Morgunblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979
vUP
MORö-dtV'
MrriNU
(O^grr
a • Í ;1 ft'f .r£,t ! 2 s @
pft í ^ fl ,7 í i ^ ÍI • ! '
*47íH4isfa
Almennar kosningar
—einfaldasta lausnin
Flautaðu þá, einu sinni!
Ég vil vekja athygli yðar á
því að þetta er ekki
almennings baðströnd!
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Sé litið á allar hendurnar í
spilinu hér að neðan virðast þrjú
grönd, spiluð í suður, auðveldur
samningur. En varnarspilararn-
ir voru klókir og gerðu það, sem
þeir gátu.
Suður gaf, allir utan hættu.
Norður
S. G72
H. Á86
T. ÁK1093
L. K9
Vestur Austur
S. K986 S. 43
H. D42 H. G975
T. G4 T. D872
L- 7653 Suður L- ÁD1°
S. ÁD105
H. K103
T. 65
L. G842
Suður hafði sagt frá spaðalit
sínum og þess vegna spilaði vestur
út laufsjöu en hann og félagi hans
notuðu þá ágætu reglu að spila út
hæsta frá iágum spilum.
Austur fékk fyrsta slaginn á
drottningu og hann sá strax, að
sjöið var ekki fjórða hæsta og því
tilgangslaust að spila laufum
strax aftur. Og varla var spaðinn
líklegri til arangurs úr því suður
hafði sagt þann Iit og ennfremur
var ljóst, að sagnhafi gat búið til
fjóra slagi á tígul og því nauðsyn-
legt, að vörnin byggi sér til slagi
sem fyrst.
Þannig varð hjartað að gefa
vörninni slagina og austur fann og
spilaði eina spilinu, sem gerði
sagnhafa erfitt fyrir. Hann spilaði
hjartaníu. Suður lét tíuna og
drottningin kostaði ásinn og þá
spilaði sagnhafi laufkóng. Aftur
var austur í vanda. Tæki hann á
ásinn ynni suður spilið auðveld-
lega með þremur slögum á spaða
og tveim á hvern hinna litanna.
Og ekki gat austur spilað aftur
hjarta því þá yrði áttan í blindum
óumflýjanlega slagur.
Austur gaf því laufkónginn og
þá spilaði sagnhafi spaða og tók á
ásinn því ekki mátti svína og gefa
vörninni færi á að fría hjartað of
snemma. Næsta slag fékk austur á
laufásinn og þar með var spilið í
höfn. Austur gat ekki spilað
hjarta fremur en áður, spilaði því
tígli og sagnhafi hafði tíma til að
ná þeim spaðaslögum, sem nauð-
synlegir voru.
COSPER
61»
COSPER
Staðan á reikningi yðar hér í bankanum segir okkur að þér
getið fengið allt að 50000 króna víxil til eins mánaðar!
Enn þá einu sinni er hin títt1
nefnda Bernhöftstorfa komin til
umræðu og í sviðsljósið hjá al-
menningi hér í borg. En þessi
viðræða er nú af gefnu tilefni,
vegna þeirrar friðunar er mennta-
málaráðherra Ragnar Arnalds
hefur nú fyrirskipað á þessu svæði
og segist hann þar styðjast við
rauða meirihlutann í borgarstjórn
Reykjavíkur, svo og við álit húsa-
friðunarnefndar. 0, jæja, ekki er
nú mikil reisn yfir þessari ráðstöf-
un ráðherrans að vilja vernda og
viðhalda þessum dönsku fúaspýt-
um frá löngu liðnum tíma danska
valdsins hér á landi. Ætla mætti
að menntamálaráðherra kynni
full skil þeirrar sögu og hefði ekki
áhuga á að halda þeim minningum
svo mjög á lofti.
Nú er þannig í pottinn búið að
ríkisstjórn og Alþingi hafa fullan
ráðstöfunarrétt á þessari eignar-
lóð sinni og ríkisstjórninni ber
skylda til að framfylgja vilja
Alþingis í þessum efnum. Alþingi
ákvað fyrir meira en tveim tugum
ára að á þessari torfulóð skyldu
staðsettar skrifstofur stjórnaráðs-
ins og allar götur síðan hefur viss
upphæð á fjárlögum verið ætluð
til þeirrar byggingar. Og vitanlega
ber að framfylgja þeirri ákvörðun
Alþingis undanbragðalaust.
Fyrrverandi menntamálaráð-
herra, Vilhjálmur Hjálmarsson,
sagðist á sínum tíma, er hans álits
var leitað varðandi þessi bygg-
ingarmál, ekki hafa áhuga á
nýsmíði fornminja. En einfaldasta
lausnin og sú er tvímælalaust ber
Lausnargjald í Persíu
Eftir Evelyn Anthony
Jóhanna Kristjónsdóttir
sneri á íslenzku
59
ist mér að koma í samkvæmið í
kvöld?
James hikaði andartak.
— Já, sagði hann, gerið svo
vel. Kynnið yður fyrir mér og
ég skal fylgja yður til hr.
Fields.
Hann heyrði manninn
muidra þökk fyrir og sfðan var
hann horfinn úr sfmanum.
Um það leyti sem hann var
tiibúinn að taka á móti gestum
sínum hafði hann látið sér detta
í hug ótal skýringar sem lægju
til grundvallar þessu kynlega
kaili og jafnóðum hafði honum
fundizt hver og ein fráleit.
Hann óskaði af öliu hjarta að
það hefði ekkert komið upp á
sem gæti leitt til þess að einhver
tengsl yrðu við Sýrlendingana.
Sýrlendingarnir voru litnir
hornauga f Teheran og ieyniiög-
reglan hafði haft vakandi auga
á sendiráðinu um langa hrfð
þar sem grunur lék á að þar
væri skipulögð hvers kyns iðja
sem kæmi í bága við hagsmuni
ríkisins.
Hann furðaði sig á því þegar
vinnufólkið tjáði honum að
Logan væri ekki kominn heim
ennþá. Skýring sú sem kom
fyrst f huga honum var að hann
hefði farið að ná í Janet og
myndi koma með hana f sam-
kvæmið. Þessi tiihugsun hleypti
í hann illu blóði. Hann vissi að
hann yrði að taka á öllu sem
hann ætti til f skapstillingu og
mannasiðum, ef hann ætti að
geta rólegur horft á hana fara
inn á starfssvið Eileen. Þegar
bíll Logans ók upp að dyrunum
tuttugu mfnútum áður en veizl-
an skyldi hefjast, fór hann
beint að borðinu og hellti sér í
glas f stað þess að ganga út og
taka á móti þeim. Þegar hann
Icit um öxl var Janet Arm-
strong að ganga í áttina til
hans. Hún var smekkleg og
giæsileg að vanda, ópersónuleg
f fasi og hann sá að hún bar
dýrindis skart sem hann bjóst
við að Logan hefði nýverið
skenkt henni.
— Ég óska til hamingju,
sagði hún. — Þctta lítur undur-
samlega út, finnst þér ekki,
Logan. Yður ferst þetta sannar-
lega vel úr hendi án þess að
hafa eiginkonu yðar til hjálpar.
James leit á hana hrifningar-
laust.
— Hvað má bjóða ykkur að
drekka?
— Viskí, var svarið. — Viskí
og mikinn fs.
Janet krækti höndinni undir
arm Logans og hallaði sér að
honum.
— Það sama fyrir mig.
James gaf þjóninum bend-
ingu og hann kom með bakka.
Þögn var yfir þeim. James
gerði enga tilraun til þess að
halda uppi samræðum. Til fjár-
ans með alla kurteisi. Hann
hafði megnustu andúð á þessum
kvenmanni og hann foragtaði
Logan innilega fyrir að halda
sambandi 7eirra svona á lofti.
Annað hvort var Logan sama
um þessa þögn eða hann var
annars hugar. Janet horfði
framan í James og brosti við.
Hún vissi að honum Ifkaöi ekki
við hana. en hún vissi ekki af
hvaða rótum það var runnið,
enda kærði hún sig kollótta.
Hún vissi að hann var feikna-
snjall maður og Logan hafði
geysimikið álit á honum, en
hann var langt frá að vera
hennar manngerð. Hann var
alltof fágaður í framkomu. Hún
hafði ekkert á móti því að
karlmaður væri dálftið grófur.
Hún þrýsti sér að Logan og
sleppti honum svo. Þau höfðu
elskast áður en þau komu í
samkvæmið og henni fannst
hún vera honum mjög nákomin.
En hvað kvöldið er yndislegt,
sagði hún. — Ég er viss um að
veizlan tekst firnavel.
Logan ætlaðist án efa til þess
af henni að hún stæði sig og það
hugðist hún sannarlega gera og
bjóst ekki við að þurfa að hafa
mikið fyrir því.
Hún gekk yfir a£ borðinu,
þar sem snittur voru á bökkum.
James færði sig nær Logan.