Morgunblaðið - 01.09.1979, Side 22
Hemjum skattana — lækkum útgjöldin
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979 2 1
Á sl. vetri samþykkti Verzlunarráö
íslands sérstaka stefnuyfirlýsingu í efna-
hags- og atvinnumálum. Mikil vinna lá aö
baki þessari stefnuyfirlýsingu og voru
fyrstu drög hennar lögö fram á fundi
stjórnar Verzlunarráös íslands í september
1977.
ÞaÖ var sjö manna nefnd faliö aö
fullvinna þessi drög en í henni áttu sæti:
Víglundur Þorsteinsson, formaöur,
Brynjólfur Bjarnason, Friörik Pálsson,
Höröur Sigurgestsson, Jóhann J. Ólafsson,
Oddur C.S. Thorarensen og Óskar Jó-
hannsson. Árni Árnason, núverandi fram-
kvæmdastjóri Verzlunarráösins vann meö
nefndinni.
Nú eru efnahagsmál í brennidepli á ný
eftir nokkurt hlé yfir sumarmánuöina.
Ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir þinga
um nýjar ráöstafanir í efnahagsmálum,
veröbólgan fer vaxandi og er taliö aö hún
muni nema 50—55% frá ársbyrjun til
ársloka eöa meiri en nokkru sinni fyrr.
Morgunblaöiö birtir hér í heild stefnu
Verzlunarráös íslands í efnahags- og
atvinnumálum, sem framlag til þeirra
umræöna, sem fara mun fram um efna-
hagsmálin á næstu vikum og mánuöum.
Verzlunarráö ís-
lands er samtök
fyrirtækja
viöskiptalífsins.
Stefna þess mót-
ast af hagsmunum
atvinnulífsins í
heild og Þá jafn-
framt hagsmunum
pjóöarinnar allrar.
Stefna Verzlun-
arráösins er sú aö
efla skilyröi fyrir
frjálst framtak ein-
staklinga og sam-
taka Þeirra í at-
vinnulífinu, stuöla
aö frjálsum og
heiöarlegum viö-
skiptaháttum og
frjálsu markaös-
hagkerfi sem
grundvallarskipu-
lagi efnahagslífs-
ins.
Hér á eftir er
pessi stefna út-
færö í sjö köflum,
sem hver um sig
fjallar um tiltekiö
sviö efnahags- og
atvinnumála. Þar
kemur fram nánari
rökstuöningur og
útskýringar á eftir-
farandi sjö stefnu-
atriöum
Aö frjálst markaðshagkerfí og jafnrétti milli fyrirtækja og atvinnuvega
verði grundvallarskipulag efnahagslífsins og nauðsynleg sameiginleg
útgjöld veröi aölöguö Því hagskipulagi.
Að ráöiö veröi niöurlögum verðbólgunnar meö markvissri efnahags
stefnu og sá árangur síöan varöveittur til frambúðar.
3
4
5
6
7
Aö verðmyndun veröi gefin frjáls og samkeppni örvuö til aö lækka
verölag og auka hagkvæmni atvinnulífsins.
Aö gildi frjáls sparnaður í págu aröbærs reksturs- og fjárfestinga veröi
endurvakiö með frjálsri ákvörðun vaxta og bættum skilyröum
atvinnurekstrar til arögreiöslna, pannig aö arösemi veröi helzta
leiöarljós í fjárfestingum og atvinnurekstri.
Aö fríverzlun veröi óskoruö stefnan í utanríkisviðskiptum og frjáls
gjaldeyrisviðskipti veröi innleidd samhliöa afnámi aöflutningsgjalda og
upptöku auðlindaskatts til nýtingar á fiskimiöunum.
Aö tekiö veröi upp nýtt skattkerfi, par sem sköttum er fækkaö og
skattheimtan takmörkuö viö priöjung pjóöartekna.
Aö opinber útgjöld og umsvif veröi takmörkuö og endurskipulögð
samhliöa alhliða endurbótum á hagstjórn og fjármálum hins opinbera.