Morgunblaðið - 01.09.1979, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979
29
ram-
rðsráðs
Framsókn öllu illu, ef ekki yrði
farið að þeirra vilja.
Alþýðu-
bandalagið
gaf sig
Nú varð uppi fótur og fit hjá
vinstri flokkunum. Einn borgar-
fulltrúi Alþýðuflokksins, Sjöfn
Sigurbjörnsdóttir, hafði þegar
tekið faglega afstöðu til
umsækjenda með atkvæði sínu í
Æskulýðsráði óg átti því ekki
auðvelt með að skipta um skoðun
og hafði reyndar ekki neinn vilja
til þess. Alþýðubandalagið sam-
þykkti í sínum hópi að láta
undan Framsókn og styðja
Framsóknarungliðann og nú er
ljóst, að Björgvin Guðmundsson
ætlaði að gera slíkt hið sama til
að vernda samstarfið og í trausti
þess, að eftir á gæti hann höndl-
Adda Bára Sigfúsdóttir.
Alþýðubandalagið hafði sam-
þykkt að láta undan Framsókn.
að Sjöfn og fengið hana til að
sætta sig við orðinn hiut.
Askorun
Æskulýðsráðs
Eitt vandamál var þó eftir.
Það voru hin tíðu forföll í
borgarráði vegna sumarleyfa.
Því átti að nota það ráð, að
einstakir borgarráðsmenn bæðu
um fresti á víxl, þar til tryggt
væri að hægt yrði að koma
ráðningu Gylfa í gegnum
borgarráð. Þetta mistókst.
Sjöfn, sem réttilega var boðuð
sem varamaður í borgarráð,
sætti sig ekki við þessar enda-
lausu frestanir, enda hafði
Æskulýðsráð að nýju ályktað í
málinu og skorað á borgarráð að
hraða afgreiðslu þess. Fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins hlutu að
sjálfsögðu að virða þá áskorun
Æskulýðsráðs.
Niðurstaða þessa máls er því
ljós. Æskulýðsráð hefur fengið
hæfan og dugmikinn fram-
kvæmdastjóra, en vinstri meiri-
hlutinn hefur enn einu sinni
opinberað þau stöðugu svikráð,
sem menn sitja þar á hver við
annan
Ringulreið
og stjórnleysi
Þetta mál sýnir okkur ýmis-
Björgvin tíuðmundsson.
Til að vernda samstarfið hafði
Björgvin ákveðið að styðja
Framsóknarmanninn, þrátt
fyrir afstöðu Sjafnar.
reið og stjórnleysi, sem ríkir hjá
vinstri meirihlutanum. Þar eiga
stöðug átök sér stað og tími
þessa fólks fer að miklu leyti í
innbyrðis rifrildi um hin smæstu
mál. A meðan sitja stóru málin á
hakanum og allt er látið reka á
reiðanum.
Það vekur líka athygli, að það
er oft í hinum smærri málum,
sem borgarbúum opinberast eðli
samstarfsins. Þegar úthluta á
embættum til flokksgæðinga og
hrossakaupin komast í al-
gleyming, þá ætlar allt vitlaust
að verða. Þó eru vinstri
mennirnir í essinu sínu og ausa
hvern annan svívirðingum í
heyranda hljóði og orðbragðið er
slíkt, að undrun sætir. Margir
hafa orðið vitni að slíku á ýms-
um fundum, þar sem þetta mál
hefur verið rætt.
Hvað verður nú?
Margir spyrja nú þessa
dagana, hvað verði um þetta
samstarf. Enn ganga heitingar á
víxl í blöðunum og sárastir eru
Framsóknarmenn, sem telja sig
hafa orðið af feitum bita. Allar
líkur eru þó á því, að reynt verði
að tína brotin saman á ný og að
samstarfinu verði áfram haldið.
Verður þá enn um sinn reynt að
bregða sléttri hulu yfir óróann
undir niðri, hversu lengi sem
sem það nú tekst.
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir.
Tók faglega afstöðu í Æskulýðs-
ráði og greiddi atkvæði með
hæfasta umsækjandanum. Vildi
halda fast við þá ákvörðun og
vitnaði í samstarfssamninginn.
Eða rök Davids Friedmans í
bókinni The Machinery of Free-
dom? (Pöntunarþjónusta Félags
frjálshyggjumanna, pósthólfi
1334,121 Reykjavík, getur útveg-
að þeim þær á vægu verði.)
Hvers vegna ræða þeir aldrei um
kjarnann, heldur alltaf um
hismið?
Kenning og framkvæmd eru
sitt hvað. Rökin ein nægja fáum,
menn biðja einnig reynsluna um
að fella dóm. Ég sagði, að hvorki
hagstjórn í Chile né ísrael mætti
taka til dæmis um framkvæmd
frjálshyggju. En er frjálshyggj-
an þannig kenning, sem hvergi
er framkvæmd? Er hún fremur
dauð en lifandi í stjórnmálum
samtíðarinnar? Er hún einka-
eign nokkurra menntamanna?
Öðru nær. Við sjáum að vísu fáa
stjórnmálamenn einhverrar
sannfæringar (conviction poli-
ticians), þegar við litumst um í
öðrum lýðræðisríkjum. Flestir
stjórnmálamenn þeirra eru
stjórnmálamenn sátta (consen-
sus politicians), sem reyna frem-
ur að semja frið í stjórnmála-
baráttunni við skilyrði tíðarand-
ans en að breyta þessum skilyrð-
um. Benda má þó á þrjá áhrif-
amikla stjórnmálamenn, og
flokksforingja sem starfa eða
hafa starfað í anda frjálshyggju
síðustu þrjátíu árin.
Einn þeirra var hagfræðingur-
inn Ludwig Erhard, sem var
formaður Kristilega lýðræðis-
flokksins vestur-þýzka, kanzlari
Þjóðverja og smiður „efnahags-
undursins". Hann létti öllum
álögum af atvinnulífinu vestur-
þýzka 1948 þvert á ráð ríkisaf-
skiptasinna, en að fengnu við-
skiptafrelsi reis það úr rústun-
Fram-
kvæmd
frjáls-
hyggj-
unnar,
Fried-
manog
ísrael
um og blómgaðist svo og dafn-
aði, að enn ber af.
Annar var hagfræðingurinn
Bertil Ohlin, sem var formaður
Þjóðarflokksins sænska í tíð
samhyggjustjérnarinnar og leið-
togi stjórnarandstöðunnar.
(Hann fékk nóbelsverðlaunin í
hagfræði 1977). Það var ekki sízt
þessum baráttumanni fyrir ein-
staklingsfrelsi og einkaframtaki
að þakka, að samhyggjustjórnin
takmarkaði svo lengi ríkisaf-
skipti sem raunin varð og reyndi
ekki að reisa miðstjórnarkerfi.
Enn annar er efnafræðingur-
inn og lögfræðingurinn Margrét
Thatcher, sem er formaður
íhaldsflokksins brezka og núver-
andi forsætisráðherra Breta.
Hún verður varla sökuð um
hræðslugæði við Kremlverja og
vestræna vini þeirra, og hún er
einnig heill stuðningsmaður
markaðskerfisins. Stjórn hennar
hefur mjög komið á óvart, með
því að hún er að efna það, sem
hún lofaði — að lækka skatta,
takmarka ríkisafskipti og færa
fyrirtæki úr ríkiseign í einka-
eign, þótt dómur reynslunnar sé
enn ófallinn og margir hags-
munahópar reyni að torvelda
starf hennar.
Þessir þrír stjórnmálamenn
sóttu eða sækja allir hugmyndir
til kunnra frjálshyggjuhugsuða.
Helzti ráðunautur Erhards var
Wilhelm Röpke, samstarfs-
maður Friedrichs A. Hayeks.
Ohlin var lærisveinn Gustavs
Cassells (sem hafði einnig mikil
áhrif á Jón Þorláksson, fyrsta
formann Sjálfstæðisflokksins).
Og Thatcher segir, að Adam
Smith, Alexander Solsénitsyn og
Friedrich A. Hayek hafi einkum
haft áhrif á sig. Af starfi
þessara þriggja stjórnmála-
manna má að mínum dómi ráða
hvernig framkvæmd raunveru-
legrar frjálshyggju er. Ábend-
ingar mínar nægja vonandi til
þess, að Þjóðviljamenn miði á
réttu mörkin, þegar þeir ræða í
framtíðinni um framkvæmd
frjálshyggju og störf frjáls-
lyndra stjórnmálamanna, þó að
þeir hitti sennilega hvergi og
skeyti þeirra fari því áfram út í
bláinn...
Islending varpað
í f angelsi flug-
vallarins í Moskvu
ÍSLENZKUR kvikmyndagerðar-
maður Óli Örn Andreassen var
handtekinn á flugveilinum í
Moskvu og látinn gista rúman
sólarhring í fangelsi flugvallarins
sunnudaginn í fyrri viku. Óli örn
var þá á leið á elleftu alþjóðlegu
kvikmyndahátfðina f Moskvu,
ásamt þeim Hrafni Gunnlaugssyni
og Knúti Halissyni. Sovézk yfirvöid
höfðu boðið íslendingunum að
koma með kvikmyndir á hátfðina
og einnig til að sýna á fsienzkri
kvikmyndahátfð f Moskvu sem
hófst í fyrradag.
í vegabréfsskoðuninni á flugvell-
inum fóru þeir fyrst í gegn Hrafn og
Knútur, en þegar kom að Óla Erni
gerðu eftirlitsmenn athugasemd við
íslenzkt vegabréf hans og sögðu
stimpil vanta á myndina. Óli Orn
sýndi eftirlitsmönnunum fram á það
að vegabréfið væri í fullkomnu lagi.
En þá gerðu þeir athugasemd við
stimpil sovézka sendiráðsins í vega-
bréfinu og töldu hann ákaflega
„grunsamlegan". Þeir sögðu Óla Örn
hafa falsað stimpilinn.
Þótt Oli Örn, Hrafn og Knútur
reyndu að sannfæra eftirlitsmenn-
ina um það að ekkert væri athuga-
vert við vegabréfið og þrátt fyrir að
menn frá kvikmyndahátíðinni, sem
voru á flugvellinum, hefðu sýnt fram
á það að Óli Örn væri á lista yfir
þátttakendur á hátíðinni þá gerðu
þeir sér lítið fyrir og létu varpa
honum í fangelsi á flugvellinum eins
og áður sagði.
Óli Örn sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að hann hefði ekki
verið sá eini sem þannig var hand-
samaður á flugvellinum í Moskvu.
„Júgóslavi sem vinnur hjá fyrirtæki
í Vestur-Berlín var einnig handtex-
inn. Hann hafði verið sendur til
Moskvu á vegum fyrirtækisins til að
sækja bifreið og konja henni til
Berlínar með lest. Ég fann ekki til
neinnar hræðslu, því að ég vissi að
þetta hlyti að verða leiðrétt með
mig, en ég gat virkilega vorkennt
þessum Júgóslava,“ sagði Óli Örn
„Hann talaði aðeins þýzku og þeir
skildu hann ekki. Ég reyndi að túlka
hann, en það gekk hálfbrösulega, því
ég talaði ensku og það var á mörkun-
um að þeir skildu mig. Þeim þótti
það mjög grunsamlegt að þarna væri
á ferð Júgóslavi á vegum fyrirtækis í
Vestur-Berlín. Hvað hann væri að
flækjast í Moskvu farangurslaus og
svo framvegis.
Við vorum því næst leiddir þarna
út; ég og Júgóslavinn. Verðir fóru
með okkur á stað þar sem voru stórir
lögregluhundar sem látnir voru
hnusa af okkur. Þá var farið með
okkur upp á efstu hæð í svokölluðu
hóteli sem var mjög rammbyggt hús
og vel gætt af öryggisvörðum og
herlögreglu.
Við vorum skrásettir og síðan
læstir inni í herbergiskytru sem í
voru tveir bekkir, borð og á því
vatnskanna og glös,“ sagði Oli Örn.
„Ég veit ekkert um örlög
Júgóslavans, en síðla dags daginn
eftir kom mikil örvænting upp í
honum og hann vildi fara heim. Ég
kom vörðunum í skilning um það, en
hann fékk ekkert að hringja eða láta
vita af sér fremur en ég. Mér var
þannig neitað um að hafa samband
við sendiráðið þann tíma sem ég var
í haldi,“ sagði Óli Örn Andreassen
sem látinn var laus síðla dags
daginn eftir að honum var varpað í
fangelsið á flugvellinum í Moskvu.
Hann sagðist lítið hafa notið
verunnar á kvikmyndahátíðinni
enda allt morandi í alls kyns vörð-
um, eftirlitsmönnum og njósnurum,
einkennisklæddum sem óeinkennis-
klæddum. Einn slíkur var sífellt með
áreitni og hnýsni í garð íslending-
anna, að sögn Óla. Annar villti á sér
heimildir og þóttist vera yfirmaður
túlkanna á hátíðinni og spurði þá
félaga hvort þeir hefðu einhverjar
sérstakar óskir fram að færa. Þegar
svo var ekki spurði hann hvort þeir
hefðu ekki viljað samtal við
Sakharov, en á hann höfðu þeir
aldrei minnst.
Daginn eftir þyrftu þeir að hafa
tal af yfirmanni túlkanna og kom þá
í ljós að það var allt annar maður.
„Við fengum alveg nóg af þessari
hátíð eftir vikudvöl og fórum heim-
leiðis með viðkomu í Svíþjóð nokkr-
um dögum fyrr en áætlað hafði
verið," sagði Óli Örn Andreassen.
Konungur Nepals
haf ði viðdvöl á
Keflavíkurflugvelli
BIRINDRA BIR BIKRAM, konungur í Nepal, hafði skamma viðdvöl á
Keflavíkurflugvelli í gær, er hann kom hér við á leið sinni til Havana
á Kúbu. Fiugvél konungs, sem er af gerðinni Boeing 727, lenti um
klukkan 11 árdegis, og klukkan 12.30 var konungur farinn af stað á
ný ásamt fylgdarliði sínu.
Frá Keflavík var ferð konungs
heitið áleiðis til Gander á Ný-
fundnalandi, og þaðan átti að
halda áfram til Kúbu, en þar mun
konungur sitja fund ríkja utan
hernaðarbandalaga. Til Islands
kom flugvél konungs frá Amster-
dam í Hollandi.
Konungur hafði sem fyrr segir
stutta dvöl á Keflavíkurflugvelli,
en þar hitti hann að máli Pétur
Thorsteinsson sendiherra og fleiri,
og er konungur hélt af landi brott
á ný sendi hann forseta íslands,
herra Kristjáni Eldjárn, skeyti.
Upphaflega hafðl verið gert ráð
fyrir að konungur myndi gista hér
á landi eina nótt, og höfðu verið
gerðar ráðstafanir til að útvega
honum og fylgdarliði hans gist-
ingu á hóteli í Reykjavik. Af því
varð þó ekki sem fyrr segir, og
ákvað konungur að halda för sinni
áfram eftir stutta viðdvöl í
Keflavík, er lokið var við að fylla
eldsneytisgeyma flugvélarinnar.
Konungur mun hins vegar gista
eina nótt í Reykjavík á leið heim
síðar í þessum mánuði, mun kon-
ungur dvelja á Hótel Sögu en
fylgdarlið hans á Hótel Holti.