Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.08.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 1979 35 Opið bréf til íslenzku þjóðar- innar frá Grænfriðungum Við erum hér til að sýna að þeirri ákvörðun okkar að bjarga hvölunum verður ekki haggað, við erum tilbúnir að haetta lífinu á litlum bátum frammi fyrir hval- veiðiskipum ykkar. Tilgangurinn helgar meðalið; Það er rétt og sanngjarnt að bjarga hvölunum; okkur ber sið- ferðileg skylda til þess og við munum framfylgja þeirri ákvörð- GRÆNFRIÐUNGAR eru á íslandi f þeim tilgangi að bjarga síðustu stóru hvölunum frá út- rýmingu. Við erum hvorki óábyrgur ruslaralýður né æskj- um við þess að brjóta lög eða koma af stað illindum. Heldur vonum við að á meðan á dvöl okkar hefur staðið hér, höfum við hagað okkur á ábyrgan og virð- ingarverðan hátt og við vonum að úr því verði fljótlega skorið að við höfum engin lög brotið. Grænfriðungar bera óhemju virðingu fyrir íslenzku þjóðinni, lögreglunni, landhelgisgæslunni og starfsmönnum útlendingaeft- irlitsins en allir þessir aðilar hafa sýnt okkur kurteisi og verið hæ- verskir og vingjarnlegir. En við virðum einnig hvalina. Þessa sjávarmammúta sem eru líkast til þróuðustu dýr jarðar og hafa verið í fimmtíu milljónir ára sem virðist heil eilífð borið saman við sögu nútíma mannsins, sem kom fyrst fram fyrir 350 þúsund árum. Samfélagskerfi hvalanna, greind þeirra og „táknmáli" hefur verið líkt við þroska mannsins. Því er það sorgleg staðreynd að helzta þekking okkar á hvölum skuli vera tengd drápi þeirra og hvernig breyta eigi þeim í neysluvöru. Á síðustu hundrað árum hefur hvölum í heimshöfunum farið snarfækkandi og ótal tegundir hafa nú verið verndaðar, sem sýnir glögglega vanmátt okkar til að hafa eftirlit og umsjón með hvalastofninum. Árið 1949 lagði alþjóðavísindanefndin þá tillögu fyrir alþjóðahvalveiðiráð að það verndaði steypireyðina. Að þeirri tillögu var ekki farið fyrr en sautján árum síðar, árið 1966. Steypireyðurinn er ekki lengur veidd en henni hefur ekki fjölgað. Grænfriðungar eru ekki tilbúnir til að horfa upp á aðrar tegundir hvala hljóta sömu örlög. Málið gagnvart íslenzkum hvalveiðum er augljóst: 1. Islendingar, einir þjóða, veiða skíðishvali. 2. Það eru til sannanir fyrir því að stofninn í norð-austur- Atlantshafi fer minnkandi. 3. Engin vísindaleg gögn eru not- uð til að ákvarða íslenska veiðikvótann. 4. Hvalir koma í hafið umhverfis Island til að nærast en þeir eru flökkudýr. 5. Island samþykkti tíu ára veiði- bann á hvölum ásamt 52 öðrum þjóðum á umhverfisverndar- ráðstefnu í Stokkhólmi árið 1972. 6. ísland er aðili að IUCN sem styður hvalveiðibannið. 7. Það er krafa almennings víða um heim að hvalveiðar verði stöðvaðar strax. 8. Aðferðir við dráp hvalsins eru sérstaklega grimmdarlegar og brjóta í bága við lög nr. 21 frá 1957. Frá því að Rainbow Warrior var tekinn hafa engar kærur verið bornar á okkur. Upphaflega var okkar bannað að hafa samband við lögfræðing okkar. Aðeins fjór- um af okkur var hleypt á land í einu. Við höfum þurft að gefa skýrslu um dvalarstað okkar allan tímann. Báturinn var tekinn frá okkur. Tæki að andvirði tólf mill- jón sterlingspunda voru tekin af okkur. Þegjandi og hljóðalaust höfum við liðið þessi óþægindi og við höfum reynst fangavörðum þægi- legir. Á fimmtudag vorum við loks færðir fyrir dómara og nú bíðum við þess að heyra hvort við höfum gerst brotlegir við lög. Við vænt- um þess og förum fram á að sú ákvörðun verði gerð okkur kunn á hádegi á laugardag. Hver ein- staklingur í haldi á rétt á því að fá annað hvort kæru eða vera leystur úr haldi eftir viku í varðhaldi. Við komum ekki hingað í þeim tilgangi að setja blett á nafn íslenzku þjóðarinnar og land hennar sem við berum mikla virðingu fyrir. Við viljum ekkert af ykkur hafa. Þvert á móti viljum við gefa ykkur þá ómetanlegu gjöf, sem er tækifærið til að gera sjóinn umhverfis landið að öruggu og örlátu athvarfi fyrir hvali vegna barna ykkar og okkar. Boðskapur okkar er augljós: Hvalir tilheyra okkur öllum með þeim rétti að þeir eru sameigin- legur arfur okkar og við förum þess biðjandi á leit við íslenzku þjóðina að hún stöðvi þetta til- finningalausa dráp strax áður en hválirnir verða útdauð tegund sem börnin okkar læra um af myndum í bókum. un. Við förum þess á leit við islenzku þjóðina að hún geri sér ábyrgð sína ljósa gagnvart um- heiminum og hjálpi Grænfriðung- um við að bjarga hvölunum. í Islands hlut kemur ekkert annað en þakkir og lof frá milljónum manna út um allan heim og eilíft þakklæti frá komandi kynslóðum. Undirritað: Grnnlriöungaáhöfnin á Rainbow Warrior. 24. ágúat, 1979. Gerum ekki einfalt dæmi flókið. Með IB-lánum er komið til mótsvið þarfirflestra. Innborganireru frá3mánuðumog upp I 4 ár. Hægt er að semja um framlengingar og hækkanir. Há- marksupphæð breytist jafnan með tilliti til verðbólgunnar. í IB-láni felst því raunhæf og hagkvæm lausn. Dæmi 11111 nokkmvalkDSti af möigum sem ‘bjóóast. SPARNAÐAR- DÆMI UM MÁNAÐARLEGA SPARNAÐUR IÐNAÐARBANKINN RÁOSTÖFUNAR- MANAOARLEG ENDURGR. TÍMABIL INNBORGUN 1 LOK Tl'MABILS LÁNAR PÉR FÉMEO VÖXTUM ENDURGREIÐSLA TlMABIL 3 . man. 20.000 40.000 75.000 60.000 120.000 225.000 60.000 120.000 225.000 120.800 241.600 453.375 20.829 41.657 78.107 3 . man. 12 40.000 480.000 480.000 1.002.100 45.549 ip 60.000 720.000 720.000 1.502.900 68.324 maii. 75.000 900.000 900.000 1.879.125 85.405 man. 36 20.000 720.000 720.000 1.654.535 28.509 50.000 1.800.000 1.800.000 4.140.337 71.273 oo. liláii. 75.000 2.700.000 2.700.000 6.211.005 106.909 man. Bankiþeirm sem hyggja aö fmmtíöinni Mnaðarbankinn Aóalbariki og útibá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.