Morgunblaðið - 01.09.1979, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 01.09.1979, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979 31 Minning - Aðalheiður Erla Gunnarsdóttir Fædd 4. febrúar 1967. Dáin 26. ágúst 1979. Drottinn gaf og drottinn tók. Á hverjum degi stöndum við agndofa er váleg tíðindi spyrjast af atburðum líðandi stundar. Fregnir af slysum sem valda örkumli eða dauða munu þó ganga hvað næst hjarta þeirra sem næstir standa, enda gera þau ekki boð á undan sér. Ein slík frétt barst okkur að kvöldi sunnudags- ins 26. ásrúst sl. Heiða litla í Vallholti var dáin. Það vakna ótal spurningar þegar unglingur er hrifinn burt úr þessum heimi. Hvers vegna hún? aðeins tólf ára og átti allt lífið framundan, hvers vegna hún sem var sólargeisli heimilisins, dugleg, greind og áhugasöm um bú- skapinn. Hvers vegna? Við munum ekki hér á jörð fá svar við þessum spurnum. Á sunnudagsmorgni lýkur hún við að snúa töðunni og á heimleið til bæjar er hún hrifin burt úr þessu lífi, barnið sem var svo glatt og áhugasamt að morgni er horfið á vit eilífðarinnar, og þar hefur áreiðanlega verið tekið vel á móti henni. Þessi sólargeisli er floginn til meiri starfa guðs um geim. Hún sem ætlaði að verða bóndi í Vallholti, yrkir áreiðanlega annað vallholt á guðs vegum. Nú þegar við kveðjum hana minnumst við sérstaklega þeirra stunda sem við áttum með henni, þegar hún aðeins þriggja ára dvaldi hjá okkur um tíma og hélt hér upp á fjögurra ára afmælið sitt, og síðan allra góðu og glöðu stundanna í sveitinni á sumrin í faðmi Skagafjarðar við leik og störf. Hún var alltaf atorkusöm, verk- lagin, samdi ljóð og lög og lék þau af fingrum fram. Við erum sér- staklega þakklát fyrir þann stutta tíma sem hún dvaldi hjá okkur s.l. haust þegar hún var hér í heim- sókn með móður sinni. Léttar samræður um margvísleg efni og áhugamál ungu stúlkunnar færðu ferskan andblæ inn á heimili okkar. Aðalheiður Erla var dóttir hjónanna Stefaníu Sæmundsdótt- ur og Gunnars Gunnarssonar, Syðra Vallholti, Skagafirði. Hún átti eMri hálfsystur, Jónínu og voru þær mjög samrýmdar. I djúpum harmi eru orð magnlaus, en við vitum að minningin um þann bjarta sólargeisla, sem lýsti upp Vallholtið þennan stutta tíma, verður smyrsl á sárin. Við Vallhyltingar sunnan heiða biðjum algóðan guð að styrkja ástvini hennar á sorgarstund. Ingibjörg og Móses. Minningarrit um Gabriel Turville-Petre Minningarrit helgað minn- ingu Gabriel Turville-Petre prófessors í forníslenskum fræðum í Oxford kemur út hjá Odense University Press í desember. Ritið heitir SPECVLVM NORROENVM og í því eru 32 greinar eftir nemendur Turville-Petre og vini. Ritstjórar þess eru: Ursula Dronke, Guðrún P. Helgadóttir, Gerd Wolfgsng Weber og Hans Bekk- er-Nielsen. Þeir sem vilja votta Turville-Petre virðingu sína og fá nafn sitt á „memorial Tabula“ þurfa að senda pöntun sína til forlagsins fyrir 15. september, en þeir sem vilja fá ritið á áskriftarverði þurfa að senda pöntun fyrir 31. október. Áskriftareyðublöð er hægt að fá á skrifstofu Menningar- sjóðs Skálholtsstíg 7, í Bóka- verslun Sigfúsar Eymunds- sonar Austurstræti 18 og í Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18. NOTADIR MAZDA BÍLAR ERU BILAR Vegna þess: — að allir Mazda bílar eru sparneytnir. Reynsla undanfarinna ára sýnir að raunhæf eyðsla Mazda er: Mazda 818 73- Mazda 616 72- Mazda 929 74- Mazda 323 77- per 100 km. 8,0—8,5l. per 100 km. 8,5—9, 01. per 100 km. per 100 km. Kaupið ekki einhverja notaða bíla, kaupið Mazda notaða bíla með 6 mánaða ábyrgð. BÍLABORG HF. Smiöshöföa 23, sími 81299. OPIÐHtTS Viö höfum opiö hús i dag á milli ki 1-6 ~ RTT!T .KO FATASKAPA INNIHURDIR SRIALDAHURDIR Kynniö ykkur vandaöa framleiöslu. Geriö samanburö SIGURÐUR ELlASSON HE AUÐBREKKU 52, KÓPAVOGI, SÍMI 41380

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.