nokkrar vikur, jafnvel nokkra mánuði ef þau fá ekki strax góða hjúkrun og aðbúð, en sum hross þarf að fella vegna fyjgikvilla. Hestainflúensa er mjög smitandi og komi hún upp í hesthúsi, breiðist hún venjulega um allt húsið á fáeinum dögum. Smit verður einkum beint frá öndunarfærum frá hesti til hests, en einnig getur smit borist óbeint, t.d. frá beislum, fóður- og brynningarílátum o.s.frv. Venjulega líða ekki nema 1—3 dagar frá smiti þar til hrossið fær hitasótt, oft 40—41 °C. Þessi hái hiti stendur þó alla jafnan ekki nema 3—5 daga. Hitasóttinni fylgir hósti, deyfð og lystarleysi. Hreyfingar verða stirðar og stífar. Oft sést líka slímrennsli úr nösum og hvarma- bólga. Ef hrossið fær góða aðhlynn- ingu og algera hvíld jafnar það sig venjulega á 2—4 vikum, en batinn getur Mka dregist á langinn. Ef sjúk hross verða fyrir áreynslu, lenda í slæmu veðri eða ef lítt er sinnt um góða aðhlynningu þeirra, sagði Páll að mikil hætta væri á að þau fengju ýmsa fylgikvilla, t.d. kinnholubólgu, berkjubólgu, lungna- bólgu eða brjósthimnuSólgu, sem gætu valdið langvinnu heilsutjóni eða jafnvel dregið hrossin til dauða. „Það er skylda allra Islendinga, sem um gangast hross erlendis að gæta fyllstu varúðar áður en þeir snúa heim“, sagði Páll „og flytja aldrei í farangri sínum óhrein reið- föt, hanska eða stígvél, að ekki sé talað um notuð reiðver, múla eða beisli, en bannað er að flytja slíkt til landsins. Allir hestamenn ættu að sýna þann þegnskap að láta slíkt ekki henda sig og vara aðra við hættunni sem slíkum innflutningi getur fylgt. Búast má við að tollgæslan taki í sína vörslu farangur af þessu tagi, verði reynt að flytja hann til lands- ins.“ I löndum þar sem hestainflúensa er landlæg hafa flest eldri hross öðlast nokkurt ónæmi gegn sjúk- dómnum. Helst hann þá einkum við í yngri hrossum. Tveir mismunandi veirustofnar valda veikinni og hefur um nokkurra ára skeið verið notað bóluefni til varnar þessari veiki. Bóluefnið veitir, að sögn Páls, nokkra vörn en er þó hvergi nærri einhlítt, og endurtaka þarf bólusetn- ingu á tæplega eins árs fresti. Bólusetning er því bæði kostaðar- og fyrirhafnarsöm. Páll sagði að með þeim öru ferðum og miklu samskiptum, sem nú ættu sér stað milli íslenskra og erlendra hestamanna með gagnkvæmum heimsóknum, mætti alltaf búast við því að hestainflúensa gæti borist til landsins, ef illa tækist til og þá helst með þeim farangri, sem hann hefði nefnt hér fyrr. Ástæða væri því til að skora á alla hestamenn að gefa þessari hættu gaum og gera allt sem í þeirra valdi stæði til að girða fyrir hana. „Island er nú laust við flesta þá smitsjúkdóma í búfé og alifuglum sem víða erlendis valda miklu tjóni, kvölum og dauða. Þessari sérstöðu verðum við að halda umfram allt. Því eru í gildi lög sem banna að flytja til landsins dýr og fulga og hráar afurðir af þeim, en mörg dæmi eru um það að dýr og fulgar sem virtust alheilþrigð báru eigi að síður smit, er síðar kom af stað smitfar- aldri, með öllum þeim hörmulegu afleiðingum sem þeim fylgja. Höfum við ekki með öllu farið varhluta af þeirri reynslu. „Við skulum vera samtaka um að virða þessi lög og vernda með því húsdýr okkar“, sagði Páll að lokum. Fyrir tilviljun barst mér í hend- ur eintak af Vísi þeim er kom út 2. dag ágústmánaðar. Sem gamall Vísislesandi leitaði ég uppi Svarthöfða, sem oft hefur hitt naglann á höfuðið í greinum sínum, þó ekki sé mér ljóst hver stýri þeim penna, en hef ég þó heyrt að það geri jafnvel Haraldur Blöndal, ef Indriði er í laxi. í grein sinni, sem ber nafnið: „Þefað utan í framboðssæti". segir Svarthöfði m.a.: „Sjálfstæðismenn á Vesturlandi finna nú mjög til þess að þeir verða eins og í ýmsum öðrum kjördæmum að skipta um lið. Inga Jóna Þórðardóttir sækir þar fast á og þykir líkleg til að ýta Jósef Þorgeirssyni til hliðar. Og ekki komi á óvart þó að sterkir (letur- breyting mín) menn í kjördæminu myndu kalla á Björn Bjarnason til 'orystu í stað Friðjóns Þórðar- sonar, sem virðist dauður úr öllum eðum í pólitík. Með þessu myndu Vestlendingar auka áhrif sín í valdakjarna flokksins. Þá munu vinsældir Pálma á Akri fara mjög þverrandi heima fyrir enda fremur litið á hann sem þriðja þingmann Framsóknar á Norðurlandi vestra, en fyrsta þingmann Sjálfstæðisflokksins ... A Norðuríandi eystra er hafinn mikill slagur milli Halldórs Blöndals og Gunnars Ragnars, um sæti Jóns Sólness, sem menn óttast að muni ganga af flokknum dauðum, haldi hann áfram." Margt fleira segir Svarthöfði, sem ekki tekur að endurprenta. Um framboðsmál Norðlendinga þekki ég ekki til en þeim mun meira um þau mál á Vesturlandi og vil því ekki láta hjá líða að láta grein sinni, eða tilviljun ein og hugarflug þess er þröngva verður seljanlegu bleki úr penna sínum sér til tekjuauka. Bragur sá er greinin ber með sér á þó vafalaust meira skylt við undirbúinn ásetn- ing og vitneskju um áhrif þess er kemst á kreik í blöðum en tilvilj- un. Ummæli í greininni um þá Friðjón Þórðarson, Pálma Jónsson og Jón Sólness eru ekkert annað en rógur, en hann bítur best í því vatni sem Svarthöfði fiskar í fyrir frambjóðendur sína. Fróðlegar eru þær upplýsingar sem Svarthöfði gefur Vestlending- um, að þeir hafi ekki áhrif í valdakjarna Sjálfstæðisflokksins. Mikil hljóta þau völd og áhrif að vera hjá þeim sem mynda nefndan kjarna. Augljóst er að áhrif stjórnmála- manna eru mismikil, en hver eru þau verk Björns Bjarnasonar sem skapa honum meiri áhrif en þing- menn Sjálfstæðisflokksins á Vest- urlandi hafa innan flokksins? Illa þekki ég Björn ef þessi skrif eru honum að skapi. Hverjum þjóna þau? Ef grunur minn um höfund greinarinnar er réttur hafa í mínum huga skýrst þær línur sem liggja innan Sjálfstæðisflokksins milli frjálslyndra umbótasinnaðra hugsjónamanna og íhaldsamra svomœlir Svcrrthiöföi **#>**» * A Þeiaöutan f framboðssæti obt um k)0rd»mum •# um 11» lop !<•"• W>r».rdOtUr vrfcir þur (••! t o* þyklr I0tl»* lll .0 «• J»»»< l*or*fUl hUOtr 9|tH k)6f i HJorn f rlOJdn. vlMIU d» pomik v I (ors m Jod >\frrnndl I r fnd. IMmur Utlð i þrttj. >lnfm< H.lldOr. BlOnd.l o« ( hann dlr.m P* •’ bfrmt .0 BJ...I M.gntlttoft db,n».r m.Aur AI>V6ubl.»tln. •» Ub Itgurtll >f»» •» 'n™ 1 mf» Arnn Gnn.»r..).l » NorftorHndl »)•»• o* *•«I >•» ko.u» dtdk »1» «■•• dr»“ bflan fyrH E.durnVJunln b)é rrnm.Ok. vtrbur r»l*ln I Etrfcl T4m“ Gnbau.dl G «>6r«rln. ■ ym o| Jo.l Slgurbo.).! Akvtbéb tr .» Gubmundnr rtynl , .a. vlb ►*ng.m.ld « RtykJ.vlk «| vl.t f» •» Jd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.