Morgunblaðið - 01.09.1979, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979
IKtffgmiÞIftfeifr
Útgefandi hf. Árvakur, Raykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinaaon.
Ritatjórar Matthíaa Johanneaaen,
Styrmir Gunnarsaon.
Ritstjórnarfulitrúi Þorbjörn Guömundsaon.
Fróttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýaingastjóri Baldvin Jónsson
Ritstjórn og skrifstofur Aöalstræti 6, sími 10100.
Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480.
Afgreiösla Sími 83033
Áskriftargjald 3500.00 kr. á mánuöi innanlands.
í lausasölu 180 kr. eintakiö.
Á ársaf mæli
ríkisstjórnar
Idag er ár liðið, síðan ríkisstjórnin settist að völdum.
Ýmsir bundu við hana miklar vonir, enda var hún
mynduð um það kosningaloforð að samningarnir tækju
gildi, þótt Steingrímur Hermannsson viðurkenndi, að það
magnaði efnahagsvandann og gerði hann raunar lítt
viðráðanlegan. Þó var Ólafur Jóhannesson bjartsýnn, þegar
hann settist í stól forsætisráðherra og talaði um, að nýir
vendir sópuðu best, enda vænti hann þess, að ráðherrarnir
myndu bæta reynsluleysi sitt upp með nýjum hugmyndum.
Að fenginni reynslu geta flestir íslendingar undir það
tekið, að ríkisstjórnin hafi sýnt á sér nýjar hliðar, sem við
höfum ekki átt að venjast áður. Þannig hafði fæðingarhríð-
unum naumast slotað, þegar bryddaði upp á ágreiningi um
hin aðskiljanlegustu mál. Og æ síðan hefur það verið svo, að
hið eðlilega ástand stjórnarsamstarfsins er það, að einn
ráðherrann jagist við annan, en á meðan eru málin látin
danka.
Lúðvík Jósepsson hefur með réttu verið kallaður guðfaðir
ríkisstjórnarinnar. Hann skýrði aðild Alþýðubandalagsins
að henni með því, að lausn hefði fengizt á efnahagsvandan-
um og á málefnum launþega. Og að vísu er það rétt, að með
margvíslegum millifærslum og með því að spila á vísitöluna
tókst um skeið að láta líta svo út, sem ríkisstjórnin hefði
raunverulega náð árangri í baráttunni við verðbólguna, en
þó haldið kaupmættinum uppi. Þannig hrósuðu ráðherrar
Alþýðubandalagsins sér af því um hríð, að verðbólgan væri
komin niður í 22%. Allt reyndust þetta þó blekkingar einar
og þannig til orðnar, að óhjákvæmilegum hækkunum á
vörum og þjónustu var slegið á frest með hallarekstri bæði
hjá fyrirtækjum og opinberum aðilum. Til lengdar gat slík
stefna ekki staðizt, enda fór svo, að hækkanirnar komu
fram með tvöföldum þunga, þegar stíflan loksins brast, og
nú er verðbólguhraðinn orðinn meiri en nokkru sinni fyrr.
Ýmsir forystumenn launþegahreyfingarinnar og þó
sérstaklega Verkamannasambands Islands bera höfuð-
ábyrgðina á því, að ríkisstjórnin var mynduð. Með það í
huga er auðskiljanlegt, hversu aðgerðarlítil verkalýðs-
hreyfingin hefur verið frá því í fyrra bæði með því að söðla
algjörlega um í launakröfum og láta það þó gott heita, þótt
hvað eftir annað hafi verið gengið á gerða samninga.
Þannig hélt Verkamannasambandið að sér höndum, þótt
þaklyftingin hefði þau áhrif, að einungis hækkun flug-
mannslauna næmi hærri fjárhæð en öll mánaðarlaun
verkamanns. Alþýðusamband íslands sagði ekki orð, þótt
verkfall sjómanna væri brotið á bak aftur með tilstyrk
Vinnuveitendasambandsins og settur á þá gerðardómur
með bráðabirgðalögum. Um síðustu mánaðamót hækkuðu
laun ráðherra um 118 þús. kr., en verkamanns um 18 þús.
kr. Þannig hefur launamunurinn sífellt orðið meiri, eftir að
þessi ríkisstjórn settist að völdum, gagnstætt því sem lofað
var í upphafi.
Þá er það ein afleiðing stjórnarstefnunnar, að atvinnu-
reksturinn á stöðugt erfiðar uppdráttar. Þetta hefur þegar
haft þær afleiðingar, að kaupmátturinn hefur skerst mjög
verulega á síðustu mánuðum, umfram það sem ella hefði
orðið, og ástandið framundan er sannarlega ekki bjart.
Þannig má búast við atvinnuleysi, þegar kemur fram á
vetur, og engar horfur eru á því, að afrakstur þjóðarbúsins
aukist. Þvert á móti stefnir þar í halla með enn frekari
skerðingu lífskjara og vaxandi erfiðleikum hjá atvinnu-
rekstrinum.
Eins og áður segir bundu ýmsir miklar vonir við
ríkisstjórnina í upphafi. Að liðnu einu ári hafa þær allar
brostið. Sem heild hefur ríkisstjórnin reynst léleg og slöpp,
og enginn af ráðherrunum stendur upp úr. Af efnahagsráð-
stöfunum sl. vor, sem áttu að duga til langframa, er nú
ekkert eftir og vinstri flokkarnir horfa með hryllingi fram
til afgreiðslu fjárlaga, sem þeir sjá enga leið út úr. Boðaðar
eru nýjar skattahækkanir og enn frekari skerðing kjara-
samninga, en engin viðleitni uppi höfð til þess að skapa
atvinnuvegunum eðlilegan rekstrargrundvöll. Að öllu
venjulegu myndi slík ríkisstjórn grípa tækifærið í dag og
segja af sér. Það yrði kærkomin gjöf til íslenzku
þjóðarinnar á þessum afmælisdegi.
Birgir fsl. Gunnarsson:
Sagan um ráðningu £
kvæmdastjóra Æskulj
Þessa viku hafa borgarbúar
verið vitni að þeim illindum og
deilum, sem ríkja meðal vinstri
flokkanna í borgarstjórn. Að
þessu sinni komst upp á yfir-
borðið það, sem stöðugt kraumar
undir niðri. Hrossakaupin og
óheillindin eru einkenni þessa
samstarfs, þó að reynt sé að hafa
allt slétt og fellt á yfirborðinu.
Þegar rifa kemst á huluna, sem
reynt er að breiða yfir sam-
starfið, fá borgarbúar tækifæri
til að sjá, hvernig kraumar í
pottinum.
Framkvæmda-
stjóri
Æskulýðsráðs
Það sem opinberaði ágreining-
inn að þessu sinni var ráðning
framkvæmdastjóra Æskulýðs-
ráðs. Þrír umsækjendur voru um
stöðuna: Ómar Einarsson, sem
starfað hefur sem fulltrúi hjá
Æskulýðsráði um árabil og
unnið sér mjög gott orð sem
ötull og samvizkusamur starfs-
maður. Tveir aðrir umsækjendur
sóttu um, sem ekki hafa starfað
á vegum borgarinnar áður, þ.e.
Hilmar Jónsson frá Keflavík og
Gylfi Kristinsson, sem starfað
hefur í ungliðasamtökum Fram-
sóknarflokksins.
í Æskulýðsráði hafði Ómar
mjög eindreginn stuðning. Fimm
fulltrúar í ráðinu greiddu honum
atkvæði sitt, þ.e. fulltrúar
Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks
og annar fulltrúi Alþýðubanda-
lags. Hinn fulltrúi Alþýðubanda-
lagsins sat hjá, en Framsóknar-
fulltrúinn greiddi flokksbróður
sínum atkvæði.
Samstarfs-
samningurinn
Eftir slíkan stuðning hefði
mátt ætla að málið væri í raun
afgreitt og eftirleikurinn fyrir
borgarráð væri auðveldur. í
samstarfssamningi þeim, sem
vinstri flokkarnir birtu borgar-
búum í upphafi samstarfsins
segir: „Ráðningar á nýju starfs-
fólki skulu háðar samþykki
viðkomandi ráöa og nefnda
kjörinna fulltrúa, nema þeir
aðilar ákveði annað“.
Viðkomandi ráð í þessu til-
viki var Æskulýðsráð. Það hafði
tjáð sig mjög ákveðið með Ómari
Einarssyni og vinstri mönnum í
borgarráði bar hrein skylda til
að fylgja þeirri samþykkt sam-
kvæmt þeim samningi, sem þeir
sjálfir höfðu gert með sér og
hátíðlega birt borgarstjórn og
borgarbúum.
Ómar Einarsson.
Æskulýðsráð hefur fengið
hæfan og dugmikinn fram-
kvæmdastjóra.
Framsókn
reis upp
En þá sprakk blaðran. Fulltrúi
Framsóknar harðneitaði og
hótaði öllu illu. Vitnaði hann til
þess, að þetta væri þriðja mikil-
væga embættið, sem ráðið væri í
hjá borginni í tíð hins nýja
meirihluta. Alþýðuflokkurinn
hefði fengið forstöðumann fjár-
máladeildar (Björn Friðfinns-
son), Alþýðubandalag hefði
fengið skrifstofustjóra borgar-
stjórnar (Gunnar Eydal) og nú
væri röðin komin að Framsókn.
Því hefði verið lofað í sérstökum
leynisamningi í upphafi sam-
starfsins, að flokkarnir skiptu
embættum nokkurn veginn jafnt
á milli sín og því ættu þeir nú
ótvíræðan rétt á þessu embætti,
hvað sem öllum opinberum sam-
starfssamningum liði. Hótaði
Kristján Benediktsson.
Fulltrúi Framsóknar taldi að
nú væri röðin komin af flokkn-
um að fá feitt embætti hjá
borginni fyrir flokksgæðing.
A ROKSTOLUM
________HANNES_________
HÓLMSTEINN GISSURARSON:
Ludwig Bertil Margrét
Erhard Ohlin Thatcher
í miklum umræðum síðustu
tólf mánuði um kjarna stjórn-
málakenninganna hafa nokkrar
hjáróma raddir heyrzt um hism-
ið. Ein slík heyrðist í Þjóðviljan-
um 18. ágúst sl. vegna veru
Davids Friedmans á landinu, en
hann var málshefjandi á mál-
þingi Félags frjálshyggjumanna
um einstakling, markað og riki
þann daginn. Sagt var í blaðinu,
að faðir Davids, Milton Fried-
man (nóbelsverðlaunahafi í hag-
fræði 1976), hefði hjálpað
ísraelsmönnum að koma verð-
bólgunni upp í 100%, og þessu
bætt við um feðgana: „Þeir geta
vafalaust hjálpað okkur að bæta
fyrri verðbólgumet og koma
henni kannski upp í 200%, svo
við sigrum Israelsmenn, eða
jafnvel í 1000%, til að tryggja
okkur sigur yfir Chile. Sértu
velkominn, Friedman."
Ég hrakti það í Mbl. 28. janúar
1978, að Milton Friedman hefði
haft einhver afskipti af hag-
stjórn herforingjanna í Chile, og
í Mbl. 20. febrúar 1979, að
hagstjórn í Israel væri í anda
hagfræðikenningar hans. Að
sögn Friedmans var einungis
einu ráði hans fylgt í Israel, að
skrá rétt gengi ísraelska gjald-
miðilsins, en halda því ekki of
háu. Ráði hana við verðbólgu var
ekki fylgt í Israel, en það er
einfalt: að takmarka aukningu
peningamagns við aukningu
þjóðarframleiðslu. Ríkisstjórn
Israels hefur síðustu árin prent-
að peningaseðla og aukið útlán
banka umfram það, sem telja má
hóflegt (en það er reyndar skilj-
anlegt, því að ísraelsmenn heyja
styrjöld við nágrannaþjóðir
sínar, og þjóðir sleppa varla úr
styrjöldum án verðbólgu). Van-
þekking Þjóðviljamannsins (sem
nefnir sig „eng.“) er dæmalaus.
Hann þekkir ekki kenningu
Friedmans um verðbólgu — að
hún sé vegna aukningar pen-
ingamagns umfram aukningu
þjóðarframleiðslu — eða hag-
stjórn í ísrael.
Hvorki Milton né David Fried-
man er spámaður íslenzkra
frjálshyggjumanna, enda trúa
frjálshyggjumenn engum einum
spámanni eins og samhyggju-
menn (sósíalistar) Karli Marx,
þótt þeir reyni að læra af
snjöllustu hagfræðingum sam-
tíðarinnar. En Milton Friedman
deilir þeirri stjórnmálakenningu
með öðrum frjálshyggjumönn-
um, að einstaklingsfrelsið sé
frumgildi stjórnmálanna og að
markaðskerfið sé nauðsynlegt
skilyrði fyrir almennum mann-
réttindum, og færir fyrir henni
betri rök en margur annar.
Hvers vegna gagnrýna Þjóð-
viljamenn ekki rök hans í bók-
inni Capitalism and Freedom?