Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. AGUST 1979 íslendingar fundu Jan Mayen fyrstir manna — kemur fram í annálum ársins 1285 íslendingar fundu Jan Mayen fyrstir manna, en það voru bræðurnir Aðalbrandur og Þorvaldur Helgasynir prestar á Vestjförðum. bessar upplýsingar er að finna í bók Guðmundar Guðna Guðmundssonar rithöfundar, Vaskir menn, en hún kom út árið 1968. Heimildir fyrir þessu er að finna í bók Jóns Dúasonar Landkönnun og landnám í Vesturheimi Heimildir þær sem Jón byggir á eru annálar ársins 1285, en einmitt það ár áttu bræðurnir að hafa komið til Jan Mayen. I bók Jóns Dúasonar segir m.a.: „Við árið 1285 segja 2 ísl. annálar: „Fundu Helga synir nýja land, Aðalbrandr ok Þorvaldr." 2 annálar segja: „Fundust Dúneyjar." 4 annálar segja: „fannst land vestur und- an íslandi," og einn þessara fjögurra bætir við, að það var Nýjaland." Síðan segir Jón: „Fyrir vestan eða suðvestan ísland var ekkert ófundið land til 1285. Þessi upplýsing um hnattstöðu Nýjalands og hin vestlæga siglingastefna þang- að í Landnámu er sprottin af samruglun við „Nýey“ eða „Nýja land“, ey eða eyjar, er skotið hefur upp í eldsumbrot- um út af Reykjanesi. Hvar „Nýjaland“ Helgasona var, sést ekki beint, en í Trölla- botninum eða við hann var um þessar mundir ekkert annað ófundið land til en Jan Mayen. Að landið sem Helgasynir fundu, var Jan Mayen, mætti styðja með stefnunni sem gef- in er í Höyers annál, að þeir sigldu í „Grænlandsóbyggðir", tn Grænlands óbyggðir voru löngu fundnar 1285 og engum hefði til hugar komið að kalla þær nýtt land, en á þessari leið hlýtur Nýjaland að hafa fund- ist“. Einnig segir í bók Jóns: „Þar sem Norðmenn tóku eng- an þátt í landaleit, þarf ekki að furða sig á því að við árið 1289 segja ísl. annálar: „Eríkr kon- ungr sendi Rólf til íslands að leita Nýjalands," og við árið 1290: „Fór Rólfr um ísland og krafði menn til Nýjalandsferð- ar.“ Greinilegt er á þessari frá- sögn Jóns Dúasonar að hann hefur talið sig hafa nokkuð áreiðanlegar heimildir fyrir þessum landafundi og reynir að renna undir það stoðum að hið svokallaða „Nýjaland" hafi raunverulega verið Jan Mayen. Tveir menn ráðgera að helga íslandi eyjuna í bók Guðmundar Guðna Guðmundssonar segir m.a. frá útgerðarfélagi nokkru sem stofnað var á ísafirði árið Guðmundur Guðni son rithöfundur. Guðmunds- 1909. Félagið var stofnað um kútter sem hét „Elliði.“ Meðal þeirra sem stóðu að útgerðini voru þeir Árni Gíslason og Hrólfur Jakobsson, en þeir voru báðir stórhuga og fram- farasinnaðir menn. Sem dæmi um stórhug þessara manna má nefna að þeir ráðgerðu að sigla „Elliða" til Jan Mayen og stunda selveiðar í Norðurís- hafinu. Fór sú ráðagerð út um þúfur af þeim sökum að Hrólf- ur, en hann átti að stýra skipinu, fórst veturinn áður en fara átti til Jan Mayen. Vetur- inn sem Hrólfur fórst var unnið að því að búa „Elliða" ut til selveiða í íshafinu. Hrólfur Jakobsson átti að vera skip- stjórinn, eins og áður sagði, en Jan Mayen var á þessum tíma einskismanns land, svo sem kunnugt er. Talið er að menn þeir sem stunda áttu selveið- arnar og fara áttu til Jan Mayen, hafi átt að helga ís- landi eyjuna, sem eitt sinn fannst af íslendingum rúmum 600 árum áður. Guðmundur Guðmundsson rithöfundur segir einnig frá því í bók sinni „Vaskir menn“ að það hafi aldrei komið beint fram hver ætlan þeirra Árna og Hrólfs raunverulega var, þ.e. að helga íslandi Jan Mayen, en hins vegar hefur Guðmundur það eftir gömlum ísfirðingi að „hann hafi aldrei heyrt annað en að „Elliði“ hafi átt að fara til Jan Mayen og löghelga íslandi eyjuna." Guðmundur telur einnig að þeim Árna og Hrólfi hafi verið kunnugt um að eyjan fannst árið 1285 og hafi því ætlað að fullkomna verk þeirra bræðra, Aðal- brands og Þorvalds. Ráðagerðin sýnir best stórhug þessara manna í tilefni þessara upplýsinga sem er að finna í bók Guð- mundar, ræddi Mbl, stuttlega við Guðmund og innti hann eftir hvaðan þær upplýsingar væru komnar að þeir félagar Árni og Hrólfur hafi ætlað að helga Islandi Jan Mayen. „Þessi ráðagerð þeirra Árna og Hrólfs var ekkert leynd- armál, þetta var altalað meðal sjómanna í þropinu," sagði Guðmundur. „Auk þess voru menn almennt því kunnugir að íslendingar fundu Jan Mayen fyrstir, eins og annálar greina frá, en þeir voru viðlesnir á þessum tíma. Náttúrulega er alls ekki öruggt að þarna hafi verið um Jan Mayen að ræða, A15III. l'annst Jaiul (I, nýja lan<l) voslr ímilan íslamli. CF, Fundu H(*l«;a svnir nvja land, Alalbrandr ok þorvaldr. DG. Fundust Dúnc\ jar. l'JSí), , l//r (nwd l ’i/tftaf/r/sr nf' EM); Jxirtr liisk- nj) íor lil (jranlands. A, Eiríkr kunúngr srndi l'«»ir til íslands at leita Nyjalands. Hju lorHolfr um Island, ok kraíti mcnn til Eall l’ilippi Kiv/ika l<o,///s. O |Asgrmii- Puns son. I5ion/ Sirmuinl.u- s/m( Alftinyr- H*"v- w/d.in .IsJa/fcií. ^ rndí Jorundrtr c‘i*<*111 b//n/»//1»s. [a n. C/vstz ar m. co. lxxxx. Eir/7,r Xom/s kðíir/r bar koronu lionla ilair pasclia. \uuin lircmii uk Iián;xa l/i/nl a ]>/(/ ari ak Suina a Fioni o/, Fulstr. yt///il/ril .lortiml/ir 1 >//- s/.v/ps, aml«///> jumtr/’ M/irgrot dntt/r Far/7,.« Nnr/js ko////s. aml//(//> Majn/zs Suia Uo////r Birfiisso/i. tolli vctr mikill. va/al Porlakr Narfaso/i logm ndr. moiddr ok <lr«*pin/i AVlfr Krliiifisso/;. for Rolfr v»/ Islaml ok k/v/fdi mcnn t/7 Nyia ( l////dz frrdar. ti//s7,v/pa p/ng i Nid/irosi. I-*>*.>. \ ir '.irftr H.moiius papa. I'.all Pliilippi Kraoka konungsjl (> licrra Asi/rims Porstoins sonar. Itiarnar Sa niundar sonar. ] Andros hiskuji at Oslo kom i laml mcð jiajia lircfum. Hclca synir sigldu i Gra'idandz oliygðir. ■ . \ l ír ll.'muius iiii" p///i//. full l’liilíppi Kr//kka k/i///'////s^ (I .\s!.'/'/nir kt. Iclirvarii. P/i/iinr Ii/s7,/|i al' Ha///ri. D/vk- ’i.tði P/i/'\alldr Stcinnuiðs svu t'uni s/'/v/s' sr/s .4. N. fciirv- ■irii. O Pvrið |>r/or t.'t kl. Maij. taml/. l/(//d vcstr vndani 1 N/z/«l". Sott mik/7 vtn icst I /•>/)’ 1>. a. Ho/fcrd Kircks Nom/s ko////s t/7 Danmrkr (!). Po/dr 1>//s/,'/íj>I for t/7 Grcnlío/dz. andrt/te Rafu Oddzso//. Kir/7,r ko////r[ scndi ltolf t/7 Islrtmlz at lcita Nyia l/o/dz. .lorumlr Holaj V hynkup for v/zz syslu Arna l>//s7,v(]>s at licimta aptr stadi ad| \’igdr Hoiiorirts scjitiniT/.S' \Hifi. tall l'hilijipí!) Frrtnka kontjs, andrt/f/> Po/tin/íf Ii//s7,/(p af Hain/v. Andrcs bysí'rtp af Oslo kom i l«//d mcd po/d liref/zin. and«d/> herra Asgr/mr Porstc.HisSo//. olc líiorn Sæm/(//darso//. druknadi Porualldr Htcinmodsso// nied nockurum mo/i/wm. andm/f* Purid ji/vor. fanz lrtml vcstr vndan Islamli. sott mikil v»/ vcstliordu. \ f' c amlrtífó Alcxander Skota ko//,//r. Draip Bir/7,s’ (hricti- jiliorrtsso/irtr Dana konr/s. Andrcs Ii//s7,//p at Oslo vigdi vigdid) .lorund hyskup til Hanmrs. cni/ Dolgtnin li//s7./(p t/7 Orkn. kon/u scmlihodrtr l'atrtra ko/z//s t// Kirck- Nor- /7/s ko////s. Dr, j>in/i olc myrdr Kir/Vcr Dana k//////r. gerfir jarlar i Nom// Alfr ok Audun. Scct s|>iot a liindi cinu»< stamlaiida i lopti i R//rgrtrf/r'ó. Gudin/í//dr Hallzso// kom vt iiu// vtrt/istcfninglia l>r/f/íin. amln'hz AdalIuainlr |»7.<7r. Annálar þeir sem greina frá því að íslendingar fundu fyrstir Jan Mayen, að því er talið er. en eitthvað hljóta mennirnir að hafa fundið, á því er enginn efi. Sumir telja jafnvel að þeir hafi fundið Kolbeinsey, en sú skoðun hefur ekki fengið hljómgrunn, að ég held. Það er ljóst að þeir Hrólfur og Árni gerðu sér fyllilega grein fyrir því að Jan Mayen var ónumið land og sýnir þessi ráðagerð þeirra best stórhug þann sem þeir hafa haft til að bera, að ætla sér að koma eyjunni undir ísland,“ sagði Guðmund- ur Guðni Guðmundsson rithöf- undur. Korpa minni en bæjarlækur Það er engin lýgi, að korpa er orðin svo vatnslítil að víða er hægt að stíga yfir hana í einu venjulegu skrefi og veiða í henni á strigaskóm. Á laugardaginn voru aðeins um 180 laxar komnir á land úr ánni, sem er langt frá því sem áin getur best gert. Enn í dag, veiðist Iang mest niður í fossunum við árósinn, eða um 100 laxar af fyrrgreindum 180 fiskum. Það er því mikið magn sem aldrei kemst upp svo að heitið geti. Síðustu daganna hefur slatti af grálúsugum laxi slæðst upp, þannig veiddust á sunnudags- morguninn 6 laxar, allir í Foss- inum og Berghyl og allir svo lúsugir að með ólíkindum var. Voru taldar um 50 lýs á einum og sama laxinum svo að dæmi sé tekið. Þrátt fyrir þessa góðu veiði á sunnudeginum, sást lítið af laxi utan þeirra sem kusu að snæða ánamaðka veiðimanna. En hann sést enn stökkva tölu- vert mikið úti á flóanum og má því ætla að nokkuð magn af laxi bíði enn eftir hagstæðum göngu- skilyrðum. Elliðaárnar daufar Veiðin hefur verið frekar dauf í Elliðaánum síðustu dægrin og er um kennt hinu litla vatni og björtu veðri, hvað svo sem hæft er í því. Ógurlegt magn er af laxi í ánum, bök og sporðar nánast hvar sem litið er. Á sunnudaginn voru komnir um 1100 laxar á land með einu móti eða öðru, það er minna en á sama tíma í fyrra, en ekki svo slæmt þegar tekið er með í reikningin hin slæmu skilyrði lengst af í sumar. Með- alþyngd er um 5 pund, en stærst til þessa er 16 punda. Leirvogsá góð eftir atvikum Leirvogsá er eins og lækjar- sytra þessa daganna, en þó veiðist jafnt og þétt, þó að dagaskipti séu. Úr ánni hafa veiðst um 340 laxar og eins og í Korpu, hefur töluvert slæðst upp af nýrunnum fiski upp á síðkast- ið. Stærsta laxinn í sumar veiddi Dagur Sigurðsson í Gljúfrinu og var hann 16 punda þungur. Dag- ur fékk boltann á flugu sem nefnist Skúpparó og er heima- smíði. Er hún eitruð fluga í ýmsum ám, t.d. má Gljúfurár- laxinn ekki sjá hana án þess að bragða á henni. - SK-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.