Morgunblaðið - 01.09.1979, Side 23
Hempum skattana — lækkum útqjöldin
2 2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAQUR 1. SEPTEMBER 1979
Markaðshagkerfið og hlutverk hins opinbera
í
í veraldarsögunni þekkjast í
grundvallaratriðum einungis tvær
leiðir til að samhæfa efnahagslega
starfsemi margra manna. Onnur
leiðin er alræðishyggjan — mið-
stýring á grundvelli þvingana og
valdboðs. Hin leiðin er frjáls-
hyggjan — frjáls viðskipti ein-
staklinga á markaðir
Samhæfing efnahagsstarfsem-
innar á grundvelli frjálsra við-
skipta byggist á því, að báðir
aðilar hagnist á viðskiptunum,
taki þátt í þeim af fúsum og
frjálsum vilja og þekki þá val-
kosti, sem standa til boða. Við-
skipti, sem er beggja hagur, geta
þannig komizt á án valdboðs og
þvingana. Slíkt hagskipulag kall-
ast frjálst markaðshagkerfi.
Bæði efnahagslega og lýðræðis-
lega hefur frjálsa markaðshag-
kerfið skýra yfirburði yfir hag-
kerfi alræðishyggjunnar. Frjáls
markaðshagkerfi, er hluti af al-
mennum mannréttindum. Það
hagnýtir frumkvæði, hugkvæmni
og atorku einstaklingsins, lætur
hann njóta eigin verka og bera
jafnframt ábyrgð gerða sinna. Það
beinir atorku manna til þeirra
verka, sem þeir vinna bezt, fjár-
magni landsmanna til þeirra
framkvæmda, sem gefa mestan
arð og færir neytendum þá vöru
og þjónustu, sem þeir vilja helzt.
Markaðshagkerfið samrýmist bezt
atvinnustarfsemi einstaklinga
óskum þjóðarheildarinnar, án
þess að skerða rétt þeirra til að
ráða eigin málum.
I markaðshagkerfinu nást efna-
hagsleg markmið betur en í öðrum
hagkerfum. Það eykur efnalega
velferð þjóðfélagsins, heldur
framboði í hámarki og verði í
lágmarki, skapar ákjósanlegustu
skilyrðin fyrir öran hagvöxt og
nýtir bezt takmarkaða fram-
leiðslugetu þjóðfélagsins. Mark-
aðshagkerfið er því bezt fallið til
að uppfylla óskir manna um betri
lífskjör, efnalegt sjálfstæði og
frelsi til að ráða eigin málum.
Þótt æskilegast sé, að efnahags-
starfsemin grundvallist á frjáls-
um markaðsbúskap með sem
minnstum opinberum afskiptum,
hefur hið opinbera að sjálfsögðu
miklu hlutverki að gegna í at-
vinnulífinu:
Sem löggjafi og framkvæmda-
vald þarf hið opinbera að styrkja
og vernda frjálsa atvinnuhætti,
vernda eignarrétt og örva sam-
keppni, en hindra einokun.
Sem hagstjórnaraðili þarf hið
opinbera að sjá atvinnulífinu fyrir
traustum gjaldmiðli, stuðla að
hagkvæmri nýtingu sameiginlegra
auðlinda, jafnvægi í efnahagslíf-
inu og góðri nýtingu framleiðslu-
getu, og örva þar með hagvöxt.
Sem samstarfsvettvangur íbú-
anna í leit að réttlátara þjóðfélagi
ætti hið opinbera að jafna tæki-
færi manna til menntunar, at-
vinnu, heilbrigðisþjónustu og
tryggrar afkomu. Það ætti þó að
gerast í samræmi við frjálsan
markaðsbúskap og án óeðlilegrar
takmörkunar á frelsi einstaklings-
ins til að ráða eigin málum.
Á liðnum árum hefur hið opin-
bera, samhliða aukinni skatt-
heimtu og auknum almennum
útgjöldum, aukið umsvif sín á
margvíslegum atvinnurekstri, þar
sem enga nauðsyn ber til.
Æskilegast væri því, að opinber
þjónusta, t.d. á sviði heilbrigðis-
mála, tryggingamála og mennta-
mála yrði fjármögnuð og skipu-
lögð þannig, að einkaaðilar gætu
veitt þjónustu á þessu sviði til
jafns við opinbera aðila. Einnig er
æskilegt, að opinberar fram-
kvæmdir, fjárfestingar og þjón-
usta verði boðnar út, eins og
frekast er kostur, meðal einkaað-
ila.
Til þessa hafa opinber fyrirtæki
búið við margs konar forréttindi.
Má þar nefna undanþágur frá
skattskyldu til ríkis og sveitarfé-
laga, greiðan aðgang að lánsfé,
ónógar arðsemiskröfur miðað við
stofnkostnað og einokun á mark-
aði.
Hér þarf að verða breyting á,
svo að allur atvinnurekstur búi við
sömu starfsskilyrði og skyldur.
Verðbólga
2
Stöðugt verðlag er heilbrigðu
atvinnulífi, sem skila á fullum
afköstum og batnandi lífskjörum,
grundvallarnauðsyn. Á þessu sviði
hefur hið opinbera hins vegar
brugðizt skyldum sínum og ekki
séð efnahagslífinu fyrir traustum
gjaldmiðli, sem heldur verðgildi
sínu.
Síðan 1938 — í yfir 40 ár —
höfum við íslendingar lifað sam-
fellt verðbólguskeið, sem sett hef-
ur mark sitt á þjóðlíf sem og
atvinnulíf með margvíslegum
hætti. Það sem eitt sinn voru
fornar dyggðir svo sem sparsemi,
fyrirhyggja og ráðdeild falla fyrir
verðbólgunni, sem grefur undan
siðferðilegum styrk þjóðarinnar
og siðgæði í meðferð fjármuna.
Efnahagslífið í heild hefur illi-
lega orðið fyrir barðinu á verð-
bólgunni. Uppsprettur láns- og
áhættufjár til atvinnuvega og
einstaklinga hafa nær þornað upp.
Arðbærum fjárfestingum hefur
fækkað að sama skapi og óarðbær-
um fjárfestingum hefur fjölgað
með þeim afleiðingum, að fjárfest-
ing landsmanna hefur ekki skilað
þeim hagvexti, er til stóð. Vegna
þess má telja, að lífskjör séu hér
um þriðjungi lakari, en annars
hefði verið. Verðbólgan er
atvinnulífinu sérstakur bölvaldur.
Hún hefur rænt atvinnuvegina
rekstrarfé sínu og leitt til stór-
felldrar ofsköttunar hjá atvinnu-
vegunum vegna vanmetinna fyrn-
inga og vörunotkunar, sem leiðir
til ofmats á hagnaði og þar með
hærri tekjuskatts- og arðgreiðslna
en væri í stöðugu verðlagi. Verð-
bólgan hefur veikt svo atvinnulífið
í landinu, að atvinnumöguleikum
á næstu árum er stórfelld hætta
búin.
Á undanförnum árum hefur
verðbólgan verið versti óvinur
allra í senn: Einstaklinga, at-
vinnuvega, efnahagslífsins og þess
þjóðskipulags, sem við viljum
viðhalda. Hún hefur leitt til átaka
milli launþega og atvinnurekenda,
milli stjórnvalda og fólksins í
landinu og milli atvinnugreina og
þjóðfélagshópa. Þessi átök gætu
um síðir eytt íslenzku þjóðfélagi.
Verðbólguna verður að stöðva,
áður en það gerist.
Til þess að vinna bug á verð-
bólgunni þarf sterka ríkisstjórn,
sem beitir samræmdri efnahags-
stefnu markvisst í þeim tilgangi.
Liðir í slíkri efnahagsstefnu væru
eftirfarandi aðgerðir:
Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðar-
ins þarf að endurreisa og starf-
rækja í samræmi við upphaflegan
tilgang sinn.
Bankakerfið og gjaldeyrisvara-
sjóð þarf að byggja upp með
frjálsum vöxtum og gengisskrán-
ingu.
Fjárfestingarstyrki og aðra
styrki til atvinnuveganna ætti
síðan að afnema.
Hlutverki og starfsemi Seðla-
bankans þarf að breyta. Koma
þarf í veg fyrir, að ríkissjóður
safni skuldum við Seðlabankann
og bankanum þarf að gera kleift
að stýra aukningu peningamagns í
umferð og uppbyggingu nauðsyn-
legs gjaldeyrisforða með raun-
verulegri bindiskyldu, verðbréfa-
viðskiptum og vaxtaákvörðunum
af eigin lánum.
Opinber útgjöld og skatt-
heimtun þarf að draga saman og
mynda verulegan greiðsluafgang
hjá ríki- og sveitarfélögum.
Vísitölubindingu launa þarf að
afnema og samræma kaupmátt
launa greiðslugetu atvinnuveg-
anna.
Verðmyndun á vöru og þjónustu
þarf að gefa frjálsa samhliða
örvun samkeppni og ströngu að-
haldi með samkeppnishamlandi
viðskiptaháttum.
Áhrifum verðbólgunnar á skatt-
lagningu atvinnurekstrar verður
að eyða og láta vörunotkun og
fyrningar fylgja verðlagi, um leið
og fjárfesting yrði örvuð í vélum
og tækjum, sem auka framleiðni
og framleiðslu í atvinnuiífinu.
Þegar sigrazt hefur verið á
verðbólgunni, þarf að varðveita
árangurinn með markvissri beit-
ingu verðjöfnunarsjóðs fiskiðnað-
arins og sjá til þess, að laun,
peningamagn í umferð og skatt-
heimtu og útgjöld hins opinbera
aukist ekki meira en seni nemur
um 5% á ári. Við slíkar aðstæður
má viðhalda stöðugu verðlagi,
fullri atvinnu og örum hagvexti,
sem er forsenda batnandi lífs-
kjara.
4.000.000
3.500.000
3.000.000
2.500.000
2.000.000
1.500.000
1.0CC.000
500.000
1960 1965 1970 1975 1980
1 HEÐAL KV 1 TEKJUR HEI ÆHTRA KARL 1962-1977 MILA A 3.478.0 10
Á VEP BLAGI /
ÁRS 19 IIIS J 77 / ■ Á VERÐL AGI
2.070.000 | HVERS r árs
STÐAí; 196? HAFA MESALTEKJUR M HÆKKAÐ TXL JAFNAÐAR 'J.M 24,41 M ÁRLEGA. SAMA ÁRANGlfl ÁL VLRD- t BÖLGU KEFÐI 3,5% ÁRLEG HÆKKL':. §
SKILAÐ.
131.000 Verzlunanráí Islands L
4.000.000
3.500.000
3.000.000
2.500.000
2.000.000
1.500.000
1.000.000
500.000