Morgunblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 27
Hemjum skattana — lækkum útcpiöldin
2 6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979
m ‘m *•
V > JH , V' ySíl.,. ■'pB 'o-Q. wBk Wf M
JD ■
% M’ 1 mm -
6
Á síðustu árum hafa nýir
skattar og gjöld verið lagðir á,
oft skattur á skatt ofan, til þess
að fjármagna aukin umsvif hins
opinbera í atvinnulífinu. Þessi
aukna skattheimta hefur aðal-
lega örðið með óbeinum skött-
um, sem hefur verið leið
stjórnmálamanna til að fela
vaxandi skattheimtu fyrir al-
menningi, sem ber byrðina í
lægri ráðstöfunartekjum, lægri
launum eða hærra vöruverði.
Til marks um þessa auknu
skattheimtu má geta þess, að á
árinu 1950 námu skatttekjur
hins opinbera, ríkis og sveitar-
félaga, rúmlega 25% af vergum
þjóðartekjum (þ.e. vergri þjóð-
arframleiðslu á markaðsvirði að
frádregnum óbeinum sköttum
en að viðbættum framleiðslu-
styrkjum). Síðan þá hefur skatt-
heimtan stóraukizt. Á árinu
1960 var hlutfallið rúmlega
34%, 1970 var það litlu hærra
eða um 36%, en á síðustu árum
hefur það numið 42—44% af
vergum þjóðartekjum.
Þessi aukna skattheimta hef-
ur orðið bæði vegna hækkunar
skatta og vegna nýrra skatta,
sem oft hefur verið komið á í
nokkrum fljótheitum. Þrátt
fyrir þykkar skýrslur um sam-
ræmt og skynsamlegt skattkerfi
og yfirlýstan vilja ráðamanna í
því efni, er núverandi skatta-
kerfi sem heild á margan hátt
verulega gallað og þarfnast end-
urskipulagningar frá grunni.
Skattlagning tekna af at-
vinnurekstri hérlendis fylgir
ekki þeim sjónarmiðum, sem
eðlilegt er að leggja slíkri skatt-
lagningu til grundvallar. Verzl-
unarráðið telur því nauðsynlegt
að ítreka grundvallarsjónarmið
varðandi réttláta skattlagningu
tekna af atvinnurekstri:
1. Skattlagning tekna af at-
vinnurekstri má ekki draga
úr arðsamri fjárfestingu og
hagvexti.
2. Atvinnuvegunum og rekstr-
arformum fyrirtækja má
ekki mismuna í skattlagn-
ingu.
3. Skattar þurfa að vera al-
mennir og hlutlausir og mega
ekki skekkja atvinnustarf-
semi þjóðfélagsins frá því
fyrirkomulagi, sem frjálst
markaðshagkerfi ákveður.
4. Verðrýrnun peninga veldur
ekki tekjuaukningu og er því
ekki tilefni skattlagningar.
5. Af sama skattstofni á að
greiða sama skatt og ekki
oftar en einu sinni.
6. Draga þarf úr kostnaði skatt-
greiðenda við framtöl og
skattgreiðslur.
Gildandi skattalög eru í mik-
ilsverðum atriðum í andstöðu
við þessi sjónarmið og telur
Verzlunarráðið því rétt að setja
fram hugmyndir um nýtt skatt-
kerfi í samræmi við þau. Jafn-
framt verður að stöðva þá gífur-
legu skattheimtu, sem nú á sér
stað og stefna að því að lækka
hlutdeild opinberrar skatt-
heimtu niður í 33% af vergum
þjóðartekjum á næstu þremur
árum. Hvernig það má verða, er
rætt í kafla VII um Opinber
fjármál og stjórn efnahagsmála.
Hér er hins vegar dregin upp
mynd af því skattkerfi, sem afla
ætti tekna til æskilegrar starf-
semi hins opinbera.
Þeir skattar og gjöld sem
ætlað er að afla þessara tekna
eru fimm: Tekjuskattur, gjald af
nýtingu auðlinda, virðisauka-
skattur, fasteignaskattur og
gjald af sölu áfengis og tóbaks.
Aðrir skattar mundu hins vegar
falla niður í áföngum. Skal nú
lýst þessum fimm sköttum.
Tekjuskattur. Tekjur af at-
vinnurekstri á að skattleggja
einu sinni og eins og aðrar
sambærilegar tekjur annað-
hvort hjá fyrirtækinu eða við-
takanda, og með sama hætti,
hvert svo sem rekstrarform at-
vinnurekstrarins er. Skatthlut-
fall félaga á að vera hið sama og
hjá einstaklingum. Áður en
skattskyldur hagnaður er fund-
inn, ætti að ráðstafa 40%
hagnaðar í fjárfestingarsjóð til
varðveizlu og til fjárfestingar
innan 10 ára. Þessi fjárfesting-
arsjóður kemur í stað núverandi
varasjóðs og framlaga til fjar-