Morgunblaðið - 01.09.1979, Page 18

Morgunblaðið - 01.09.1979, Page 18
JRk U í dag, 1. september, eru liðin 40 ár frá pví að síðari heimsstyrjöldin brauzt 1 g . MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979 Tóku áð viggirða borgína í stað þess að gef ast upp Er brynsveitir og fótgöngulið þýska hersins hafði umkringt Varsjá 14. september, brugðu Þjóðverjar upp friðarfána og fluttu Pólverjum kröfu um skilyrðislausa uppgjöf. En íbúar Varsjár tóku að víggirða borgina, í stað þess að gefast upp. Karlar, konur og börn strituðu fram á nótt og grófu skotgrafir í skemmtigörð- um, leikvöllum og auðum lóðum. Auð- ugum hefðarmönnum var ekið í einka- bílum sínum til varnarstöðvanna og þar strituðu þeir við hlið skrifstofufólks. Sporvögnum var velt yfir aðalvegi, mjóar götur stíflaðar með fólksbílum og húsgögnum. Þegar þýsku skriðdrekarnir ruddust fram til árásar, brutust þeir ekki í gegn eins og á pólsku sléttunum; þeim miðaði ekki fet áfram, vegna þess að óbreyttir borgarar þustu út á göturnar og fleygðu logandi druslum undir þá svo að eldur kviknaði í þeim og þeir sprungu. Þýskir fótgönguliðar sem höfðu murkað pólska herinn niður úti í sveitunum komust ekki fram fyrir leyniskyttum, er virtust hafa breytt hverju einasta húsi í virki. Varsjárútvarpið barðist á sinn eigin hátt. Á 30 sekúndna fresti flutti það smáþætti úr polonaise eftir pólska tónskáldið Frédéric Chopin til að skýra heiminum frá því að höfuðborgin væri enn í höndum Pólverja. Þýska yfirherstjórnin reiddist þessari óvæntu töf og afréð að brjóta hina þrjósku borg til hlýðni. I linnulausum loftárásum eyðilögðu sprengjuflugvélar kornmyllur, gasstöðvar, orkuver og vatnsból, stráðu síðan eldsprengjum yfir íbúðahverfin. Sjónarvottur er átti leið um þessa manndráðsslóð lýsti ógnum hennar þannig: „Hvarvetna lík, sært fólk, dauð hross." Og hvarvetna voru nýorpnar grafir þeirra þúsunda sem látist höfðu í árásinni — á torgum, í görðum og jafnvel göngustígum. Loks þrutu allar vistir og ban- hungraðir Pólverjar „skáru bita úr hrossskrokkum jafnskjótt og skepnan féll uns beinin ein voru eftir" eins og maður einn lýsti því. 28. september 1939 var leikið sorgarlag í Varsjárútvarpið í stað polonaisunnar. Höfuðborgin var fallin. En dauðastríði hennar lauk ekki með ósigrinum. Þegar eftir uppgjöfina tóku SS sveitir að smala saman gyðing- um og öðrum tilteknum óvinum þýska ríkisins. Sumir voru skotnir umsvifa- laust, en aðrir hlutu ef til vill enn verri örlög: voru fluttir til fangabúða. Þetta var fyrsti meginþátturinn í hinni „Sérlegu friðunaráætlun" Hitlers — en það var dulnefni nasista og táknaði fjöldamorð. Pólski sveitamaöurjnn víkur fyr- ir Þýsku brynvögnunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.